Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 3
B 55 I-EgBá-g 11 @ B 0 [yl ® H E ® ® !S] [H1] [g Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AðstoÓ- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 10100. Forsíðan er af nýju málverki eftir Gunnar Om list- málara og verður á sýningu hans í Listasafni ASÍ, sem hefst eftir viku. Gunnar Öm lætur skammt stórra högga milli; hann sýndi í New York fyrir áramót og væntanlega aftur í maí. Af því tilefni ræðir Halldór Bjöm Run- ólfsson við listamanninn. TÓMAS GUÐMUNDSSON SAMTAL VIÐ DROTTIN Igærdagkaus éghelzt að vera horfínn til þín, Drottinn, þvíhjarta mitt varaldrað ogdapurt eins oggengur. Ogenginn minna vina hafði tíma til aðgleðjast, svo það tókþvíekki, fannst mér, að vera héma lengur. Ogþað er ekki gaman fyrirþann, sem trúði á lífíð ogþóttist bera æskunnar myrtuskrans um enni, að vaka fram á næturog vera þá um tvítugt, en vakna næsta morgun sem áttrætt gamalmenni. Isortoq-búar kærðu sig kollótta um fískveiðar, segir Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur um þessa nágranna okkar á Austur-Grænlandi, sem era okkur jafn framandi og fólk hinum megin á hnettinum. Miðbæir og verzlunarkjamar er heiti á grein eftir Bjarka Jóhannesson arkitekt og skipulags- fræðing, sem áður hefur skrifað um hliðstæð málefni í Lesbók, en á þessu tvennu telur Bjarki að sé grandvallarmunur og geta nú- tíma verzlunarkjamar ekki komið í stað gamalgróinna miðbæja, sem geyma sál borga og bæja, ef svo má segja. frá Nesi við Seltjöm var heimasæta á Selt- jamamesi uppúr síðustu aldamótum, en saga hennar er sérstæð. Hún giftist til Svíþjóðar, þar sem maður hennar varð hermálaráðherra, en henni gekk illa að verða Svíi og var á undan sinni samtíð í sambandi við jafnréttis- mál og fleira. En loks erégþó viss um, að ég er aftur ungur, því ennþá fmnst mérlífiðjafn dularfullt ogskrýtið, ogennþá mundi églíklega fagna þvíað falla ífreistni ogeiga kost á því að hrasa ofurlítið. Svo þótt ég verði feginn að fara til þín seinna, þá finnst mér eins og sakir standa engin þörf að kvarta, þvíhnötturinn, sem þúgafst mér, ersjálfsagt engu síður ísamræmi við lítið, en glatt ogjarðneskt hjarta. Hér á églíka fjöldamargt eftir til að dást að, margt ókveðinna Ijóða oghóp afgóðum vinum. Og þar að auki veiztu, að ég hcfi tíðum haft þig íhuga, einkum þegar tók að líða afmánuðinum. Ogþó éggeti búizt við að brugðizt hafi stundum, aðbæn mín væri af nægilega sterku trausti sprottin, þá fannst mérlíka árangurinn einatt fremur lítill, svo við urðum báðir leiðir á þessu kvabbi, Drottinn. En hitt er annað mál ogþú sérð það sjálfsagt líka, að sízt erþað af andúðgegn himnaríkiþínu, þó barn þitt hafi einnigfengið ást á sínum hnetti og óski sér að dvelja þar um stund að gamni sínu. Tómas Guðmundsson 1901 — 1983 var frá Efri Brú í Grímsnesi, en bjó í Reykjavík og borgin varð honum kært yrkisefni, svo hann hefur verið nefndur borgarskáld. Eins og fram kemur í Ijóöinu, sem hér birtist, var sígild gamansemi rikur þáttur í Ijóðum Tómas- ar. Hann var og er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Aþessum áramótum er þess minnst, að öld er liðin frá því bíllinn var fundinn upp. Sá atburð- ur verður þó alls ekki dagsettur og varla ár- settur nákvæmlega. Þegar Carl Benz smíð- aði fyrsta þriggja hjóla bílinn sinn 1885 og þegar Gottlieb Daimler smíðaði sinn fjögurra hjóla bíl 1886, vora margir brautryðjendur búnir að finna upp sitt lítið af hveiju, sem gerði tækniafrek þeirra Benz og Daimlers möguleg. Raunar höfðu nokkrir uppfínninga- menn smíðað bíla á undan þeim, en það vora einstakar tilraunir, sem áttu sér ekki fram- hald. Eitt af því, sem vafðist mjög fyrir mönnum var kveikjan - þetta galdraverk, sem kveikir í eldsneytisblöndunni með neista á réttu augnabliki. Einn af höfundum bílsins lét sér koma til hugar, að kveikjuneistanum mætti handstýra. En þegar farartækið skrölti af stað fyrir eigin vélarafli fyrir 100 árum, var það í öllum aðalatriðum ótrúlega líkt því sem bíllinn varð áratugum saman. Hann var með blöndung, kveikju, kælikerfi, gírskiptingu og bremsur, sem vora kannski ekki uppá það bezta, en stöðvuðu tækið samt með tímanum. Stýrið var strax kringlótt og stjórntækjunum raðað á líkan hátt og enn er gert. Þá voru borgir í Evrópu og Ameríku með gatnakerfi fyrir hestvagnaumferð og mikill urmull var þá til af yfírbyggðum hestvögnum með plusssætum og jafnvel gluggatjöldum. í fyrstu töldu Á aldarafmæli bílsins menn einsýnt, að hestvögnunum yrði breytt í bíla; Daimler var þar á meðal og fyrsti bíll- inn hans var smíðaður þannig. En hann komst fljótt á aðra skoðun og var kominn með ótrú- lega þróaðan bíl á grind eftir íjögur ár. Afrek hans var ekki hvað sízt að finna hraðgenga vél, sem snerist 900 snúninga á mínútu, eða svipað því, þegar nútíma bílar ganga í hægagangi. Þeir Daimler og Benz era taldir höfundar bílaframleiðslu, vegna þess að þráð- urinn slitnaði ekki hjá þeim og aðrir héldu verkinu áfram að þeim liðnum. Bræðurnir Frank og Charles Duryea hófu fyrstir manna bílaframleiðslu í Bandaríkjun- um; það var 1892-93, en risinn Ford kom ekki til skjalanna fyrr en 1903. Hann var búinn að smíða og senda á markað átta gerðir, þegar hann datt niður á T-módelið fræga árið 1908 og sá bíll markaði tímamót. Aram saman var T-módelið svo að segja framleitt óbreytt; það varð fyrsti almennings- bíllinn og Ford sá fyrstur manna, að þjónusta var jafn þýðingarmikil og framleiðslan sjálf. T-módelið frá Ford er líklega merkasti bíll, sem framleiddur hefur verið á öldinni ásamt Volkswagen, sem varð einskonar arftaki: Alþýðuvagninn, sem Hitler fékk Porsche til að teikna fyrir Þúsundáraríkið, en öðlaðist fyrst veralegar vinsældir og útbreiðslu um allan heim eftir fall þess. Nú heyrir hann að mestu sögunni til, - er þó framleiddur enn í Brasilíu. Varla er hægt að telja, að bílaöld hefjist á íslandi 1904 með tilkomu Thomsen-bílsins. Engir bílvegir voru til og má segja að óbreytt ástand hafí ríkt framyfir 1920. Samt vora menn að flytja inn bíla og það er ótrúlegt, hvað tókst að komast á þeim yfír miklar vegleysur. Sumt áttu að vísu að heita vegir. Ég man, hvað ungum dreng austur í Tungum þótti ævintýralegt að sjá drossíur, sem ævin- lega voru svartar, á leið austur að Geysi eftir Konungsveginum, sem hafði verið lagð- ur fyrir konungskomuna 1907. Þetta var seint á fjórða áratugnum og vegurinn, niður- grafín moldarbraut, varð sífellt dýpri eftir því sem árin liðu; sumstaðar eins og skurður. Drossíurnar skildu eftir sig merkileg för í moldinni og olíulyktin lá lengi í loftinu og þótti mjög framandleg. Þennan sögufræga veg hefði varla verið hægt að komast á nú- tíma smábílum. En drossíumar, sem ævin- lega vora nefndar svo, vora á stóram hjólum og það var miklu hærra undir þær en nú tíðkast. Síðar hættu drossíur að vera svartar; þær urðu allavega litar og þær urðu litlar og lágar til hnésins og hálf ómerkilegar í samanburði við „sjálfrennireiðar" fyrstu áratuganna, en það var nýyrði og átti að koma í veg fyrir að útlenzka heitið automobile festist í málinu. Á aldarafmæli bílsins era merkar nýjungar á döfinni; flestar standa þær í sambandi við rafeindatækni og miða að því að gera bílinn spameytnara og öruggara farartæki. Þar á meðal era bremsur sem „hugsa“, - geislar nema hvetja ójöfnu framundan og fjöðranar- kerfíð gerir nauðsynlegar breytingar jafn- harðan. Tölva ber saman snúninginn á hjólun- um og losar um, ef bremsa er í þann veginn að læsa hjóli; sú tækni er raunar orðin að veruleika og stutt er í að allir bílar verði með aldrifí og stillanlegu fjöðranarkerfí, sem hægt verður að breyta eftir aðstæðum. Sem sagt: Bíllinn er sífellt að verða betra og betra tæki og ekki bólar á neinu, sem gæti komið i staðinn. Það er aðeins þrennt, sem skyggir á: Ökumenn verða ekki hætishót skárri og mannlegir brestir halda áfram að endurspegl- ast í akstrinum þrátt fyrir sigra tækninnar. 1 annan stað er mengunin að mestu óleyst vandamál og í þriðja lagi: Það er farið að sjá í botninn á bensíntanki jarðarinnar og annar orkugjafi er ekki í sjónmáli. GÍSLl SIGURÐSSON LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.