Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 8
Kyrrð 1985. Akryl & striga, 150xl80cm. Myndimar sem hér ajást, verða & sýningu Gunnars Amar í Listasafni ASf eftir viku. Ljósmyndir Lesb./Rax. Ströng siðalögmál í lista-frumskógi New York-borgar Istórri og rúmgóðri íbúð nálægt Reykjavíkurhöfn, býr Gunnar Orn Gunnarsson, listmálari. Þaðan er útsýni gott yfir sundin og fjallahringinn sem hvílir tignarlegur að baki þeim. Við erum staddir í setustofunni, eins konar turnherbergi með Halldór Bjöm Runólfs- s<3n ræðir við Gunnar Örn Gunnarsson mynd- listarmann í tilefni hins merka áfanga sem sýn- ing hans í New York var. Nú skal látið skammt stórra högga milli, því önnur sýning er áformuð í New York í maí. Eftir viku opnar Gunnar Örn sýningu í Listasafni ASI. bogadreginni gluggröð, þar sem lista- verkabækur prýða hillur og hljómflutn- ingstæki endurvarpa sígildri tónlist. Gunn- ar Örn er áhugamaður um tónlist, enda menntaður sellisti og bregður gjarnan plötu á fóninn, eða snældu í segulbands- tækið þegar hann gengur til vinnu á morgnana. Til hliðar við turnherbergið er vinnustof- an undir súð. Hún er öll á lengdina og þar blasa við hálfunnin málverk, teikningar og vatnslitamyndir, auk höggmynda úr viði og grjóti, sem listamaðurinn hefur málað í ýmsumn litum. Á neðri hæð íbúð- arinnar er málverkageymsla þar sem rammarnir með strekktum striga standa í röðum. Hvarvetna hanga málverk, bæði eftir listamanninn sjálfan og vini og kunn- ingja úr röðum listmálara. Aður en við setjumst endanlega niður gegnt Akrafjalli, Skarðsheiði og Esju, býð- ur Gunnar Örn mér inn í vinnustofuna. Þar dregur hann fram stóran stranga og byrjar að fletta fimlega úr honum. I ljós kemur hvert málverkið á fætur öðru og leynir sér ekki handbragð listamannsins. Síðan opnar hann stóra teiknimöppu og bregður upp einni teikningunni á fætur annarri. ÍMIÐJUSOHO „Þetta er afraksturinn af Ameríkudvöl- inni“, segir Gunnar Örn og bendir á bygg- ingar sem standa að baki mannverum, dregnum einföldum og skýrum dráttum. „Ég fékk lánaða vinnustofu í miðju Soho- hverfinu í New York, á besta stað í bænum. Þar málaði ég þessi akrýl-málverk og vann að teikningum. Þú sérð auðvitað áhrifin af borginni, þau leyna sér ekki." Soho er eitt rótgrónasta listamanna- hverfi New York-borgar og liggur á neðan- verðri Manhattan-eyju á móts við fyrsta stræti. Þar er Háskóli New York, svo einnig er þar mikið stúdentalíf. Við West Broad- way, aðalgötu hverfisins og nærliggjandi stræti er krökkt af sýningasölum og meðal þeirra má finna virtustu galleri heims. — Hvernig kom New York þér fyrir sjón- ir? „Biddu fyrir þér! Mér leist ekkert í blik- una, þegar ég steig út úr leigubílnum. Ég hélt væri staddur í miðju Haarlem, en ekki í einu fínasta listamannahverfi borg- arinnar. Það er svo mikið rusl alls staðar og niðurníddar byggingar. Skammt þaðan sem ég bjó er Washington Square, lítill garður þar sem dópsalar halda til og bjóða varning sinn hverjum sem á leið hjá. Þú getur keypt allt dóp sem nöfnum tjáir að nefna á þessu markaðstorgi, hvaðan sem- það kemur úr heiminum. Lögreglan virðist láta þetta afskiptalaust. Hún telur sjálf- sagt skárra að halda þessu á einum stað, en dreifa því út um öll stræti og torg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.