Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 6
 Ls> i L ‘ /fmc U 4»S \ /Tlorts/r (fOoyn-S fifrnje. nwf&eyn Rithönd Árna Magnússonar, efst eins og hann skrifaði i ís- ienzku, í miðju eins og hann skrifaði á dönsku og neðst er latnesk undirskrift hans. rri •• Tvo þúsund handrit verða eftir Arfleifð Árna Magnússonar heimsótt Eftir SIGRÚNU davíðsdóttur Fyrri hluti Rétt eins og margir virðast álíta að Jón Sigurðsson hafi verið fyrsti forseti okkar, þá eru vafalaust margir sem sjá Árna Magnússon fyrir sér safnandi skítugum skinnblöðum á daginn og á ástarfundum við Snæfríði ísiandssól og biskupsdóttur á nóttinni í nágrenni íslandsklukkunnar. Látum Snæfríði og klukkuna liggja milli hluta en höldum okkur við handritin. Árni fæddist 1663, kominn af lærdóms- mönnum. Meðal annarra er Snorra Sturlu- son að finna í ættartölu hans. Hann var fóstraður hjá móðurafa og :bróður, prest- um, sem sviku drenginn Árna ekki um uppfræðsluna. Bróðir Árna segir hann hafa farið að lesa latínu 6 ára, þá læs á íslenzku og svo grísku 10 ára. Eftir nám í Skálholtsskóla sigldi hann til Kaupmannahafnar 1683. Á garði kynnt- ist hann fljótlega Tómasi nokkrum Bart- holin. Barholinarnir voru einhverjir helztir andans menn í dönskum háskóla- og vís- indaheimi 17. og 18. aldar og ekki amalegt fyrir Árna að vera tekinn í náðarfaðm ættarinnar. Danir voru önnum kafnir við að rann- saka sögu sína á þessum tíma, bæði af einskærum áhuga og svo til eflingar kon- ungseinveldinu, Þá munaði mjög í að komast ærlega í íslenzkt miðaldaefni í heimildaleit. Þar kepptu þeir reyndar við frændþjóð sína, en litla vini, Svíana, sem einnig stunduðu söguskrif af kappi og söfnuðu íslenzkum handritum. Stúdentinn Árni lendir í ágætum félagsskap danskra fornfræðinga og aðstoðar þá. Hann tekur að sér að safna og skrifa upp fyrir þá efni úr íslenzkum heimildum, sem varðaði danska sögu. En jafnframt þessum starfa hugar hann að framtíð sinni og tekur guðfræðipróf tveimur árum eftir aö hann kemur út. 1685-6 var hann á íslandi í erindagjörð- um danskra sagnfræðinga að safna hér áhugaverðum handritum. í þessu fræða- stússi hefur hann líklega fengið áhuga á íslenzku fornefni almennt. Það er ekki alveg ljóst hvenær hann fær þessa gríðar- legu söfnunarnáttúru, en það gerist ekki svo ýkja löngu eftir að hann kemur til Hafnar. Áhuginn lá í loftinu í kringum hann. Og Danir gerðu hann víðar út. 1694- 97 var Árni í Þýskalandi, einkum í Leipzig. Erindið var að krækja þar í mikið bóka- safn, sem háskólinn vildi kaupa. Ekki varð þó neitt úr kaupunum, en Árni notaði tímann til að mennta sig. Sagnfræði var öflug fræðigrein í Þýskalandi þessa tíma og þarna bauðst góð menntun og frjótt andrúmsloft. Hann skrifaðist á við vini sína í Kaupmannahöfn og fylgdist meðal annars með því hvað bauðst af gömlum bókum og handritum þar. Launalaus Biðstaða En alltaf var hann stöðulaus og peninga- lítill. 1694 fékk hann reyndar prófessors- biðstöðu, var dæmdur hæfur til að vera prófessor, þegar staða gæfist. En engin fylgdu launin. Eftir Þýzkalandsdvölina fékk hann embætti við Leyndarskjalasaf- nið, en mátti vinna kauplaust í tvö ár, áður en kaup fór að fylgja stöðunni. Lengi vel virðist Árni helzt hafa séð fyrir sér prests- embætti úti á íslandi, sem eina möguleika á lífsframfæri, þó lítil væri löngunin. Jón Ólafsson, aðstoðarmaður hans, segir eftir herra sínum að með skjalavarðarembætt- inu hafi hann fyrst fengið „fasta þanka að gefa sig frá íslandi, festa sinn fót í Kaupenhafn og setja sitt ráð á stöðugan stofn". Á þessum árum var honum haldið uppi af velstæðum vinum. Þrátt fyrir ótryggt lífsviöurværi, þá keypti hann bækur og handrit af krafti. 1699 skrifar hann Svía nokkrum að nú eigi hann líklega stærra handritasafn en nokk- ur annar í Evrópu. 1701 veitti kóngur honum prófessorstöðu. Þar með varð hann ekki aðeins fyrsti prófessor í dönskum fornfræðum, heldur líka fyrsti íslenzki prófessorinn við Hafnarskóla. En varla var hann orðinn prófessor þegar kóngur skikkaði hann til íslands- ferðar. Þar átti hann að taka saman jarða- bók ásamt Páli Vídalín, nákvæma úttekt á landsins gagni og gæðum auk þess að fyigjast með verzlunar- og dómsmálum, vera augu og eyru kóngsins. Verkið átti að taka stuttan tíma, en í raun kom Árni ekki alkominn til Kaupmannahafnar fyrr en 1713 og bókin þó ekki fullgerð. Þetta varð allt hið ólukkulegasta mál, því stjórn- völd voru sífellt að rekast í honum vegna tafa og raunar lauk rekistefnunni ekki fyrr en við uppgjör á dánarbúi Árna. Árni hafði þó ýmislegt upp úr krafsinu á íslandi. Hann safnaði handritum í gríð og erg, var óþreytandi að leita uppi og raða saman rifrildum. Það er víst alkunna að þegar pappírshandrit og prentaðar bækur breiddust út, þá voru illa læsileg skinnhandritin spænd niður til margs konar brúks. Kvonfang Og Launuð Embætti Árni brá sér tvisvar vetrarlangt til Kaupmannahafnar á þessum tíma og í seinna skiptið kvæntist hann, vinum sínum til undrunar, því hann þótti hafa sýnt kvenfólki lítinn áhuga. Vinur hans hafði löngu áður hvatt hann til að tengjast inn í einhverja háskólafjölskyldu, en hann giftist ekkju konunglegs söðlara, Mettu Fischer. Sú var nokkuð eldri en Árni, en færði eignir í búið. Árni gat því gengið enn ötular fram í bóka- og handritakaupum. AAE.TROPOLI .S' PÖKTV.S CELEBEKKÍMVS DANIÆ Kaupmannahöfn i 17. öld, eða nokkru fyrir daga Árna Magnússonar. Þó má gera ríð fyrir því, að borgin hafi litið svipað út þegar Árni var uppi. Lengst tii vinstri, niðri við höfnina, er Proviantgarðurinn, þarsem Arnasafn var lengi tilhúsa, en síðarkom uppfylling, þarsemhöfnin erá teikningunni. 1A N 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.