Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Síða 11
og sjónvarpi, og oft virðist þörfin vera meiri að slappa af og loka sig frá um- heiminum en að leita félagsskapar og þess viðburðaríka lífs sem miðborgirnar höfðu upp á að bjóða áður fyrr. Þessi hnignun miðborganna hefur gengið lengst í Bandaríkjunum, þar sem mið- borgirnar eru víða lítið annað en fáeinar götur með auðum lóðum og gömlum niður- níddum húsum. Oft er eina starfsemin sem þrífst þar stjórnsýsla og bankar, en versl- anirnar eru ýmist í verslunarkjörnum utan borganna eða dreifðar meðfram hrað- brautum. Skemmti- og menningarstaðir eru oft einnig meðfram hraðbrautunum eða í tengslum við háskólasvæði. í Evrópu hefur þessi þróun ekki gengið eins langt, þar eru miðborgir víða lifandi, með versl- unum, skemmtistöðum og menningarlífi, auk stjórnsýslu og bankastarfsemi. Ýmsar skýringar eru á þessum mismun. í fyrsta lagi er bílisminn mun útbreiddari í Banda- ríkjunum en í Evrópu, í öðru lagi byggir borgarlíf í Evrópu á gamalli hefð, meðan Bandaríkjamenn lofsyngja víðátturnar, ferðafrelsið og landnematímabilið, og í þriðja lagi eru svo glæpir mun algengari í bandarískum miðborgum en evrópskum. Þrátt fyrir þesa hnignun miðborganna telja þó flestar þjóðir, jafnvel einnig Bandaríkjamenn, mikilvægt að viðhalda hinu hefðbundna hlutverki þeirra, og er oft varið til þess gífurlegum fjármunum. miðbær Hafnarfjarðar. Úr báðum þessum miðbæjum má lesa sögu byggingarlistar langs tíma. Menningarlíf er állnokkuð í miðbæ Reykjavíkur, verslanir eru margar og veitingastöðum hefur fjölgað mikið hin síðari ár. Unnið hefur verið að umhverfis- bótum og á góðviðrisdögum er mannlíf þar oft með miklum blóma. Því miður hafa Hafnfirðingar sýnt sínum miðbæ litla rækt síðustu áratugi. Hann er hálfdauflegur, verslanir fáar og skemmtistaður enginn. Nýlega virðist þó hafa kviknað nokkur áhugi á að lífga miðbæinn upp. í Kópavogi er vísir að miðbæ, sem að vísu á sér stutta sögu, en of snemmt er að segja hvort raunverulegur miðbær sé í uppsiglingu í Garðabæ. Þessir fjórir miðbæir eru nægi- lega fjarri hver öðrum og tilheyra nægilega afmörkuðum bæjum til að þar geti þróast raunverulegt miðbæjarlíf, en vart er hægt að tala um fleiri miðbæi hér á höfuðborgar- svæðinu og verður því afgangurinn að flokkast undir venjulega verslunarkjarna. Verslunarkjarnar veita nauðsynlega þjónustu og engum dettur í hug að allar verslanir geti komist fyrir í miðbæjunum. Verslunarkjarnar gegna því miklu hlut- verki í nútímaborg, og þeir geta haft upp á margt að bjóða, jafnvel umfram raun- verulega miðbæi. Til dæmis er þar auðveld- ara að gera yfirbyggðar verslunargötur sem henta vel í okkar köldu veðráttu, og hægt er að skapa þar huggulegt umhverfi IVerzlunarkjarnar veita nauðsynlega þjónustu og engum dettur í hug að allar verzlanir komist fyrir í miðbæjum. En við megum ekki freistast til að halda að þeir geti komið í staðinn fyrir eiginlega miðbæi með ys og þys götulífs, ljósaskiltum, fjöl- breyttum verzlunum, veitingahúsum og bygging- um fráýmsum tímum. Víða hefur þetta tekist með ágætum og má þar glögglega sjá hvað lifandi miðborg er mikilvæg fyrir borgarlífið og upphefur það yfir hversdagsleikann. Hver mundi svo sem sækjast eftir að koma til London eða Kaupmannhafnar ef þar væru engar mið- borgir? Hvað Getum Við Lært? Áhrif iðnbyltingarinnar bárust mun hægar til íslands en annarra Vesturlanda. Á þessari öld hefur höfuðborgarsvæðið þó vaxið hratt, og hefur þróunin um margt verið lík því sem lýst er hér að framan um borgir á Vesturlöndum. Við íslendingar getum hér því lært margt af reynslu ann- arra þjóða. Þótt við séum miklir einstakl- ingshyggjumenn eins og Bandaríkjamenn og auk þess enn hálfgerðir sveitamenn, svipar höfuðborgarsvæðinu þó meira til evrópskra borga en bandarískra. Á höfuð- borgarsvæðinu eru tveir gamlir og grónir miðbæir, gamli miðbærinn í Reykjavík og og góða stemmningu. Við megum þó ekki freistast til að halda að þeir geti komið í i staðinn fyrir eiginlega miðbæi með ys og þys götulífsins, ljósaskilti, fjölbreyttar verslanir, kaffihús, veitingastaði, kvik- myndahús, útimarkaði, gróður, fjölbreytt- ar byggingar frá ýmsum tímum, og svo mætti lengi telja. Að vísu gerir okkar kalda og vota veðrátta okkur erfiðara en suðlæg- um þjóðum að njóta miðbæjarlífsins til fulls, en þótt góðviðrisdagar okkar séu ekki eins margir eða eins hlýir og suður í Evrópu, eru þeir okkur þeim mun dýrmæt- ari og nauðsynlegt er að við getum notið þeirra sem best. Við megum ekki gleyma hinu sögulega, menningarlega og umhverf- islega gildi miðbæjanna því án þeirra væri borgarlífið vissulega fátæklegt. Jafnframt þvi að við viðurkennum tilvist verslunar- miðstöðva og ýmissa þæginda sem þær geta haft upp á að bjóða, verðum við að leggja rækt við miðbæina, nýta okkur sér- stöðu þeirra og styrkja stöðu þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er skipulagsfulltrúi I Hafnarfiröi MiðborgarlífíLondon á öldinnisem leið. Mynd eftír GustavDoré. Einn aldauður: Miðbær Hafharfjarðar. t Hryggðarmynd miðborgar í Bandaríkjunum. Rudolf Serkin leikur Mozart Oslenskir tónlistarunn- endur hafa átt því láni að fagna að hlýða á leik Rudolfs Serkins alltaf öðru hvoru í heilan mannsaldur. Fyrir það stöndum við i mikilli þakkarskuld við listamanninn og þá tryggð og vináttu sem hann batt við land og þjóð og þó ber fyrst að telja Ragnar Jónsson forstjóra og þá vináttu sem ríkti milli hans og Serkins og Serkin innsiglaði með frábærum minn- ingartónleikum á síðastliðnum vetri. Hins vegar hafa komið út færri hljómplötur en skyldi með leik Serkins og oftar en ekki hafa þær liðið vegna þess að tæknilega voru þær ekki nógu góðar miðað við leik listamannsins. Nú á síð- ustu árum hefir Deutsche Grammophon gefið út 4 hljóm- plötur þar sem Rudolf Serkin leikur píanókonserta eftir Moz- art ásamt sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Claudio Abbato. Þegar þessar útgáfur hófust var langt um liðið síðan Serkin hafði leikið píanókonserta Mozarts og annarra inn á hljóm- plötur og þá í samvinnu við Ormandy og George Szell, en síðan er aldarfjórðungur liðinn. Því ber að fagna að DG hefir ráðist í þessar upptökur því að Serkin virðist hvergi vera farinn að fella af þrátt fyrir 80 ár að baki, og nú eru hljóðritanirnar loksins samboðnar Serkin óg þeim sérstæða stíl sem löngum hefir verið hans aðalsmerki. Ekki spillir það að hann og Abbato vinna mjög vel saman. Jafnólíkir listamenn og þeir eru en það kemur hér ekki að sök. Vonandi er að Serkin og Abbato leiki sem flesta af konsertum Mozarts í þessari lotu, en þeir sem þegar eru komnir á plötur eru K414 og K 466, DG digital 2532 053; K 271 og K 453, DG digital 2532 060; K 467 og K 488, DG digital 2692 095 digital og K 459 og K 501 DG digital 410 989-1. Um þessar hljómplötur má segja að þær eru í fremstu röð meðal píanókon- serta Mozarts, þó að ein og ein plata sé talin þeim fremri þar sem aðrir leggja hönd að verki og alltaf er gott að lifa í voninni um betri leik og upptökur, en Serkin verður alltaf Serkin hvernig sem allt veltist og það er enginn svikinn af þessum hljómplötum frá hendi hins aldna meistara. Þegar ég var í þann veginn að setja þetta í blaðið rakst ég á að enn ein hljómplata með leik Serkins á píanókonsertum Moz- arts er komin á markaðinn. Hér er um að ræða píanókonsertana nr. 8 og 27 — síðasta konsertinn sem Mozart samdi — og hljóm- sveitarstjórinn er eins og áður Claudio Abbato og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur DG digital 410 035-1. A.K. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 18. JAN0AR 1986 I II I i 1 Á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.