Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 4
LOA FRA NESI Hún varð eiginkona sænska hermálaráðherr- ans, en gat aldrei orðið sænsk, var á undan sinni samtíð í viðhorfum til kvenfrelsis, var sjálfstæð og glæsileg og dó fyrir ári, 95 ára hafa lýst. í nánasta umhverfi höfðu börnin og barnabörnin byggt sér íbúðarhús og sest að með fjölskyldum sínum. Inni hafði hún félagsskap kattar síns, umlukt minjum og málverkum, fjölskyldu- myndum og íslenskum úrklippum sem minntu á gamla landið. Heyrnin var síð- ustu árin tekin að sljóvgast svo að ekki var auðvelt að eiga við hana samræður. Þegar komið var að húsinu heyrðist sjón- varpstækið í hæstu stillingu. Hún gleypti í sig stjórnmálafréttir og las mikið. Hún var nýjungagjörn dáði framfarir og frum- lega hugsun. EFTIR EGGERT ÁSGEIRSSON Síðasta heimsókain til íslands 1972. Þama er Lóa 83 ára & tali við 4ra ára frænku sína, Auði Eggertsdóttur. óa frá Nesi lauk ævi sinni fyrir ári síðan í Vermlandi í Svíþjóð, södd lífdaga á 96. ári. Þar gekk til viðar ævisól merkrar konu, kunnrar á sinni tíð. Hver var þessi kona? Því geta fáir svarað, ^vo margslunginn per- sónuleiki sem þar fór, svo merkilegu lífi sem hún hafði lifað, kona sem átti heima í Svíþjóð í 75 ár, hélt þó alla tíð ættarmóti og íslendingssvip, sorfnum í stormi lífs- baráttunnar. Fram á síðasta ár hafði hún haldið góðri heilsu og andlegu fjöri. Lóa var hún kölluð en hét Ólafía Valgerð- ur og var Guðmundsdóttir. Þegar á ungum aldri setti hún svip á Seltjarnarnesið gamla og bæinn vegna glæsileika og að- sópsmikils yfirbragðs. Ung hvarf hún héð- an og bjó síðan alla tíð undir erlendum hlyni. Efri árin bjó Lóa á jörð sinni Glenni, sem er skammt frá Karlstad, höfuðstað Vermlands. Hin allra síðustu árin hafði hún dregið sig í hlé, komið sér vel fyrir í gömlu skógarhöggsmannahúsi. Þaðan sá hún gamla íbúðarhúsið sitt og yfir skógana og akrana. Milli trjánna blasti Gapern- vatnið við. Sviðið var það sem Vermlend- ingarnir Gustav Fröding og Selma Lagerlöf Þegar gestinum hafði um síðir tekist að vekja á sér athygli fagnaði hún honum, keyrði hann niður í stól, setti á sig heyrnar- tækið og hóf að spyrja frétta af íslandi: Hvers vegna eru íslendingar alltaf með glas í hendi þegar þeir standa fyrir framan myndavélina? Þótt ár liðu milli heimsókna tók hún upp þráðinn þar sem hann fyrr féll niður. Hún hafði notað tímann, velt fyrir sér blæbrigðum í skoðunum og frétt- um. Þá var um að gera að verja skoðanir sem stundum voru fyrndar í huga gestsins en lifandi í minni hennar, ótruflaðar af amstri dægranna. Samræður við Lóu frá Nesi voru ekki yfirborðslegar vangaveltur. Þar var engum steini óvelt og engu hlíft. Hún sótti fast og varðist vel. Bréfasamband í 3o ár Þótt Lóa væri ekki lar.gskólagengin var hún víðlesin og fjölmenntuð. Fáir þekktu betur innviði sænskra stjórnmála en þar hrærðist hún í innsta hring á fjórða tug ára. Hún þekkti náið marga helstu andans menn Svía og kunni margt af þeim að segja. En dul var hún um sinn þátt. Þótti henni hann ómerkilegur og vildi heldur tala um nútíð og framtíð, þangað til á síðustu árunum er hugurinn dvaldi löngum við bernsku- og uppvaxtarárin. Eitt sinn greip ég penna og vildi skrifa niður frásögn hennar af Albert Engström. Tók hún því miður vel og hélt ekki sögu sinni áfram fyrr en penninn var settur niður og blaðið horfið. Gott ef hún slökkti ekki ljósið líka. Má ætla að línur af því tagi sem hér eru á blað festar hefðu verið henni lítt að skapi. Náinn vinskapur okkar Lóu stóð í 30 ár, eða allt frá því er ég heimsótti hana fyrst. Allan tímann skrifuðumst við á. Þó fór svo að hin síðustu ár gat hún ekki haldið á penna lengur og gengu bréfin síðan í eina átt. Þegar ég hitti hana mátti finna hve mikilvægt þetta litla samband var henni eftir að systkini hennar sem hér bjuggu voru öll fallin í valinn. Ólafía Guðmundsdóttir fæddist í Nesi við Seltjörn 13. mars 1889. Foreldrar henn- ar voru mikil merkishjón, Guðmundur Einarsson útvegsbóndi og kona hans Krist- ín Ólafsdóttir. Guðmundur fæddist í Bolla- görðum á Seltjarnarnesi, Kristín var einkabarn foreldra sinna. Hófu þau búskap í Nesi ung að aldri með miklum umsvifum bæði til sjós og lands, þar til hann drukkn- aði stórslysavorið 1906. Guðmundur var mikill athafnamaður í útvegsmálum og þekktur fyrir hæfileika sína á fleiri sviðum, tungumálakunnáttu, söngrödd og hljóð- færaslátt. Kristín hélt áfram búskap þrátt fyrir fráfall manns síns og kom 9 barna hópi til manns ásamt tveim fósturdætrum. Eru systkinin nú öll látin nema Guðrún sem býr í hárri elli í Helsingborg í Svíþjóð. Nes við Seltjörn taldist til höfuðjarða. Þar sátu landlæknir og lyfsali. Þar var reist árið 1763 eitt hinna merku 18. aldar steinhúsa, gersemar húsagerðarlistarinn- ar. Húsaskipan var sú í meginatriðum að Nesstofu var skipt eftir endilöngu. Bjó landlæknir í upphafi að austanverðu en lyfsalinn að vestan. Foreldrar Kristínar Ölafsdóttur áttu vesturhluta jarðarinnar. Ólafur hreppstjóri Þórðarson féll frá þegar Kristín var 16 vetra. Einkabarninu var ætlað að taka þar við búsforráðum. Eigin- manninn sótti hún á næsta bæ. Umsvif þeirra jukust skjótt. Á eina hlið var Guð- mundur umsvifamaður í útvegsmálum. Fiskgengd var þá mikil við Faxaflóa og framfarahugur í Seltirningum. Á aðra hlið var Kristín stjórnsöm við búskapinn. Urðu ívar og Lóa Vennerström á þeim árum, þegar ívar var hermálaráðherra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.