Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 18. JANOAR 1986 nokkrum hæðum, eða mörg saman í einni byggingu. — Hvernig kom galleríhald í New York þér fyrir sjónir? „Það virðast vera til þrenns konar teg- undir af sýningasöium. A Lower East Side eru rekin lítil gallerí þar sem menn reyna að komast inn með eina og eina sýningu, en eru ekkert tengdir sýningasalnum að öðru leyti. I Soho er ákveðinn hóður lista- manna hinsvegar ákveðnu gallerí og sýnir hver listamaður um það bil annað hvert ar, alltaf á sama stað. Þess á milli hanga vewrk hans ekki uppi. Þriðja tegundin eru svo galleríin „Uptown", eða þau sem eru ofar í borginni. Þau virðast að mörgu leyti iokaðri en hin eru til dæmis ekki opin út á götu. Þau eru gjarnan uppi á hæðum stórbygginga og má stundum finna tíu gallerí í einni og sömu byggingunni. Frá okkar sjónarmiði er þetta óvenjulegt fyrir- komulag. Þessi gallerí eru yfirleitt með færri og frægari nöfn á sínum snærum, sem þau sýna allt árið um kring. Þau stóla ekki eins mikið á gesti utan af götu, heldur fá reglulegar heimsóknir listaverkasala og safnstjóra." INN Á GUGGENHEIM — Og sýningin þín var einmitt haldin á einum af þessum sýningasölum í efri hluta borgarinnar. Hvernig var að sýna hjá Achim Moeller? „Ég gerði mér enga grein fyrir því sem var að gerast. Að vissu leyti var ég eins og álfur út úr hól. Þarna stóð ég úti á miðju gólfi og var að strekkja málverkin upp á blindramma, þegar inn gengu safn- verðir og listaverkasalar víðs vegar að úr heiminum. Þeir voru að ræða málin við galleríeigandann og spekúlera í kaupum. Ég vissi náttúrulega lítið hvernig taka skyldi kveðjum svona manna, en þetta var allt mjög ævintýralegt." — Hvernig var svo sjálf sýningaropnun- in? „Hún var auðvitað mjög frábrugðin því sem maður á að venjast héðan. Til að mynda þekkti ég afar fáa af þeim sem komu og það eitt er skrýtið út af fyrir sig. Annars var slæðingur af íslendingum, sem búsettir eru á staðnum, svo maður var ekki algjörlega utan gátta." — En þú ert ekki einungis kominn inn á virðulegt gallerí í sjálfri New York, heldur var mynd eftir þig seld Guggen- heimsafninu, sem er eitt þekktasta nútíma- listasafn veraldar. Hvernig verkar allt þetta á þig? „Tja, maður verður bara að bíða og sjá. Annars virðist Achim Moeller mjög ákveð- inn í sinni sök og eitt er víst að hann hefur lagt mikið undir í sambandi við þessa sýn- ingu. Hann hefur aldrei áður gert svona vel við óþekktan listamann, svo ef til vill er ástæða til að vera bjartsýnn um fram- haldið. í þessum bransa gilda alltént mjög ströng siðalögmál, nokkurs konar „Gentle- man’s agreement", sem ekki er svo auðveld- lega rofið. þetta munnlega samkomulag virkar sem ein allsherjar samtrygging milli sýninga- sala, sem og milli galleríeiganda og lista- manns. Og ég gat ekki betur skilið en hann vildi halda þessu áfram í sambandi við mig, enda stefnir hann að sýningu á högg- myndum, sem ég hef verið að fást við undanfarna mánuði. En hvað sem þessu líður, þá held ég mínu striki eins og ekkert hafi í skorist. Hér á ég heima og hér lætur mér best að vinna." Niðurlag Það er orðið nokkuð áliðið, þegar ég stend upp frá þessu spjalli við Gunnar Örn. Úr hátölurunum berast þýðir hljómar úr fiðlu Isaacs Stern, en hann er í sérlegu uppáhaldi hjá málaranum. Það verður ekki séð að Ameríkuferðin, eða sú upphefð sem henni fylgdi, hafi breytt miklu í daglegu lífi Gunnars. Að minnsta kosti hefur hún ekki raskað hans stóísku ró. Um leið og við göngum til dyra fortelur hann mér að innan tíðar muni hann sýna í Listasafni ASÍ, en safnið hefur látið gera litskyggnu- möppu af verkum hans og verður hún gefin út um leið og sýningin opnar. Þar sem ég stend og kveð listamanninn, hvarflar að mér að spyrja hann hvort það séu álög á íslenskum listamönnum, að vera dæmdir til að sækja velgengni sína út fyrir landsteinana. En ég hætti við, því spurn- ingin er of dapurleg og við henni fæst ekkert tæmandi svar. En eitt er víst, að í sambandi við Gunnar Örn voru Ameríkan- ar fyrri til en við sjálfir. Hvenær skyldi sá tími koma að við verðum fyrstir til að meta að verðleikum okkar eigin listamenn? Gunnar örn ásamt málaðri höggmynd, svipaðri þeim, sem hann sýnir í New York næsta Allt þetta virkaði auðvitað ævintýrakennt á mig í fyrstu, en eftir smátíma var ég farinn að horfa yfir skítinn án þess að taka eftir honurn." SýningÍNewYork „Soho er ef til vill ekki ósvipuð Latínu- hverfinu í París. Það er mikið af kaffihús- um og fjörugt næturlíf. Ég get ekki sagt annaö en að hverfið hafi virkað vel á mig og verið friðsæt. Það var um 20 gráðu hiti þegar ég var þarna í septembermánuði, svo andrúmsloftið var þægilegt. Hins vegar tók ég oft neðanjarðarlestina frá vinnustof- unni, sem var á móts við fyrsta stræti og upp að 76. stræti, þar sem sýning mín var haldin. Ég segi ekki að það ríki hræðslu- ástand í neðanjarðarlestunum í New York, en þar er kuldalegt um að litast og menn horfa gegnum náungann og láta hann í friði. Eitt sinn var ég þarna á ferð að næturlagi og þá voru alls staðar vopnaðir verðir í vögnum." Þannig ræðir Gunnar Örn um hinar ýmsu hliðar New Yorkborgar og hvernig hún kom honum fyrir sjónir. Hann dvaldi þar i sjö vikur, í boði Achims Moeller, þekkts listaverkasala og sýningarhaldara, sem færði upp sýningu á verkum Gunnars Arnar í gallerí sínu í októbermánuði síðast- liðnum. Þar sem það er ekki á hverjum degi að íslenskum listamanni er boðið að sýna verk sín í New York, þá er rétt að draga fram nokkur atriði varðandi tildrög þessa máls. Það var fyrir tveimur að hér var á ferð kunnur listfræðingur, Edward F. Fry. Hann rakst inn á sýningu Gunnars Arnar í Listmunahúsinu og hreifst samstundis af verkum hans. Sýningin markaði einmitt tímamót í ferli Gunnars, þar eð málverk hans höfðu skömmu áður tekið gagngerð- um breytingum í átt til frjálsari tjáningar. Fry hófst þegar handa um að koma Gunn- ari Erni á framfæri í Bandaríkjunum og ári síðar fékk hann Achim Moeller til að gera sér ferð til íslands, til að kynna sér verk listamannsins. Galleríhald í Vestur- HEIMI Moeller fékk nokkur verk Gunnars, til að taka með sér til New York og þar voru Árið kvatt. Oliulitir á striga, 115xll6cm. þau á samsýningum í gallerí hans við 76. stræti. Achim Moeller Fine Art Limited er starfrækt beggja vegna Atlansála, í London og New York. Galleríið er rekið á breiðum grundvelli, því auk sýninga er það vettvangur útgáfustarfsemi og listkynn- inga af ýmsu tagi. Gunnar Örn er einn örfárra, ungra listamanna sem Achim Moeller hefur tekið upp á sina arma, því hann fæst einkum við kynningu og sölu á verkum þekktustu listamanna tuttugustu aldarinnar. Má þar nefna þá Picasso, Matisse, Kandinsky, Chagall og Klee, en myndir Gunnars voru sýndar ásamt verk- um þessara manna í samsýningu í gall- erínu. Eftir að myndir eftir Gunnar höfðu verið sýndar hjá Achim Moeller og hlotið verð- skuldaöa athygli, var lagt á ráðin um einkasýningu á verkum hans. Tuttugu og fimm málverk voru valin og annaðist Gunnar sjálfur upphenginguna. Fimm myndanna voru um tveir metrar á hvorn vegf, hinar voru nokkru minni. Sýningin var í tveimur sölum, á jarðhæð og þriðju hæð í stóru háhýsi, en í þessum hluta borgarinnar er það venja að gallerí séu á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.