Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 7
Birgitte Dall handrita viðgerðameistari fer hér æfðum böndum Hér situr Jonna Louis-Jensen rið skrifborðið sitt nýkomin frá Björn Hagström, forstöðumaður íslenzku fornmálsorðabókar- um pappírshandritið Steph. 61, sem er frá 16. öld. í því eru þrí að leiða stúdenta í allan sannleik um íslendingabók Ara innar hans Árna, flettir hér upp einum afmilljón seðlum, sem fornbréfauppskriftir,réttarskjöl. fróða. hefur rerið safnað í bókina. Á seinni árum hlóðst enn meira af titlum og launuðum embættum á hann. 1721 varð hann prófessor í sögu og landafræði, hugs- anlega auk fornfræðanna, yfirmaður há- skólabókasafns og leyndarskjalavörður 1725. Og hann fékk prófessorsbústað í Store Kannikestæde, eiginlega beint á móti þar sem Borchs kollegium stendur nú, á nr. 12. Miðað við umfang þessara starfa nú, er ekki aiveg auðvelt að skilja hvernig Árna tókst að sinna þeim, því svo fór drjúgur tími í hans eigið safn. Heima fyrir hafði hann reyndar aðstoðarmann seinni árin. Síðustu 4 árin sem hann lifði var Jón Ólafs- son úr Grunnavík hjá honum. Sá leit mjög upp til herra síns og skrifaði dágóða ævi- sögu hans, áhugasömum eftirkomendum til ærinnar gleði. Jón var nefnilega hinn gleggsti maður, þó hann vilji verða nokkuð fíflslegur á sviði í gervi Grindvicensis. 20. okt. brauzt út eldur í Höfn, sem bál- aði í þrjá, fjóra daga. Þegar hann kulnaði loks voru tveir fimmtu hlutar borgarinnar rjúkandi rústir, þar á meðal hús Árna. Eldurinn kom upp utan háskólahverfisins, en náði þangað á öðrum degi. Árni hikaði við að flytja eigur sínar, hraus hugur við raskinu. En þegar eldurinn var kominn í nálæg hús, voru loksins kallaðir til menn og eigur hans fluttar upp á horn Kóngsins nýja torgs og Gothersgade. Það náðist að flytja burt það mesta af handritum, en prentaðar bækur og ýmsar nótur Árna brunnu. Jón segir að þegar Árni hafi gengið úr húsi sínu í hinsta sinn, þá hafi hann sagt: „þar standa þær bækur sem hvergi fást hér eftir í heiminum." Auk flestra skinnhandrita bjargaðist einnig sægur pappírshandrita og meira en 5.000 afrit af miðaldabréfum. Árni leitaði strax til vina á íslandi eftir skjölum og bókum til láns og reyndi að koma lagi á safnið. En samkvæmt Jóni þá sagðist Árni hafa tapað gleði sinni, sem enginn gæti gefið sér aftur. Hann veiktist í árslok 1729 og dó 7. janúar 1730. Dánargjöfárna I erfðaskrá sinni ánafnaði Árni háskól- anum bækur sínar, handrit og fé sitt. Dán- arbúið var svo gert upp þegar frú Metta dó hálfu ári síðar. En það var fyrst 1756 sem var gengið að fullu frá dánargjöfinni. Peningana átti að nota til útgáfu og launa tveggja íslenzkra stúdenta, sem áttu að sinna henni, undir umsjón. En 1772 komst þetta á fast, það var ákveðið að setja sér- staka nefnd, Árnanefnd, Den arnamagnæ- anske komission, yfir gjöfina og nefndin er enn til. Nú sitja i henni fimm menn, háskólarektor, háskólabókavörður, pró- fessorinn í norrænu, fulltrúi háskólaráðs og menntamálaráðuneytis. Og svo eru tveir umsjónarmenn með nefndinni á vegum háskólans. I þær aldir sem nefndin hefur starfað hafa ýmsir þekktir Danir og Is- lendingar átt sæti í henni. Árið 1956 var fyrirkomulagi safnsins breytt og sett upp Árnastofnun í tengslum við háskólann. Eftir brunann voru handritin í nokkurri óreiðu. 1730 var þeim komið fyrir innst á kirkjuloftinu í Trinitatiskirkjunni, ásamt öðrum bókum háskólabókasafnsins. Inn á loftið er gengið úr Sívalaturninum. 1861 var háskólabókasafnið flutt niður í Fiolstræde, þarna rétt hjá. 1957 fékk Árna- safn inni í Proviantgarðinum á Slots- hólmanum og 1976 fluttist svo stofnunin út á Amager ásamt heimspekideild háskól- ans. Ýmsir merkir fræðimenn hafa unnið á snærum Árna. Á síðustu öld og fram á þessa vann Finnur Jónsson ötullega að útgáfum og fræðiritum og Jón Helgason tók dyggilega við af honum. Það er vísast ekki mikið eftir af þeim 8.000 ríkisdölum, sem Árni lét eftir sig en stofnunin fær fé frá danska ríkinu. Á vegum nefndarinnar er einnig starfað að því að setja saman orðabók yfir íslenzkt fornmál. Það er því ekki hægt að segja annað en að Árni Magnússon hafi komið tryggum fótum undir ástundun íslenzkra fornfræða með dyggum stuðningi danska ríkisins. ÁRNASTOFNUN á AMAKRI Á stofnuninni hitti ég próf. Jonnu Louis-Jensen, sem tók að sér að segja frá starfsemi stofnunarinnar og skipulagi. Meðan Jón Helgason stýrði stofnuninni var hann bæði prófessor í norrænum fræð- um og eins yfirmaður stofnunarinnar. Með nýjum háskólalögum frá 1970 var þessu breytt, yfirmaður er nú kosinn af starfs- mönnum til eins árs í senn. Eins og Árni mælti fyrir um, þá er aðalverkefni stofnunarinnar að standa að útgáfum íslenzkra forntexta. Þær eru unnar bæði af fastráðnum starfsmönnum stofnunarinnar og svo utanaðkomandi. ! Útlendingar vinna gjarnan heima að út- gáfum sínum, en koma svo í fríum og vinna á stofnuninni, oft með hjálp heimafólks. Það er löng skrá yfir verkefni, sem er verið að finna. Stofnunin gefur út þrjá ritraðir. 1941 kom út fyrsta bindið í Bibliotheca Arnamagnæana. Þar birtast verk sem lúta að íslenzkum forntextum. I Editiones Arnamagnæanæ birtast handritaútgáfur og í Opuscula greinar og stuttir textar. Handritaskiptin snerta stofnunina óneitanlega. Það er sérstök handrita- skiptanefnd, sem fer yfir handrit stofnun- arinnar og Konunglega bókasafnsins til að tína út handrit, sem varða Island sér- staklega. Hún hefur starfað í 13 ár og er ekki búin enn. Jonna sagði að stofnunin hefði á þessum árum fengið tíu skrár yfir handrit, sem færu til íslands. En handritin eru ekki send heim fyrr en það er búið að gera við þau og ljósmynda. Oft eru þau ljósmynduð bæði fyrir og eftir viðgerð, ef mikið þarf að gera við. Þessi frágangur er býsna tímafrekur. En starfsmenn stofnun- arinnar hafa ekki bein afskipti af skiptun- um, utan hvað þar er gengið frá handritun- um fyrir heimsendingu. Lokaágreining um handritaskiptin eiga svo forsætisráðherrar landanna að leysa. 1. okt. síðastliðinn var búið að afhenda 1.135 handrit og 62 skjala- pakka með fornbréfaafskriftum, sem Árni lét gera og 58 handrit úr Konunglega bóka- safninu. Það er gert ráð fyrir að skila um 1.700 handritum, þá eru rúmlega 2.000 eftir, en meðal þeirra eru dönsk, sænsk, frönsk, spænsk og þýzk handrit. Árni gat nefnilega ekki alltaf valið úr íslenzk hand- rit, heldur þurfti hann stundum að kaupa heilu handritasöfnin og þá flaut ýmislegt með. Og svo er það kennsla. Hún er aðallega hluti af dönskunámi og norrænum fræðum. Það er varla nokkur stúdent með íslenzku sem aukagrein. Þar til í fyrra gátu stúdent- ar sett nám sitt saman úr mörgum valnám- skeiðum og þá var m.a. hægt að taka forn- íslenzku í vali. Nú eru hins vegar flest Proriantgarðurinn á Slotshólma þar sem stofnunin rar til húsa 1957rl976. Turnhurðin er bálf falin bak rið vafningsriðinn. Fyrir innan er þó engin sofandi prinsessa, heldur dönsku landmælingarnar. námskeiðin skyldunámskeið og þeim hefur fækkað um leið. Það er aðeins hægt að taka eitt valnámskeiö og velja þá milli þriggja eða fjögurra. I einu slíku eru tekin fyrir norræn mál á miðöldum. En fram til 1969 voru dönskunemar skyldugir að lesa forn-íslenzku í 2 ár. Á þessu misseri er Jonna að fara yfir íslendingabók með stúd- entum á cand. mag.-stigi, Helle Jensen lektor er með námskeið í hetjubókmennt- um og síðan er yfirleitt einhver kennsla í íslenzkum nútímabókmenntum, sem ís- lenzki sendikennarinn, Eyvindur Eiríks- son, sér um. Jonna segir samvinnu við Árnastofnun í Reykjavík vera meö ágætum, þó ekki sé hún mjög formföst. Það eru tíðar manna- ferðir þar á milli. Það væri tilvalið að vinna saman að t.d. handritanotkunarskrá og vinna slíkt í tölvu. En starfsfólkið í Kaup- mannahöfn hefur ekki annað þeirri vinnu. Því hefur fækkað vegna samdráttar við háskólann. Hvernig er með vélvæðingu á stofnun- inni? Jonna segir að þar séu ekki notaðar tölvur, en sjálf er hún með smáverkefni í gangi í tilraunaskyni og það eru tölvur í byggingunni. Það er tilvalið að nota þær við skrár og útgáfustarfsemi og fólk er víða að þreifa fyrir sér um slíkt. Starfs- fólkið vonaðist til að sparnaður í manna- haldi færi í vélakaup að einhverju leyti, en svo hefur ekki orðið. Niðurlag í næsta blaði. Sigrún Davíðsdóttir er cand. mag. i islenzkum bókmenntum. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1986 7 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.