Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Blaðsíða 13
Yfírlitskort af Angmagssalikfírði og nágrenni. ekkert það gerðist, er í frásögur væri fær- andi. Frá Angmagssalik fórum við svo kl. 8 næsta morgun og kom Mikki til að sleppa en ekkert bolaði á Jamesi. Upphaf Angmagssalik- VERTIÐAR Nú voru báðir grænlensku fískimennimir okkar á braut en í staðinn var Kristján með okkur og kom það sér vel, þar sem hann er öllum hnútum kunnugur á þessum slóð- um. Við byijuðum á að draga haukalóðina, sem legið hafði í 36 tíma. Afli var enginn. Mældum við hita á þessum stað og beittum svo hina línuna og lögðum hana suðvestur af Kap Dan á Kúlusuk-eyju. Við drógum svo línuna um kvöldið og fengum 15 kg. Slydda var þennan dag og snjóað hafði í fjöll um nóttina. Seinna um kvöldið lögðum við svo 9 laxanet, sem útbúin voru sem venjuleg reknet að þessu sinni. Um kl. hálftvö um nóttina var borgarísjaki orðinn nærgöngull við trossuna og kippti Guðmundur bátsmað- ur þá netunum inn á höndunum og fór létt með það. Ekki var um afla að ræða. Daginn eftir tókum við þrjú tog með rækjutrolli utan við og í utanverðum Ang- magssalik-fírði og var þetta í fyrsta sinn, að troll hafði verið dregið á þessum slóðum. Togbotn var ekki góður, en Gunnari tókst þó að komast hjá rifrildi. Við fengum sama og ekkert af rækju en upp í 130 kg af karfa og grálúðu. Handfæri komu líka við sögu þennan dag og varð árangur hinn sami og fyrr. Er við vorum að toga á innstu stöðinni, vindur James sér allt í einu inn í brúna. Höfðum við ekki orðið þess varir, er hann kom á opnum báti. Hann hirti það drasl, sem hann hafði skilið eftir en hvarf svo á braut. AfKúlusukkum Flestir þekkja Kúlusuk vegna flugvallar, er þar er, enda halda bæði Helgi Jónsson og Flugleiðir uppi ferðum þangað. Þar er líka bandarísk eftirlitsstöð hátt uppi á íjalli eins og títt er um slík umsvif. A eyjunni er líka um 300 manna þorp, sem lengst af hefur gengið undir nafninu Kap Dan en mun nú heita Kúlusuk. Nokkrir opnir bátar frá þorpinu lögðust upp að hjá okkur og voru menn að slíta upp einn og einn físk á færi í kringum skerin við eyjuna. Þá voru þeir með laxanet en fengu lítið, enda mun laxagengd ekki vera mikil á þessum slóðum eins og er. Kristján þekkti vel til þama og hafði farið í veiðiferð með nokkrum Kúlusukkum fyrir nokkrum árum. Fóru þeir á hundasleðum til Christian Höy-eyjar, sem liggur suður af aðaleyjunni. Á þeim slóðum var dorgað í gegnum ís í tvo daga. Þá fóru sleðahund- amir að ókyrrast og var það vísbending um það, að ísbjöm væri í nánd. Hundunum var þá sleppt og hlupu þeir rakleitt að bjössa og mennimir í humátt á eftir. Hundamir em liprir og leitast við að þreyta bjöminn með því að hanga í feldi hans aftanverðum. Bjöminn slær óspart frá sér en á þó bágt með að hitta hundana. Tókst honum það aðeins einu sinni og þurfti þá ekki um sár að binda. Endalok þessa bardaga urðu þau, að bjöminn skreið dauðþreyttur upp á ísjaka, þar sem hann var svo felldur. Plóabardagi Að kvöldi þess 2. september, er við vomm að sigla inn fjörðinn í leit að togbotni, komu á móti okkur 9 bátar frá Kungmiut og fóm mikinn og munduðu skipsmenn byssur. Við sáum fljótlega hvers kyns var, að þeir vom að elta hrefnu. Við slógum strax af, enda ekki í skapi til að vera of nærri þessarri viðureign. Kungmíúttamir komu bráðlega einu og einu skoti í hrefnuna og sáum við blóðið fossa úr henni, þegar hún kom upp. Leikurinn barst bráðlega að Dröfninni og varð okkur ekki um sel, enda töldum við, að hrefnur væm hændar að skipinu, þar sem hrefíia hafði nuddað sér utan í það fyrir utan Isortoq. Leikurinn barst þó upp að landi að eyri, sem snarlega var skírð Hvaleyri. Var ákaft skotið og smám saman varð nokkmm belgjum komið í skepnuna. Þar næst barst leikurinn út á miðjan ijörð fyrir utan okkur. Þar sökk hrefnan, þótt í henni væm 8 belgir, enda var dijúgt af blýi komið í skrokkinn. Hrefnukvótinn á þessu svæði er aðeins 5 dýr og reyndist þetta vera hrefna nr. 4, sem þama fór fyrir ekkert. Þótti okkur sárt að sjá mennina missa hvalinn vegna lélegs veiðiútbúnaðar. Vom menn daprir í bragði eftir þessar hrakfarir, sem kostáð hafði mörg skot, mikið eldsneyti, nokkra skutla og belgi. Vonir vom bundnar við það, að hvalnum skyti upp aftur en sú von brást. í sárabætur gáfum við mönnunum nokkra karfa, sem þeir átu hráa. Það gerði Kristján reyndar einnig og gaf mér svolítinn bita, sem ég slafraði í mig en þótti lítið til koma, enda fannst mér þetta bragðdauft fóður. Um kvöldið lögðumst við svo við festar í Maríuhöfn rétt við þorskagildm, er þar var. Áður höfðum við lagt 8 neta þorska- netatrossu með 6 tommu riðli út af nesi, sem heitir Qemertoq. TilSólarhliðs Þann 3. september héldum við inn fjörð- inn áleiðis í innfjörð þann, er lengst nær í norður. Þessi ijörður heitir Qingarssuaq og hafði Kristján gmn um, að þar kynni að leynast rækja. Framan við þennan fjörð er einhvers konar sjávaruppstreymi og mjmdast þama vök í síðari hluta maí, þegar allt er annars undir ís. Svo kynlega vill til, að þama verður árlega vart við loðnu og jafnan þann 28. maí, en þá er oft hart í búi hjá íbúunum við fjörðinn. Loðnan er veidd þama á skemmtilegan hátt. Dragnót er höfð á ísnum og frá henni utan um vökina liggja svo dragstrengir. Þegar loðnu verður vart, er voðinni hent út og jafnframt byija hundamir að draga tógin. Voðin er svo létt, að hún dregst á yfírborði. Þegar voðin er komin yfír vökina, er afalanum dröslað upp á ísinn og eta þá bæði menn og málleysingjar fylli sína af loðnunni eins og hún kemur úr hafínu. Afgangnum er svo ekið á hundasleð- um til byggða. Fengist hefur upp í 2,5 tonn í drætti á þennan hátt. Er um fullvaxna loðnu að ræða. Annars er fjörðurinn með erfíða nafninu luktur tignarlegum fjöllum, en fyrir botni fjarðarins er þó sérkennilegt skarð, sem sést í 330° stefnu frá mynni fjarðarins, og kall- ast Sólarhlið Við tókum svo tvö tog á fírðin- um. Fyrst urðum við fastir eftir 26 mínútur og fengum þá 12 kg af rækju og um 50 kg af skrápflúru, karfa og grálúðu. í seinna skiptið gátum við togað yfrið lengur og fengum þá 100 kg af grálúðu og lítils háttar af öðrum físki en sáralítið af rækju. Þorskur Þeir íslenskir fískifræðingar, sem sinna þorskrannsóknum, höfðu mikinn áhuga á að láta okkur merkja og kvama þorsk við Grænland og höfðu gaukað að okkur á annað þúsund þorskmerkjum og óteljandi kvamapokum. Allt þetta hafði legið óhreyft, þegar hér var komið sögu, enda höfðum við engan þorsk fengið enn, þrátt fyrir töluverða tilburði með margvfslegum veiðarfæmm. Nú átti að bæta úr þessu og varð það fyrst fyrir að merkja físk úr þorskagildrunni í Maríuhöfn. Til þess að vitja um gildruna þurftum við þó aukabát og mannskap, sem kunni til verka við að þurrka upp. Kristján hringdi til Kungmiut og bjargaði málunum í hvelli. Var sá einn annmarki á erindinu, að báturinn var bensínlaus eftir Flóabardag- ann. Úr því gátum við bætt og var okkur þá ekkert að vanbúnaði. Ekki hafði verið vitjað um gildmna í tvær vikur, svo að þess vegna mátti búast við afla. Þeir Kristján og þrír Kungmíúttar þurrk- uðu gildmna upp frá inngonguopinu. Keynd- ist mikið slý vera í netinu og hefur það sennilega fælt físk frá. Víð hinn enda gildr- unnar vomm við Gísli og Gvendur á Rauðku tilbúnir til að háfa aflann upp í kar með sjó í. Þegar á reyndi vom háfamir látnir lönd og leið og gripum við fískinn þess í stað með höndunum. Aflinn rejmdist vera 63 fískar, flestir smáir, svo að meðalþjmgd hefúr varla náð einu kílói. Alla þessa físka merkti svo Sólmundur úti á fírði og óskaði hveijum og einum góðrar ferðar heim til Islands. Munu þetta væntanlega vera einu þorskamir í sjónum, sem merktir em með íslenskum merkjum. Ríður nú á, að íslenskir sjómenn verði skilvísir, ef þeir veiða merktan þorsk, því að þar munu vera Grænlendingar á ferð og gætu slík merki hresst upp á kvótaúthlutunarstjórana. Þá má geta þess, að Grænlendingar merktu um 2.000 þorska áþessu svæði á ámnum 1982 og 1983. Kungmiut Kungmiut er um 500 manna bær. Eins og títt er á Grænlandi hafa íbúamir meiri áhuga á að veiða með byssum en veiðarfær- um til fískveiða. Kristján dvaldist þama um þriggja ára skeið til að drífa upp fískveiðar, einkum þorskveiðar í net og gildmr. Gekk honum vel starfínn og veiddust um 260 tonn í þorskgildmr árið 1981 auk þess sem fékkst í net. Kristján kom líka á fót fískverk- unarhúsi fyrir saltfiskverkun, kom upp hjöllum og smáfrystiaðstöðu. Eftir að Krist- ján fór, drabbaðist þetta heldur niður. Til dæmis em til 10 þorskagildmr, sem enginn vill nota, en aðrir tvær gildrur vom í gangi í tilraunaskjmi. Hét sá Albert, er sá um þær. Við höfum þegar kjmnst annarri gildr- unni en hin var höfð við Tiniteqilaq við Sermilikíjörð en þar vom erfíðar aðstáeður vegna straums og íss. Kungmíúttamir em ákaflega lífsglatt fólk, en hættir til að láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Kristján taldi þá svall- gjamari en aðra Austur-Grænlendinga og þarf víst töluvert til. Annars hættir okkur Islendingum mjög til að tönnlast á áfengis- vanda Grænlendinga, sem vissulega er ærinn, en því fer þó víðs fjarri, að þetta sé eitthvert einkavandamál þeirra. AHa vega sá ég ekkert, sem benti til þess, að bömin væm vanrækt, eða menn Iægju í drykkju- skap. Menn skvetta hins vegar í sig og munu þá ekki allir vera mjúkhentir við konumar sínar. Hér að lútandi er þó vert að benda á, að þessi kynstofn var á steinald- arstigi fyrir einni öld og höfðu ekki aðgang að áfengi fyrr en eftir miðja 20. öldina. En svo vikið sé aftur að veiðunum, þá hafa grænlensk stjómvöld náð mjög at- hyglisverðri stjómun á þeim málum. Menn geta fengið græn veiðikort, sem gefa fullt og ótakmarkað lejrfí til að veiða físk og landdýr innan þeirra marka, sem kvótar setja. Korthöfum er fijálst að ráðstafa aflan- um að vild, en er óheimilt að stunda aðra vinnu nema skortur sé á vinnuafli. Þá er hægt að kaupa rauð veiðikort, sem gefa heimild til veiða til heimabrúks og mega þeir sem slík kort hafa stunda hvaða at- vinnu, sem er. Þessar reglur voru settar, til þess að menn í fastri vinnu eigi ekki möguleika á að stunda veiðar í þann stutta tíma á árinu, sem mest er að hafa. Þetta kerfi mun hafa gefíð góða raun. Eins og allir vita, hefur verðfall á sel- skinnum komið ákaflega illa niður á Græn- lendingum. Þeir fá aðeins 40—50 danskar krónur fyrir skinnið, sem er tæpur fímmt- ungur af því, sem áður var. Nú eru greiddar 200 krónur í uppbót á hvert skinn, svo að menn beri svipað úr býtum og áður var. Þetta er auðvitað dýrt spaug, sem skrifa má á reikning misheppnaðra manna, sem kenna sig við náttúruvemd. Það væri ráð að bjóða þessu fólki til Austur-Grænlands, helst til vetursetu. Við skruppum í land í Kungmiut eftir þorskmerkinguna. Bærinn er svolítið bland- aður, svipað hreinlegur og Angmagssalik að hluta en sjöldungslegur á köflum. Verslun er á staðnum, stór skóli, myndarleg kirkja og dísilrafstöð. Engin bifreið var á staðnum, enda engin þörf á slíku, en einn traktor sást. Smábryggja var þama líka en dýpi var ekki nóg fyrir Dröfnina. Við hittum James fyrir inni í pakkhúsi og Kristján kynnti mig fyrir þingmanni héraðsins, Jakobi Sivertsen, sem er í Atass- utflokki þeim, er vill halda sambandinu við Dani og er í stjómarandstöðu. Einnig var ég kynntur fyrir danskri konu, sem vann í ígripum fyrir grænlensku fiskirannsóknar- stöðina. Sú var oft ein á sjó með ung böm sín og veiddi á handfæri. Eftir heimsóknina til Kungmiut drógum við þorskanetin og fengum 9 þorska og 7 grálúður. Lögðum við trossuna síðan aftur á svipaðan stað. Niðurlag í næstu Lesbók. Þjóðrerjar við húsbyggingar Isortoq. Ljósm. greinarhöf. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.