Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Qupperneq 3
N
lesbúk
Im1[öI11@@[m!115]1a][ö]1I](I10[8]
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-'
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100.
SERGEJ JESÉNIN
Forsíðan
er af málverki eftir Sigurð Þóri myndlistarmann
og var á sýningu sem hann hélt í Listmunahúsinu
í fyrra. Listmunahúsið er einn þeirra sýningar-
staða, sem nú hafa lagt upp laupana. Sigurður
Þórir er einn hinna ungu og framsæknu í listinni,
en myndefnið er gamalt og sígilt: Mannslíkaminn.
Það er hluti myndarinnar, sem hér sést.
Vetrarnótt
Sajór ogsléttur breði, bleikurmáni skín,
breitt eryfir landið napurt grafarlín.
Drúpir björk af harmi, hvít við fenntan veg.
Hver er týndur? Dáinn ? Er það kannski ég?
(1925)
Samdráttur
virðist hafa átt sér stað í listviðburðum frá því sem
verið hefur; sýningarstaðir myndlistar hafa lagt
upp laupana, sýnt er aðeins í öðrum salnum á
Kjarvalsstöðum, enginn starfandi, íslenzkur mynd-
listarmaður sýnir í Norræna húsinu og samdráttur
hefur orðið í starfsemi íslenzku óperunnar. Gísli
Sigurðsson virðir fyrir sér ástandið.
Kvislingar
hafa þeir verið nefndir eftir Kvisling hinum norska,
sem tóku sér stöðu með óvininum gegn föðurlandi
sínu í síðustu heimsstyijöld. Einn þeirra var Bret-
inn William Joyce, venjulega kallaður Lord Haw-
Haw. Frá lífi hans og örlögum segir Illugi Jökuls-
son.
Sértrúar-
flokkar
hafa verið vanræktir í menningarsögu okkar, enda
hefur þeim orðið minna ágengt en í nágrannalönd-
um okkar, segir Pétur Pétursson, doktor í trúarlífs-
félagsfræði í Lundi í Svíþjóð. Hann skrifar samtöl
við tvo íslendinga úr Hvítasunnusöfnuðinum sem
flentust í Svíþjóð.
Haust
Annir búnar, berir runnar,
berstfrá vötnum þoka, raki.
Einsog hjól á hægum gangi
h verfur sól að fjallabaki.
Mókir vegur, vaðinn, grafinn —
veithann samt, að stundir líða
ogað nú er örskammt orðið
eftírgráum vetri að bíða.
Ég hef sjálfur séð hér útí
seint um kvöld, ogskrýtið nokkuð:
rauðan mána, sperrtan, sprækan,
spenntan fyrirsleðann okkar.
(1917)
Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku
Sergej Jesénín (1895-1925) er eitt af þekktari Ijóðskáldum
Rússa á þessari öld. Hann var af bændafólki kominn, og lýs-
ingar á rússneskri náttúru og sveitalifi eru veigamikill þáttur
í Ijóöagerð hans. Um tíma var hann giftur danskonunni frægu,
isadóru Duncan, og ferðaðist með henni, m.a. til Ameriku.
Hann batt sjálfur enda á líf sitt í Léningrad 1925.
Þýðandi.
B
Almenningsálit er merki-
legt fyrirbrigði. í ís-
lenskri orðabók segir
að það merki skoðun
almennings. Þá veltir
maður því fyrir sér
hvemig til geti verið
einhver sameiginleg skoðun alls þorra
manna á hverjum tíma. Hvar og hvemig
myndast sú skoðun?
Með hæfilegri einföldun má segja að það
sé tvennt sem myndar það sem kallað er
almenningsálit. Annarsvegar aðstæður og
umhverfí og hinsvegar skoðanamyndandi
einstaklingar og hópar, nú orðið gjaman
með tilstilli fjölmiðla. I því sambandi er
athyglisvert hversu umhugsunar- og gagn-
rýnislaust við látum teyma skoðanir okkar
í hinar og þessar áttir, eftir geðþótta og
hagsmunum einhverra annarra en okkar
sjálfra. Líkast til er sú tilhneiging ræktuð
á heimili og í skóla að maður eigi að fylgja
hópnum. Þeir sem skera sig úr eru öðruvísi
og það fylgja því alltaf óþægindi að vera
öðruvísi. Og hver vill ekki vera laus við
óþægindi?
Oft er líka skemmtilegast og farsælast
að fylgja hópnum í skólastarfi og það er
meinlaust að fylgja skoðanamyndandi þátt-
um eins og tísku og þess háttar. En kannski
temur maður sér samtímis andvaraleysi á
Almenningsálit
öðrum sviðum og kjarkleysi við að standa
gegn ríkjandi skoðun.
Lítið atvik eða stutt samtal opnar oft
augu manns alveg óvænt fyrir hlutum, sem
eru kannski alveg óskyldir umtalsefninu.
Þegar ég var unglingur komst ég á snoðir
um að einn vina minna hafði hálfgerða
skömm á að dansa, þótt hann hefði þá
skoðun sína ekkert í hávegum. Hann sótti
dansstaði eins og hver annar, dansaði ef
svo bar undir, var félagslyndur, sjálfsörugg-
ur og ófeiminn. Ég spurði hvað hann hefði
á móti dansi. „Ekki neitt, — fyrir aðra,“
sagði hann. „En þegar ég sé fólk gera sömu
hreyfmgar aftur og aftur eftir hljómfallinu,
stansa þegar lagið er búið, bytja upp á nýtt
þegar hljómsveitin gefur tóninn, þykir mér
eins og ég sé að horfa á hóp sem er ekki
sjálfrátt meðan hann er á dansgólfinu. Þetta
er einhvern veginn eins og að vera fjarstýrt.
Og þótt ég dansi stundum, fyrirverð ég mig
alltaf hálfvegis fyrir að vera í þessari kös
sem öll hreyfir sig í sama takti eins og
maður sé ekki einstaklingur lengur.“
Þetta samtal breytti engu um mína skoð-
un á dansiðkun, en það vakti mig til vitund-
ar um að skoða daglegt atferli og ósjálfráð
viðbrögð við ýmsu sem fyrir ber, eins og ég
væri að sjá það eða heyra í fyrsta sinn.
Maður staldrar alltof sjaldan við og spyr
sig, hvort viðbrögð manns séu sprottin úr
eigin barmi, eða hvort maður lætur bylgjuna
sem yfir flæðir hveiju sinni bera sig áfram
og skola sér á land einhvers almenningsálits
eða almenningshegðunar.
í vinsælli þáttaröð sem sjónvarpið er að
sýna, Blikur á lofti, kemur almenningsálitið
til tals milli söguhetjunnar og háttsettra
nasista. Einn hinna síðamefndu segir eitt-
hvað á þá leið, að almenningsálit sé ekki
eitthvað sem gerist af sjálfu sér, og það sé
hreint ekki myndað af almenningi. Þetta
er líklega hárrétt.
Fjölmiðlar almennt, auglýsendur og
stjórnmálamenn eru meðal þess sem helst
er talið skoðanamyndandi. Nokkuð er farið
að bera á „stjömu“stjómmálamönnum og
„stjömu“blaðamönnum hérlendis. Þetta em
einstaklingar sem sækjast lejmt og ljóst
eftir að vera sjálfír í sviðsljósinu, annað
hvort í eigin persónu eða í tengslum við
mál sem þeir hafa gert að sínum. Þessir
einstaklingar nota aðstöðu sína og fjölmiðla
til hins ýtrasta og það gerist merkilega oft,
að þeir fá almenningsálitið til liðs við sig í
málum sem varða almenning minna en flest
annað sem er til umfjöllunar og unnið er
að á opinbemm vettvangi.
I nútíma fjölmiðlaþjóðfélagi fara völd og
áhrif blaðamanna vaxandi. Þessi völd em
vandmeðfarin og ekki allir sem kunna með
þau að fara. Greina má vaxandi tilhneigingu
í þá átt að gera skoðunum blaðamanna
sjálfra hærra undir höfði en ýmissa annarra.
Einnig þykir manni stundum brydda á því,
að sumir einstaklingar innan þessarar mikil-
vægu stéttar líti á sig sem siðgæðisverði (og
þá út frá eigin skilgreiningu á siðgasði)
fremur en hlutlausa fréttaskýrendur. Við
það er út af fyrir sig ekkert að athuga í
ftjálsu landi með ftjálsa „pressu", en al-
menningur þarf að gera sér ljóst hvenær
verið er að nota hann og í hvaða tilgangi,
þegar hann tekur þátt í að mynda það sem
kallað er almenningsálit.
Það er nefnilega enginn „stikkfrí".
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. FEBROAR 1986 3