Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 6
Herbert Larsson ogkona hans Maren & besta aldn. ÁVEGUM HEILAGS ANDA Einn af þeim þáttum sem hvað rækilegast hafa verið vanræktir í nútíma menningarsögu vorri eru hinir svokölluðu sértrúarflokkar og leik- mannapredikarar. Að vísu má til sanns vegar færa að þeim hafí orðið minna ágengt á ís- Pétur Pétursson ræðir við Ingileif Karlsson og Herbert Larsson í Svíþjóð. Þau áttu þátt í upphafi hvítasunnuhreyfing- arinnar á íslandi. í fyrri hlutanum, sem hér birtist, er viðtalið við Herbert Larsson. landi en í nágrannalöndum okkar og víst er um það að oft hefur boðskapur þeirra fallið í grýtta jörð og mætt lítilsvirðingu hjá háum sem lágum. Trúarstrauma og stefnur, sem af eðlilegum ástæðum hafa átt sér erlenda talsmenn og sendiboða, hafa menn talið óalandi og ófeijandi. Hugtakið trúboði er ekki hátt skrifað miðað við aðra menningarvita á íslandi. Þrátt fyrir þetta hafa margir erlendir trúboðar tekið ástfóstri við land og þjóð, lært málið og fengið ís- lenskan ríkisborgararétt. Fleiri dæmi eru um það að þeir hafi alið sinn aldur á Islandi og átt þá hinstu ósk að fá að hvfla í ís- lenskri mold. Ekki hafa öll fræin sem þeir sáðu fallið á bera klöpp eða kaldan klaka. Einstaka hefur náð að vaxa og þroskast. Eitt dæmið um þetta er Hvítasunnuhreyf- ingin sem kennir sig við Heilagan anda og áhrif hans eins og sagt er frá í Postulasög- unni og öðrum ritum Nýja testamentisins. Flestir Reykvlkingar vita nú hvar Fíladelfía í Reykjavík er. Margir hafa heyrt eldheitar predikanir og hlustað á þróttmikla trúar- söngva og tónlist þaðan. Starf Ffladelfíu- safnaðarins meðal fólks sem hefur orðið undir og útundan í velferðarsamfélaginu ber þess merki að þar sé boðskapur Frelsarans tekinn aivarlega. Um átta hundruð Islend- ingar tilheyra nú Hvítasunnusöfnuðunum í landinu, en fáirþekkja nú nöfn þeirra manna og kvenna sem lögðu grundvöllinn að þessu starfí á þriðja áratug þessarar aldar. Hér er ætlunin að kynna tvo af þeim sem koma við sögu í upphafi Hvítasunnuhreyf- ingarinnar á Islandi, nánar tiltekið í Vest- mannaeyjum á þriðja áratug þessarar aldar. Þau sem hér um ræðir eru frú Ingileif Karlsson eða Inga eins og hún var ávallt kölluð, íslensk kona sem giftist sænskum manni og komst í kynni við Hvítasunnutrú- boðana í Vestmannaeyjum. Hún flutti síðan til Svíþjóðar aftur og bjó þar síðan. Hinn er sænskur maður, Herbert Larsson, sem árið 1924 fékk köllun til þess að fara sem aðstoðarmaður Eriks Aasbö til Vestmanna- eyja. Það var eipmitt Aasbö þessi sem kom Hvítasunnuvakningunni af stað í Vest- Sveinbjörg Jóhannsdóttir. Hún var túlk- ur hvítasunnutrúboðans í Vestmannaeyj- um þegar vakningin varð þar sumarið 1921. Hún var „andleg móðir“ þess hóps kvenna sem myndaði kjama í Betelsöfn- uðinum árið 1926. mannaeyjum sumarið 1921, en þá frelsuðust um 70 sálir, aðallega sjómannskonur, og margir læknuðust fyrir kraftaverk. Aasbö var af norskum ættum en starfaði fyrir Hvítasunnusöfnuð í Gautaborg. Undirritaður átti þess kost fyrir sex árum að heimsækja Ingileif í Stokkhólmi þar sem hún bjó, ekkja eftir mann sinn, og Herbert Larsson sem bjó í Halisberg, smábæ skammt frá Stokkhólmi. Þá voru tekin eftirfarandi viðtöl. Reynt hefur verið að láta orð þeirra sjálfra og frásagnarstíl koma sem mest fram, en óhjákvæmilegt var, með tilliti til lesenda, að draga sumt saman og setja í eðlilega tímaröð. Ingileif og Herbert eru ekki meðal þeirra sem Hvítasunnumenn sjálfír telja frumherja og leiðtoga, en örlög þessa alþýðufólks eru svo tengd Islandi og upphafí hreyfíngarinn- ar að það er vel þess virði að þeirra sé getið og nöfn þeirra geymist. Hvorugt þeirra er nú lengur til frásagnar um upphaf Hvítasunnuhreyfíngarinnar á íslandi. Ingileif lést í Stokkhólmi aðfaranótt jóladágs 1984. Herbert Larsson lést í apríl á þessu ári 82 ára að aldri. TalHans MÓTAÐ Af Lestri Íslendinga- SAGNA Herbert var kominn nálægt áttræðu þegar ég heimsótti hann í janúar 1979. Hann var vel em, þéttur á velli, andlitið veðurbitið en augun lýstu athyglisgáfu og greind. Hann hafði lítinn hvítan hökutopp og minnti einna helst á Nonna, Jón Sveins- son, eins og maður sér hann á myndum á efri árum. Hann kom á hjóli til að taka á móti mér á jámbrautarstöðinni,_og faðmaði mig að sér af því ég var frá íslandi. Það var eins og hann væri að fagna gömlum vini, hann hafði ekki séð íslending í mörg ár. „Blessaður og sæll,“ sagði hann með ekta norðlenskum hreim, og sérkennilega föstum áherslum og hljómi, sem sennilega vom áhrif frá sænskunni. Annars var tal hans greinilega mótað af miklum lestri Is- lendingasagna og Heimskringlu. Ekki sagði hann eitt sænskt orð þá tvo daga sem ég dvaldi hjá honum. Helst vildi hann að ég gisti heila viku, enda hafði hann af mörgu að segja. Ekki var að heyra að hann mæddist á göngunni upp að litla húsinu sínu þar sem hann bjó með konu sinni. Svolítinn túnblett hafði hann fyrir tvær kindur og nokkrar hænur. Bókasafn átti hann töluvert. Mikið af því var um guðfræðileg og kristileg efni, en hreyknastur virtist hann vera af íslensku bókunum sínum sem hann keypti flestar á íslandi á stríðsárunum og í fom- bókasölum í Gautaborg. Hann sýndi mér þar gamla útgáfu af Heimskringlu, Nýja- testamenti frá 18. öld, Njálu og orðabók Sigfúsar Blöndal óinnbundna, sem hann hafði keypt fyrir sem samsvaraði þá þriggja tíma vinnu við uppskipun hjá Eimskip. „Njála er skínandi bók, vel skrifuð," sagði hann. „Ég les hana á hveiju ári.“ Það fór mikill tími í það að ræða um gamlar bækur íslenskar og ýmisleg atriði viðvíkjandi ís- lenskri bókmenntasögu og málfræði. Það var ekki ósvipað og að tala við greindan alþýðufræðimann í bændastétt heima. En svo var einnig sveigt inn á trúmálin. Hvenær vaknaði hjá þér áhugi á trú- málum Herbert? '• „Ég varð fyrir slysi þegar ég var 8 ára. Þá féll ég í á rétt hjá heimili mínu og var að dmkkna. Ég hét þá á Krist að helga honum líf mitt ef ég kæmist af. Þá sá ég sýn, ég sá Jesú og hann sagði: „Fylg þú mér.“ Engill kom og tók í mig og mér var bjargað. Þetta vom ekki ándavemr heldur englar. Þegar ég var 13 ára varð vakning í heimabyggð minni. Þar vom þá Babtistar. Ég kom eitthvað á samkomur hjá þeim og svo frelsaðist ég. Eftir að ég hafði upplifað þetta í ánni þá bað ég reglulega til Drottins. Móðir mín var guðrækin, bað oft til Guðs og fór í kirkju og á samkomur. Helgelsefer- bundet og Missionsfarbundet vom einnig á þessum slóðum. Ég var 15 ára þegar ég var skírður niður- dýfingarskím. Við móðir mín báðum saman og áttum margt sameiginlegt. Það var stórt tré heima sem bar mikið af hvítum blómum. Móðir mín stendur þama og það er eins og hún fari úr líkamanum. Það var eins og andi hennar færi út í geiminn og það var eins og það væm margir mismunandi heim- ar. Hún sá sýn, stóran og mikinn bát og um borð í skipinu stóð ég. Þegar hún kom til sjálfrar sín sagði hún mér frá þessu. Ég hugsaði lítið um þetta í fyrstu en mundi eftir því seinna. Þegar kallið kom til íslands stóð ekki á mér að fara út á hafið. Erik Aasbö hafði verið rúmt ár á íslandi en það gekk illa í Reykjavík. Fólk kom ekki á samkomumar, en í Vestmannaeyjum kom margt til afturhvarfs. Aasbö ferðaðist um og sagði frá íslandi. Hann var eldri en ég og þurfti að fá hjálp og vildi hafa einhvem sem gæti spilað og sungið. Ég talaði við hann og hann vildi gjaman fá mig. Þetta var í Vesterás, það er ekki svo langt frá Örebro. Ég hafði tekið þátt í starfínu í Norður-Svíþjóð með öðrum, en talaði ekki mikið sjálfur. Það var á predikaramóti sem ég hitti Aasbö. Þá var ég ungur, 21 árs. Þetta var árið 1924 og ég fór með gítarinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.