Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 7
Sænaku trúboðamir Eric Ericaaon ogkona hana Signe (aitjandi). Standandi til hægrí
á myndinni er Herbert Laraaon. Við blið hans atendur finnskur trúboði, Sigurd
Bertelasen, æm heimsótti ísland á fjórða áratugnum og var myndin tekin við það
tækifærí.
Fyrati hvítasunnutrúboðinn æm kom frá
Svíþjóð var Erik Ásbö. Hann kom til ís-
landa ásamtkonu sinni áríð 1920.
Þessi mynd er tekin á Siglufirði áríð 1936 er leiðtogi norskra hvítasunnumanna, T.B. Barratt, var þar á ferð. Barratt er
Iengst til hægríá myndinni.
minn. Það hljóðfæri var þá aðeins þekkt á
Hemum.
Hvernig var aðkoman í Eyjum árið
1924?
„Við komum til Eyja um haustið. Það var
mjög’ erfitt að halda samkomur. Við leigðum
þá eins konar diskótek eða danssal. Margir
unnu á móti okkur og við fórum að hafa
samkomumar í heimahúsum og það gekk
ágætlega. Þar var kona sem hét Guðrún
Magnúsdóttir í Fagradal. Hún hafði verið
spíritisti en komið til afturhvarfs. Hún var
gömul þessi kona og ég fór stundum heim
til hennar og spjallaði við hana. Það var
einu sinni, að ég heyri fótatak við dymar
úti. Ég segi við konuna að þar sé einhver.
Ég fer fram og opna hurðina að eldhúsinu
og hurðina að ganginum líka, en þar var
enginn. Ég sagði við hana að þetta væri
einkennilegt, það heyrðist fótatak en þar
væri enginn. Ég lokaði dyrunum og við
héldum áfram að tala saman. Og þá heyri
ég þetta að nýju og þá kom þetta inn í
eldhúsið. Ég heyri fótatak aftur og fer út
og opna. Það var dimmt í eldhúsinu og úti
líka því að það var ekkert rafmagnsljós.
Þá segir gamla konan: „Þetta er andi sem
kemur í heimsókn til mín, en eftir að ég
kom til afturhvarfs hef ég aldrei haft sam-
band við hann.“ Ég vildi ekki trúa þessu
skilurðu, að það væri nokkur vemleiki í
þessu, en það var eitthvað í þessu. Það er
ekki Guðs andi, það er annað.
Þú varst einnig í Reykjavík fyrstu
árin þín á íslandi?
„Já, ég bjó hjá Páli Einarssyni og konu
hans, Jónínu Pálsdóttur. Þau vom frelsuð
og komu frá Eyjum. Hann starfaði við
Sænska frystihúsið í Reykjavík Það var fé-
lag í Gautaborg sem lét byggja það. Bjami
Jónsson barnakennari og meðhjálpari
kenndi mér íslensku. Þetta var 1926 að ég
held.
Skírðir þú fólk á þessum árum?
Hjá Páli höfðum við samkomur. Það var
fólk sem þekkti Pál og konu hans og kom
á heimilið. Þar var eins mikið og gat komist
fyrir. Ég vitnaði og talaði og Páll og fleiri.
Við höfðum biblíulestra og báðum saman.
Sveinbjörg Jóhannsdóttir » var þarna líka
og talaði. Þegar ég hafði verið í Reykjavík
einn vetur fór fleira fólk að koma.
Það fór fóik frá Reykjavík til Eyja og ég
skírði það. Það vom eldri konur. Ég man
ekki eftir nöfnum þeirra. Ég skírði í nýja
húsinu í Eyjum. Ég man ekki eftir að hafa
skírt nema þessar tvær konur. Þær vom
með í söfnuðinum í Eyjum en bjuggu í
Reykjavík. Þær komu svo með í söfnuðinn
í Reykjavík þegar hann var stofnaður." 2>
Þú starfaðir einnig mikið í Færeyj-
um?
„Já, þegar Ramselíus kom. Það var orðið
dálítið erfitt fyrir mig. Ég hafði bara 90
krónur á mánuði frá söfnuðinum í Hönö í
Svíþjóð :i> Það var of lítið til þess að leigja
samkomuhús fyrir og lifa. Ég þekkti fólk í
Færeyjum sem vildi að ég kæmi. Þar vom
torfhús og ég fékk alltaf að halda samkomur
í rokkstofum sem þeir kalla svo. Rokkstof-
urnar vom gerðar til að spinna í. Það var
hægt að opna á milli, hlið var á þakinu sem
hægt var að opna og þama var ágætt að
halda samkomur. Færeyingar em mjög
gestrisnir og ég kynntist mörgu fólki.“
Frelsaðist margt fólk þarna?
„Já, út um eyjamar. En vegna þess að
við höfðum bara einn lítinn söfnuð og þess
vegna fór trúaða fólkið náttúrulega á sam-
komur þar sem Guðs orð var boðað og það
var Innri-Mission og Plymouth-bræður. Það
var eldri maður þama, trúboði sem hét
Sloven. 11 Hann átti svo erfitt með að læra
málið. Það var víst bara einn maður sem
kom til afturhvarfs hjá honum og það var
á 18. öldinni.
Þú starfaðir ýmist í Færeyjum eða á
íslandi?
„Ég var mikið með Ramselíusi fl> á ís-
landi. Þegar Ericson fór til Reykjavíkur'» var
ég í Eyjum svona annað kastið. Það var
gott að búa þar. Það var bara að fara niður
á bryggju og fá sér físk. Það kostaði aldrei
neitt, það var svo mikið af físki. Ég fór til
Sigluijarðar á hveiju sumri í mörg ár, vegna
>ess að á sfldarárunum var svo erfitt að fá
fólk til þess að sækja samkomur í Eyjum.
Hjálpræðisherinn átti hús þar sem ekki var
notað. Ég frétti að einhveijar samkomur
hefðu verið haldnar, en fólkið sótti þær
ekki. Það var voða margt fólk á Siglufírði
>á, töluvert af Svíum en sérstaklega Norð-
mönnum. Ég leigði þetta hús og það var
stundum fullt hjá mér, um tvö hundruð
manns. Sjómennimir voru svolítið dmkknir
stundum kannske, en það gekk vel. Þeim
líkaði vel og þeir hlustuðu. Já, eitthvað komu
þeir til fyrirbænar. Annars komu þama
Svíar frá Bohuslan, frá þeim eyjum þar sem
kirlq'ufólkið er. Þeir komu til að sækja póst-
inn sinn sem ég afgreiddi. Ég túlkaði stund-
um fyrir Svíana, en annars vildi ég ekki
blanda mér þama í nein mál.
Langaði þig aldrei til að stofna söfnuð
á Siglufirði?
„Ja, það var svo fátt, það vora þijár konur
eða fjórar sem bjuggu þar og þær gátu
verið í söfnuðinum á Akureyri. Ég vildi
heldur starfa með öðram eins og ég gat. Ég
var á ísafirði og ýmsum stöðum og fékk
að vitna í kirkjunum. Prestamir vora mjög
blíðir og tóku vel á móti mér. Það var nú
erfítt fyrir þá líka því það var fátt sem sótti
kirkjur. Þegar vetrarvertíðin hófst í Eyjum
fór ég oft þangað. Þar var margt fólk þá
og afskaplega mikið fískað. Þegar veður
vora vond vora sjómennimir í landi og
færeysku skútumar komu inn. Þá hafði ég
oft færeyskar samkomur líka. Það vora oft
margir trúaðir meðal Færeyinganna. Við
höfðum stundum samkomur á hveijum degi,
aðallega þó á íslensku. Ég fór oft til Fær-
eyja á haustin því þá var Ericson í Eyjum
og þá var ég ekki bundinn við störf. Ég fór
fram og aftur með skipunum, stundum með
þrímastra skonnortum. Stundum kom ég
við í Noregi og hélt samkomur. Þá var
Barratt lifandi, ég þekkti hann vel.“
Hvemig var högum þínum og fjöl-
skyldunnar háttað á striðsárunum? _
„Þá hafði ég engin laun frá Svíþjóð. Ég
vann þijá mánuði á ári á íslandi, aðallega
hjá Eimskip, þá var svo erfitt að fá fólk. Eg
þurfti ekki að borga skatt af því ég vann
bara. þennan tíma. Ég hafði svo mikið upp
úr þessu að ég gat lifað allt árið. Konan
og bömin vora oftast í Færeyjum og ég
sendi þangað mjöl og annað þess háttar.
Svo var bara að fara í banka í Reykjavík
og fá gjaldeyri, dollara og sterlingspund sem
ég hafði með mér til Færeyja — eins mikið
og ég vildi hafa. Það var mikið af peningum
á Islandi þá og mikið af alls konar vöram
frá Bandaríkjunum. Maður vann á nóttunni
og stundum á laugardögum og sunnudög-
um. Það var nú ekki um annað að ræða
þegar maður hafði vinnuna, það varð að
vinna þegar skipið kom. Þá vora samkomur
á Hverfísgötu 44 og söfnuðurinn stofnaður
í Reykjavík. Ég bjó oft á Hemum og fór líka
á samkomur þar og spilaði og vitnaði.
Ég kom með fjölskylduna eftir stríðsárin
og var nokkur ár í Eyjum. En svo fluttum
við aftur til Færeyja og til Svíþjóðar og
bömin fóra í skóla hér.
Margt fleira spjölluðum við saman og
margs þurfti Herbert að spyija um menn
og málefni heima á íslandi. Hvítasunnutrú-
boðið á Grænlandi er merkilegur kafli í lífs-
sögu hans, sem þyrfti að festa á blað, en
það verður að bíða betri tíma. Þessi öldung-
ur, sem ferðast hafði vítt og breitt um
norðurslóðir með boðskap hvítasunnunnar,
horfði yfír farinn veg og bað Guð að varð-
veita Island. „Ég er nú að lesa íslenska
málfræði," sagði Herbert er við kvöddumst
ájámbrautarstöðinni.
í næsta blaði: Samtal við Ingileif Karls-
son, sem getið er um í formála.
1) Sveinbjörg Jóhannsdóttir var systir Ölaflu Jó-
hannsdóttur sem var vel þekktur kvenskörungur á
sinni tlö, sérstaklega fyrir starf sitt fyrir fallnar konur
I Noregi. Hún tók þátt I frjálsu kristnu starfi I Reykja-
vlk áður en hún fór til Noregs þar sem hún gerðist
babtisti. Ævisaga hennar, Frá myrkri til Ijóss, kom
út 1925. Sveinbjörg kynntist Hvltasunnuhreyfingunni
I Amerlku, en fluttist aftur til Islands þá búin að
missa mann sinn og börn.
2) Flladelflusöfnuöurinn I Reykjavlk var stofnaður I
mal 1936. Þá var leiðtogi norsku Hvltasunnuhreyf-
ingarinnar T.B. Barratt á Islandi og þredikaði og
flutti fyrirlestra I Reykjavlk. Fyrsti forstöðumaður
safnaðarins var Eric Ericson sem áður hafði verið
I Vestmannaeyjum.
3) Hönö er Ittit eyja I skerjagarðinum fyrir utan
Gautaborg. Söfnuöurinn þar sendi Herbert Larsen
reglulega þeningaupphæð flest þau ár sem hann
dvaldi á Islandi.
4) Hér er sennilega um aö ræða sama mann og
kom við sögu er sr. Friðrik Friðriksson, þá ungur
og ráðvilltur stúdent, var staddur I Færeyjum og
upplifði afturhvarf sitt (sjá Undirbúningsárin bls. 152
og áfram).
5) Nils Ramselius var forstöðumaöur safnaðarins I
Vestmannaéyjum 1926—1929 og kom aftur til Is
lands 1937 og var þá forstöðumaður Flladelflusafn-
aöarins á Akureyri til 1946. Sá söfnuður var einnig
stof naður árið 1936 þá er Barratt var á ferðinni.
6) Þettavarárið 1936.
LESBÖK MORGUNBLAOSINS 15. FEBROAR 1986 7