Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Qupperneq 9
konar viðleitni, sem bæði var ný af nálinni
og virtist lofa góðu. Sýningarsal við Vestur-
götuna, sem hópur ungra listamanna stóð
að, hefur líka verið lokað. Allt virðist þetta
bera vott um samdrátt og hefur ekkert
komið í staðinn utan nýtt sýningarhús á
Seltjamarnesi, Listver, sem opnað var síðast
í nóvember með sýningu Sveins Bjömssonar.
Að frátöldum Kjarvalsstöðum og Norr-
æna húsinu em fimm sýningarstaðir í
Reykjavík og má heita, að sýningar séu þar
að staðaldri frá febrúarbyijun og framá
vor; einnig á haustin og aíloft þar á milli.
Fegursti sýningarsalur borgarinnar er að
margra dómi í Listasafni ASÍ, en listamenn
hafa verið mjög óhressir með dræma aðsókn
þar. Virðist erfitt að fínna skýringu á því,
nema láðst hafí að auglýsa staðinn svo sem
með þarf. Þegar þetta kemur á þrykk,
verður sýningu Gunnars Amar að ijúka.
Um miðjan febrúar opnar Jónas Guðvarðar-
son skúlptúrsýningu, í marzbyijun hefst þar
sýning Vilhjálms Vilhjálmssonar á málverk-
um og pastelmyndum og síðar í sama mán-
uði munu þeir Steinþór Steingrímsson mál-
ari og Sverrir Olafsson myndhöggvari sýna
saman. í apríl er ljósmyndasýning: World
press photo, og síðar í apríl er fyrirhuguð
málverkasýning Tolla, sem nýlega var
kynntur i Lesbók. Síðast í mai er á skránni
í Listasafni ASÍ yfírlitssýning á verkum
Tryggva heitins Magnússonar.
Viðburðalítið verður í sýningarsalnum á
Vesturgötu 17, sem Guðni Þórðarson stend-
ur að ásamt Listmálarafélaginu. Nafnið:
„Gallerí íslenzk list“ er óþarflega hallæris-
legt og þarf að finna annað betra. Þar stóð
sýning Braga Asgeirssonar í desember, en
um þessar mundir er gerð sú undantekning,
að fjórir listamenn sýna þar saman og eru
ekki félagar í Listmálarafélaginu. Þetta er
ungt fólk og óþekkt, nýkomið úr fram-
haldsnámi í Hollandi og ennþá eitt dæmið
um samsýningar hinna ungu.
I Háholti, sýningarsal Þorvaldar Guð-
mundssonar í Hafnarfírði, hefur ekkert
komið upp frá því Kjarvalssýningu Þorvald-
ar lauk. Af öðru, sem um er vitað á skrif-
andi stundu má neftia sýningu Halldórs
Bjöms Runólfssonar í Nýlistasafninu seinni-
partinn í marz og sýningu Gunnars Kristins-
sonar á sama tíma i Asmundarsal. Halldór
Bjöm er starfandi listiýnir og hefur stundum
skrifað í Lesbókina, en Gunnar hefur numið
og starfað í Þýzkalandi og Sviss og bæði
lagt stund á myndlist og músík.
Enn er ótalinn sýningarsalurinn Gallerí
Borg, sem rekinn hefur verið með myndar-
brag samhliða listaverkasölu og uppboðum.
Eins og annars staðar hefur ríkt þar milli-
bilsástand í svartasta skammdeginu. Með
hækkandi sól sýndi Kristín Þorkelsdóttir
vatnslitamyndir og síðan má nefna sýningu
Hrings Jóhannessonar, sem hefst 20. febrú-
ar. Vatnslitamálarinn Gunnlaugur Stefán
Gíslason er annar í röðinni í marzbyijun og
síðan er fyrirhuguð samsýning nokkurra
veflistarkvenna. Af öllu þessu má sjá, að
í Norrœna húsinu eru engar sýningar í
vetur, sem innlendir, starfandi myndlist-
armenn standa að og eru það veruleg
umskipti frá þvi sem áður var. Eini stór-
viðburðurinn þar verður sýning á verk-
um Edvards Munch í vor. Myndin: Dans
lífsins eftir Munch.
árum hafa íslenzka hljómsveitin og íslenzka
óperan bætzt við það sem fyrir var; hvort
tveggja baráttuglöð bjartsýnisfyrirtæki, sem
rekja má til manna, sem ekki láta sér nægja
að tala um hlutina: Guðmundar Emilssonar
hljómsveitarstjóra og Garðars Cortes söngv-
ara. Það er sorglegt ef ekki reynist grund-
völlur fyrir þessi nýju menningarblóm, en
jafnframt næstum því ótrúlegt, að markað-
urinn hér sé nægur fyrir svo ríkulegt fram-
boð á listviðburðum. Að minnsta kosti virð-
ist reyndin sú, að þrautalendingin verði að
leita á náðir ríkisforsjárinnar
Islenzka óperan hefur farið glæsilega af
stað miðað við allar aðstæður og aðstand-
endur hennar — og áheyrendur — hafa átt
sínar eftirminnilegu stundir í Gamla bíó.
Síðast hefur íslenzka óperan fært upp
Leðurblökuna og var reynt að blása lífí í
hana eftir jólin með gestasöng og kampavíni
í hléi. En það dugði aðeins í fáeinar sýningar
og síðan er og verður hlé í langan tíma, eða
þar til Trúbadúrinn, E1 Trovatore, kemur
þar á fjalir undir vor. Hitt leikhúsið nýtur
góðs af þessari lægð hjá íslenzku óperunni
og hafði eftirminnilegar sýningar á Litlu
hiyllingsbúðinni í fyrra og á Rauðhóla-
Ransí núna.
Einn af frammámönnum íslenzku óper-
unnar, sem undirritaður átti orðastað við,
fór ekki dult með þá skoðun sína, að þennan
samdrátt í starfsemi íslenzku óperunnar
mætti rekja beina leið til nágrannans við
Hverfísgötu: Þjóðleikhússins og að þar hafí
beinlínis verið gert átak til að klekkja á
hópnum í Gamla bíói með sýningunni á
Grímudansleiknum, þar sem alheimssöngv-
arinn okkar var fenginn til liðs — með góðum
árangri að því er virðist. Að vísu er hægt
að benda á lagabókstaf þessu til réttlæting-
ar: lögin um Þjóðleikhús kveða á um óperu-
MeðjöfnuSkriði
Stóru leikhúsin sigla með jöfnu skriði og
lítill munur er þar á framboði frá ári til árs.
Þar er alltaf eitthvað á boðstólum; aðeins
er misjafnt, hvað ráðist er í stórt. í fyrra
var metár í aðsókn hjá Þjóðleikhúsinu og
hefur verið góð í vetur einnig. Hjá Leik-
félaginu er yfirleitt selt á margar sýningar
fram í tímann á Land míns föður — nægi-
lega margir muna stríðsárin svo vel, að þau
verða forvitnilegt yrkisefni og Kjartan
Ragnarsson er búinn að skapa sér sess sem
höfundur. Hjá Leikfélaginu er einnig að
koma á fjalimar leikgerð Bríetar Héðins-
dóttur af Svartfugli Gunnars Gunnarssonar
og gæti það fengið góða aðsókn einnig í
ljósi þess, að íslenzk verk virðast vinsælust
í leikhúsum. Eitt slíkt er nú komið upp í
Þjóðleikhúsi: Upphitun eftir Birgi Engil-
berts. Annar nýgræðingur er ekki þar og
kannski er það meira að segja hörkugott,
ef hægt er að frumflytja eitt gott innlent
verk í Þjóðleikhúsinu og annað í Iðnó á ári
hveiju. Að öðru leyti fer Þjóðleikhúsið
gengnar slóðir með uppfærslu á Villihunangi
Tsékovs, Deiglu Arthurs Miller og Ríkarði
III eftir Shakespeare. Um þetta er annars
ekki ástæða til að fjölyrða hér; enginn
samdráttur' virðist eiga sér stað hjá hinum
gamalgrónu leikhúsum okkar og það er vei.
Hjá litlu leikhópunum er síður á vísan
að róa; yfírleitt er reksturinn eintómt basl,
sem borið er uppi af áhugafólki í hugsjóna-
vinnu. Hitt leikhúsið, sem kýs að neftia sig
svo, hefur verið heppið með samastað og
verkefnaval það sem af er. Alþýðuleikhúsið
hefur aftur á móti verið í húsnæðishraki,
en verið bjargað á þurrt land í vetur í
austursal Kjarvalsstaða, sem er umdeilanleg
ráðstöfun og mjög hvimleið í augum margra
myndlistarmanna, því húsið er byggt fyrir
myndlist og alls ekki fyrir leiklist.
I leiklistinni er ekki neinn samdrátt að
sjá. Stúdentaleikhúsið virðist að vísu í ein-
Of margar samsýningar ungs fólks og of margar smásýningar
virðast hafa dregið úr áhuga sýningargesta, sem gengur
erfíðlega að muna nöfnin á ttllum þeim skara ungra myndlist-
armanna, sem komið hafa fram uppá síðkastið.
Nú er að sópa gólfíð, Megas. Þessum sýningarsal við Vestur-
gtttu, sem hópur af ungu fólki stóð að, hefur nú verið lokað.
Þegar Hólmfríður Karlsdóttir Iék á
steðja á Vínartónleikum Sinfóníunnar í
janúar, var húsfyllir í Háskólabíói, en
því miður hefur aðsókn heldur farið
dvínandi á tónleikum í vetur, hvað sem
veldur.
talsvert framboð er á myndlistarsviðinu
þrátt fyrir samdrátt og fækkandi sýningar-
staði og ugglaust munu myndlistarunnendur
eiga fullt í fangi með að fylgjast með því
öllu.
Lægð Hjá íslenzku
ÓPERUNNI
Ekki hefur framboðið á tónlistarýriðinu
verið minna en í myndlistinni. Á áfðustu
flutning — trúlega vegna þess að löggjafínn
hefur viljað tryggja með því, að landsmenn
færu ekki með öllu á mis við óperuflutning.
Það er líka ljóst, að einungis á stóra sviði
Þjóðleikhússins er hægt að færa upp óperu
svo vel sé. Nú mun ákveðið í Þjóðleikhúsinu
að ráðast í Toscu að hausti, sem er út af
fyrir sig gott og blessað, en verður varla
til að auka þeim bjartsýni, sem vilja að Is-
lenzka Operan lifí. Vonandi gerir hún það.
En það er afskaplega vafasamt og raunar
ótrúlegt, að tvær stórar og dýrar óperusýn-
ingar geti blómstrað samtímis þegar tekið
er mið af öllu öðru, sem jafnframt er boðið
uppá í leikhúsum.
hverskonar hvfldarástandi, en Reykjavíkur-
sögur Ástu hafa verið fluttar á Vesturgöt-
unni í staðinn og Revíuleikhúsið flytur
Skottuleik Brynju Benediktsdóttur. Meira
að segja Hafnfírðingar eru komnir á kreik
með Fúsa froskagleypi, „og aldrei var því
um Alftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist
þar“.
Minnkandi Aðsókn
A tónlistarsviðinu standa Sinfónfan og
Tónlistarfélagið að stöðugu framboði á list-
viðburðum og er víst óhætt að segja, að
enginn samdráttur sé á framboðinu. Sin-
fónían hefur meira að segja boðið uppá röð
helgartónleika, sem fram fara á laugardög-
um, svo og sérstaka stjömutónleika. Aður
en það kom til, fyrir einu eða tveimur árum,
var æði oft húsfyllir í Háskólabíói á tónleik-
um Sinfóníunnar, en mér virðist nú, að
aðsóknin hafí verið minni í vetur. Það bendir
til þess, að helgartónleikum og öðmm auka-
tónleikum sé einfaldlega ofaukið og að tón-
listarunnendur hafí annaðhvort ekki efni á
svo þéttri aðsókn, eða þá að offramboð valdi
þreytu og áhugaleysi. Forráðamenn Sin-
fóníunnar verða að minnast þess, að ýmis-
legt annað er í boði eins og framanskráð
upptalning ætti að gefa hugmynd um og
kannski vill fólk fara stöku sinnum í bíó, í
leikhús, á sýningar og aðra konserta, sem
nóg er af. Betra er að halda færri sinfóníu-
tónleika fyrir fullu húsi en sperra sig út
fyrir markaðinn. Fari aðsókn dvfnandi af
einhveijum ástæðum, er svarið áreiðanlega
ekki fólgið í því að fjölga tónleikum —
heídur að bæta efnisskrána.