Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 11
fyrir nokkurn pening láta kenna sig við
breska fasistaflokkinn. Þetta var lítill
hópur sérvitringa og lítilmenna; aðal-
sprautan var gömul kona sem varð skelf-
ingu lostin þegar hún las í blaði að Verka-
mannaflokkurinn ætlaði að senda menn á
alþjóðlega ráðstefnu í Hamborg. Hafi
William Joyce ætlað sér að ná langt, og á
því er enginn vafi, var þátttaka í breska
fasistaflokknum sannarlega ekki rétta
leiðin til þess. En metnaðargirni hans var
blönduð djúpstæðri óþolinmæði; hann
vildi komast til áhrifa svo fljótt sem auðið
yrði og hefur ef til vill ímyndað sér að með
því að ganga í breska fasistafiokkinn væri
hann að stytta sér leið.
Þar að auki hafði hann uppgötvað nýtt
áhugamál sem greip hann heljartökum;
götubardaga. Hann var sem fyrr segir lít-
ill maður vexti og rýr og virðist hafa
þjáðst af mikilli minnimáttarkennd vegna
þessa. Þátttaka í götubardögum, þar sem
hann hafði skjól af flokki manna, var ein
leið til þess að bæta sér upp litla líkams-
burði.
En raunar var Joyce ekki lengi í breska
fasistaflokknum. Eftir aðeins tvö ár sagði
hann sig úr flokknum og eru ástæðurnar
nokkuð óljósar. Svo virðist sem hann hafi
lent í einhverjum innanflokksdeilum sem
hrjáðu þennan mannfáa flokk frá upphafi
og einnig mun hann hafa viljað helga sig
náminu. Því lauk hann með sóma og hóf þá
kennslu, auk þess sem hann stundaði
framhaldsnám í málvísindum og sálar-
fræði. Hann var vel metinn kennari og
býsna vinsæll en samt var eitthvað í fari
hans sem hrinti fólki frá. Honum mátti
ljóst vera að hann kæmist aldrei með
venjulegum hætti til neins konar valda í
bresku þjóðfélagi. Og völd, af hvaða tagi
sem er, sýnast hafa verið honum afar hug-
leikin. Hann gerði sitt besta til þess að
láta að sér kveða í íhaldsflokknum en þótt
þjónusta hans væri vel þegin var sama
sagan þar og annars staðar. Það var alltaf
eitthvað sem olli því að honum var aldrei
fyllilega treyst. Maður nokkur sem þekkti
hann allvel og féll þokkalega við hann hef-
ur látið svo um mælt að William Joyce
hafi þá þegar minnt sig á glæpamann.
Ekki svo að skilja að hann hafi þá framið
nokkurn glæp en eins og svo margir af-
brotamenn virtist hann „hvergi passa al-
mennilega inn í“.
Yfirmaður
áróðursdeildar
Og Yaraforingi
Joyce gifti sig 1927 og á næstu árum
einbeitti hann sér að kennslunni, náminu
og starfi sínu fyrir íhaldsmenn. En um og
upp úr 1930 fór áhugi hans á fasismanum
að vakna á nýjan leik. Þá hafði Sir Oswald
Mosley myndað nýja hreyfingu fasista á
Bretlandi og var hún öllu tilkomumeiri en
breski fasistaflokkurinn sem kerlingin
stofnaði á sínum tíma. Sir Oswald var
virtur maður á Bretlandi og hafði töluvert
fylgi meðal yfirstéttarinnar. Hann skorti
hins vegar fylgi meðal lægri stéttanna og
þar treysti hann á menn eins og William
Joyce sér til aðstoðar. Tveimur árum eftir
að Sir Oswald myndaði Breska fasistasam-
bandið var Joyce orðinn yfirmaður áróð-
ursdeildarinnar og varaforingi flokksins.
Loksins hafði hann fundið samtök sem
voru tilbúin til að veita honum hlutdeild í
forystunni.
Og hann naut þess út í ystu æsar. Sér-
staklega lét hann eftir sér gamla áhuga-
málið, götubardaga. Ryskingar þessar hóf-
ust yfirleitt á sama hátt; Joyce, sem yfir-
maður áróðursdeildarinnar, átti ekki
minnstan þátt í að koma þeim af stað.
Reglan var sú að tilkynna með góðum
fyrirvara hvenær Sir Oswald ætlaði að
halda ræðu í einhverjum enskum bæ og
síðan gerðu fasistarnir á staðnum sitt
besta til þess að það færi ekki fram hjá
neinum. Þeir héldu skrúðgöngur og voru
með ýmiss konar ögranir sem ollu gremju
andstæðinganna, ekki síst kommúnista.
Þeir mættu síðan fjölmennir á fundi fas-
istanna sem enn voru með ögranir og
gikkshátt. Afleiðingin varð yfirleitt sú að
slagsmál brutust út en fasistarnir gátu
haldið því fram að á þá hefði verið ráðist.
Bæði Sir Oswald og William Joyce voru
oftar en einu sinni dregnir fyrir dóm og
ákærðir fyrir að hafa komið af stað götu-
óeirðum en jafnan sýknaðir.
Joyce reyndist prýðis áróðursmaður
fyrir fasistana og það var á þessu tímabili
sem ræðumannshæfileikar hans komu
fyrst upp á yfirborðið. Hann hafði líka lag
á að halda uppi aga meðal manna sinna.
En framinn ætlaði að láta á sér standa.
Breska fasistasambandið náði aldrei
fjöldafylgi þó að það léti mikið á sér bera
eins og má dæma af því þegar William
Joyce sjálfur fór í framboð til breska
þingsins árið 1937. Hann bauð sig fram í
tvímenningskjördæmi í Shoreditch og fékk
2564 atkvæði. Annar frambjóðandi fasista
fékk 2492 atkvæði en alls komu 34.128
manns á kjörstað.
Aðdáandi
HlTLERS
Joyce var líka óánægður með forystu Sir
Oswalds fyrir Fasistasambandinu enda
var Sir Oswald engan veginn sá leiðtogi
sem þeir kumpánar Adolf Hitler og Benito
Mussolini óneitanlega voru. Joyce var nú
orðinn sauðtryggur aðdáandi Hitlers og
mátti merkja það af málflutningi hans
sem varð sífellt ofstækisfyllri, ekki síst í
garð gyðinga. Sir Oswald reyndi hins veg-
ar að halda aftur af Hitlers-svipmótinu á
flokki sínum þó að vísu leiki enginn vafi á
því að hann hafi dáð þýska einræðisherr-
ann takmarkalítið. Sir Oswald vildi til að
mynda ekki lýsa yfir stuðningi við land-
vinningastefnu Hitlers í Evrópu; hann ■
kaus að segja sem minnst um það mál og
vildi að Bretland léti það einfaldlega af-
skiptalaust að Hitler legði undir sig hvert
landið á fætur öðru. William Joyce vildi
mun eindregnari stuðning við nasismann
og að Breska fasistasambandið yrði sniðið
i einu og öllu eftir þýska þjóðernisjafnað-
armannaflokknum. Óánægja Joyce með
forystu Sir Oswalds magnaðist smám
saman og um mitt ár 1937 skildi með þeim.
Tilkynnt var að Joyce hefði verið leystur
frá störfum og væri ástæðan sparnaður í
rekstri Fasistasambandsins.
Innan skamms hafði Joyce stofnað sín
eigin fasistasamtök og kallaði þau Bresku
þj óðernisj af naðarmannadeildina. Þessi
samtök urðu aldrei fjölmenn og ef til vill
tóku aldrei nema fáeinir tugir þátt í starfi
þeirra en Joyce lagði engu að síður mjög
hart að sér. Hann var nú kvæntur öðru
sinni, stúlku sem hann hafði kynnst í
starfi Bresku fasistasamtakanna og með
hennar hjálp og nokkurra dyggra fylg-
ismanna var Joyce óþreytandi að útbreiða
orðið. En það gekk illa og gremja Joyce
jókst. Hann efldi tengsl sín við þýska nas-
ista og sumir hafa gengið svo langt að
fullyrða að hann hafi fljótlega eftir að
Breska þjóðernisjafnaðarmannadeildin
var stofnuð verið orðinn réttnefndur út-
sendari Þýskalands. Að minnsta kosti olli
það læknishjónum þeim sem hann leigði
hjá um þessar mundir miklu hugarangri
hversu hátt þýska útvarpið var alltaf stillt
í íbúð hans og hversu oft tónar Horst
Wessel voru glamraðir á píanóið. En um
leið var ást Joyce á Englandi ósvikin og
hann heimtaði að enda alla mannafundi,
sama hversu lítlfjörlegir þeir höfðu verið,
á því að syngja enska þjóðsönginn.
Sumarið 1939 mun William Joyce hafa
verið ansi taugaóstyrkur og var um sig.
Flestir hugsandi menn vissu að það væri
einungis tímaspursmál hvenær stríð bryt-
ist út og Joyce gerði þá upp við sig að fara
til Þýskalands og þjóna nasistum þaðan.
Eftir að þeir Hitler og Stalín gerðu sinn
illræmda griðasáttmála í ágúst 1939 var
bersýnilegt að ekki yrði lengur komist hjá
styrjöld. Þá lét William Joyce sig hverfa
og hélt yfir til Þýskalands ásamt konu
sinni.
Aufúsuestur í
Þýzkalandi
Joyce hlaut ágætar viðtökur í Þýska-
landi og var þegar í stað ráðinn til þeirrar
deildar þýska útvarpsins sem annaðist
sendingar til Englands. Hinn 18. septem-
ber 1939 heyrðist rödd hans í fyrsta sinn í
útvarpinu. Hann var þá kynnir fréttanna
en ekki leið á löngu uns hann var farinn að
lesa fréttirnar sjálfur. Og það gerði hann
af áfergju og nautn og átti það til að leggja
út af fréttunum. Það munu hafa verið
ófögur hljóð fyrir hið stríðshrjáða Eng-
land.
En annars varð dvölin 1 Þýskalandi
Joyce ekki mikil gleði. Enskir starfsmenn
þýska útvarpsins voru ekki margir og þeir
voru ekki glæsilegustu fulltrúar ensku
þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna ungfrú
Margaret Frances Bothamley, aldur-
hnigna konu. Hún hafði fyrir stríðið lagt
sitt af mörkum til þess að stofna samtök
sem hétu því tilkomumikla nafni Fasista-
deild heimsveldisins og þessi samtök voru
síðan rekin úr íbúð hennar við Cromwell
Road. Veslings ungfrú Bothamley vissi
varla sitt rjúkandi ráð. Hún hafði komið
með myndir af allri ensku konungsfjöl-
skyldunni með sér til Þýskalands og vegg-
fóðraði íbúð sína með þeim, og hún taldi
sig hafa gengið í leynilegt hjónaband er
hún var ung. Brúðguminn átti að hafa ver-
ið þýskur tónlistarkennari að nafni Adolf
og stóð ungfrúin á því fastar en fótunum
að hann og Hitler væru einn og sami mað-
urinn. Sömuleiðis má nefna John nokkurn
Amery, hálfvitskertan Englending af góð-
um ættum, sem reyndi í Þýskalandi að
mynda hersveit stríðsfanga sem skyldi
berjast með Þjóðverjum á austurvígstöðv-
unum. Þessi hersveit Heilags Geörgs, eins
og hún var kölluð, taldi aldrei nema fáeina
tugi manna og það voru aðallega ruglu-
dallar og fábjánar sem vitaskuld voru
aldrei sendir austur til Rússlands.
Allt þetta lið fór ósegjanlega i taugarn-
ar á William Joyce sem taldi sig, vafalaust
með réttu, mun fremri þessu fólki að gáf-
um. Og hann var líka óánægður með hina
þýsku yfirmenn sína sem honum fannst
hafa lítinn skilning á störfum sínum. Engu
að síður þjónaði hann þeim af stakri
trúmennsku allt fram á síðasta dag stríðs-
ins. Þótt halla færi undan fæti hjá Þjóð-
verjum varð Lord Haw-Haw ekki hnikað.
Hann hélt áfram að njóta þess að lesa upp
sannar eða lognar fréttir af hrikalegum
óförum bandamanna. Og hann vissi vel
hvað hann var að gera. Hann virðist hafa
litið svo á að úr því hann væri að fremja
landráð væri eins gott að gera það al-
mennilega. Hann hafði sannað, skrifaði
snöfurkvendið Rebecca West, að ef maður
elskar land sitt ekki nógu mikið til þess að
ætla því rétt til sjálfsstjórnar þá endar
maður á því að elska það alls ekki, heldur
hata það. Ótal sinnum hafði hann talað af
mestu ánægju um dráp Þjóðverja á lönd-
um sínum en það taldi hann ekki mikils-
vert. Hann var viss um það framan af að
hann myndi snúa aftur til Englands í fylk-
ingarbrjósti þýskra hersveita og síðan
hjálpa til við að byggja þar upp fullkomið
þjóðfélag nasisma en eftir því sem leið á
stríðið varð þessi von veikari. Að lokum
slokknaði hún alveg en trúnaður Joyce við
nasistana hélst eftir sem áður órofinn.
Hinn 30. apríl 1945 talaði Lord Haw-
Haw í síðasta sinn í þýska útvarpið, þá frá
Hamborg. Síðustu vikur og mánuði hafði
hann heldur færst í aukana en hitt en nú
játaði hann ósigur. Hann fullvissaði Breta
hins vegar um það að í rauninni væri ósig-
urinn þeirra og án aðstoðar Þýskalands
gæti Bretland ekki komist af í framtíðinni.
Svo kvaddi Lord Haw-Haw.
Dauðadómur
OGHENGING
Hann reyndi að komast undan. Ásamt
konu sinni faldi hann sig í skógunum utan
við Hamborg og hugðist komast yfir
landamærin til Danmerkur á fölsuðum
passa. En hermenn bandamanna voru
hvarvetna og 28. maí gekk Joyce fram á
tvo enska liðsforingja sem voru að safna
viði í skóginum. Hann hefði getað komist
undan en það var eins og bresku einkenn-
isbúningarnir heilluðu hann. Hann hafði
þegar allt kom til alls dáð enska hermenn
frá blautu barnsbeini og sjálfur reynt að
komast í herinn. Loks kallaði hann til her-
mannanna á frönsku: „Hér eru nokkrir
fleiri bútar." Þeir litu furðu lostnir á þenn-
an pervisna mann sem ávarpaði þá á
frönsku i miðjum þýskum skógi. Hann
endurtók sömu setninguna en nú á ensku:
„Here are a few more pieces." Þá var öllu
lokið því vitaskuld þekktu hermennirnir
röddina.
„Þú ert þó ekki William Joyce?" sagði
annar þeirra. Joyce stakk hendinni í vas-
ann til þess að draga upp falsað vegabréf
sitt og annar hermannanna, sem hélt að
hann ætlaði að grípa til skammbyssu,
skaut hann umsvifalaust í hnéð. Síðan var
Lord Haw-Haw fluttur á hersjúkrahús.
Sárið var ekki alvarlegt og Joyce var
fljótlega fluttur til Englands, ekki sem
merkisberi nasismans heldur sem aumur
fangi á leið til réttarhalda fyrir landráð.
Viðurlögin voru dauðarefsing.
Réttarhöldin urðu býsna löng og ströng.
Það lék að vísu enginn vafi á um sekt Joyce
en hins vegar reyndu lögfræðingar hans að
sanna að hann hefði aldrei verið breskur
ríkisborgari og því væri hann tæknilega
séð ekki sekur um eitt eða neitt. Þessar
lagaflækjur er ekki ástæða til að rekja hér
en Joyce hafði hina mestu skemmtun af
fettum og brettum lögfræðinganna. „Það
verður gaman að sjá hversu langt þeir
komast með þetta," sagði hann eitt sinn í
fangelsinu. Þessar síðustu vikur sínar
virðist William Joyce hafa öðlast meira
hugrekki en menn höfðu áður orðið vitni
að hjá honum. Hann tók því að sögn furðu
vel þegar tilraunir lögfræðinganna reynd-
ust fánýtar og hann var dæmdur til dauða.
Dómnum var fullnægt hinn 3. janúar
1946. Sagt er að á leið sinni til gálgans hafi
William Joyce numið staðar andartak, lit-
ið niður á skjálfandi hné sín og brosað
kaldhæðnislega.
Höfundur er blaðamadur í Reykja-
vík.
Elísabet Jökulsdóttir
Ljóðið sem hljóp
Eftirfarandi birtist í jólablaði 1985, en þar sem leturrugl-
ingur átti sér stað, er textinn endurbirtur
Skáldið efaðist um stöðu ljóðsins og fór á fund og þá var Ijóðið á fundi og mörg
ljóð saman og ljóðið var í setningum og spumingum og ljóðið reis upp frá dauðum
án þess að hafa dáið eða á þetta að vera brandari huxaði ijóðið og var á hraðbergi
í bjargsigi og skáldið tíndi egg úr bjarginu og inní eggjunum voru orð og skáldið
saup hveljur úr eggjunum og ljóðið fór á sópi um skýin og fór á fundinn og ljóðið
hafði tyllt sér niður til að hlæja í setningu að spumingu og svo var fundarhlé og
ljóðin sveifluðu sér í ljósakrónunum og vom allsgáð og létu sig detta oní rauðvíns-
glösin og urðu að röfli um sig og ljóðið sötraði gegnum bleikt nástrá vínið og lét
sig fljóta á klaka í hafínu í glasinu og þið erað öll vinstrisinnaðir hommar þusaði
ljóðið spakt og mikið með sig og orðið fraus og menn þóttust ekkert hafa heyrt og
ljóðið skrapp skælbrosandi í felur og ég er hafíð yfír dægurþras sagði ljóðið og fór
á bömmer oní stráinu sem varð einsog Ijóð í laginu eða er ég kannski alþjóðlegur
tjáningarmiðill heyrðist úr stráinu eða er ég kannski skáldsaga eða er ég pönktíska
eða málverk eða vídeógjömingur eða innrímuð hringhenda eða mótorhjól eða fundur
eða kvikmynd er ég kannski sonnetta eða langt eða stutt eða áróður eða innblásinn
andi eða er ég kannski prósi er ég kannski rímaður prósi hvæsti ljóðið og öslaði á
svörtum sjálflýsandi gúmmístígvélum gegnum skáldlega rigningu og komst í þunga
þanka og skvetti ljóðslega úr drallupollunum og ljóðið vissi að það var engin spum-
ing það varð að vera spuming eða á ég kannski að fínnast í skilgreiningu svo skáld-
in geti fundið sig þessir vesalingar og rigningin varð skáldlegri við enda götunnar
og ijóðið sá eftir mjóum ketti sem hvarf inní næsta húsagarð og ég er engin spum-
ing hvíslaði ljóðið og
skimaði upp tírætt bjargið
ég er ljóðið sagði ljóðið er ljóð og tiplaði nakið inní lokaorðin á fundinum á balletts-
kóm og ljóðið gekk berfætt af fundinum og bað
ballettskóna að fylgja sér
eftir sátu skáldin ljóðlaus
en ljóðið fór flissandi burt
hvítir ballettskór sáust hvatvísir klífa bjargið við verðum að halda annan fund sögðu
skáldin ljóðrænulaus og athuga þetta með stöðu ljóðsins bættu bókmenntafræðingam-
ir hjálpfúsirvið.
(en) ljóðið fór á ljóshraða nakið á gulum skóm með kafaragleraugu og gregoríanska
tónlist í vasadiskóinu sínu og fallhlíf í hinum vasanum
fór þangað sem því sýndist að gera það sem þvi sýndist...
... það ætti að banna mig það ætti að banna mig söng ljóðið hástöfum.
Elísabet Jökulsdóttir (Jakobssonar) er ung Reykjavíkurkona og hafa Ijóð eftir hana oft birzt í Lesbók.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. FEBRÚAR 1986 1