Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Page 12
I Léttara að tala við Maríu enGuð tilefni árs tónlistarinnar 1985, sem einnig var ár kirkjutónlistar, bað Norræna Tónlistarnefndin (Nomus) tuttugu tónskáld frá Norðurlöndunum um að semja trúarleg tónverk. Eitt þeirra skálda, sem beðið var, var Hjálmar H. Ragnarsson, en hann er Göran Bergendal skrif- ar um tónskáldið Hjálmar H. Ragnars- son sem er bandaríkja- menntaður ísfirðingur og hefur til þessa eink- um samið kammertón- list og kórtónlist. mér reynist léttara að tala við Maríu en GUO. : Bandaríkjamenntadur ÍSFIRÐINGUR Hjálinar H. Ragnarsson fæddist á ísafirði árið 1952 og er alinn þar upp. Hið mikla og blómlega tónlistarljf þessa litla baijar býggist fyrst og fremst á tónlistafskóla fH! staðarins, en honum hefur verið stjómað Myndskreyting á síðunni er forsíðu- frá fimmta áratugnum af föður Hjálmars, skreyting aftríói fyrir klarinet, píanó ogselló eftir Hjálniar H. Ragnarsson hinum nafntogaða Ragnari H. Ragnar. Hjálmar stundaði framhaldsnám hjá Seymo- ur Shifrin og Harold Shapero við Brandeis- háskólann og hjá tékkneska tónskáldinu Karel Husa við Cornell-háskólann í Banda- ríkjunum. Þá stundaði hann einnig nám við 'Hljóðrannsóknarstofnunina í Utrecht í Hol- landi. Af Shifrin lærði hann meðal annars „að svo mikið hefur nú þegar verið samið af tónlist að lítil ástæða er til að bæta við það mikla magn nema manni sé þeim mun meira niðri fyrir.“ vel þekktur í íslenzku tónlistarlífí fyrir störf sín sem tónskáld, kórstjómandi, fræðimaður og kennari. Það vakti athygli að tónlistar- nefndinni, en að henni standa ríki sem öll játast undir Lúterstrú, barst frá Hjálmari kórverk við latnesku bænina Ave María. Um þetta sagði Hjálmar: „Þar sem ég hefi orðið svolítið kaþólskur í seinni tíð, þá fannst mér það góð hugmynd að Lúterska kirkjan eignaðist Ave Maríu. Það var mikil yfirsjon hjá Lúterskum að úthýsa einum stórkostlegasta þætti kaþ- ólskrar hefðar, dýrkuninni á Maríu. Ég er sjálfur ekki mjög heittrúaður, en mér fellur ákaflega vel allur sá hugblær sem þessi Móðir Guðs vekur hjá manni. Fyrir mér er hún tákn fijóseminnar, ástúðarinnar ... Þetta er mjög einföld tónsmíð, en það var það sem beðið var um, og er hún borin uppi af þróttmikilli laglínu frá upphafi til enda. Ég notaði þessa laglínu líka í leikriti, sem byggði á einrödduðum kaþólskum •messusöng. Núorðið þýðir ekki að beita neins konar loddarabrögðum í kórtónlist, enda eru flestir orðnir dauðleiðir á þessum gömlu kórbrellum — það er tónlistin sjálf sém gildir. Ég nota til dæmis aldrei í söngn- um hróp eða hvískur ...“ Hjálmar hefur talsverða reynslu í kór- SÖhg, bæði sem stjórnandi og tónskáld. í Tiokkur ár var hann stjórnandi Háskólakórs- jns, sem hann fór með í söngferðalög til írlarids, Sovétríkjanna og víða um ísland. Sum mikilvægustu verka hans eru einmitt samin fyrir kór, til dæmis CANTO fyrir þrjá kóra, hljóðgervil og ljósabúnað, en kveikjan að því verki voru fjöldamorðin á flóttamönnum í Líbanon 1982, og yfirlætis- laus GLORIA (sungin á Norrænum tónlist- ardögum haustið 1984) sem Hjálmar lýsir sem „þögulum lofsöng, dapurlegum dýrðar- söng, hugsunum efasemdarmanns um ástand lífs á jörðu. Trúin hefur verið tekin frá okkur, en kannski þörfnumst við hennar, og þessi tónlist er tjáning mín á þeirri trúar- þörf. Það er mér hvorki léttbært né auðvelt verk að semja lofsöng Drottni til dýrðar; Hjálmar H. Ragnarsson Á Comell, en þar er stærsta rannsóknar- safn íslenzkra bóka utan íslands, skrifaði Hjálmar viðamikla meistaraprófsritgerð um tónlist Jóns Leifs (1899—1968). Þessi rit- gerð er einstök í íslenzkum tónvísindum að því leyti, að hún fjallar um tónlist okkar tíma. Hjálmar og Jón Leifs eru fullkomnar andstæður, bæði hugmyndafræðilega séð og tónlistarlega, en það gerði aðeins glímuna við tónlist Jóns auðveldari: „Þrátt fyrir að mig greini á við Jón í fjölmörgum grundvall- aratriðum þá virði ég hann sem mjög gott og mjög frumlegt tónskáld; hann hefur samt ekki haft nein teljandi áhrif á tónsköpun mína, kannski heldur þvert á móti.“ Hins vegar gengst Hjálmar fúslega við áhrifum frá fransk-bandaríska tónskáldinu Edgard Varése — „ekki aðeins frá tónlist hans heldur einnig af lífí hans og lífsspeki, skoðunum hans á því umhverfi er hann bjó i', skrifum hans um hljóð og hreyfingu þess í rými, og af skrifum hans um hljóðmassa og áhrifa þeirra á hvem annan. Tónlist hans er þrungin innri spennu, og ég er eindregið þeirrar skoðunar, að einmitt mikl- ar en beizlaðar ástríður séu tónsköpuninni fiauðsynlegar. Ég vil að hver einasti tónn og hvert einasta hljóð hafi skýran tilgang í verkinu." . Hjálmar hefur einkum samið kammertón- list og kórtónlist. Meiriháttar raftónverk bíður ófrágengið niður í skúffu: á meðan hefur þetta tónverk það ágæta hlutverk að vera uppspretta geisiandi hugmynda sem valda áreitni í tónsmíðavinnunni frá einum deginum til annars. Önnur stór tónsmíð, sem einnig er ófrágengin enn sem komið er, er tonverk fyrir stóra sinfóníuhljómsveit. Við fyrstu sýn virðist þetta hljómsveitarverk vera náskylt raftónverkinu NOCTURNE, einkum þó hvað varðar formbyggingu, en auk þess gefur það mjög athyglisverða mynd af því svíði tónlistar, sem tónskáldið h(*fur verið hvað tregast við að sýna sig á. SÉRSTÖK TÓNSMÍÐATÆKNI Á árinu 1978 samdi Hjálmar etýður fyrir flautu, sem flautusnillingurinn Manuela Wiesler lék síðar af mikilli snilld. í þessum etýðum kemur fram tónsmíðatækni, sem tónskáldið hefur síðan haft mikjar mætur á. Þessi tækni felst einkum á þyí, að unnið er aðeins með mjög takmarkaðáin fjölda tóna og eru hinir tónarnir sparaðir og geymdir til þess tíma þegar ná þarf fram mikilvægum áhrifum. Framúrskarandi dæmi um notkun þessarar tækni má heyra í tríói fyrir klarín- ett, selló og píanó, sem Hjálmar skrifaði fyrir millilgöngu Sænsku Tónleikastofnun- arinnar handa Islenzka kammertríóinu, sem flutti það á hljómleikaferð sinni um Svíþjóð veturinn 1984. í fyrstu tveimur þriðju hlut- „Núorðið þýðir ekki að beita neins konar loddarabrögðum í kórtónlist, enda eru flestir orðnir dauðleiðir á þessum gömlu kórbrellum — það er tónlistin sjálf sem gildir. Ég nota til dæmis aldrei í söngnum hróp eða hvískur.. um þessa verks þá notar Hjálmar aðeins fjóra tóna (Dís, E, F og Ges); þeir virka táknrænt sem þröngt fangelsi sem sellóið reynir að bijótast út úr þrátt fyrir ákafa oirahríð við hin hljóðfærin tvö. Og loksins þegar sellóið finnur smugu og öðlast frelsið þá fær það í síðasta hluta verksins tækifæri til að láta alla tónana og allt tónsviðið hljóma í Iöngum og ástríðufullum einsöng. Það má ekki túlka frelsisbaráttu sellósins í þessu tríói sem eins konar tákn fyrir flótta mannanna undan hvers konar hömlum; þetta verk er sérstaklega tíleinkað eiginkonu tónskáldsins, Sigríði Dúnú, en hún er full- trúi baráttukvenna á Alþingi íslcndinga. Hjálmar hefur fylgst með erfiðri baráttu eiginkonu sinriar fyrir réttindum kvenna og fyrír hinum ýrrisu pólitísku málum, og hefur þetta efiaust haft áhrif á .smíði tríósins. Engu að síður má líka túlka frelsisbaráttu sellósins í víðara samhengi — sem baráttu fyrirfriði og réttlæti í heiminúm. Þetta tríó er hvort tveggja í senn, mjög innilegt og þrungið gífurlegri spennu: Tón- skáldið sjálft segir það vera „ástríðufullt." Að þessu leytinu til er það framhald þróun- ar, sem kemur fram í tveimur af fyrri verk- um höfundarins, RÓMÖNZU (1981) fyrir flautu, klarínett og píanó, og CANTO (1982) fyrir þrjá blandaða kóra. ROMANZAN hlýt- ur að valda þeim vonbrigðum, sem búast við blíðlegri náttúrustemmningu eða róm- antískum ástaróði, því að hér er á ferðinni „rómanza" okkar tíma og okkar heims; tíma mótorhjóla, stórmarkaða, stórborgarbúa, gervihnatta, og tíma ótakmarkaðs fjöl- breytileika og ósamrýmanlegra andstæðna. í þessu verki er eldheit, eirðarlaus og kvala- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.