Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Page 2
Reykjavík
í myndlist
IMyndlistarmenn undir-
búa nú þátttöku í sýn-
ingu í Kjarvalsstöðum,
sem standa mun í vor
og sumar og er í tilefni
200 ára afmælis borgar-
innar. Skilafrestur er til
20. apríl.
í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur verður efnt til sérstakrar myndlistarsýningar
á Kjarvalsstöðum og er ætlunin að hún fari fram í vestursal hússins á listahátíð.
Samtímis verður Picassósýningin í austursalnum, sem dregur án efa að margt fólk
og verður þá mikið um að vera í húsinu. Þess er vænst, að þátttaka listamanna
í sýningunni verði mikil, enda búa flestir myndlistarmenn landsins í borginni. Yfir-
skrift sýningarinnar á að verða „Reykjavík í myndlist", en myndefnið getur verið
hvað eina, sem snertir borgina. Ekki bara myndir af húsum eða götum, heldur
einnig af mannlífínu og borgarbragnum. Viðfangsefnin geta verið söguleg, ef
einhverjir vilja horfa um öxl. Þau geta þar að auki náð yfír allt mögulegt, sem á
einhvem hátt tengist Reykjavík.
Til er bæði á söfnum og í einkaeign geysilegt magn myndlistar, sem tengist
Reykjavík. Ásgrímur Jónsson málaði allmargar Reykjavíkurmyndir og flestir þekkja
myndir Þorvaldar Skúlasonar og Snorra Arinbjamar frá Reykjavíkurhöfn og mynd
Kristínar Jónsdóttur frá Þvottalaugunum. En hér skal undirstrikað, að ekki er
ætlunin að leita í þennan arf. Á sýningunni Reylqavík í myndlist eiga að vera
nýjar myndir úr borginni, um hana, eða tengdar henni. Þessvegna má búast við
þvi, að þetta verði forvitnileg sýning. Ætlast er til að sýningamefndin geti átt
eitthvert val og þessvegna hefur sú fróma ósk verið látin í ljósi, að listamenn sendi
3—5 myndir, sem valið yrði úr. Hinsvegar mun enginn gerður afturreka fyrir það
eitt, að senda aðeins eina mynd, ef hún þykir að öðru leyti fullboðleg á sýninguna.
í dómnefnd eru Ragna Róbertsdóttir og Eyjólfur Einarsson frá sambandi ísl.
myndlistarmanna og Hulda V altýsdóttir, skipuð af stjóm Kjarvalsstaða. Það skal
tekið fram, að verkum á sýninguna þarf að skila til Kjarvalsstaða fyrir 20. apríl
ásamt ítarlegum upplýsingum um viðkomandi verk og höfund.
Hús á Grímsstaðaholti eftir Nínu Tryggvadóttur, 1943. Talsvert er til af Reykjavík-
urmyndum látinna listamanna, bæði úr borginni og mannlífinu, en þær verða ekki
á þessari sýningu. Ætlunin er að fá á sýninguna nýjar og óþekktar myndir eftir
núlifandi listamenn.
Skólavörðustígurinn. Teikning eftir Áma Elfar. Hann hefur líkt og Sigfús Halldórs-
son lagt sig eftir að gera myndir af einstökum götum og húsum. En ekki verða
aðeins þesskonar myndir á Reykjavíkursýningunni, heldur hverskonar myndir þar
sem borgin eða lífið í henni er myndefni.
10IIR | □ M II * II 1 N 1 j|| || H || O || R N II ■ 1
Gæti verið upphaf
framhaldssögu
FORELDRAHÚS
Hvemig byijaði þetta?
Svona eins og venju-
lega í vestfírskum
sjávarþorpum. Bam, sem fæðist
seinnipartinn í janúar 1917, hefur
komið undir í apríl árið áður.
Hjónarúmið á heimili foreldra
minna var í öðrum enda eins af
tveimur herbergjum litla kofans
þeirra, þar sem kallað var stofan.
Hitt herbergið, sem var heldur
minna, bar kannski enn virðulegra
nafn. Það var nefnt verkstæðið.
Hjónarúmið var óvenju breið
mubla og fyllti raunar tæplega
fjórða hluta gólfplássins. Við þann
enda þess, sem alveg lá út í hom-
ið, við höfðalagið, var nokkuð stór
mynd í ramma, af Maríu mey í
grænum og rauðum kjól með blóð-
rautt hjarta, og gulan geislabaug
í lausu lofti yfír hárinu.
Rúmið var meðalmannslengd
og við fótagaflinn komst því fyrir
nokkurskonar hirsla, kista eða
skápur og þar á veggnum var
mynd í allbreiðum ramma. Hún
var prentuð í svörtum lit og var
af enskum eða skoskum bónda
með uxa, sem hann beitti fyrir
vagni. Til fóta í þessu vandaða
rúmi foreldra minna mátti jafnan,
næstum því hvort sem var á nóttu
eða degi, sjá tvo eða fleiri bams-
kolla gægjast undan sænginni, ef
þeir sem þar lágu sváfu ekki í
hnipri. Við höfðalagshlið rúmsins
stóð svo vaggan og „var aldrei
tóm“, eins og segir í einu kvæði
þess sonar hjón.anna, sem mest
verður talað um í þessari grein.
Rétt við vögguna, en við höfða-
lag rúmsins, stóð kommóða, yfír
henni á útvegg stofunnar hékk
spegill. Þá kom annar af tveimur
gluggum vistarverunnar og undir
honum borð og tveir stólar. Þar
borðuðu gestir, þegar svo stóð á.
Þá ber að nefna hitt rúmstæði
þessa herbergis, öllu hversdags-
legra en hitt. Það fyllti þó að
mestu hinn enda herbergisins. Þó
komst lftiU bókaskápur við fóta-
enda rúmsins, og stóð raunar á
gulmáluðum saumavélarskáp
móður minnar, væri vélin víst
ekki talin merkilegt nútíðarverk-
færi. En slíkt tæki var þó ekki
til í hveiju húsi á þeim árum, sem
hér um ræðir.
BÓKASKÁPUR —
SAUMAVÉL
Næst bókaskápnum og sauma-
vélinni opnuðust svo dymar fram
í eldhúsið, en við förum ekki
þangað strax. Við þessar dyr, á
því litla bili sem varð, uns komið
var hringinn að fótaenda hjóna-
rúmsins, var lítill og ekki hár sí-
valur ofn. Þama var steyptur
reykháfur hússins og tengdi raun-
ar saman stofur eldhús og hitt
herbergið. Hann tók við reyk
eldhúss og stofu og veitti dálítlum
yl inn í aðalvistarveru bamanna,
en þar var ekkert gólfpláss fyrir
eldstæði. Það hafði um sinn verið
verkstæði föður míns, sem var
skósmiður að iðn, hýsti um skeið
bæði vinnustað hans og afkom-
endur þeirra hjóna, uns yfír flóði.
En nú víkjum við enn að upp-
haflegu söguefni., Ætli faðir minn
hafí ekki orðið fyrri til að losa
svefninn árla morguns þennan
örlagaríka októberdag, sem ég
tala um í upphafí máls míns?
Hann átti bátkænu og tveir kunn-
ingjar hans rém oft með honum
út á miðin. Móðir mín hefur varla
vaknað, þegar þetta var orðið, það
sem alltaf var að gerast að eðlis-
lægu boði þess sem ræður á himni
og jörðu. Hún fór jafnan seint í
háttinn, bömin vom þegar orðin
mörg.
Sá er þetta ritar var kominn á
fullorðinsaldur þegar fyrir augu
hans brá fyrst mynd af sköpunar-
sögunni, eða þeim hluta hennar,
sem þá þótti mestum tíðindum
sæta. Ég sá einhversstaðar í bók,
sem ekki var höfð á glámbekk,
mynd af tveimur fyrirferðarlitlum
deplum á sömu blaðsíðu. Annað
var kallað egg konunnar, hitt
sæði karlsins. Löngu síðar, á tíð
sjónvarpsins, sá ég að þetta var
líkast homsíli með tifandi sporði.
Undarlegt er lífíð.
Ritað á afmælisdaginn minn í
janúar 1986. Þetta gæti orðið
framhaldssaga. Rúmsins vegna
víkjum við að öðm.
ÚrAnnarriátt
Þess minnist ég vel frá dögum
móður minnar og fóstm — og
raunar fleiri alþýðukvenna, að
þær gáfu hvor annarri við hátíðleg
tækifæri eftii í kjól eða svuntu,
og geymdu þetta svo á góðum
stað mánuðum, jafnvel missemm
saman, eins og þær gætu ekki
af einhverjum ástæðum fengið sig
til þess að gera alvöru úr því að
koma því í flík.
Þegar svo gestir komu var
kommóðuskúffa opnuð eða lyft
loki af kistli eða kofforti, nafn
gefandans nefnt: Sérðu hvað hún
gaf mér, blessunin.
Ég hef líka svona sögu að
norðan, úr átthögum konu minnar
úr sveitinni þar sem hún ólst upp.
Kona sem var á næsta bæ hafði
sama háttinn á og alþýðukonum-
ar, sem ég þekkti fyrir vestan.
Hún opnaði líka sína hirslu, sýndi
efnin sín og aðra eftirlætishluti.
Hún sagði: Margt gæti maður nú
átt fallegt í kistu sinni, ef ekki
þyrfti maður að borða.
JÓNÚRVÖR
2