Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Qupperneq 4
Hef kosið mér líf án fjölskyldu ann 23. febrúar varð sænska skáldið Ivar Lo-Johansson 85 ára. Af því tilefni bað ég hann um viðtal fyrir Lesbók Morgunblaðsins. ívar féllst á það „þó það væri ekki stundarfrið- ur fyrir allskonar blaðafólki um þessar mundir — og það bara út af einum afmælisdegi", eins og hann orðaði það. Það er ekki til sá Svíi sem ekki þekkir til skáldskapargerðar ívars. Hann er virtur og dáður. Ahrif hans í þjóðfélaginu hafa verið mikil. Hann hefur ráðist á það sem honum hefur fundist óréttlátt af slíkum krafti, að ráðamenn hafa ekki einungis hlustað á hann, heldur líka oft komið þeim breytingum á, sem hann hefur stungið uppá. Þjóðfélagsádeilur hans hafa spunnist inn í skáldsögumar, sem oft eru bæði skemmtilegarogspennandi. Hingaðtil hefur ívar skrifað tæplega 50 bækur og lesenda- hópur hans er mjög stór. Haustið 1985 kom Qórði og síðasti hluti endurminninga hans út. Þó að ívar hafi nú lokið við að skrifa endurminningar sínar þýðir það ekki, að hann hafí sett lokið á ritvélina, langt frá því. Það líður ekki sá dagur að hann skrifí ekki eitthvað og hann er reyndar núna önnum kafínn við að skrifa nýja skáldsögu sem hann þvemeitar að ræða nánar um. Á langri ritævi hafa ívari hlotnast ýmsar viðurkenningar. Hann var t.d. gerður að heiðursdoktor í heimspeki við háskólann í Uppsölum 1964 og meðal verðlauna sem hann hefur fengið eru bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1979. Ivar býr í tveim litlum einsherbergisíbúð- um í flölbýlishúsi í suðurhluta Stokkhólms. íbúðimar eru á sömu hæð en ekki samliggj- andi. Þetta þætti mörgum manninum óhent- ugt, þó ekki ívari. Honum líkar það vel, „að fara í vinnuna á morgnana með því að læsa dyrunum á eftir sér, ganga 10 skref og opna dymar að hinni íbúðinni". Þegar hann flutti inn í húsið 1934 bjó hann lengi vel bara í annarri íbúðinni en leigði sér hina líka eftir nokkur ár. íbúðimar eru nákvæmlega eins. Hér eru fá húsgögn, hundgömu! og slitin. Það eru bara bækumar sem bera þess vitni, að hér býr ekki fátæklingur. Bækumar eru út um allt, í bókahillum, stórum pappakössum á gólfunum og í hrúgum á tveim dívangörm- um. Eldhúsin em aðeins 2m 'l að stærð, en ívari er sama um það, hann lagar aldrei mat, borðar alltaf á veitingastöðum. Ivar hefur aldrei verið mikið fyrir það að eignast hluti. Hann hefur aldrei átt bíl eða fasteignir og það væri synd að segja að hann eyddi peningum í fatnað. ívar hefur vissulega lifað lengi en á honum sjást þó engin andleg ellimörk. Athygli hans er óskert og ekkert fer fram- Unnur Guðjónsdóttir ræðir við sænska skáldið Ivar Lo- Johansson og þýðir smásögu eftir hann, sem hér birtist einnig Unnur Guðjónsdóttir er bailetdansari og stundaði nám við Balletskóla Þjóðleik- hússins og hélt síðan áfram balletnámi í London og Stokkhólmi. Hún býr nú í Svíþjóð, hefur kennt við sænska ríkisleik- listarskólann í Stokkhólmi en einnig dansað þar og hlotið góðar viðurkenning- ar. Hún var balletmeistari Þjóðleikhúss- ins 1972—73 og hefur samið ballett og sett upp, bæði í Reykjavík og á Norðurl- öndum. Þar sem unnur býr í Hágersten í Svíþjóð, hefur hún kynnst hinu aldna skáldi, Ivari Lo-Johansson, og ljáði hann máls á samtali fyrir Lesbók f tilefni 85 ára afmælis, sem hann átti 23. febrúar sl. Líf í bókum. Hér gluggar skáldið f nýútkomna bók á bókasafni. Hann ber virðingu fyrir íslenzkri bókmenntahefð, en er samt ókunnugur íslenzkum bókmenntum. hjá honum. Að hann hefur ekki misst áhuga á kvenfolki fer ekki á milli mála. ,í hvert skipti sem við hittumst lýsir hann t.d. óánægju sinni yfír því ef ég hef hárið í hnút og ánægju sinni ef ég hef það slegið! Við sitjum nú sitt hvorum megin við skrifborðið hans í vinnuíbúðinni og ég bið hann að segja frá ferli sínum. Menntun „Ef ég tek menntun mína fyrst er það fljótgert. Ég hætti skólagöngu þegar ég var 13 ára, eftir skyldunámið. Ég menntaði mig svo sjálfur, las allt sem ég komst yfír, í sveitinni var það reyndar ekki mikið. Vetur- inn 1917-18 var ég svo heppinn að fá að ganga ókeypis í lýðháskóla, því ég hafði ekki efni á að borga skólagjöldin. Á þessum unglingsárum hafði ég alltaf orðalista, með útiendum orðum, við hliðina á matardiskn- um, og reyndi þannig að læra útlend tungu- mál. Þegar mér bytjaði að vaxa grön setti ég líka upp orðalista við hliðina á rakspeglin- um. Ég sótti oft fyrirlestra, þó ég lærði ekki mikið á þeim, því ég hafði mestan áhuga á því, hvemig fyrirlesaramir voru klæddir og hvemig þeir greiddu sér og komu fram.“ SVEITAMAÐUR AÐ UPPRUNA „Ég er sveitamaður hér í Stokkhólmi þó að ég hafí búið hér í tæp 70 ár. Það er af því að ég hef sveitina í mér. Þrátt fyrir það get ég séð sveitina á hlutlausan hátt. Það var bemskudraumur minn að komast til Stokkhólms, því í sveitinni voru varla til almennilegar bækur, ekkert almennilegt fólk — ekkert af því sem ég þráði. Þegar ég kom svo til Stokkhólms fékk ég þetta allt saman. Hér vom bókasöfn, hér var það fólk sem ég vildi hitta. Ef ég hefði fæðst í Stokkhólmi hefði ég auðvitað skrifað bækur um borgina í staðinn fyrir að skrifa um þjóðvegi, illgresi, blá- klukkur, hestvagna og dráttarvélar. Mín skoðun er sú, að það em ekki til neinar borgarbókmenntir, ekki einu sinni í heims- bókmenntunum. I staðinn fyrir að skrifa um borgina skrifar maður um sveitina í borginni. Hér í Stokkhólmi skrifar maður um Strömmen (Strauminn — vatnið í borg- inni), garðana og gróðurinn. Hefði ég fæðst hér í bakhúsi í steinsteypuhverfí hefði ég reynt að skapa myndir úr því umhverfi. Um þetta hefur ekki ennþá verið skrifað. Það er bara sveitafólk sem býr hér í Stokkhólmi. Það er næstum því ómögulegt að fínna hér fólk sem er borgarbúar þrjá ættliði aftur í tímann. Flutningur fólks úr sveitum til borga olii stómm breytingum, bæði félagslegum og sálrænum. Oft var það þannig, áður fyrr, að þeir innfluttu fengu verstu vinnuna, mennimir fengu erfiða verkavinnu og kon- umar urðu oft vinnukonur eða í versta falli vændiskonur. Sjálfur byrjaði ég frá gmnni sem nýinn- fluttur, ég varð handlangari í byggingar- vinnu. Til ársins 1925 vann ég við allskonar störf en þá varð ég atvinnulaus í einhverri annari borg. í París byrjaði ég aftur frá gmnni, nú sem uppþvottakarl á lúxushóteli — niðri í kjallara þess. Lúxusinn sá ég ekki fyrr en mörgum árum seinna sem gestur á hótelinu." Byrjun Ritstarfa „Það var í Frakklandi sem ég byrjaði að skrifa, gerði það þá um helgar og á nætum- ar. Ég skrifaði greinar, sem ég sendi sæn- skum dagblöðum. Sumt var birt, annað ekki. Ég fékk þá jafnmikið borgað fyrir eina grein og ég fékk fyrir alla vikuna sem verkamaður. Ég hafði nú hætt í uppvaskinu og vann sem steinhöggvari við kirkjubygg- ingu í Normandí. Eftir nokkum tíma hækk- aði ég í tign og var látinn höggva út mynd- ir, gerði t.d. skímarfont og Kristmynd, já einnig víkingaskip. Eftir Frakklandsdvölina flæktist ég um á Spáni og á Ítalíu og vann fyrir mér á ýmsan hátt. Það var þá, sem ég fékk þá hugmynd að ég skyldi skrifa bækur um verkafólk í öllum löndum heims. Eftir að hafa unnið aftur um tíma sem myndhöggvari í Frakk- landi fór ég til Englands 1928, þar sem ég ætlaði mér að vinna í kolanámu og skrifa bók um verkamennina þar. Ég leigði mér herbergi hjá kolanámuverkamanni og skrif- aði bókina, þrátt fyrir það að ég ynni aldrei í námu, því ég fékk ekki atvinnuleyfí. Árið eftir fór ég til Ungveijalands, þar sem ég ferðaðist um landið með sígaunum og skrifaði bók um þá. Síðan fór ég heim til Svíþjóðar og fór að skrifa um sænsku sígaunana. Ég barðist fyrir þvi að þeir fengju að lifa sínu eigin lífí og þyrftu ekki að aðlagast sænskum lifnaðarháttum. 1929 hafði ég gefið út fimm svokallaðar ferðabækur, sem fjölluðu um útlend þjóð- félög. Þá rann upp fyrir mér að áætlun mín

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.