Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Side 8
■ ■ ■ Saigoa á árunum uppúr 1960: Lífí tuskunum, umferðin í einni kös ogþannig erþað enn. barmafull af brjálæði mannkynsins Ablómumskrýddu torginu við gamla Óperuhús- ið var framið eitt af morðunum í skáldsögu Grahams Greene, „Hljóðláti Ameríkumaður- inn“. Einhver hafði kastað sprengju að hjól- reiðamanni; fólk tók að safnast saman í lítinn Varla er nokkurt heims- horn eins stríðshrjáð sem Víetnam. í þúsund ár héldu Kínverjar landinu hemumdu — á 19. öld komu Frakkar með sinn yfirgang og síðan háðu Bandaríkjamenn „stríðið sem ekki var hægt að vinna“ á 7. áratugnum. Nú em Kanar farnir, en þá em Rússar komnir í staðinn. Nú sitja þeir á vínbömnum í Saigon, kall- aðir ráðgjafar. Sænski blaðamaðurinn Gunnar Frederiksson var nýlega á ferð þar austurfrá og staldraði við í Saigon. hóp í kringum illa útleikið líkið, áður en blaðamennimir hurfu aftur inn á barinn á Hótei Continentai og röbbuðu um það sín á milli eins og venjulega, hveijir kynnu að hafa staðið á bak við þetta tilræði og hvaða tilgangi það hafí eiginlega átt að þjóna. Frá almenningsgarðinum niðri við flótið, þar sem Hótel Majestic stendur, er hægt að ganga upp eftir götunni, sem Frakkar kölluðu rue Catinat, framhjá Ópemhúsinu og áfram að dómkirkjunni, sem Frakkar reistu en Bandaríkjamenn köliuðu á sínum tíma John F. Kennedy-dómkirkjuna, þegar þeir vom ráðandi í Saigon. í BRENNIPUNKTI SVIPTINGANNA Hér áður fyrr hafði ég verið vanur að spóka mig einu sinni á dag eða jafnvel oftar á me Catinat, sewm nú hefur verið skírð Gata vopnuðu uppreisnarínnar. Síðast þegar ég kom til Saigon — nú opinberlega Ho Chi Minh-borg — bjó ég á Hótel Lótusblóminu, einmitt við þessa götu. Stundum kom það fyrir, að ég leit inn á barinn á Hótel Contin- ental, sem Graham Greene skrifar um. En miklu oftar fór ég í lyftunni upp á áttundu hæð í gistihúsinu þar beint á móti, Hótel Caravelle. Þar hafði ég búið, þegar ég fyrst kom til Saigon árið 1966, meðan allt logaði í styijaldarátökum í landinu, og líka í annað skiptið eftir stríðið, árið 1977. Þegar ég kom þangað enn öðm sinni árið 1979, hafði ég útsýni yfir fljótið frá herberginu mínu á Hótel Majestic. Allt er samankomið í miðbænumí Saigon. Uppi á áttundu hæð Hótel Caravelle hefur barþjóninn, Hang Tinh, sinnt störfum sínum allt frá árinu 1959. Hann hefur alla sína ævi búið í Saigon — á franska tímanum, meðan á hinu skammæa en blóðidrifna hernámi Japana stóð, á ámm amerísku Víet- namstyijaldarinnar og líka eftir 1975, þegar kommúnistamir höfðu tekið við. Fáar borgir hafa mátt þola jafn margt og misjafnt, hafa verið vettvangur jafn margra fólskuverka, illsksu, harmleikja, fá- ar borgir sokkið jafn djúpt í botnlausri póli- tískri spillingu, mátt þola jafn mörg sprengjutilræði á götum úti, séð þvílika mergð hermanna af margvíslegu þjóðemi þramma eftir götunum, auk allra þeirra, sem venjulega em kallaðir hemaðarráðgjafar. Þegar ég leit fyrst inn hjá Hang Tinh árið 1966, var ég í lyftunni samferða banda- rískum liðsforingja, sem var með whiskýglas í annarri hendi en hélt hinni utan um víet- namska konu. Barinn var troðfullur af bandarískum liðsforingjum og víetnömskum konum. — Frakkar dmkku létt vín, Bandaríkja- menn whiský. Núna er vitanlega mest dmkkið af vodka, segir Hang Tinh. Eg spyr hann, hveija hann hafi þá kunnað bezt við, Frakka, Bandaríkjamenn eða Rússa, og Hang Tinh hlær við: — Ég hef bara afgreitt þá. FRAMANDLEGIR; HVÍTIR, Drukknir Og Háværir Barinn er næstum því tómur. Þrír Rússar koma inn, einn þeirra er með gítar. Hang Tinh dregur niður í amerísku poppmúsíkinni, og Rússamir taka að syngja ofur trega- blandna söngva frá heimalandi sínu, ef til vill angurvær þjóðlög, ef til vill söngva drátt- arkarlanna á Volgu. Ég man, að ég kom eitt sinn af tilviljun inn í borðsalinn á Hótel Majestic árið 1979, en þar var þá haldin fjölmenn rússnesk veizla. Ráðgjafamir, hjálparliðamir eða hvað þeir em nú kallaðir, urðu að dansa saman tveir og tveir, af því að þá hafði opinberlega verið bundinn endi á allt vændi. Að öðm leyti var þessi kvöldfagnaður ná- kvæmlega eins og á tímum Bandaríkja- manna: Hávaxnir, hvítir og mjög dmkknir karlmenn vom með háreysti, og Saigonbúar hlutu að velta því fyrir sér, hvað þessir menn væm eiginlega að gera í borginni þeirra. FRANSKAÖLDIN Frönsku farþegaskipin vom næstum því Qórar vikur að sigla frá Marseille um Súez- skurð, Colombo á Sri Lanka og Singapore, þar til vitinn kom í ljós á klettóttu nesinu, sem Frakkar kölluðu Saint Jacques. Eftir sex tíma siglingu milli óshólmanna upp bugðótt fljótið, stigu frönsku nýlendufjöl- skyldumar í land á bryggjunni fyrir neðan Hótel Majestic. Paul Doumer, einn merkasti landstjóri Frakka í Víetnam, hefur í bók sinni, „L’Indoo-Chine franQaise" lýst dvölinni í Saigon, en bók hans kom út í París árið 1905. Þar getur að líta uppdrátt af borginni um aldamótin síðustu með me Catinat, Ópemhúsinu, dómkirkjunni og öllum götum, sem látnar vom bera nöfn franskra hers- höfðingja. Frökkum var í mun að heiðra marga franska hershöfðingja með götunöfn- um í Saigon. Doumer segir í bók sinni, að Saigon sé ein viðkunnanlegasta og þægilegasta borgin í fjarlægari Austurlöndum. Hann nefnir fyrst hin fjölmörgu veglegu minnismerki í borginni, létt yfirbragð húsanna, skuggsæl- ar götumar umluktar fjölskrúðugum gróðri. Saigon „er einna líkust stómm skrúðgarði". Nokkur hús gnæfa yfir alla gróðursæld- ina, og þar ber fyrst og fremst að nefna geysilega stóra höll franska landstjórans, sem reist var á ámnum kringum 1870, og er höllin umlukin víðlendum lystigarði. Doumer hefur sérstakt yndi af að lýsa gjörla hátíðasölum hallarinnar, dagstofum, fordyr- um, skálum, skrifstofum, íbúðarherbergjum, stigum og húsbúnaði. Alls staðar er þar hátt til lofts og vítt til veggja, allt með mikium glæsibrag innanhúss í frönsku landstjóra- höllinni, „tákn staðfestu og varanleika vald- anna í hendi franska hemámsliðsins í Coc- hin-Kína“. Þannig kölluðu útlendingamir syðsta hluta Víetnams á þeim tíma. Miðhluti landsins var kallaður Annam, norðurhlutinn Tonkin. í Annam var hin foma keisaraborg Hué, og í Tonkin var Hanoi höfuðborgin, og þar átti franski landstjórinn sér aðra höll, sýnu minni þó og öllu einfaldari í snið- um en hallarbáknið suður í Saigon. Gengið Fallvalt í Saigon Oft varð mér gengið upp að grindverkinu fyrir framan hina feiknastóru fyirum frönsku landstjórahöll í Saigon, en hún stendur við enda breiðgötunnar, sem nú hefur verið nefnd 30. aprílgatan. Hér mdd- ist norður-víetnamskur skriðdreki rakleiðis í gegnum jámgrindumar í hliðinu á lysti- garðinum klukkan hálftólf áregis hinn 30. apríl 1975. Þar með var valdatíma stjómar- herranna í Saigon lokið fyrir fullt og allt — og bundinn endi á tálsýnina um varanleika pólitískra valda. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.