Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Page 9
Á götu í Saigon nútímana. Reiðhjól og mótorhjól eru farkostir sem flestir nota. Núna hafa rússneskir „ráðgjafar“ tekið við af hinum bandarísku. Þeir sitja á sömu vínbörunum, sama þjón- ustufólkið ber þeim sams konar sjússa, þeir sóla sig á sömu baðströndunum undir sömu sólinni. Skyldi þróun mála verða hin sama? Víetnam tíu árum eftir síðustu styrj- öld. Gamall, ryðgaður skriðdreki er orðinn að leiktœki bamanna og um leið minnismerki um vitfirringu allra þeirra manndrápa, sem framin voru í Víetnamstríðinu. Frönsk, Seiðandi Og SlÐSPILLT Hinn 18. febrúar 1859 gerðist það í þessu langvinna stríði, að Frakkar tóku herskildi lítinn fiskimannabæ, sem hét Saigon, enda þótt keisarinn í Hué bæri fram harðorð mótmæli gegn hemámi staðarins. Fljóts- höfnin í Saigon er djúp og fær hafskipum, og þegar Paul Doumer kom þangað á stóru frönsku farþegaskipi árið 1897, töldust íbú- ar bæjarins vera um 30.000, þar af 4.000 Frakkar, og Kínvejar vom eitthvað álíka Qölmennir í bænum. Sumarið 1920 kom Bertrand Russell við í Saigon, en hann var þá á ferð til Peking á brezku farþegaskipi. „Saigon,“ skrifar hann, „er hreinasta martröð." — Borgin stendur spölkom upp með fljót- inu, landið er rennislétt; Saigon er umlukin fenjasvæðum, þar sem ræktuð em hrísgijón, og þar er ennþá heitara á nætumar en á daginn; allt er fullt af bitmýi, leðurblökum og stómm eðlum. Evrópumenn em allir óhemju ríkir hér um slóðir og mjög veikir; konumar aka um í bifreiðum, feiknalega fínar, snurfusaðar I þess að vinna fyrir ijölskyldunni; eldri bróðir Marguerites sóaði íjármunum og heilsu sinni í ópíum og fjárhættuspili og dó ungur að ámm. Duras-Qölskyldan var því illa sett ný- lendufjölskylda, sem beðið hafði fjárhags- legt skipbrot og bjó við kröpp kjör. Margue- rite varð jafnvel að aka með strætisvagni fyrir innfædda Víetnama frá heimili sínu niðri við fljótið og inn í miðbæ Saigon- borgar, þegar hún fór í skólann. Dag nokk- um gerðist undarlegt atvik. INNFÆDDUR ELSKHUGI Hún var þá fímmtán ára og man enn þá, fímmtíu ámm eftir að þetta gerðist, eftir því að hún hafði reynt að dylja funandi æskuroðann í kinnunum með smyrslum og púðri, sem hét „Houbigan". Við ferjustaðinn stóð karlmaður, sem hafði til umráða stóra, svarta glæsibifreið með einkabflstóra. Hann var tólf ámm eldri en hún; faðir hans var kínverskur milljónamæringur, er rak fast- eignasölu í útborginni Cholon. Marguerite fékk að aka með þessum manni inn í mið- bæinn, í staðinn fyrir að fara með strætis- vagninum, sem var jafnan troðfullur af Ví- Tíu ámm eftir þennan atburð gekk ég á fund hershöfðingjans, sem gefið hafði skip- un um að fáni Saigonstjómarinnar, sem blakti yfír höllinni, skyldi dreginn niður. Ég spurði, hvað hann hefði svo aðhafzt eftir uppgjöfína. — Ég fór heim, sagði hann. Það hefur oft komið til uppgjafar í Saigon — í allri hinni undarlegu sögu þessarar borgar virðist stöðugt hafa komið til upp- gjafar valdhafanna fyrir utanaðkomandi ásókn. í þúsund ár höfðu Kínveijar haldið Víet- nam hermumdu, og um þetta langa skeið í sögu þjóðarinnar vitna þjóðsögur, ævintýri og kvæði Víetnama enn þann dag í dag. Snemma á öldum tóku Frakkar að gera út kristna trúboða til Suðaustur-Asíu, en Víet- namar, sem ekki fengu skilið af hveiju þeir ættu að gerast franskir kaþólikkar, snémst til vamar. Frakkar uðm því við og við að gera herlið út af örkinni austur til Víetnam, af því þeim bar vitanlega skylda til að veija trúboða sína. Af þessum skæmm spratt svo reglulegt stríð þama austur frá, sem smátt og smátt breiddist út um allt landið og varð brátt svo víðfeðmt, að erfítt reyndist að halda nokk- urri yfírsýn yfír gang þess og gildi eins og venjulega, þegar um nýlendustríð er að ræða. Undir lokin skildu aðilar yfirleitt ekki, um hvað eiginlega var verið að beijast. etnömum og heitur eins og bakarofn. Þetta varð fyrsta ástarævintýri hennar, og hún vildi ekki skrifa um það, fyrr en mörgum áratugum síðar eftir að móðir hennar var látin, og hún sjálf komin um sjötugt. Hann hafði samfarir við hana í íbúðinni sinni, þar sem einungis vom rimlatjöld í gluggunum, sem sném út að götunni. Þau heyrðu háreystina og hvellar raddir fólksins úti á gangstéttinni rétt fyrir utan gluggann á stofunni, þar sem þau áttu hvflubrögð og sáu gegnum rifumar á sóltjöldunum skugg- ana af fólkinu, sem gekk þar framhjá ör- skammt frá þeim. Þau hittust aftur og aftur, enda þótt að ást þeirra væri með öllu vonlaus, óhugsandi tengsl milli Kínveija og franskrar stúlku á nýlendutímabilinu. Allt komst vitanlega upp, og móðir hennar varð viti sínu íjær af reiði og auðmýkingu og hótaði að reka dótturina á dyr fyrir fullt og allt. Samt sem áður fór það svo, að Duras-fjölskyldan þáði matarboð hjá kín- verska elskhuga dótturinnar, þótt gestimir ættu naumast orðastað við gestgjafana. En þar gafst þeim þó tækifæri til að borða nægju sína af góðum mat. I „L’amant“ lýsir Marguerite Duras frönskum konum í Saigon á þeim árum. Þær voru mjög hvítar á hörund, fríðar, afar nákvæmar í öllu sem varðaði útlitið, þráðu alla tíð sexmánaða dvölina í Evrópu þriðja hvert ár og töluðu í sífellu um aðstæðumar þama í nýlendunni, um þjónustufólkið, stóm, glæsilegu einbýlishúsin sín, dansleiki, silkijólana. Þær biðu þess alltaf með óþreyju að komat burt frá Víetnam fyrir fullt og allt; nokkrar þeirra gengu af vitinu, nokkrar frömdu sjálfsmorð. Þetta var heimur ör- Einnig þetta eru ummerki stríðsins: Kaþólskar nunnur annast munaðar- laus, víetnömsk böm. Feðumir em í Chicago eða í San Antonio eða hafa borið beinin á vígvellinum. Mæðurn- ar? Ef til vill fangar í einhverjum pólitískum endurhæfingarbúðum kommúnista eða hafa einfaldlega horfið fyrirfullt ogallt. Stríðið geisar og lognast svo út af — lífið heldur áfram. og velsnyrtar, en með innfallnar kinnar, og allt minnir á dauðann. Franska skáldkonan Marguerite Duras óx hér úr grasi á ámnum milli 1915 og '30, og ef til vill var það martröð fyrir hana. Það var á blómaskeiði franska nýlendutíma- bilsins, áður en röðin kom að Frökkum að bíða ósigur í Saigon. Hún lýsir þessum æskuámm sínum í nýútkominni skáldsögu „L’amant" (Elskhuginn), sem hlotið hefur frábæra dóma. Faðir hennar átti lítið fyrir- tæki upp með Mekongfljóti, en hann dó um aldur fram eins og algengt var um Evr- ópumenn í þessu óholla, miskunnarlausa loftslagi. Móðir hennar starfaði því sem frönskukennari í frönskum stúlknaskóla til + LESBÓK MORGUNBLAOSINS 1. MARZ 1986 9 I f 1 H I I 'I j'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.