Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Síða 3
lesbok 11 © n 11 m n ® e a m ii m n ® Forsíðan er í tilefni Listahátíðar, sem hefst í dag með opnun Pic- asso-sýningar á Kjarvalsstöðum. Á myndinni er sjálfsmynd eftir Picasso frá 1907. Einnig er í blaðinu grein eftir Aitor Yraola um yrkisefni Picassos, en sömu stefin koma fyrir hjá honum aftur og aftur. Hús tón- listarinnar er á döfinni og mikið í húfi, að rétt verði að því staðið. Nú leggur orð í belg Júlíus Vífill Ingvarsson óperusöngv- ari og formaður Fél. isl. einsöngvara. Hann spyr, hvort reisa eigi úrelt hús eða alhliða, þ.e. hús fyrir alls konar tónlistarflutning, þar á meðal óperur. Reykingar eru kross sem margur burðast með og vildi gjaman losna við.Til eru ýmsar aðferðir til að losna undan oki reykinga og Ásgeir R. Helgason hjá Krabbameinsfélaginu hefur skrifað grein og tekið saman ýmislegt, sem að gagni mætti koma. Kristján Jónsson Ástarsæla Þú, fagra myndímunarheimi, mjúkhenta snótmeðaugu blá, um aftangeisla öfugstreymi englanna veröldsvifínfrá, þú, sæludrauma dís hin bjarta, daggeislum stráirlífsá ský, ogaldrei mannlegt hrærðist hjarta svo himinfögrum barmií Hættu, dagstjama himinskæra, um heið að leiftra vetrarkvöld, þvíauga vífsins meginmæra ermunarbirta þúsundföld. Þú, vorsmslilja vonarhlýja, vaknandi láttu deyja fjör. Byrgðu þig, sól, að baki skýja, nærbros á hennarleikur vör. Ó, efégmætti, meyjan bjarta, um morgunstundþéruna hjá ogástarslögþíns hreina hjarta hlýða ísælum draumi á, þá mundi öndmín ástarhriSn til uppheims leita, goðum lík, og upp íþriðja hefjast hifín afhelgum elskuloga rík. Ogefum kvöld íkyrrum lundi égkyssa mættiþína vör, í draumasjón égdýrri mundi dýrðlega halda sigurför. Kristján Jónsson, Fjallaskáld, f. 1842, d. 1869, ólst upp á bæjum í Kelduhverfi, var lengst af á Hólsfjöllum og kennari á Vopnafirði. B Picasso á Listahátíð Afyrri Iistahátíðum okkar hefur megináherzlan verið á tónlistarviðburði og það er kannski ekki undarlegt í ljósi þess, að tengdasonur þjóðarinn- ar, Ashkenasy, átti mestan þátt í að hleypa hátíðinni af stokkunum. Frá fyrri listahátíðum eru einmitt minnis- stæðastar heimsóknir afburðamanna á tón- listarsviði, manna eins og Rostropovits og Pavarotti. Þótt stórstimi eins og Claudio Arrau sæki okkur nú heim ásamt Dave Bmbeck- kvartettinum, Vínar-strengjakvartettinum, Doris Lessing, Katia Ricciarelli og The Shadows, verður blómið í hnappagati Lista- hátíðar engu að síður Picasso-sýningin. Hennar verður beðið með mestri eftirvænt- ingu af þeirri einföldu ástæðu, að allir hafa heyrt um Picasso. Fæstir hafa hinsvegar séð verk hans, nema þá myndir af þeim í bókum. Ég er samt ekki bjartsýnn á að þessi sýning „geri lukku“ almennt séð — einfaldlega vegna þess að myndlistarsmekk- ur landans er ennþá ótrúlega frumstæður og það stafar trúlega af því, að myndmennt er alveg vanrækt í menntakerfinu. Slíkur risi er Picasso í myndlist aldarinn- ar, að hann gnæfir yfir aðra og gæti verið að aldir liðu unz annar slíkur fæddist. Þá kynni einhver að spyrja: Hvað er svona merkilegt við Picasso? í fáum orðum: Hann var bæði brautryðjandi, stórkostlegur mynd- listarmaður og svo áhrifamikill á samtíð sína, að í því efni telst hann í sérflokki. Picasso var bæði marghliða listamaður og afköst hans voru með ólíkindum. Það sem hann lét eftir sig í skúlptúr, væri talið nægilegt ævistarf myndhöggvara. Sama má segja um öll þau fim, sem hann lét eftir sig í grafík. Stundum vann hann í keramik, en fyrst og fremst lifir þó hróður hans sem málara. Það er samt sem áður spuming, hvort Picasso var ekki fyrst og fremst teikn- ari par excellence. Svo er að minnsta kosti talið í nýlegri umfjöllun um hann í þýzka listatímaritinu Art — Das Kunstmagazin. Þess vegna er Picasso maður línunnar frem- ur en flatarins og í málverkum hans virðist teikningin ævinlega skipta höfuðmáli. Sömu stefin eða yrkisefnin koma fyrir aftur og aftur í lífsverki Picassos; umfram allt konan, ýmiss konar efniviður úr grískri goðafræði, lýsingar á viðbjóði styijalda, en einnig á návist dauðans í nautaatshringnum. Annars em yrkisefnum Picassos gerð skil á öðmm stað í Lesbók, í grein Aitors Yra- ola, spænskukennara við Háskóla íslands. Minni spámenn hafa löngum reynt að læða inn þeirri hugmynd, að góð list sé óhemjulega tímafrek og hjá alvöru lista- mönnum hljóti afköstin þar af leiðandi að verða lítil. En það er af og frá að þessi ker.ning standist, þegar betur er að gáð, og enginn afsannar hana betur en Picasso. En til þess að afsanna hana sem bezt, var honum gefin góð heilsa og langt líf. Hann virðist hafa verið fúlbinfarinn málari 15 ára; gat þá málað akademískar myndir af mikilli fæmi — og hann gekk á fullu, þegar hann lézt skyndilega og hafði þá tvö ár um ní- rætt. Ferillinn spannar að minnsta kosti 65 ár og það var hvorki slegið slöku við, né heldur að hugmyndimar létu á sér standa. Um og eftir 1950 fóm áhrif Picassos að dala frá því sem verið hafði. Framúrstefn- umar fundu sér nýja farvegi og birtust í hreinni flatalist, sem segja má að Picasso og Braque hafi lagt gmndvöllinn að með kúbismanum. Hann steig það skref aftur á móti aldrei til fulls og sneri sér að því að stílfæra mannskepnuna, því honum virðist hafa verið meira í mun að koma á framfæri frásögn en að raða saman flötum. Bretinn Francis Bacon var ef til vill áhrifamestur um skeið, eftir að Picasso var orðinn gam- all, en síðan hafa tízkustefnur rekið hver aðra í stríðum straumum: Popplist og oplist, hugmyndalist (konsept), súper-raunsæi og ný-expressjónismi, svo eitthvað sé nefnt. Það vantar ekki, að einhveijir em gerðir heimsfrægir með hverri nýrri bólu fyrir mátt auglýsinga og fjölmiðla. En risar á borð við Picasso, Braque, Miro, Chagall, Dali, Beck- mann, Max Emst, Bacon og Jóhannes okkar Kjarval, virðast ekki hafa komið uppá yfir- borðið með nýstefnunum þrátt fyrir auglýs- ingafarganið. Svo lífseig hafa áhrifin frá Picasso verið, að þeirra hefur gætt í verkum einstakra, íslenzkra listamanna framundir þetta. Ekki er það sagt þeim til hnjóðs, því þeir hafa nýtt sér þessi áhrif á persónulegan hátt. Eftir lát meistarans hljóðnaði um hann í bili og það er eðlilegt, þegar lýkur svo langri og áhrifamikilli ævi. Nú gæti verið að tími endurmats á ferli og list Picassos væri hafinn, samanber greinina sem fyrr var vitnað í, — en ekki er að sjá að slíkt endurmat leiði til annars en frekari stað- festingar á snilld listamannsins. Það var bæði tímabært og skemmtilegt að fá slíka sýningu á Listahátíð. En það gefur augaleið, að minni salurinn á Kjarvals- stöðum rúmar aðeins slíkt brotabrot af lífs- verki Picassos, að litlar líkur eru á að við sjáum hann þar í þeirri stærð, sem hann var. Áhorfendur munu án efa sakna þeirra mynda, sem margir þekkja úr bókum og hann er frægastur fyrir, vegna þess að þær eru einfaldlega á söfnum um víða veröld. Jacqueline, ekkja listamannsins á þakkir skild- ar fyrir að ljá máls á þessari sýningu mynda, sem hún erfði og aliar eru í hennar eign. Picassosýningin er listviðburður sem í rauninni er merkilegt að skuli eiga sér stað hér og lyftir þessari listahátíð. GISLI SlGURÐSSON LFSBÓK MOPd imdi AflSINS 31 MAl 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.