Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Side 2
9 ÍSÉIÉ& ! I í A U S T A N u M H 1 mm 1 Ð 1 Óvænt tíðindi í Þjóðkirkjunni Undanfarnar vikur og mánuði hefur fram farið nokkur umræða um skipan kirkjumála á ís- landi. Margt er þar til almælis haft og ýmis efni á lofti. Einkum snýst þó tal manna um það, hvort ástæða sé til að gjöra ráð fyrir Kirkja Krists þekkist m.a. á því, að hún skerst með óvæntum hætti í leikinn frá öld til aldar. Grundvöllur hennar er einstæður og óhagganlegur. En viðbrögð hennar koma á óvart. Engin stofnun getur gengið að liðveizlu hennar vísri, ekki einu sinni Þjóðkirkjan, þaðan af síður ríkið. EFTIR SÉRA HEIMI STEINSSON öllu lengri lífdögum Þjóðkirkjunnar en fram eru komnir. Málin fara ekki hátt, og um- fjöllun öll er mjög við hóf. En blaðagreinum fjölgar. Tæpast em öll kurl til grafar komin. Efsta tilefni umræðunnar kynni að vera yfirlýsing norrænna biskupa litlu eftir mið- sumar. Þar var þess til getið, að þjóðkirkju- skipun sú, er gengið hefur um grannlönd okkar í meira en öld, væri ekki líkleg til langlífis. Kirkjuleiðtogar kváðu jafnvel upp úr með endadægur þessarar tilhögunar. Biskup íslands skilaði séráliti, sem hann reyndar áréttar í Hirðisbréfi sínu: „Á meðan allur þorri landsmanna er þjóðkirkjufólk, eru núverandi tengsl ríkis og kirkju þjóðarheild- inni fyrir beztu.“ Góðir drengir úr hópi presta og annarra guðfræðinga taka upp þráðinn og spinna hann á ýmsa vegu — í sinn hóp og á opin- berum vettvangi. Slíks er að von. Þessi efni eru kirkjufólki hugleikin ævinlega. Umræð- an er því þörf — og vísast þakksamlega þegin af öllum. Viðbrögð blaðamanna eru þar ekki undan skilin. Gildi Kirkjuskipunar Ytri tilhögun kirkjumála skiptir miklu. Þó ber að forðast að gjöra kirkjuskipun hærra undir höfði en hóf er að. Kirkjuskip- un skyldi hvorki hafin til skýjanna né fordæmd. Hún þjónar ótvíræðum tilgangi. En tilganginum eru takmörk sett. Kirkja Krists, Kirkjan sjálf hið innra, er leyndardómur í þess orðs róttækustu merk- ingu. Ekki leyndarmál, sem unnt er að Ijósta upp, heldur einstæður og óhagganlegur leyndardómur, er verður þeim mun óskiljan- legri sem við göngum honum nær. Hið innra er Kirkja Krists með nokrum hætti Guð sjálfur á jörðu, Guð meðal manna, í orði, sakramentum og óvæntu atferli. Ytri umgjörð leyndardómsins er annars eðlis. Reyndar er sá rammi enginn hégómi. Á honum getur það hugsanlega oltið, hvort leyndardómurinn dýri skilar sér til mennskra manna — hvort þeir fá notið hans og hann hrifíð þá. En engin ein kirkjuskipun fær fýrir sína hönd gjört tilkall til þeirrar ein- stöðu og þess varanleika, sem leyndardóm- urinn nýtur. Hér verður að gjöra skýran greinarmun á hinu ytra og hinu innra. Gildi kirkjuskipun- ar er öldungis afstætt. Kirkjuskipun er sessunautur lagabálka og reglugjörða, sem menn setja sjálfum sér og lífi sínu. Lög og reglur eru mikils verð fyrir margra hluta sakir. En þau eru breytingum undirorpin, taka hamskiptum frá öld til aldar. Það kem- ur í hlut manna að snúa nauðsynlegum leiðréttingum áleiðis. Ástæðulaust er að hrapa að slíku, en einnig háskalegt að skirr- ast við nytsamar lagfæringar. Menn skyldu því varast að rugla saman kirkju og kirkjuskipun. Kirkjan er heilög, en starfshættir hennar ævinlega algjört álitamál. Við játum trú á kirkjuna — heil- aga, almenna kirkju. En sú játning er næsta óskyld hollustu okkar við tiltekið skipulag kirkjunnar ellegar efasemdum um það skipulag. Rangar áherzlur? Brýnt er að greina kjamann frá hisminu. Skipulagsástríða 20. aldarinnar má ekki verða til þess, að við ruglum saman hinu ytra og hinu innra í fari kirkjunnar. Kirkja Krists á íslandi er ekki háð ríkjandi þjóðkirkjufyrirkomulagi. Hún fengi áreiðan- lega sem hægast án þess verið. Hitt er jafn víst, að grundvallarbreyting á kirkjuskipun fæli ekki í sér nokkra tryggingu fyrir efl- Altaristafla í Prestbakkakirkju í Hrútafirði. ingu kristni i landinu. Leyndardómurinn eini, Kirkjan sjálf hið innra, kynni að eign- ast greiðari götu að hjörtum landsmanna, ef starfsháttum væri kastað í allsheijar- deiglu. En svo þyrfti alls ekki að fara. Mál gætu snúizt á þveröfugan veg. Af sjálfu leiðir, að einhliða umræða um eflingu Þjóðkirkjunnar eða afnám hennar er í bezta falli varasöm. Hver og einn hlýt- ur að spyija sjálfan sig tiltekinna samvizku- spurninga: Eru starfshættir — breyttir eða óbreyttir — höfuðatriði þessa máls? Ber okkur ekki að leggja áherzlu á allt önnur efni en kirkjuskipun og stjórnarfyrirkomu- lag, þegar við ræðum eflingu Kirkjunnar á Islandi? Hvort er meira vert um veigarnar eða kerin? Djörfung Svörin liggja í augum uppi: Þjóðkirkjan er gölluð á ýmsa vegu. En rökin fyrir hæg- fara eða skyndilegu afnámi hennar eru ekki sannfærandi. Þjóðkirkjan býr yfir mörgum ótvíræðum kostum. En kostimir eru alls fjarri því að hefja Þjóðkirkjuna yfir gagn- rýni. Sjálfsagt er að gjöra úttekt á samskipt- um ríkis og kirkju, bijóta margt til mergjar og ganga eftir sundurleitum lagfæringum. En ekki er vert að eyða of miklumt tíma eða kröftum í þessi efni. Kirkja Krists mun hvorki standa né falla með þeim. Hún þarfn- ast annarra áherzluþátta — að svo miklu leyti sem séð verður. Kirkju Krists þjónum við trúlega bezt með því að kirkjufólk gangi fram að fullri djörfung, hver í sínu skiprúmi og allir í senn. Við þörfnumst einurðar, þreks og þolgæðis af hálfu kirkjunnar manna, ásamt baráttu- gleði og samheldni. Hver svo sem verkefni þín í kirkjunni eru frá stund til stundar, skaltu ævinlega beita þér af ýtrasta þrótti og aldrei láta undan síga. Þjóðkirkjufyrir- komulagið hindrar tæpast boðun fagnaðar- erindisins, né heldur flýtir fyrir því um aðra kirkjuskipun fram. En boðun fagnaðarerind- isins er það, sem máli skiptir. Henni ber að sinna af alefli, fremur en langvinnu skipulagsþófi. Boðun fagnaðarerindisins er þinn leikur í tafli Kirkjunnar. Oft erum við hnuggin yfir því, hve lítinn árangur boðunin virðist bera. Þá reynir á trú okkar — og djörfung, bjartsýni. Þá reyn- ir einnig á gagnkvæman stuðning kristinna bræðra og systra, er taka höndum saman um að axla byrðar angurs og mótlætis — og gleðjast hvert með öðru í Honum, sem hefur útvalið okkur til óviðjafnanlegs hlut- skiptis. Djörfungu kirkjufólks verður ekki skorinn stakkur. Um hana gilda engin ákvæði. Fagnaðarerindið sjálft er aflgjafi hennar og kærleiksboðorðið eina viðmiðunin. Af djörf- ungu ber okkur að ganga hiklaust á hólm við guðleysistilburði þjóðar og ríkis. Lög- gjafinn slær skjaldborg um Þjóðkirkjuna. En löggjafinn hefur ekkert yfir Kirkju Krists að segja. Þegar löggjafinn t.d. setur ólög, sem fara í bág við frumréttindi einstakl- ingslífs á jörðu, eigum við ekki að þreytast á að mótmæla. Látum þá braka í Þjóðkirkj- unni, ef svo vill verkast. Aðrir eins brestir hafa heyrzt í sögu Kirkjunnar á jörðu. Af sömu djörfung ber mönnum að fylkja sér um Þjóðkirkjuna, þegar þjóð og þing taka höndum saman og slást í för með Kirkju Krists. Þá er ástæðulaust að krefjast breytinga breytinganna vegna. Við eigum að hafa djörfung til að þakka það, sem vel er gjört, í stað þess að hlaupa eftir mýraljós- um af einskærum ótta við að vera talin íhaldssöm. HIÐ ÓVÆNTA Kirkja Krists þekkist m.a. á því, að hún skerst með óvæntum hætti í leikinn frá öld til aldar. Grundvöllur hennar er einstæður og óhagganlegur. En viðbrögð hennar koma á óvart. Engin stofnun getur gengið að lið- veizlu hennar vísri, ekki einu sinni Þjóðkirkj- an, þaðan af síður ríkið. Hið óvænta endurleysir, leysir að nýju þá hnúta, sem mannfélagið ævinlega reyrir sér að hálsi frá kynslóð til kynslóðar. Hið óvænta endurfæðir stöðnuð samfélög. Ástæðulaust er að steypa Þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan mun endurleysast, ef hún snýr sér inn á við og leitar uppi Kirkju Krists við eigin hjartarætur. Þjóðkirkjan mun end- urfæðast, ef hún snýr sér út á við og talar af djörfungu óvænt orð yfir sjálfri sér og þeirri þjóð, sem Guð hefur fengið henni til umsýslu um sinn. Höfundurinn er prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.