Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Page 4
Arnór Hannibalsson er einn ágætasti
heimspekingur okkar Islendinga. Hann
skrifar af víðtækri þekkingu og djúpri
siðferðilegri alvöru um þær mörgv og
miklu rúnir lífsins, sem mannsandinn
hefur reynt að ráða síðustu tvö þúsund
árin. I nýrri og athyglisverðri bók sýnir
hann fram á, að siðfræðin á erindi við
vísindamenn ekki síður en aðra. Hann
gerist. þar talsmaður hins vestræna húm-
anista.
íslensk heimspeki I
Immanuel Kant. Vísindaleg rannsókn
veruleikans í kringum okkur er alls ekki
hlutlaus skoðun, þar eð vísindamenn
þurfa á ýmsum vitundarfyrirbærum að
halda við hana. Því má segja með nokkr-
um sanni, eins og Kant gerði á átjándu
öld, að slík rannsókn sé miklu fremur
sköpun veruleikans en skoðun. Náttúran
er ekki opin bók, sem vísindamenn geta
gengið að fyrirhafnarlaust oglesið, held-
ur skrifa þeir hana sjálfir.
mér er núna heitt en ekki kalt, notar orð,
merkingar og hugtök sem eru sui generis
(sinnar tegundar),“ skrifar hann (bls. 21).
Arnór kemst að sömu niðurstöðu og Sigurð-
ur Nordal forðum í hinni frægu ritgerð
„Samlagningu": fleira er skynsamlegt og
skiljanlegt (og því „vísindalegt") en það eitt,
sem er mælanlegt.
VÍSINDALEG RANNSÓKN:
Sköpun Eða Skoðun
Náttúrunnar?
Arnór Hannibalsson segir frá ýmsum
þeim gátum, sem vísindaspekingar glíma
við. Hvernig geta vísindamenn tengt saman
orsök og afleiðingu með skynsamlegum
hætti? Hvert er eðli vísindalegra skýringa?.
Hvernig geta vísindamenn treyst því, að
kenningar þeirra taki til einhvers hlutveru-
leika utan við hugveruleika þeirra sjálfra?
Er hugsanlegt, að sannleikur vísindanna sé
ekkert annað en samkomulagsatriði vísinda-
manna? Svörin við þessum spurningum eru
ólíkari og flóknari en virðist við fyrstu sýn.
Amór lýsir þeim af næmum skilningi hins
fædda fræðimanns. Greinilegt er þó, að
hann hefur sjálfur meiri samúð með skyn-
semisstefnu en náttúrustefnu.
Arnór hafnar þeirri kenningu Baconos frá
seytjándu öld, að náttúran sé opin bók, sem
vísindamenn geti fyrirhafnarlaust gengið
að og lesið. Ef náttúrunni má líkja við bók,
þá er sú bók miklu fremur skrifuð af vísinda-
mönnunum sjálfum. Vísindaleg rannsókn
veruleikans í kringum okkur er alls ekki
hlutlaus skoðun, þar eð vísindamenn þurfa
á ýmsum vitundarfyrirbærum að halda við
hana. Því má segja með nokkrum sánni,
eins og Kant gerði á átjándu öld, að slík
Á siðfræði erindi
yið vísindamenn?
Um bókina SIÐFRÆÐI VÍSINDA eftir dr. Arnór Hannibalsson
Enginn vafi er á því, að dr. Amór Hannibals-
son, heimspekidósent í Háskóla íslands, er
afkastamesti heimspekingur okkar íslendinga.
Síðustu tólf mánuðina hefur hann gefið út
hvorki meira né minna en fimm heimspekirit.
EFTIR HANNES H.
GISSURARSON
En magn jafngildir ekki alltaf gæðum. Sem
betur fer er Arnór einnig einn ágætasti
heimspekingur okkar. Hann skrifar af
víðtækri þekkingu og djúpri siðferðilegri
alvöru um þær mörgu og miklu rúnir lífsins,
sem mannsandinn hefur reynt að ráða
síðustu tvö þúsund árin. Hér hyggst ég
gera nýtt og athyglisvert rit hans, Siðfræði
vísinda, að umtalsefni, en síðar í þessum
greinaflokki sný ég mér að öðru heimspeki-
riti eftir hann, Rótum þekkingar.
Náttúrustefna Og
Skynsemisstefna
í upphafi ritsins gerir Amór Hannibalsson
greinarmun á tveimur ólíkum hugmyndum
heimspekinga um samband manns og nátt-
úru eða vitundar og veruleika. Önnur er
„natúralismi“. Amór íslenskar orðið að vísu
ekki, en mér fínnst eðlilegt að kalla þess
kenningu „náttúmhyggju" eða „náttúm-
stefnu". Samkvæmt henni er maðurinn
ekkert annað en hluti náttúmnnar. Tilvera
hans hefst við fæðingu, og henni lýkur með
dauða hans. Maðurinn hefur þarflr, sem
hann verður að fullnægja, en til þess verður
hann að ná valdi á umheiminum. Hin skoð-
unin er skynsemisstefna. Samkvæmt henni
er maðurinn í þessum heimi, en ekki allur
af honum. Hann hefur sérstakan eiginleika
umfram öll önnur dýr, hæfileikann til að
skilja gildi og merkingu orða og verka.
Náttúrustefna hefur að sögn Amórs not-
ið mikils fylgis á síðustu öldum, ekki síst
vegna hinnar stórkostlegu framþróunar
náttúmvísindanna. Menn hafa umfram alit
haft áhuga á því, sem er áþreifanlegt, út-
reiknanlegt, mælanlegt, raunvemlegt. Þeir
hafa talið heiminn lúta órofa lögmálum og
mannsskepnuna líkasta haganlegri vél. En
Amór leiðir þau meginrök gegn náttúm-
stefnu, að menn komist ekki af án hugtáka
úr heimi vitundarinnar, þegar þeir reyni að
lýsa staðreyndum, þreifa á þeim eða mæla
þær. „Jafnvel einföld lýsing á einfaldri stað-
t;eynd, t.d. sú lýsing á þeirri staðreynd að
rannsókn sé miklu fremur sköpun vemleik-
ans en skoðun (en skammt er auðvitað frá
þeiiri kenningu Kants yfir í þá kenningu
Hegels og annarra hughyggjumanna, að
vemleikinn í kringum okkur sé í raun og
vem vitundarfyrirbæri).
Staðreyndir Og Gildismat
Eg er sammála Arnóri Hannibalssyni um
það, að fmmstæð náttúrustefna stenst ekki.
Reynsla okkar mótast ekki síður af vitund-
inni en vitund okkar af reynslunni. Ég held
hins vegar, án þess að ég geti rökstutt það
í stuttri grein (enda kem ég að því síðar í
þesum greinaflokki), að gagnrýnin reynslu-
hyggja Karls R. Poppers kunni að bjarga
okkur úr ýmsum ógöngum. Og ólíkt Amóri
tek ég undir það með þeim Hume og Max
Weber, að við getum ekki sótt verðmæti
okkar í vísindin. Vísindin em hlutlaus um
verðmæti. Við getum ekki leitt gildismat
okkar af staðreyndum. En hvað hefur Arn-
ór fyrir sér í andófi sínu gegn hinni hefð-
bundnu hlutleysiskenningu um vísindin?
Hann tekur hugtakið morð til dæmis. Þegar
við notum það um líflát, en ekki hugtök
eins og aftöku eða manndráp, emm við að
lýsa staðreyndum, en við emm um leið að
láta í Ijós gildismat. Við emm að segja, að
þetta líflát hafí verið óréttlætanlegt. Lýsing
okkar er um leið kenning. Arnór bendir
ennfremur á, að vísindamenn láta í ljós gild-
ismat, þegar þeir velja sér rannsóknarefni,
og að rannsóknir vísindamanna geta haft
óæskilegar ekki síður en æskilegar afleið-
ingar.
Arnór hefur að mínum dómi rétt fyrir sér
um margt. Til þess em margar ástæður,
að vísindi og siðferði koma hvort öðm við.
Vísindamenn verða í fyrsta lagi að leita
sannlcikans, ella em þeir ekki raunvemleg-
ir vísindamenn. Með öðmm orðum er
sannleiksástin vísindunum eiginleg eða eðl-
islæg dygð. Það er í öðm lagi rétt, sem
Arnór segir, að vísindamenn láta í ljós gildis-
mat með vali rannsóknarefna sinna. En
gera það ekki allir aðrir menn með verkum
sínum, til dæmis iðnjöfrar, íþróttagarpar og
listamenn? Það er í þriðja lagi rétt, sem
Amór heldur fram, að vísindamenn hljóta
að bera einhveija ábyrgð á afleiðingum
gerða sinna. En til þess þurfa þær að vera
gerðir þeirra, en ekki annarra. Sá, sem sel-
ur hníf, ber ekki ábyrgð á því, að kaupandinn
notar hann síðan til þess að drepa fólk. Sá,
sem getur bam í heiminn, ber ekki ábyrgð
á gerðum þess, eftir að það hefur náð full-
orðinsaldri. Er einhver eðlismunur á seljenda
hnífsins og föður barnsins annars vegar og
vísindamanninum, sem smíðar kjarnorku-
sprengju fyrir ríkisstjórn sína, hins vegar?
Þótt vísindi séu hlutlaus í þeim skilningi,
að við getum ekki sótt í þau siðferðilega
leiðsögn, þurfum við vissulega að taka tillit
til vísindanna í vali okkar um siðferðileg
verðmæti. Vísindi geta sagt okkur, hvað er
ekki rétt, þótt þau geti ekki sagt okkur,
hvað er rétt. Við getum notað vísindalega
þekkingu til þess að afsanna siðferðileg
boðorð (til dæmis það, að nauðsynlegt sé
að brenna galdranornir á báli), þótt við
getum ekki notað hana til þess að sanna
nein slík boðorð. Vísindin eiga því að mínum
dómi erindi við siðfræðina og siðfræðin á
svo sannarlega líka erindi við vísindin.
TVÆR ATHUGASEMDIR
Koma má þeim orðum að athugasemd
minni við kenningu Arnórs Hannibalssonar
um staðreyndir og gildismat, að vísindin séu
hlutlaus um verðmæti, þótt þau séu ekki
siðlaus. En ég hlýt að koma tveimur öðrum
skyldum athugasemdum á framfæri. Arnór
segir (bls. 64), að „vísindamenn, sem halda
sig fast við hlutleysiskenninguna, geta lent
í því að bera ábyrgð (hvort sem þeim er
ljúft eða leitt) á afleiðingum verka sinna,
og þær afleiðingar eru ekki alltaf eða endi-
lega góðar.“ Hér held ég, að Arnór hefði
átt að gera greinarmun á fyrirsjáanlegum
og ófyrirsjáanlegum afleiðingum verka okk-
ar. Hvernig getum við borð ábyrgð á þeim
afleiðingum verka okkar, sem eru ófyrirsjá-
anlegar? Og stundum þurfum við reyndar
ekki að bera fulla ábyrgð á fyrirsjáanlegum
afleiðingum verka okkar. Læknir, sem tekur
öndunarvél úr sambandi af einhveijum
ástæðum, ber að mínum dómi ekki alltaf
ábyrgð á fyrirsjáanlegum dauða sjúklings-
ins. Þótt honum beri eins og öðmm borg-
urum skylda til að drepa ekki sjúkling og
þótt honum beri starfs síns vegna skylda
til að reyna að lækna meinsemdir hans eða
lina þjáningar hans, ber honum ekki alltaf
skylda til að halda sjúklingnum beinlínis á
lífi.
Hin athugasemdin er við eftirfarandi
ummæli Arnórs (bls. 75) um þróunarsið-
fræði (en dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor
aðhylltist eitt afbrigði hennar): „Geta má
þeirrar siðfræði, sem hvílir á þróunarkenn-
ingu Darwins. Hún segir það náttúrulögmál,
að hinir hæfustu lifa af. Þá er líka rétt að
drepa veikburða og afbrigðilega einstakl-
inga. Ekki finnst okkur þær ályktanir af
siðfræðilegum natúralisma aðlaðandi.“
Þessi rökfærsla Arnórs er alls ekki, sýnist
mér, nægilega nákvæm. Segjum sem svo,
að þróunar-siðfræði boði, að hinir hæfustu
eigi að lifa af. Af því leiðir ekki, að við eig-
um að drepa hina óhæfustu (enda værum
við með því að trufla úrval sjálfrar náttúr-
unnar), heldur að við eigum að stilla okkur
um að hlynna að þeim eða halda þeim á
lífi. Slík þróunar-siðfræði leggur okkur á
herðar taumhalds- fremur en verknaðar-
skyldu.
TÚLKUN, PRÓFUN
OGTÆKNIHYGGJA
Ég skal játa, að ég er sjálfur staddur
einhvers staðar á milli þeirrar náttúrustefnu
og þeirrar skynsemisstefnu, sem Arnór
Hannibalsson lýsir í riti sínu, sennilega þó
nær náttúrustefnunni. Báðar eru einhæfar
og ófullnægjandi. Við komumst ekki af án
þeirrar vitundar, sem skynsemisstefnumenn
fjölyrða um, en við þurfum líka að taka
mið af þeim veruleika, sem náttúrustefnu-
menn einblína á.
Skynsemisstefnumenn leggja herslu á
túlkun: orð og verk okkar hafa merkingu,
sem við skiljum ekki nema við kunnum að
lifa með öðru fólki. Náttúrustefnumenn
leggja hins vegar áherslu á prófun: orð
okkar segja eitthvað um veruleikann í kring-
um okkur, og við verðum að reyna að ganga
úr skugga um sannleiksgildi þeirra. Hvort
tveggja er rétt, og við getum án hvorugs
verið. Við getum ekki látið okkur nægja að
tala hver við annan og reyna að túlka orð
og verk hver annars: við verðum líka að
reyna með visindalegum rannsóknum að
leysa úr ágreiningi um ólíkar túlkanir og
nálgast með því sannleikann.
Um það er ég þó hjartanlega sammála
Arnóri, að andlaus tæknihyggja tuttugustu
aldar er stórhættuleg lifandi menningu. Það
varðar ekki mestu í lífinu, hvað við höfum
af fróðleik eða peningum í einhverri skjóðu,
heldur hvað við erum eða viljum verða. Það
skiptir ekki aðeins máli að reikna út greið-
færustu leiðirnar að settum markmiðum,
heldur líka að gagnrýna þau og uppgötva