Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Síða 5
ný markmið, ný verðmæti, ný gildi. Þegar
einstaklingurinn verður allur mælanlegur
og útreiknanlegur, hættir hann að vera
maður. Þegar einstaklingurinn missir sjónar
á þeirri sögu, sem hann á að baki, og þeim
sið, sem hann hefur alist upp við, glatar
hann eðli sínu.
VÍSINDISEM FRJÁLS
Samkeppni Hugmynda
Amór Hannibalsson víkur lauslega á ein-
um stað að þeirri hugmynd Poppers, að
frelsi sé skilyrði framþróunar í vísindum.
Ég hefði kosið, að hann hefði sagt meira
um þetta mikla mál í bók sinni. Vísindaspek-
ingar hljóta að láta sig varða þá spumingu,
við hvaða skilyrði vísindaleg þekking geti
vaxið og dafnað. Lýsenkó-málið, sem Arnór
nefnir, er gott dæmi. Trófim D. Lýsenkó
var rússneskur búfræðingur og vinur
Stalíns. Hann hafnaði allri erfðafræði nú-
tímans, þar sem hún stangaðist á við
kenningar þeirra Marx og Engels. Hann
fékk því ráðið, að margir helstu vísinda-
menn Ráðstjórnarríkjanna vom sendir í
fangabúðir, þar sem lífið var murkað úr
þeim. Svo sem nærri má geta, stöðvaðist
öll framþróun í erfðafræði í Ráðstjórnarríkj-
unum við þetta. Það, sem við getum lært
af máli Lýsenkós, er, að við komumst ekki
nær sannleikanum með neinu valdboði, held-
ur aðeins með fijálsri samkeppni hugmynda.
Ef einhver sérstök siðferðileg skylda
hvílir á herðum vísindamanna sem vísinda-
manna (en ekki aðeins sem venjulegra
borgara), þá er hún að veija hina fijálsu
samkeppni hugmynda fyrir valdsmönnum
og þjónum þeirra. Það hefði ekki spillt fyr-
ir þessari bók, hefði Arnór rætt um hinar
athyglisverðu kenningar Ólafs Björnssonar
prófessors í ritgerðasafninu Einstaklings-
frelsi og hagskipulagi frá 1982. Ólafur
skýrir í einni ritgerðinni þá ákvörðun sína
að gefa kost á sér til Alþingis árið 1956,
en þar sat hann síðan sem kunnugt er til
1971. Hann bendir á, að vísindamenn geti
ekki búist við að finna sannleikann í stjórn-
málabaráttunni. En stjórnmál komi þeim
hins vegar við, þar sem þeir geti aðeins sinnt
sannleiksleit vísindanna við tiltekin skilyrði,
einkum við víðtæka dreifingu valdsins,
þannig að vísindamenn séu ekki háðir nein-
um einum aðila um afkomu sína. I annarri
ritgerð færir Ólafur rök fyrir því, að í lönd-
um, þar sem áætlunarbúskapur sé rekinn,
hljóti valdsmenn að reyna að virkja vísinda-
menn og listamenn í þágu áætlana sinna.
SambandÞekk-
ingaröflunarOg
Annarra Markmiða
Ég sakna þess einnig, að Arnór ræðir
ekki um, hvernig við eigum að gera skyn-
samlega upp á milli þekkingaröflunar
vísindanna og annarra markmiða, sem
keppa um hin knöppu gæði okkar. Því meira
fé, sem við látum af hendi rakna til vísinda-
legra rannsókna, því minna fé getur auðvit-
að runnið til ýmissa annarra verðugra
verkefna, til dæmis listsköpunar, heilsu-
gæslu, samgöngubóta og umhverfisverndar.
Hvar eigum við að draga mörkin? Á ríkið
að styðja vísindarannsóknir með fjárfram-
lögum? Eða á það að leyfa einstaklingunum
úti í þjóðlífinu að velja um það, hvar þeir
telja krónunum sínum best varið? Margir
bestu háskóla Bandaríkjanna eru einkaskól-
ar, til dæmis Chicago-háskóli. Er beint
hlutfall á milli fjárframlaga til vísindalegra
rannsókna og vaxtar vísindalegrar þekking-
ar? Eða hefur hækkun fjárframlaga í för
með sér aukningu magns fremur en aukn-
ingu gæða? Þeir Galíleo Galilei, ísak Newton
og Albert Einstein voru ekki kostaðir af
almannafé, heldur reknir áfram af
óslökkvandi fróðleiksþorsta. Þeir höfðu köll-
un, og sú köllun var ekki háð íjárveitingum
ríkisins (þótt ég vilji síður en svo gera lítið
úr þeim árangri, sem vísindamenn í ríkis-
stofnunum hafa náð).
SlÐFRÆÐI Á ERINDI
ViðVísindamenn
Raunverulegir vísindamenn eru þeir, sem
hafa köllun til þess að leita sannleikans.
Þeir stunda vísindi vísindanna vegna, en
ekki vegna fastra mánaðarlauna, notagildis
eða einhvers annars, eins og breski efna-
fræðingurinn Michael Polany segir, en hann
hefur ásamt Popper skrifað margt skynsam-
legt um samband sannleiksleitar, stjórnmála
og vísinda. En Arnór Hannibalsson sýnir
fram á það í bók sinni, að siðfræði á erindi
við vísindamenn ekki síður en aðra. Hann
gerist í henni talsmaður hins vestræna húm-
anisma, sem horfir um öxl með hæfilegri
virðingu fyrir forfeðrum okkar, en þorir líka
að líta fram af fullri dirfsku.
Stanford, Kaliforníu, í ágústlok 1986.
Hef takmarkaðan
áhuga á leik-
föngum 20. aldar
að eru margir sem þekkja kennarann og fræði-
manninn Teit Benediktsson, því nemendahóp-
urinn gegnum tíðina er orðinn stór, Öllum sem
til þekkja ber saman um hversu afburða góð-
ur kennari hann er.
Teitur Benediktsson
menntaskólakennari er
um þessar mundir að
semja þýzk-íslenzka
orðabók, sem er geysilegt
verk og byrjað var á
1959. Teitur er mikill
tungumálagarpur, hefur
kennt latínu, þýzku,
ítölsku og frönsku — en
af öllum þessum málum
hefur hann mestar mæt-
ur á latínunni
EFTIR
ELLÝ VILHJÁLMS
Þessi hlédrægi, nánast feimni maðurgjör-
breytist þegar hann stendur fyrir framan
stóru, svörtu töfluna andspænis nemendum
sínum. Það geislar af honum viskan, og
krafturinn í kennslunni er hreint ótrúlegur.
Stundum verður hann æstur, sérstaklega
þegar hann bendir nemendum á einhveija
regin firruna — eitthvað sem alls ekki má
segja, eigi t.d. málfræðin að standast. En
svo getur hann allt eins verið engilblíður —
sérstaklega þegar hann fer með eitthvað
sem honum finnst fallega sagt í fræðunum,
fallegan hljóm í orði og sitthvað annað sem
hann bendir nemendum á. Þá brosir allt
andlitið og hann hefur textann yfir af sinni
alkunnu snilld, þýðum rómi og framburður-
inn er fullkominn. Hann hefur þann sér-
stæða hæfileika að geta kennt fólki á þann
hátt að námið verður skemmtilegt, hann
hrífur nemendur með sér. Svona minnist
ég Teits Benediktssonar.
Hann féllst á að ræða ögn við mig á
dögunum þó að hann sé ákaflega lítið fyrir
að hafa sig í frammi.
„Ég er fæddur í Nefsholti í Holtahreppi,
Rangárvallasýslu, þar sem foreldrar mínir
bjuggu, þau Ingibjörg Guðnadóttir sem er
látin, og Benedikt Guðjónsson sem nú stend-
ur á níræðu. Ég býst við að ég hafi verið
alinn upp eins og þá var siður til sveita,
börn voru látin ganga til vinnu þegar þau
höfðu aldur til, og svo var um mig. En ég
varð snemma bókhneigður.
Og ég var staðráðinn í að læra og komast
í skóla. Ég var fimmtán ára gamaU þegar
ég fór í nám til séra Ragnars Ofeigssonar
í Fellsmúla. Séra Ragnar var afar vel að sér
í tungumálum og átti mikið og gott bóka-
safn, eða það fannst mér, sveitadrengnum.
Hann hafði menntaskóla því hann kenndi
allar greinar til stúdentsprófs. Þessi maður
var í einu orði sagt afburða kennari og
vakti mikinn áhuga hjá mér, sérstaklega á
tungumálum.
Frá séra Ragnari lá leiðin til Laugarvatns
og þar var ég öðru hvoru allt til ársins
1952 þegar ég tók stúdentspróf. Reyndar
var ég ekki nema að takmörkuðu leyti í
skólanum, því að ég sá um bú föður míns
á þeim árum og las stundum utan skóla."
Teitur, nú man ég frá fyrri tíð að þú
varst „dúx“ á Laugarvatni og tilheyrðir
„ofvitunum“ sem við hin bárum lotning-
arkennda virðingu fyrir. Varstu „dúx“ á
stúdentsprófi?
„Nei, ekki var ég það nú. Ef ég man
rétt varð stúlka að nafni Sigrún Ámadóttir
„dúx“, en ég kom næst á eftir henni. Og í
raun og veru var ég utan skóla. Málum var
þannig háttað í þá daga, að við vorum sex
sem héldum frá Laugarvatni suður til
Reykjavíkur og tókum stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík, því að raun-
verulegur menntaskóli var ekki stofnaður á
Laugarvatni fyrr en árið 1953.“
En hvað skyldi Teiti, þessum afburða
námsmanni, hafa þótt áhugaverðast á
námsárunum á Laugarvatni?
„Ég hafði gaman af öllum greinum,
stærðfræði jafnt sem öðrum. Og þó svo að
ég hafi nær eingöngu snúið mér að tungu-
málum, er ég helst á því að stærðfræðin
hefði orðið fyrir valinu ef hún hefði staðið
til boða, en á Laugarvatni var engin stærð
fræðideild, þannig að valkostir voru fáir.“
Varstu með ákveðnar hugmyndir um
framhaldsnám að loknu stúdentsprófi?
Nei, það hafði ég ekki, engar sérstakar
það ég man. En svo var það fyrir tilviljun
að ég varð kennari á Laugarvatni strax
Te.'tur Benediktsson „Sá hefur lifað vel,
seni hefur falið sig vel“
eftir stúdentspróf. Sveinn Pálsson varð veik-
ur og ég var fenginn til að kenna latínu í
hans stað einn vetur. Sá tími varð mér
ómetanleg reynsla, því ég fann svo glöggt,
að ég gat vel hugsað mér að verða kenn-
ari. Mér féll það starf strax vel í geð. Seinna
meir varð ég dálítið undrandi með sjálfum
mér á því að mér skyldi treyst til að gegna
þessu ábyrgðarstarfi. Ég var þarna að kenna
jafnöldrum mínurn."
Þegar Teitur riíjar upp þessa frumraun
sína í kennslunni verður hann fjarrænn á
svipinn og auðsætt að hann minnist spaugi-
legra atvika, því hann brosir. Samt vill hann
ekki tala meira um þennan vetur að sinni,
telur það ekki heppilegt. í sannleika er hann
undrandi á því að hann skyldi hafa tekist
á við þetta erfiða viðfangsefni fyrir rúmum
þijátíu árum og sigrast á því. En ég er
ekkert undrandi, því ég þekki af eigin
reynslu að Teitur er fæddur kennari.
En hvert hélt nú Teitur eftir latínu-
kennsluna á Laugarvatni?
„Þá hélt ég til Austurríkis og stundaði
háskólanám bæði í Vín og Graz, þar sem
ég lærði aðallega þýsku og latínu, en að
auki heimspeki.
Það er nokkuð merkilegt að segja frá
því, nú þegar léleg laun kennara eru ofar-
lega á baugi, að eftir þennan eina vetur
minn við kennslu á Laugarvatni átti ég
nægilegt fé til tveggja vetra dvalar í Aust-
urríki. Að vísu hafði ég verið afar sparsamur
og nýtinn og hélt vel utan um fjármuni.
En svo verður einnig að hafa í huga að þá
var Austurríki miklu „ódýrara" land en það
er nú og gengi íslensku krónunnar svo hátt
skrifað, þannig að samanburður er óraun-
hæfur núna.“
Teitur hefur á orði að það hafi verið
mikið stökk fyrir sig að koma nánast beiní
úr sveitinni til stórborgarinnar Vínar, því
að í Reykjavík hafði hann eiginlega ekkert
dvalið. En hugur hans var opinn og fijór
og kennarar afbragðs góðir þar sem hann
stundaði nám og því var ekki að sökum að
spytja. Teitur varð brátt altalandi á þýsku.
Hann viðurkennir einnig að heimspekin
hafi verið ofarlega á blaði hjá sér á þessum
árum því dijúgur tími hafi farið í að velta
fyrir sér spurningum sem erfitt er að finna
svör við, en það er einkenni heimspekinga
að margra dómi. Og áfram heldur Teitur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. SEPTEMBER 1986