Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Side 8
Úr listasafni Landsbanka fslands nokkrar freskur um sjósókn og fiskverkun, — sennilega til jafnvægis við sveitalífsmynd- ir Jóns. Það var hinsvegar hrapallega slæmur staður, sem Kjarval var valinn, og hafa myndir hans, svo frábærar sem þær eru þó, , mestan part farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem erindi eiga í bankann. Um þessi myndverk verður fjallað síðar, þar sem ekki eru möguleikar á litprentun í bili til ■ viðbótar við það sem rúmast hér. Nokkuð hefðbundið er í stofnunum og I stórfyrirtækjum, að röð mannamynda sé í ; fundarsal; venjulega af stjómarformönnum, forstjórum og í bönkunum af bankastjómm. r Landsbankinn á að sjálfsögðu mörg slík verk, flest mjög hefðbundin í þá vem, að [ maðurinn situr í stól og það er máluð af honum bijóstmynd, þar sem hendumar sjást í einnig. Myndin af Bimi Kristjánssyni, sem f áður er á minnzt, er kannski merkust í þessari röð, en fleiri ágæt portret er þar að sjá, — til dæmis myndina, sem hér er prentuð eftir Gunnlaug Blöndal og er af LudvigE. Kaaber bankastjóra, 1878—1941. Þessi Blöndalsmynd er framúrskarandi og r einnig mynd Sigurðar Sigurðssonar af Emil Jónssyni ráðherra og bankastjóra. Af stórverkum, sem ber fyrir augu í af- ' greiðslusölum bankans, em sérstaklega ' minnisstæðar abstraktmyndir Jóns Engil- berts í Múlaútibúi og í útibúinu á Laugavegi 77. Báðar sýna vel hvílíkur afburða málari Jón Engilberts var; jafnvígur á fígúratífa list og abstrakt. Streitan og hraðinn í nútíma lífi lands- manna er vel túlkuð í stórri mynd Einars Hákonarsonar í Vegamótaútibúinu og ró- semin í skauti náttúmnnar á sama hátt vel Eiríkur Smith: Frá Hellnum, 1981. Finnur Jónsson: Heim úr róðri, 1981. Jón Engilberts: Sól yfir íslandi, 1967. Myndin er í afgreiðslusal á Laugavegi 77. fram reidd í stórri mynd Eiríks Smith í Breiðholtsútibúi. Sú bygging er annars tal- andi tákn um það, hvernig arkitektum tekst nánast að koma í veg fyrir að hægt sé að prýða hús með listaverkum. Þeir Jóhann Ágústsson og Sigurður K. Árnason lögðu á það áherzlu í samtali við Lesbók, að listaverkakaup bankans væm ekki með það fyrir augum, að verkunum væri síðan staflað í geymslur, heldur væri lagt kapp á, að þau væm höfð uppi, þar sem þau geti orðið bæði starfsfólki bankans og viðskiptavinum hans til yndisauka. GS Emil Jónsson, ráðherra og bankastjóri í Landsbankanum '57—'61. Portret eftir Sigurð Sigurðsson. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.