Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Page 10
Uppgötvunarnám
— móttökunám
Mikill styr hefur
staðið á milli
þeirra, sem aðhyll-
ast þessi ólíku
sjónarmið í
kennslufræðum —
Síðari hluti hug-
vekju um orðlist
kennslufræði og
fagmennsku
KENN slubálkur
EFTIR KRISTJÁN
KRISTJÁNSSON
Kennarar hafa löngum
brotið heilann um það
hvaða aðferðir séu
giftudrýgstar við að
koma námsefni til skila;
og er það mjög að von-
um. Að vita hveiju á að
miðla er ekki sama og að vita hvernig á
að miðla því — eins og dæmin sanna.
Nú er þar til að taka að enginn endir er
á ölium þeim greinum og fræðiritum sem
samin hafa verið um kennslufræðileg efni
á 20. öld. Er ekki laust við að mörgum
hijósi hugur við því ofurmagni, sérstaklega
ef leitað er skýrra og afdráttarlausra niður-
staðna. Kennsiu- og uppeldisfræðingum er
að jafnaði annað betur gcfíð en tæpitungu-
leysið.
Þrátt fyrir alit mun fáum dyljast að höfuð-
styr þessara fræða hefur síðustu áratugi
staðið milli fulltrúa tveggja ólíkra sjónar-
miða, þeirra er boðað hafa „framsækið"
uppgötvunarnám og hinna er haldið hafa
tryggð við „gamaldags" móttökunám.
Réttara væri kannski að tala um ofsókn en
styr, svo mjög hafa „móttökusinnarnir" átt
í vök að veijast í þessum átökum, eins og
tíðum vill henda þá er vaða andstreymis í
tísku tímans.
Það yrði mér ofviða að rekja hér sögu
þessara átaka eða fara nákvæmlega í saum-
ana á öllum þeim margháttuðu rcikum sem
Jeremy Bruner og aðrir málsvarar upp-
götvunarnámsins hafa haft á ptjónum gegn
„ Skyldi ekki fagmennska kennara
byggjast á hinum einföldu
sannindum um þekkingu f sinni
eigin kennslugrein, ásamtog
með dálitlu afnatni, eldmóði og
þeirri hversdagslegu sá/fræði er
ekki verður numin aflestri
fræðibóka?“
eldri kennsluaðferðum. Slíkt ætti enda að
vera óþarfi; allir hafa kennt margháttuð för
þeirra í skólakerfinu undanfarin ár, ef ekki
hjá sjálfum sér þá bömum sínum eða barna-
börnum. Þungamiðjan var auðvitað að
byggja út hinu þurra staðreyndaþvögli og
ítroðslu, þeirri dauðu heilafylli er menn inn-
byrtu hugsunarlaust og jórtruðu á fram að
prófdegi en síðan aldrei meir. Þess í stað
skyldi taka upp virkt og veitult starf þar
sem nemendur sæktu í fróðleiksbrunna það
sem þá vanhagaði um — að eigin frum-
kvæði. Aðeins slíkt nám skilaði varanlegum
árangri. Um þessa þungamiðju hverfðust
svo ýmsar sálfræðilegar kenningar, t.a.m.
í þá veru að við slík umskipti yrði eðlis-
breyting á áhugahvöt nemandans, hún yrði
ekki lengur aðkvæm (von um umbun á
prófi) heldur sjálfkvæm (áhugi á nárhsefn-
inu sem markmiði í sjálfu sér).
Er nú ekki að orðlegnja það að þessar
hugmyndir hafa haft gegndarlaus áhrif á
allt nám og kennsluskipan, eins og áður var
á drepið, meira að segja hér á íslandi. Mál-
svararnir hafa líka verið mun aðsópsmeiri
og einbeittari í boðun sinni en maður á að
venjast í þessum fræðum. Liggur nærri að
eldmóður uppgötvunarsinna, andófið gegn
eldri „ítroðsluaðferðum“ og ýmislegt í rök-
um þeirra sjálfra minni á ákafann í
frumheijum vísindabyltingar nýaldar þegar
þeir voru að steypa hinni fornu heimsmynd
og aðferðafræði skólaspekinnar. Þá hét
frumbölið „afleiðsla" og lausnarorðið „að-
leiðsla", nú „ítroðsla“ og „uppgötvun"; í
raun tvær hverfur á sama fati. Og hér sak-
ar ekki fremur en endranær að rifja upp
fyrir sér svolitla hugmyndasiigu.
í aðferðafræði raunhyggjunnar, sem tók
við þegar miðaldakreddurnar hiifðu verið
huslaðar, var litið á rannsókn og athugun
sem miðþyngdarpunkt allra vísinda. Ryk-
fiillnum heimspekiskruddum skyldi á glæ
kastað en þess í stað átti vísindamaðurinn
að lesa bók náttúrunnar skýlausum augum,
svelgja í stað staðreyndir hennar og leyfa
þeim að raða sér upp í kenningar og liig-
mál. Þetta voru dýrðardagar hinnar
„bernsku aðleiðsluhyggju" er svo hefur ver-
ið nefnd. En þeir hafa mnnið sitt skeið fyrir
allliingu í hugmyndasiigu Vesturlanda.
Heimspekingar á borð við Karl Popper bentu
á að ekki væru til neinar hrcinar, blákaldar
staðreyndir sem óhjákvæmilega liiðuðu að
sér áivakra rannsakendur. Til lítils er að
setjast á þúfu, með smásjá í annarri hend-
inni, sjiinauka í hinni, og bíða eftir því að
staðreyndirnar skríði fyrir sjónglerið' og
myndi þar skipulega heild. AHar athuganir
eru gerðai- í Ijó'si einhverrar tilgátu, öll
skynjun markast af forskilningi og viðmið-
unum athugandans (sbr. einnig málhátta-
kenninguna hér að framan). Það að
rannsaka hlutina og taka þá hugartökum,
„observation" og „coneeptualization", hlýtur
ævinlega að fylgjast að.10
Og nú er meinið að ég fæ ekki betur séð
en að obbinn af rökum Poppers gegn að-
leiðsluhyggjunni hríni einnig á uppgötvunar-
hugmyndum Bmners í sinni öfgafyllstu
mynd. Það er tilgangslaust að senda nem-
endur út af örkinni tií að uppgötva eitthvað
nema þeir viti nokkurn veginn hvað þeir
eigi að uppgötva; sem þýðir að mikið af
hinu raunvemlega námi verður að hafa átt
sér stað áður en til „uppgötvunarinnar"
kemur. En þá er líka ein af meginforsendum
hreins uppgötvunarnáms brostin, sú að nem-
endur eigi að nálgast hin nýju viðfangsefni
sín með opnum og ósnortnum huga.
Randall Fleckenstein kennslufræðingur
hefur bent mér á að svar uppgötvunarsinna
við þessari ádrepu kunni að velta á því að
hægt sé að innleiða viðfangsefnið með öðr-
um og „meinlausari“ hætti en beinni ítroðslu
staðreynda, t.d. með hinni sókratísku aðferð
þar sem kennarinn laðar fram með spurn-
ingum meðvitaða eða ómeðvitaða þekkingu
nemendans og gerir hann þannig betur úr
garði til að kjást við efnið af eigin ramm-
leik. Þetta verður að íhuga nánar.
Því miður virðast flestir kennslufræðingar
kunna naum skil á hinni sókratísku að-
ferð. Eitt er nú fyrir sig að enn greinir
heimspekinga mjög á um hver sé þáttur
hins sögulega Sókratesar í samræðum Plat-
óns (enda bar gamli maðurinn sjálfur ekki
við að færa orð sín í letur, svo vitað sé) og
hvenær hann sé orðinn að hreinni málpípu
höfundar. Þó em menn allsamhuga um að
hin réttnefnda sókratíska aðferð, sú er hann
beitti sjálfur gegn viðmælendum sínum,
hafi í eðli sínu verið mjiigneikvæð.
Yfirlýst markmið Sókratesar með öllu
vafstri sínu var leit að visku. En eftir að
hafa spuit samborgara sína í Aþenu,
þ. á m. ýmsa sjálfskipaða alvitringa, spjör-
unum úr um hluti sem hann taldi víst að
þeir bæru meira skynbi-agð á en hann sjálf-
ur komst hann að þeirri niðurstiiðu að allir
gengju þeir dijúgt fram í dul. Sérhver þeirra
ofmat eigin þekkingu, vanmat eigin fávísi.
Hinn torræði boðskapur véfréttarinnar í
Delfí, að Sókrates væri manna vitrastur,
hlaut því að merkja að viskumunur Sókrat-
csar og samtíðarmanna hans fælist í því
að hann gcrði sér Ijósa gi-ein fákænsku
smnar en þeir ekki. Þannig snýst þekkingar-
lcit -SókKatesar upp í miskunnarlaust andóf-
gegn oflæti- óg villuriikum þar sém iiann.