Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Qupperneq 11
spyr viðmælendur sína spurninga, kollvarp- ar svörum þeirra, tíðum með „niðursöllun í fáránleika" (reductio ad absurdum) og rekur þá á stampinn. En niðurstaða hinna eldri samræðna er heldur ekki annað en þekking- arlegt ráðleysi, að vísu ekki uppgjöf í þeim skilningi að þekkingarinnar verði ekki aflað heldur viðurkenning þess að vitneskja okkar um efnið sé enn sem komið er í molum. Ef eitthvað er til sem nefna mætti hina sókratísku aðferð þá er þetta hún, ekki hvað síst „niðursöllunin" sem raunar getur verið mjög haglegt rökfræðitæki. Það liggur í augum uppi að þessi aðferð, svo nytsam- leg sem hún kann að vera til að vinna bug á oflæti og fordómum, er vita gagnslaus til að innleiða nýtt efni fyrir nemendur sem undanfara uppgötvunarnáms. Enda er það vísast ekki þetta sem kennslufræðingarnir eiga við með hinni sókratísku aðferð held- ur, þvert á móti, skoðanir er Platón leggur Sókratesi í munn (einkum í yngri samræðun- um) í því skyni að styðja loftbornustu hugmyndir sjálfs sín, s.s. frummyndakenn- inguna og allt það sem henni fylgir. Þannig farast þeim t.a.m. orð Sókratesi og Menóni eftir að Sókrates hefur veitt ýmis rúm- fræðisannindi upp úr ómenntuðum þræl hins síðarnefnda: „Sókrates: Og hann þekkti þó ekki það sem við vorum að tala um, eins og við sögðum rétt áðan. Menón: Satt segirðu. Sókrates: En þessar meiningar hafa þá verið í honum, eða er ekki svo? Menón: Jú. Sókrates: Og nú fyrir skemmstu hafa þó þessar meiningar rifjazt upp fyrir honum eins og í draumi... Fær hann þá ekki þekkinguna á hlut- unum án þes að nokkur kenni honum, heldur einasta spyiji hann, takandi þekkinguna sjálfur hjá sjálfum sér? Menón: Jú. Sókrates: En það, að taka þekking- una í sjálfum sér, er það ekki að rifja upp? Menón: Ojú.“ 11 Á þennan heillandi hátt færir Sókrates, í umboði Platóns, rök að upprifjunarkenn- ingunni, um að öll sönn vitneskja sé uppriijun þekkingar sem sálir manna bjuggu yfír meðan þær byggðu frummyndaheiminn en hefur smám saman skorpnað yfir eftir að þær hófu villuráf sitt í efnisheiminum. Og skyldi það nú ekki einmitt vera þessi platónska aðferð sem kennslufræðingamir eiga við, þ.e.a.s. að hægt sé að draga fram i dagsljósið, með spumingum, þekkingu sem blundar innra með nemendunum? En sé rétt til getið verða þeir um leið að kyngja allri frumspekinni sem að baki býr þótt þeim sé varla mikil aufúsa á því fremur en öðrum, nú á dögum. Á hinum þröngu sviðum þar sem einhvers konar frummyndakenning er enn við lýði, þ.e. í rökvísindum (rökfræði og stærðfræði), kynni að vísu að vera heim- spekilegur kostur á að beita platónsku aðferðinni. En mér segir svo hugur um að hún væri með eindæmum seinvirkt kennslu- tæki. Hins vegar er það ugglaust rétt sem sumir halda fram að rökræður séu almennt vannýttar í skólum.12 En slík aðferð út- heimtir þá að viðmælendurnir hafí lág- marksþekkingu á umræðuefnunum og leysir ekki innleiðslu- eða kynningarvandann. Þessi útvegur, að leggja brú að upp- götvunarnámi með hinni sókratísku aðferð, reynist því í flestum tilvikum ófær með öllu. Og það hlýtur að flögra að mér hvort hreint uppgötvunamám, þar.sem nem- endur vita ekki í byijun, hvar, hvenær, hvernig eða að hverju á að leita, sé ekki helber lokleysa; og hvort uppgötvunarað- ferðin eigi ekki þá og því aðeins rétt á sér að hið eiginlega móttökunám hafí þegar átt sér stað? Við skulum nú staldra í svip við móttöku- námið og þá styðjast einkum við kenningar frægasta boðbera þess nú á dögum, Davids Ausubel, í bókinni Educational Psychology. A Cognitive View (meðhöfundar J.D. Novak og H. Hanesian). Ég hef allt frá því fyrsta verið snokinn fyrir hugmyndum Ausubels, þó ekki væri nema vegna þeirra raka sem lesa má í flestum uppsláttarritum að mót- tökunám, eða merkingarbært nám í skilningi hans, sé hentugasta leiðin til að koma miklu efni til skila á stuttum tíma, þannig að það sitji í nemendum. Þegar ég fór að lesa rit Ausubels sjálfs, sem er raunar hinn mesti doðrantur, komst ég að raun um að röksemdir hans eru mun víðfeðmari og fágaðri en ávæningssagan í uppsláttarritunum gefur til kynna, þótt ekki séu þær öldungis nýstárlegar. Líklega mætti segja um bókina að þótt hið góða þar sé ekki nýtt og hið nýja ekki gott þá sé það góða í henni afar gott! Það sem kom mér mest á óvart, en var mér jafnframt mestur gleðigjafí, er að Ausu- bel styður mál sitt ekki fyrst og fremst hagnýtum rökum heldur heimspekilegum, nánast þeim sömu og ég rakti í orðabálki um samband máls og hugsunar. Vant er að sjá úr hvaða átt heimspekin hefur ratað inn í verk Ausubels. Þó er óneitanlega ljóð- ur á ráði hans að hann virðist ekki hafa lesið frumheimildir; hvergi er t.d. vitnað í Wittgenstein eða Frege þótt allt sé morandi af hugmyndum þeirra. Nægir t.d. að benda á þriskiptinguna á viðföngum merkingar- bærs náms er höfðar beint til „hluta", „hugtaka" og „yrðinga" Freges. 13 Áhrif Wittgensteins eru meiri en svo að þau verði tíunduð hér. Helst má ætla að flest af því sem Ausubel hefur fram að færa sé komið undan tungurótum sporgengla Wittgen- steins í öðrum fræðum, t.d. B.L. Whorfs sem áður hefur verið getið. En ef til vill gildir einu hvaðan gott kemur. Ausubel gerir, sem maklegt er, harða hríð að páfa allra uppeldisfræða, Jean Piag- et (ég minni á afhjúpun Amórs Hannibals- sonar á helstu bábiljum hans í Morgun- blaðinu 19. apríl sl.), og reynir að leiða honum fyrir sjónir að tungumálið gegni lyk- ilhlutverki í hugsanaferlinu. 14 „Foraðgerða- hugsun (óyrt) er eðlisólík aðgerðahugsun (yrtri),“ 15 segir hann m.a. og styðst þá við hugtök Piagets sjálfs. Aukin rökvísi barna helst í hendur við aukna málhæfni; 16 enda er það að koma orðum að hlutunum meira en að festa þægilegt handfang á innri skyn- mynd, það hefur „rík áhrif á eðli og afurðir þeirra vitrænu ferla sem lúta að sköpun nýrra hugtaka og sértækra yrðinga". 17 i Bókin er því miður öll á svona knúsuðu máli. Það er óværa sem heimspekingar eru að mestu lausir við en virðist, af einhveijum ástæðum, skríða á flesta menn í þessum fræðum.) í framhaldinu vitnar Ausubel mjög í skoð- anir G. nokkurrar Hendrix sem virðist hin mesta þvættingsskjóða og meinvættur í kennslufræði. Hún dásamar m.a. hina „orð- lausu vitund" cða „innsæi" sem sé uppistaða allrar þekkingar en orðin aðeins ónauðsyn- legt ívaf. 18 Ausubel á sem von er ekki í miklum erfiðleikum með að draga á hana snarvölinn. Og hann gengur beint til verks er hann staðhæfír: „Gamla heimspekigrillan að orðin „endurspegli aðeins hugsunina" eða „ljái henni ígangsklæði" er dásamlega skáld- leg en hefur litla sálfræðilega þýðingu eða skýringargildi nú á dögum." 19 Ausubel gerir það bersýnilega ljóst að hann er ekki að plægja neinn nýjan akur — og er það vel. Hann bendir síðan á það á mjög sann- færandi hátt að vanmat á gildi málsins fyrir hugsunina sé helsta ástæðan fyrir rangtúlk- un manna á móttökunámi sem einberri ítroðslu og þululærdómi — eftiröpun í stað sköpunar. Þessu fer raunar víðsfjarri heldur er eiginlegt merkingarbært nám „virk fram- vinda sem útheimtir 1) aðlögun að vitrænu ferli einstaklingsins, 2) uppgjör við hug- myndir sem þegar eru til staðar og 3) umorðun námsefnisins til samræmis við hinn sérstaka bakgrunn og orðaforða nemans. 20 Helsta kennslutækið sem getur stuðlað að og flýtt fyrir þessari framvindu er ein- mitt hugbrúin sem Ausubel er hvað þekktastur fyrir. 21 Öll þessi lýsing Ausubels liggur raunar í augum uppi ef við minnumst þess hvemig athugun og hugartök eru eitt samhæft ferli, en ekki tvö aðskilin, og hversu gríðar- lega mikilvægt það er að nemandinn geti lagað námsefnið að sínu eigin tungutaki. Slíkt þekkja allir kennarar af eigin raun. Ausubel telur síðan upp 12 meinlokur uppgötvunarsinna, m.a. þær að öll sönn þekking sé uppgötvun manns sjálfs, að merking sé afurð skapandi en óyrtra upp- götvunaraðgerða, að þjálfun í vísindalegri aðferðafræði sé mikilvægari heldur en kunn- átta í afmörkuðum fögum, að uppgötvun sé frumaflvaki sjálfkvæms áhuga, o.s.frv. 22 Varðandi síðasta atriðið staðhæfir Ausu- bel að því fari svo víðs fjarri að nauðsynlegt samband sé milli uppgötvunaraðgerða og sjálfkvæms áhuga annars vegar, móttöku- náms og aðkvæms áhuga hins vegar, að þessu sé beinlínis þveröfugt farið. 23 Hann leyfir sér m.a.s. að vera svolítið kvikindisleg- ur: „Áhugalaus nemandi, sem tínir í sarpinn gögn og túlkar þau, leggur ekkert meira af mörkum andlega en áhugalaus nemandi sem situr undir fyrirlestri. Það að safna að sér gögnum og dútla við að gera töflur, kort og línurit, eða eitthvað álíka, er einn af blórabögglum nemenda sem vilja látast hafa „mikið fyrir stafni" þrátt fyrir að sára- lítið merkingarbært nám eigi sér stað."24 Ekki er tóm til að tíunda rök Ausubels gerr á þessum blöðum en það fer vart fram- hjá athugulum lesanda að þau innibinda aðeins í kennslufræðilegum fullnaði það sem málháttakenningin bar einfaldan vísi til. Málflutningur „móttökusinna" virðist því eiga rætur í fijóum jarðvegi heimspekilegr- ar hefðar á meðan kenningar Bruners og félaga hrökkva í sundur eins og fífukveikur sé við þeim blakað. En eru þær nokkuð verri fyrir vikið? Við þekkjum dæmi þess úr mannlífinu að hinn heimspekilegi sann- leikur geti á vissu stigi verið verri en lygi. Þannig fór fyrst að nást verulegur árangur í baráttunni við ofdrykkju meðal íslendinga þegar þessu heimspekilega skólabókardæmi mannlegs breyskleika var breytt í sómasam- legan sjúkdóm á einni nóttu, með tilheyrandi verkunum. Gætu ekki sömu rök átt við um uppgötvunarnámið, þ.e. að starfræn (pragmatísk) réttlæting þess yfirskyggi hina fræðilegu örbirgð? Því er vandsvarað. En ég minni á að það var mjög jafnsnemma á íslandi að hinar nýju kennsluaðferðir tóku að ryðja sér til rúms og kunnáttu barna og unglinga í einföldustu staðreyndaatriðum hrakaði. Lærdómurinn virtist aukast í öfugu hlutfalli við lengd skólatíma og -skyldu. Mikið vildi ég geta sýnt lesendum niður- stöður úr skyndikönnun sem félagi minn, Jónas Helgason jarð- og landafræðikennari í MA, gerði á staðháttaþekkingu nemenda í 1. bekk. Þar voru þeir beðnir að merkja inn á útlínukort af Islandi nokkra þekkta staði: kauptún, jökla og fírði. Og þetta hálf- fullorðna fólk var ekki betur heima en svo að kauptún tóku iðulega á rás milli lands- hluta, jöklar prýddu lágsveitir og fírðir skiptu um átt. Einhveijir létu þess þó getið að þeir væru betur að sér í ættbálkaskipan í Tansaníu en landsháttum hér, enda unnið umfangsmikil verkefni um hana í samfélags- fræðinni í grunnskólanum heima. Það er vitaskuld ekki ónýt mótbára gegn emjan móttökuskóla um yfirgripsmikla van- ækkingu eða heimspekinga um vanburða aðferðafræði að nemendur hafí þó a.m.k. haft brot af þjóðmenningu Tansaníu upp úr uppgötvunarkrafsinu. 3. Fagbálkur Ég vék að því í upphafsorðum að á undan- gengnum misserum hefði mönnum m.a. orðið tíðrætt um eðli og þýðingu kennara- starfsins. í allri þeirri umræðu hafa þær raddir mátt sín mikils er kallað hafa á endur- mat og nýsköpun kennslunnar sem fags og talið það eitt geta orðið kennurum til bjarg- ar að þeir temdu sér aukna fagmennsku og „fagvitund". 25 Á sama tíma hefur rifj- ast upp hið gamla misklíðarefni hvort fremur beri að líta á kennslustarfíð sem fag eða list; og leggja menn sem fyrr allmisjafnt til. Ég hef ekki getað varist því í öllum þess- um bægslagangi að láta hugann hvarfla nærfellt 2400 ár aftur í tímann þegar Sókr- ates deildi hvað harðast á götum Aþenu- borgar við sófistana, lýðfræðara þeirrar tíðar, um hliðstætt efni. Grípum niður í umræðu Sókratesar og sófístans Gorgíasar um eðli mælskulistarinnar: “Sókrates: ... Þú kveðst kunna mælskulist og einnig geta gert aðra að mælskumönnum. Hvert er við- fangsefni mælskulistarinnar? Vefn- aðarlistin, til dæmis, fæst við fatagerð, eða hvað? Gorgías: Já. Sókrates: Og tónlistin við að búa til sönglög? Gorgías: Já. Sókrates: ... En komdu þá og svarðu mér á sama hátt um mælsku- iistina: við hvað fæst hún? Gorgías: Orð. Sókrates: Hvers konar orð, Gorgías? Áttu við orð af því tagi sem skýra fyrir sjúklingum hvaða lífshættir veiti þeim heilsuna aftur? Gorgías: Nei. Sókrates: Mælskulistin fæst þá ekki við hvers konar orð? Gorgías: Nei, reyndar ekki. Sókrates: En samt sem áður gerir hún menn orðfima? Gorgías: Já. Sókrates: Og hún kennir þeim þá líka að skilja það sem þeir eru leiknir í að tala um? Gorgías: Vitaskuld. Sókrates: En læknislistin, sem við minntumst á, gerir hún menn leikna í að skilja og tala um sjúklinga? Gorgías: Óhjákvæmilega. Sókrates: Svo virðist sem læknislist- in fáist þá líka við orð. Gorgías: Já. Sókrates: Orð um sjúkdóma? Gorgías: Vissulega. Sókrates: Og fæst þá líkamsræktin ekki við orð um heilsu og vanheilsu líkamans? Gorgías: Jú, einmitt. Sókrates: Og það sem meira er, Gorgías, svona er þetta líka um allar aðrar listir: sérhver þeirra fæst við orð um þau efni, sem eru vettvangur hverrar um sig. Gorgías: Svo virðist." 26 Að breyttu breytanda, t.d. með því að setja „kennslu" í stað „mælskulistar" og „kennara" í stað „mælskumanns", uggir mig að orð Sókratesar gætu reynst harla staðgott innlegg í þetta fagmennskukarp. Honum var þó að því leyti óhægara um vik en okkur að gríska orðið „techné" (þýtt í Gorgíasi sem ,,list“) tekur jafnt til með- fæddra hæfileika (s.s. þefvísi), siðferðisefna (s.s. réttvísi), velsæmisatriða (s.s. háttvísi) og lærðra starfa (á borð við skósmíðaiðn). En niðurstaða Sókratesar um allar þessar ólíku tegundir lista er einhlít: „sérhver þeirra fæst við orð um þau efni, sem eru vettvang- ur hverrar um sig.“ Og honum hefði vísast þótt sú staðhæfíng fagmennskudýrkend- anna nú til dags fráleit að tilverurök kennslufræðinnar byggðust á einhveijum sérorðaforða sem væri röklega óháður kennsluefninu sjálfu. Hins vegar hefði hann ugglaust lagt rika áherslu á að kennarinn kynni sitt fag — en í allt öðrum skilningi, nefnilega þeim sama og dr. Frederick S. Haydon sagnfræðingur fékk ákúrur fyrir að stumra upp við uppeldisfræðinginn í kennsluréttindanámi sínu í Bandaríkjunum sem svari við spumingunni hver væri höfuð- kostur góðs kennara. „Rétta" svarið var að það væri röddin! 27 Já, skyldi ekki fagmennska kennara byggjast á hinum einföldu sannindum um þekkingu í sinni eigin kennslugrein, ásamt og með dáiitlu af natni, eldmóði og þeirri hversdagslegu sálfræði er ekki verður num- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. SEPTEMBER 1986 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.