Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Side 12
in af lestri fræðibóka? Sjálfsagt spillir það þó ekki miklu að kenna mönnum einhverja sálfræði. Meðan heimilið var ennþá skjól og kirkjan vé einstaklingsins fór „sálusorg- un“ fram innan þeirra veggja; og á heimilun- um lærðu menn sjálfkrafa einföldustu umgengnisvenjur, m.a. gagnvart sjúkum og sorgmæddum. En eftir að þau urðu sú alls- heijar skiptistöð, sem hvergi er betur lýst en í Stundarfriði Guðmundar Steinssonar, er ég ekki frá því að einhvers lags kennsla í sambúðarháttum og mannþekkingu verði að flytjast inn í skólana, þ. á m. í réttinda- nám kennara á framhaldsskólastigi (§é slíkt nám yfír höfuð talið svara kostnaði). Það væri þá viss réttlæting á sálfræði sem kennslugrein er skryppi undan tímabærum efasemdum Þorsteins Gylfasonar og ann- arra um gildi hennar sem fræðigreinar.28 En hvaða heimanfylgju á að veita þeim sem ekki fara að sinna afmörkuðum grein- um heldur taka að sér að uppfræða bömin og byijenduma — grunnskólakennurunum? í hveiju getur fagmennska þeirra falist? Eldmóð, natni og mannþekkingu má að sjálfsögðu ekki bresta, né inngrip í þær stað- reyndir sem skipta máli í kennslunni. En sé meginbrú þessa samsetnings heil þá er það eitt jafnan „sem mannar mann,/einn munur, sem greinir annan og hann/—orðlist hans eigin tungu", eins og Einar Benedikts- son kemst svo stórfenglega að orði í kvæðinu „Skáldmenn íslands". Mikilvægasta hlut- verk grunnskólakennarans er máluppeldið, að efna með nemendum í þann köst sem logar hugsana þeirra geta nærst af. Því verður að efla til muna íslensku- og rök- fræðikennslu í Kennaraháskóla íslands, gera hana að stærri hluta námsins en verið hefur. Þá á ég að sjálfsögðu við alvöru- kennslu um eðli og beitingu máls en ekki þá andhælisiegu bókmenntafræði er kennir mönnum að meta skáldskap eftir lærðri sundurhlutan í stað inngróins fegurðar- smekks; og hefur rænt fleiri ánægjunni af lestri góðra bóka en nokkuð annað í veröld- inni. Þess betur þætti mér og sem upp- gctvunarkenningar skipuðu lægri sess í slíku námi, best væri að þær dagaði alveg upp. Það væri þá ekki fyrsta kollsteypan í kennslufræðum á 20. öld. Garður almennrar kennaramenntunar ætti að vera rúmur inngangs en þröngur útgöngu. Þaðan ætti aðeins að brautskrá fólk með traust vald á íslenskri tungu, fólk sem getur laðað fram sömu hæfileika hjá nemendum sínum: glætt hugsun þeirra. Hallgrímur Pétursson tók síst of djúpt í árinni er hann kvað: „Oft má af máli þeklga manninn, hver helst hann er.“ 10) Sbr. bók Proppers: The logic of Scientific DiscLondon 1968. 11) Menón. Reykjavík 1985, bls. 91-92. 12) Sbr. formála að sama, bls. 33. 13) Sbr. Educational Psychology. A Cognitive ViNew York - Sidney 1978, bls. 47. 14) Sbr. sama, bls. 40. 15) Sama, bls. 85 (lausl. |)ýð. K.K.). 16) Sbr. sama, bls. 82. 17) Sama, bls. 83 (lausl. þýð. K.K.). 18) Sbr. sama, bls. 533-535. 19) Sama, bls. 84 (lausl. þýð. K.K.). 20) Sbr. sama, bls. 116. 21) Sbr. sama, bls. 170 og áfram. 22) Sbr. sama, bls. 520. 23) Sbr. sama, bls. 552. 24) Sama, bls. 122 (lausl. þýð. K.K.). 25) Erindi Wolfgangs Edclsteins á ráðstefnu BK og KHÍ 31. ágúst í fyrra hefur orðið nokk- urs konar samnefnari þessarar umræðu. Um „fagvitund" eða „prófessionalisma", sjá bls. 8 í glefsum úr erindinu: „Kennarar ættu að móta skólastefnu." Ný menntamál, 4. tbl., 3. árg. 1985. 26) Gorgias. Reykjavík 1977, bls. 45-47. 27) Þessa skemmtilegu siigu og margt annað bita- stætt má lesa í grein Þorsteins Uylfasonar, „Fræði eða fjárkúgun" í Morgunblaðinu, 3. maí 1980. 28) Sbr. hina frægu Skímisgrein Þorsteins: „Ætti sálarfræði að vera til?“. Kristján Kristjánsson er deildarstóri í heimspeki og félagsvísindum við Menntaskólann á Akureyri. rruiloi rísfiór tl) liito Stóridómur - Síðari hluti F rillulífsbrot voru algengust EFTIR DAVÍÐ ÞÓR BJÖRGVINSSON Með þeirri framsetn- ingu sem hér hefur verið viðhöfð er gefið til kynna að Stóri- dómur eigi sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Hann sé aðeins ein aldan í miklum umbrotum þar sem konungsvaldið leitast við að brjóta kirkjuvaldið á bak aftur. Vangaveltur af þessu tagi svara þó ekki öllum spurningum sem um þessa óviðfelldnu löggjöf vakna. í Stóradómi er tekið harðar á siðferðisafglöpum fólks en í nokkurri ann- arri löggjöf um siðferðileg efni á íslandi. Því vaknar sú spurning eðlilega, hvort sú siðferðilega vandlæting, sem Stóridómur hver meðul voru notuð í þessu skyni var ekki kirkjunnar að ákveða.26 Til þess höfðu hin veraldlegu yfírvöld fullt umboð. Ekkert mælir því á móti dauðarefsingu ef það má verða til þess að lögum og reglum verði hlýtt. Þannig veitir hin lútherska kenning a.m.k. samþykki sitt til þeirrar refsihörku sem hér um ræðir, hversu mótsagnakennt. sem það kann að virðast. Af þessu eru Ijós hin óbeinu tengsl milli kenninga siðaskipta- manna og harðra refsinga í siðferðisefnum. Freistandi er að láta ekki staðar numið við þetta, heldur kanna hvort ekki sé um frekari samsvörun að ræða milli hugmynda siðaskiptafrömuðanna og innihalds Stóra- dóms. Liggur þá leiðin í kenningar Lúthers um kynlífið og hjónabandið og skyld efni. Er sú siðavöndun sem þar kemur fram í samræmi við þann skort á umburðarlyndi sem Stóridómur ótvírætt vitnar um? Samkvæmt hugmyndum Lúthers er kynferði partur af sköpunarverki Guðs.27 Jafnframt eru kynin þannig sköpuð að þau laðast hvort að öðru. sköpunarverk Guðs. „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd: hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið fijósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina," eins og segir í fyrstu Mósebók, fyrsta kafla, 28. versi. En vegna syndafallsins er maðurinn fæddur í synd. Af þessum sökum nýtur kynlífíð ekki náðar fyrir augliti Guðs nema innan vébanda hjónabandsins. í þessu öllu samsvara hug- myndir Lúthers hugmyndum miðaldakirkj- unnar að verulegu leyti. í framhaldi af þessu leggur Lúther mikla áherslu á að sérhver einstaklingur sé skapaður til að ganga í hjónaband, þó með nokkrum undantekning- um sem ekki er ástæða til að fjalla frekar um hér. Samkvæmt þessu er sérhver ein- staklingur sem ekki gengur í hjónaband dæmdur til lauslætis, skækjulifnaðar eða sjálfsfróunar. Sá sem víkur sér undan hjóna- bandinu storkar Guði, og í stað þess að fara að vilja hans fer hann að vilja Satans. Hér er athyglisverð hin þunga áhersla, sem Lúther leggur á þá skoðun, að kynlíf vitnar um, eigi sér einhveijar forsendur í boðskap siðaskiptafrömuðanna og trúar- kenningum þeirra. Af því sem að framan er greint þykir ef til vill mörgum sú ályktun nærtæk að aukin harka haldist í hendur við tilraunir konungs til að auka tekjur sínar. Vafalaus má eigna hinum veraldlegu yfír- völdum einhveijar slíkar hvatir. Sú skýring er hins vegar full einföld ef við hana eina ætti að una. Sú firna refsiharka sem fram kemur í Stóradómi gefur tilefni til að ganga lengra og spyija hvort ekki megi eigna yfir- völdum einhveija umhyggju fyrir kórréttu siðferði og þá á hvaða forsendum. Ef athugaðar eru hugmyndir siðaskipta- manna, einkum Marteins Lúther, um verka- skiptingu ríkisvalds og kirkju, er augljóst að setning Stóradóms og þær hörðu refsing- ar sem hann flutti, eru a.m.k. ekki í neinni mótsögn við þær kenningar. Samkvæmt hugmyndum Lúthers er það hlutverk ríkis- valdsins að halda uppi lögum og reglu og „Anno 1602 tekinn af lífi Björn Þor- leifsson fyrir kvennamál og svall. Fékk góða iðran. Biskupinn herra Oddur áminnti hann sjálfur.“ Fram- kvæmdin tókst hinsvegar svo illa að bööullinn varð að höggva 30 högg áður en höfuðið fór af. utan vébanda hjónabandsins sé andstætt vilja guðs. Ekki nóg með það, heldur er slíkt háttalag af djöfullegri rót sprottið. í Matt- heusarguðspjalli, 19. kafla, 3.-9. versi segir á þessa leið: „Og farisearnir komu til hans freistuðu hans og sögðu: Hvort er leyfílegt að skilja við konu sína fyrir hvaða sök semer? En hann svaraði og sagði: Fyrir því skal maður yfírgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og þau tvö skyldu vera eitt hold. Þannig eru þau ekki framar tvö heldur eitt hold. Það sem Guð hefur því tengt saman má eigi maður sundur- skilja. Þeir segja við hann: Hvers vegna bauð þá Móse að gefa skilnaðarskrá og skilja við hana? Hann segir við þá: Vegna hjartaharðúðar yðar leyfði Móse yður að skilja við konu yðar. En frá upphafi hefur þetta verið þannig. En ég segi yður að hver sem segir skilið við konu sína nema fyrir hórdómssakir og gengur að eiga aðra konu drýgir hór og hver sem gengur að eiga frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.