Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Side 14
Britt Larsen
H 0 R F T
w A H E 1 M 1 N N
EFTIR GABRIEL LAUB
Örlög kartöflu-
skrallarans
Eg þekki menn sem fara létt með hverslags erfiðisvinnu: námu-
gröft tilaðmynda, brúarvinnu eða jafnvel frumskógakönnun — en
bugast þó gjörsamlega andspænis fáeinum óskræluðum kartöfl-
um. Og komist þeir ekki undan því að vinna þetta sakleysislega
verk finnst þeim einsog forlögin hafi dunið yfir sig.
Þegar ég var í hemum forðumdaga var það fjarska vinsæl
tugt og refsing hjá mörgum undirforingjum að senda mann í
kartöflumar — þá vom ekki komnar neinar vélar til að skræla
kartöflur. Við skræluðum þá svo gróflega með vasahnífunum okkar að helmingur-
inn af kartöflunum fór til spillis. En herinn er nú einusinni líktog eiginkonan í
myndaskrítlunum: Stofnun tilað sóa því fé sem aðrir hafa unnið fyrir.
Um þetta get ég talað af nokkuð háum hesti því enn þann dag í dag finst mér
gaman að skræla kartöflur. Einkanlega þegar mikið Iiggur á við skriftimar og vinnu-
gleðin svíkur mig. Það er notalegt að dunda við þetta og má vel hugsa eitthvað með
því og þá fær maður engu verri hugmyndir en tildæmis við raksturinn ellegar þá
í baðinu.
En þegar ég var yngri, og þótti sem ungkarl nokkuð frambærilegur kokkur, þá
hafði ég ailtaf hrísgijón eða tilbúnar soðkökur með matnum. Þetta vom nú einu-
sinni bjargvættir ungkarlsins. Margoft voru þá eiginkonur vina minna að bjóða mér
að borða — flestir vinir manns em náttúrlega giftir þegar fer að halla í þrítugt.
(Einhverra hluta vegna njóta ungkarlar samúðar allra giftra kvenna, allar vilja þær
ganga þeim í móðurstað. Sem ekki gildir um fráskilda menn nema rétt fyrstu
mánuðina. Þaðanífrá vilja bara ógiftar konur ganga þeim í móðurstað, sem vonlegt
er.)
Og þá var maður alltaf spurður:
- Hvað get ég nú eldað fyrir þig, eitthvað sem þú aldrei sýður sjálfur eða færð
á veitingahúsinu?
Þá sagði ég alltaf:
- Endilega bara mikið af soðnum kartöflum og smjör með.
Þó til séu veitingahús þarsem fá má hinar ljúffengustu krásir þá er hvergi í
heiminum veitingahús sem ber fram rétt og vel soðnar kartöflur.
Kalli vinur minn giftist henni Lydíu vegna þess að hún skrældi kartöflur — raun-
ar ekki bara þessvegna, hún tók líka til hjá honum (sem var nú ekkert smáhandtak)
og skúraði meiraðsegja gólfin. Þegar hann tilkynnti mér þetta í hrifningarvímu þá
réði ég honum til þess — enda maðurinn tvískilinn fyrir — að slíta sambúðinni tafar-
laust. Hann lét það sem vind um eyrun þjóta og gekk fljótlega að eiga Lydíu.
Þannig atvikaðist það að hann skildi í þriðja skiptið vegna kartöfluskrælingarinn-
ar. Raunar ekki bara þessvegna — þau rifust líka og lumbruðu stundum hvort á
öðru. Innst inni var Kalli þó bljúgur, eftirlátur og hlýðinn strákur. Þolinmæði hans
brast ekki fyrren kom að því að skræla kartöflumar. Enn eina ferðina.
Pierre vinur minn, sem er franskur, tekur matseldina jafnan að sér þegar von er
á gestum, Eva má þar hvergi nærri koma. Hvenær sem ég heimsótti þau dró hann
að fjöllin af meðlæti — þau búa á tíundu hæð í steinsteyptu Parísarúthverfi og
lyftan var þá í sífelldu bilunarástandi. Hann var sífellt að ráðfæra sig við vínsalann
um réttu tegundirnar, lá yfir kæfugerðinni öllum stundum og var þrjá daga að
dunda við ólífusósuöndina (sem við höfðum þó varla lyst á eftir forréttina alla). En
að hann skrældi kartöflur — aldrei skyldi það henda!
Ekki veit ég hvað menn eru að hafa á móti þessari saklausu athöfn: er þetta
eitthvert karlmennskustolt, skortur á þolinmæði ellegar þá minningamar úr hernum?
Vissara þó að vera ekki með neinar alhæfmgar. Ég skræli þó altént mínar kart-
iiflur án þess að mögla. Og fimmhundmð milljónir Kínveija — fjórðungur allra
heimsíns karla — hefur aldrei séð kartöflur einusinni.
Skiimm til þess að vita eiginlega — Kínveijar með alla sína þolinmæði mundu
víst áreiðanlega glaðir skræla allar sínar kartöflur — ef þeir bara legðu þær sér
til munns.
Olnbogabörn
Barn sem þorir ekki að mæta
tilliti þínu
kærleikur sem býr
í myrkum kjöllurum og skemmtigörðum
manneskja sem geymir gleðina
í krepptum hnefa. Mállaus. LítiII bróðir
sem ber hatrið eins og fána.
Einhver kemur
Einhver kemur gangandi
það ert ekki þú
einhver hlýjar mér
það er bara vorið
einhver hleypur frá mér
mín stutta stund
ég glata henni
einhver bíður trygglyndur
það er bara dauðinn
en ég hef elskað þig
einn dag í rigningu
eina nótt undir sól(!)
Skyldleiki
Það er skyldleiki milli
svartra hrafna og lilja sem hafa aldrei angrað
hrafnana en
skyldleikinn milli þinna hlýju handa og
misþyrmds konulíkama angrar fuglana
og blómin og ástúð í mér.
MATTHÍAS JOHANNESSEN SNARAÐI
Britt Larsen er ung norsk skáldkona. Ljóðin eru í bókinni För stengetid sem Gyldendal gaf út 1983.
Það var þriðja bók hennar, hinar eru 5 mg blues og andre dikt, 1978, og Kniven skal du fá vare
pá, 1981.
Benedikt Jóhannsson
Vegferð
Skarður máni á gægjum
við fjallsins öxl.
Húmið sígur
sem svört skikkja
á herðar sér.
ÖII brunum við sömu leið
bikaða og glitljósum vandlega merkta
og glittum flest aðeins fram á veginn.
En mér sýnist hann liggja
beint inn í sortann
og þrengjast sífellt
er fjær dregur.
Og traust mitt á mannanna verkum dvín
°g ég tek stefnu á þá stjörnu
sem skærast í myrkrinu skín.
4