Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 5
 ■30NAS krrRjAR,'. " /+v'ei§L ^c. S^o <^XcCtf~-- • " 1' 'fon-íte SJl'i-vt- 4/a^-y\oltt.%A<-tdlbvCjtu, Hj ARTA KBt&IOlPUNl'. \UsvW * <a. IV. í Rentukammeri Og Leyndarskjalasafni Segja má, að hjarta danska einveldisins hafi verið skarnhaugar fomir, þar sem var Hallarhólminn í Kaupmannahöfn. Þar voru stjómarskrifstofumar til húsa og dældu pappímum hægt en reglubundið um þurrar skrifræðisæðar stjórnkerfisins. Kontóramir voru margir og deildaskiptir. Var Rentu- kammer Islendingum samfelldur Lurkur og Kansellí eilíft Eymdarár, meðan þessar nafnkunnu stofnanir sýsluðu með málefni þeirra. Algengt var, að lögfræðikandídatar byðu sig fram sem „voluntöra" eða launa- lausa starfsmenn í stjórnarskrifstofunum. Þeir munu þó hafa fengið einhverjar þókn- anir fyrir unnin verk. Halldór Einarsson byijaði snemma að harka út verkefni í Rentukammerinu eða strax árið 1826, áður en hann hafði lokið lagaprófi. Hann hefur að öllum líkindum átt auðvelt með að verða sér úti um verkefni, því að hann hefur á þessum tíma verið skrifari góður. Minnis- og minjabók hans, sem til er á Landsbóka- safni (Lbs. 701 8vo), sýnir fagra rithönd, sem spilltist síðan smám saman í búskapar- og embættisamstri í Borgarfirði. Halldór varð að láta sér nægja snöp í Rentukammer- inu í fjögur ár. Fór það með fjármál og viðskiptamál ásamt nokkrum öðrum stjórn- arskrifstofum. Árið 1830 varð Halldór „kópíisti" eða skrifari við Leyndarskjalasafn konungs eða „Gehejmearkívið" og flutti sig þá ögn um set í Hallarhólmanum. Fékk hann þá loks fastlaunaða stöðu, sem hann gegndi þar til hann hvarf til íslands árið 1835. í Leyndar- skjalasafninu hlýtur hugurinn stundum að hafa lyfst til hæða. Þegar andi leyndar- skjalavarðarins, Finns Magnússonar, fló of veraldir allar í leit að hinu ósennilega og ýkjukennda í stað hins sennilega og dauf- lega, hefur jafnvel búandþenkjandi skrifari mátt gæta þess að missa ekki fótfestuna. Á ferli snjallra göfugmenna eins og Finns verður oft einhver botnhola til nokkurra óþæginda. í hans dæmi leiddi hún til stakra vandræða og sárra leiðinda. í Bleking í Svíþjóð hafði náttúran sjálf rist rákir á slétta granítkiöppp. Rúnamór nefndist örlagastað- ur þessi. Lá leyndarskjalavörður veturlangt yfir þessum torráðnu táknum og rýndi í uppdrátt af kynjaletri klapparinnar. Fagran vordag árið 1834 hugkvæmdist honum að lesa aftur á bak, frá hægri til vinstri. Og viti menn, hulunni var svipt af leyndardómn- um. Á klapparskömmina var þá bara skráð gömul frétt, færð í galdralag, um að Harald- ur hilditönn væri á leiðinni í Brávallabar- daga, vígreifur mjög. En skyldi ekki hafa hvarflað að jarðbundnum skrifaranum um þetta leyti að fara að sækja um annað starf? V. VIÐ FRÆÐASTÖRF Jafnframt starfi sínu í Leyndarskjalasafni var Halldór styrkþegi Árnasafns árin 1830—1835. Slíkir aðstoðarmenn eða styrk- þegar (stipendarii) voru tveir, venjulega efnismenn, sem kunnu skil á íslenskum fræðum. Þeir dyttuðu að handritum og skráðu þau og skyldu einkum vera til aðstoð- ar við prentun bóka safnsjóðsins. Starfíð mun þó um þær mundir hafa verið meira í orði en á borði. Aðalkosturinn Var talinn sá, að styrkþegar fengu að nota safnið að vild, en aðgangur að því var háður takmörkunum. Ljóst er, að menn hafa haft allnokkurt álit á Halldóri, ella er óhugsandi, að hann hefði fengið þessa stöðu. Enginn veifiskati tók við styrkþegastöð- unni við Ámasafn, sem losnaði vorið 1835 við brottför Halldórs. Það var Jón Sigurðs- son sjálfur, sem sótti um stöðuna, og var honum veitt starfið á fundi safnstjórnarinn- ar. Kom þar ekki síst til, að hann sneið margvíslega agnúa af útgáfu íslenskra annála, en það verk átti að baki mikla hrakfallasögu. Höfðu styrkþegar safnsins, þeir Halldór Einarsson og Þorgeir Guð- mundsson, lokið verki þessu, þegar Jón kom að safninu, og var prentun komin vel á veg. Unnu þeir þó undir yfirstjóm eins stjómarmanns safnsins, Werlauffs að nafni, sem var prófessor í sagnfræði og doktor í Ara fróða. Hins vegar vom fyrirmælin um verkið um þvílíka samsteypuaðferð, að óhugsandi var, að vel gæti tekist til. Lagði Halldór smiðshöggið á þetta. Varð Jón til þess að laga það, sem úr varð bætt af alkunnri elju og skarpskyggni, og er það skýringin á því, að útgáfan stöðvaðist um hríð. Komu annálamir ekki út, fyrr en 1847. Jón lýsir „annálahræi" þessu með ófögmm orðum í bréfi til Sveinbjöms Egilssonar, dags. 13. maí 1838. Er hann alldijúgur yfir sínum hlut, sem von er, en fulldjúpt virðist hann taka í árinni, þegar hann segir svo um fyrirrennara sína: „Það er þó í rauninni kvöl að sjá svo vitlaust verk eftir landa sína og verða að viðufkenna það fyrir Dönum." Þeir vom engin ofurmenni, en hafa þó sveist í vandræðaverki og vitlaust skipulögðu frá upphafi af öðmm. Halldór var farinn að aðstoða fræðimenn mörgum ámm áður en hann kom að Áma- safni. Magnús Stephensen, konferensráð, kom til Kaupmannahafnar haustið 1825 eftir harða útivist. Erindið var að leggja fyrir Kansellíið texta, sem hann hafði gengið frá til fyrirhugaðrar Jónsbókarútgáfu, ásamt danskri þýðingu. Ekkert varð þó úr útgáfu þessari. Meðan Magnús dvaldist í Höfn, reit hann dagbók, sem hann kallaði ferðarollu. Hefur hún verið gefin út. í dagbókinni getur Magnús oft Halldórs Einarssonar. Á öndverðum vetri 1825 er Halldór í þjónustu konferensráðsins og er einlægt að hreinskrifa hinar dönsku útlegg- ingar Magnúsar á verkinu og fær dálitlar þóknanir fyrir. Nokkur sjálfstæð fræðaverk liggja eftir Halldór og var fyrr minnst á rit hans um verðlagsútreikning og tíundargreiðslur. Hér þykir ástæða til þess að geta fremur þýðing- ar hans á merku riti. Þýddi Halldór á dönsku ritgerð Hannesar biskups Finnssonar um mannfækkun af hallæmm. Þessi ritsmíð Hannesar birtist árið 1796 í riti Þess kon- unglega íslenska lærdómslistafélags, en danska þýðingin kom út árið 1831 í Kaup- mannahöfn. Ekki þarf að kynna ritgerð Hannesar fyrir íslendingum. Ljóst er, að miklu máli skipti að koma ritinu á mál hinna erlendu stjómarherra. Viðreisn í íslenskum málum var á valdi þeirra. Hefur því verið mjög þarflegt verk að snara ritsmíðinni á danska tungu. Enda varð það svo, að árið eftir að þýðingin kom út, skrifaði Baldvin Einarsson langa grein um ritið í Maaneds- skrift for Litteratur VIII. Ekki var um eiginlegan ritdóm að ræða, heldur var megintilgangur Baldvins með greininni að vekja athygli á ástandinu á íslandi og stjóm Dana þar. Fyrstu árin í sýslumannsembætti, í til- breytingarleysinu á Skaga, hefur hugur Halldórs reikað til fræðanna. Þá hafði lengi verið mikil lagaóreiða og lagaóvissa. Magn- ús Stephensen hafði af mikilli kunnáttu og eljusemi reynt að greiða úr þessum flækjum. Lagasöfn voru ekki önnur en safn Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns, sem náði til 1730, og tilskipanasafn Landsyfirréttarins, sem Magnús Stephensen hafði annast. Halldór Einarsson fékk áhuga á því að draga saman föng í íslenskt lagasafn, eink- um síðari alda, en þau vora mest í skjala- hirslunum í Kaupmannahöfn. Dvaldist hann ytra veturinn 1837—1838. Fékk hann sér mann t.il aðstoðar við þetta verk. Var það arftaki hans að styrkþegastarfínu við Áma- safn, Jón Sigurðsson. Starfaði Jón að þessu verki um tveggja mánaða skeið og munu til brot úr þessu verki hans á Landsbóka- safni. Segir Jón svo um þetta viðfangsefni sitt í fyrmefndu bréfi til Sveinbjöms Egils- sonar frá 13. maí 1838: „Eg gerði skrýtið „Experiment" í vetur. Eg hjálpaði sýslu- manni Einarsen 2 mánuði með „líkama" (c: lagalíkama) hans til að læra að þekkja það alltsaman og svo, hvemig á stæði um ís- landsskjöl í skjalahirslunum, en eg segi yður ekki meira um það og fellst mér þó ekki á.“ Þetta bollok Halldórs leiddi til þess, að Jón skyggndist þar um gáttir sem síðar varð helsta vopnabúr hans. í Jóns sögu sinni, hinni skemmri, segir Páll Eggert Óla- son m.a. svo um þessa aðstoð Jóns við Halldór í lagaiýni hans (bls. 72): „í sjálfu sér mun ekki, eins og á stóð, hafa skipt miklu um þetta verk. Hitt er miklu merkara, að Jón fékk hér í fyrsta skipti færi á að kynnast þessu mikla forðabúri um sögu og hag hinnar íslensku þjóðar." Ferð Halldórs til Kaupmannahafnar varð árangurslaus í þeim skilningi, að aldrei kom hann út laga- safni, en í öðram skilningi má segja, að sjaldan hafi verið farin árangursríkari ferð. Margan viðburðaríkan dag hefur Halldór átt í Kaupmannahöfn, en skyldi 6. febrúar 1826 ekki hafa tekið öllum fram. Þann dag var hann staddur í Garðakirkjunni og hafði ekki smáu hlutverki að gegna. Hann skyldi vera svaramaður (respondens) landa síns við vöm við meistaragráðu. Meistaraefnið var hinn vígfimi og orðslyngi rökræðumaður Þorleifur Guðmundsson Repp, sjení frá Reykjadal í Ytri-Hrepp. Alkunn era fárleg fjörbrot Repps við athöfn þessa. Stunginn í akkillesarhæl, í ósjálfráðum og óstöðvandi hláturshviðum, var hann hrakinn úr ræðu- stól sem hvert annað hirðfífl, er læra þyrfti siðsemi af Dönum. Einum andmælanda, prófessor í guðfræði, tókst að svala hefndar- þorsta sínum. Magnús Stephensen var við- staddur og hneykslast á Halldóri fyrir að hafa bragðist á örlagastundu. Magnús segir svo í ferðarollu sinni: „Þar stóð fyrir neðan hann Halldór Einarsson, sem átti að vera hans respondens eða svaramaður, sem staur, og lauk aldrei upp munninum." Magnús er annars dálítið eins og fermingar- drengur hjá dönsku mömmu, þegar svona illa stendur á. Honum liggja ill orð til Repps og era öraggar heimildir fyrir því, að Magnús halli allmjög réttu máli í frásögn sinni. Um frammistöðu Halldórs er það hins vegar að ségja, að auðveldara er um að tala en í að komast. Eins og óvart virðist Magnús upplýsa, hvemig honum sjálfum varð um þessi feikn: „Um kvöldið varð mér illt, svo eg lá með uppköstum um vökuna, en það batnaði öldungis í nótt. Hljóp í magann og svo rétta rás út.“ Þannig lauk Reppsraunadegi hjá Magnúsi samkvæmt ferðarollunni. VI. Frá Höfn Til Hafnar Halldór Einarsson fékk veitingu fyrir Borgarfjarðarsýslu 11. apríl 1835. Sýslan þótti tekjurýr og lítt eftirsóknarverð. Sumar- dag einn í öndverðum sólmánuði lauk því langri dvöl í höfuðstað Danaveldis og við tók að halda til íslands og ganga „að ströngu starfi" í volaðri hjálendunni. Dvaldist Hall- dór fyrst eftir komuna til Íslands á Ytra- Hólmi, en bjó veturinn 1835—1836 í stofu á svonefndu Krossholti á Akranesi. Hafa verið mikil umskipti að flytjast frá Kaup- mannahöfn í eymdina á Skaga, þar sem sultur var fyrir dyram, hvenær sem sjórinn brást. Halldór keypti Krossholtsstofu síðar. Fráfarandi sýslumaður, Stefán Gunnlaugs- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JANÚAR 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.