Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 14
j^BKBBKKBpKBSBBBS Tné eni eins og fólk Ljósmyndir: Sigurjón Jóhannsson í fljótu bragði finnst okkur, að tré breytist harla lítið í áranna rás — miklu minna en fólk til dæmis. En allt lýtur sömu lögmálum, þótt lífsferill trésins geti orðið margfalt lengri en mannsævi. Hlið- stæðurnar eru alls staðar í lífríkinu: Þokki ungviðisins, styrkur fullnaðarþroskans, afturför ellinnar. Og að lokum dauðinn. Allt sem lifir verður að lúta þessu lögmáli en sumt í náttúrunnar ríki, trén til dæmis, minna á lífið og dauðann hvert einasta ár með því að laufgast að vori og fella laufin á hausti. Að því leyti er lífsmynstur þessara lífvera fráþrugðið dýraríkinu. Höfundur myndanna er Sigur- jón Jóhannsson blaðamaður, sem bjó um tíma í Noregi og tók myndirnarþar. Unglingfurinn i skóginum — myndin er viljandi höfð á hvolfi vegna þess að þannig minnir hún á mannveru. Hún minnir á ungling, sem gæti verið að dansa og sólin skín á börkinn, sem er ungur og fal- legur. Allt er í örum vexti, lífið er framundan og sýnist óendanlega langt og óþarft að hafa áhyggjur af efri árum, þegar æðarnar þrengjast og fyllast og hætta að bera næringu úr moldinni. í blóma lifsins. Fullvaxin tré, heil fjölskylda, sem stendur saman og allir eru beinir og sterkir og dálítið stoltir yf ir þessu tíguiega ástandi, þegar greinamar skarta laufum og sólin leikur sér í öllu því skrúði. Þetta eru máttarstólpar i skóginum; tré sem samsvara fólki um fertugt, þegar það er upp á sitt bezta. Ennþá er ekki farið að halla undan fæti. IHlutverkinu er að verða lokið. Þessi tré eru lengi búin að standa sig i lifsbaráttunni; enn einu sinni hafa þau fellt laufin, sem liggja í þéttum flekk við trjástofnana og bíða þess að hverfa til moldarinn- ar. Þessir stofnar eru að byija að feyskjast; þeir minna á rotnn, sem komnir eru á eftirlaunaaldur og eru orðnir dálítið stirðir í hreyfingum. Samt hafa stofnarnir engar hreyfingar. Þeir standa bara svona eins og maðurinn á hausti lífsins. !iÉsÆm i .............................. , 'A', •- ■ |4|i§ÍÉf/J ■ BBBEm 'C'> . * lSL.3£ \ | n,’ ; / Tré á ævikvöldi. Það laufgast varla meir, en lifir samt, allt krækl- ótt, sina- og æðabert eins og áttræður maður, sem hefst ekki framar að, en rær fram í gráðið með hendurnar á hnjánum, sina- berar hendur, sem vitna um langt líf og mikið erfiði. Þetta tré er orðið bogið í baki, mýktin er horfin úr greinum þess og í næsta stormi svignar það ekki, heldur brotnar. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.