Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 8
Samantekt í tilefni sýn- ingar íslensku Óperunn- ar á Aidu eftir Verdi, sem frumsýnd verður 16. jan- úar. Frá uppfærslu á Aidu í Covent Garden í London 1968. HIN FULLKOMNA GRAND ÓPERA nóvember 1869 fékk Kedífinn í Egyptalandi þá hugmynd að opna nýtt óperuhús í Kairó, sem hluta af hátíðarhöldum vegna opnunar Súesskurðarins. Verdi var beðinn um að semja óð í hátíðarskyni, en hann neitaði, „að hluta til vegna þess að ég er Óperan Aida var tuttugasta og flórða ópera Verdis og hann sjálfur var fimmtíu og átta ára þegar hún var frumflutt í Kairó. Hún á sér skemmtilega sköpunarsögu, eins og flest verk eiga, sem eru athuguð aðeins nánar. Það er því fróðlegt að rifla hana upp þegar Islenska óperan ræðst í það stórvirki að flytja hana í fyrsta skipti á íslandi, rúmum hundrað og fimmtán árum eftir að tónar hennar fylltu óperuhúsið í Kairó. EFTIR GUÐRÚNU NORDAL ekki vanur að semja morceaux de cirocon- stance". Svo að við opnun óperuhússins varð víseróinn að gera sér að góðu að hlusta á eldri óperu eftir Verdi, Rigoletto, flutta undir stjóm Muzio. En hann hafði ekki gef- ið upp vonina að töfra óperu útúr Guiseppe Verdi, sem þá bar höfuð og herðar yfir öll ítölsk ópemtónskáld. GUISEPPE VERDI (1813-1901) Þegar hér er komið sögu í ævi Verdis var hann nýbúinn að ljúka við óperuna Don Carlo sem frumflutt var á frönsku í París 1867. Hann átti að baki glæsilegan feril, og hafði hafist upp úr fátækt og óbreyttum aðstæðum í hæstu hæðir samfélagsins. Hann var fæddur í þorpinu Le Roconcole, rétt fyrir utan bæinn Busseto, 9. október 1813. Hann var sonur knæpueigandans í þorpinu, en hæfileikar hans uppgötvuðust snemma og hann steig sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni hjá organistanum í þorp- inu. Hann hóf alvarlegt tónlistamám árið 1825 í Busseto hjá Provesi og var fljótlega farinn að ieysa lærimeistara sinn af ýmsum störfum og samdi auk þess verk við ýmis tækifæri frá því að hann var þrettán ára. En hamingjuhjól hans fór fyrst að snúast fyrir alvöru þegar vel efnaður kaupmaður og driffjöður tónlistarlífsins í Busseto tók eftir honum, Antonio Barezzi. Hann reynd- ist honum sem besti faðir og tók hann loks inn á heimili sitt í maí 1831. Verdi hóf þá að kenna dóttur hans, Marghueritu, söng og píanóleik. Þau urðu ástfangin. Barezzi var ánægður með þann ráðahag og fór því að huga að framtíð tilvonandi tengdasonar síns. Busseto hafði ekki upp á meira að bjóða fyrir Verdi, svo að hann sótti um konservatóríið í Mílanó. Og þá gerðist það óvænta að Verdi var neitað um inngöngu. Þess má geta að Verdi var fjórum ámm fyrir ofan aldurstakmark skólans og að skól- inn var mjög þétt setinn. Þrátt fyrir þetta áfall sótti Verdi einkatíma í Mflanó hjá Vin- eenzo Lavigno næstu þijú árin. í maí 1836 giftist Verdi svo heitkonu sinni, og fluttist til Busseto, þar sem hann dvaldi næstu þrjú árin. Þau eignuðust tvö böm, Virginiu (f. 26. mars 1837) og Icilio (f. 11. júlí 1838). Fyrsta áfallið dundi yfir þau þegar Virginia dó aðeins sautján mán- aða, aðeins fjórum vikum eftir að yngri sonurinn fæddist. Verdi ákvað þá að söðla um og halda til Mflanó til að gera samning um ópem. Og í maí 1839 fór hann ásamt konu og syni í ferð sem tvö þeirra komu ekki til baka úr. Fyrsta ópera Verdis, Oberta, var svo loks frumflutt í La Scala sautjánda nóvember 1839 og fékk aðeins sæmilegar undirtektir. En Verdi var særður enn frekar þegar sonur hans dó í október sama ár og síðan kona hans í júní 1840. Verdi var algjörlega niðurbrotinn maður en varð samt að koma annarri ópem sinni á sviðið, Un giomo di regno, í september 1840, sem var algjör mistök. Verdi minnist þessa tíma síðar á ævinni og segir: „Hugur minn var kvalinn af persónulegum áföllum, enn bitrari vegna ósigurs verka minna, ég varð sannfærður um að ég gæti ekki fund- ið neina huggun í list minni og ákvað að semja aldrei meira." En þegar hann fékk handritið af Nabuco- donosor í hendur, seinna kölluð Nabucco, fór blóð að renna aftur um æðar hans. Óperan var fmmflutt í La Scala níunda mars 1842. Óperan var mikill sigur fyrir Verdi, og með henni hóf hann glæsiferil sem aldrei varð nokkur brestur á. í hópi söngvar- anna var fræg söngkona, Guiseppina Strepponi, sem síðar varð önnur eiginkona Verdis. Og það er kaldhæðni örlaganna að verkið sem markaði tímamót á ferli Verdis, varð upphafið að endalokum hennar sem söngkonu. Verdi var nú gulltryggður og samdi mik- inn fjölda af ópemm á næstu ámm, fékk viðumefnið papa dei cori, faðir kóranna, sem kyntu svo undir föðurlandsást ítalskra áhorfenda. Hann varð oft fyrir barðinu á gagnrýni tónlistarstofnunarinnar og hörð ritskoðun hafði áhrif á feril Verdis, sem varð því harðari sem uppreisnaraldan steig hærra næstu tíu árin eftir 1848, en á þeim tíma fram undir 1860 samdi Verdi níu óper- ur til viðbótar, og þeirra á meðal var La Traviata sem varð fljótt dáðasta ópera Verd- is. En hann var elskaður af almenningi og honum til hugarangurs var nafn hans notað í áróðursskyni fyrir sameiningu ítala undir einn konung; úr nafni hans var hægt að lesa Viva Emmanuele re d’Italia: VERDI. Verdi byijaði að búa með Guiseppinu Strepponi í París árið 1849. Hún var þá hætt að syngja. Þegar þau fluttust til It- alíu, og settust að í StAgata, sem varð heimili þeirra til æviloka, varð óvígt sam- band þeirra, sem þótti ósiðlegt á þeim tíma, fyrir barðinu á nágrönnum þeirra. Tengda- faðir hans, Antonio Barezzi, hefur líklega skrifað Verdi vegna þessa, sem kom Verdi til að veija sig og hana: I húsi mínu býr hefðarfrú, fijáls, sjálf- stæð, sem elskar einveru eins og ég sjálfiir, sem á eignir eins og ég sem sjá fyrir öllum þörfum hennar. Hvorki ég né hún skulda nokkrum reikningsskil á gerðum okkar... Hver veit hvort hún er kona mfn eða hvort hún er það ekki? Og ef hún er það, hver þekkir þær sér- stöku ástæður til að gera það ekki opinbert?... í mínu húsi á henni að vera sýnd jafnmikil virðing og mér — jafnvel meiri... En í raun er þetta ekki nema vöm gegn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.