Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 3
IWI* B @ 11 @ [u] 0 ® B H Sl 111IH ® ® Útgofondi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Fremkvstj.: Harakfur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johonnessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Goðin áttu til að reiðast, en hefðu án efa blíðkast við bók þá, Goð og hetjur í heiðnum sið, sem Anders Bæksted hefur ritað og út er komin í íslenzkri þýðingu. Aðal- geir Kristjánsson skrifar pistil um þessa þörfu bók og birtur er úr henni kafli um hina germönsku íbúa Norður Evrópu. Glatkistan hefur enn verið opnuð og nú hefur Þorsteinn Antons- son fundið merkilega og óbirta sögu frá öldinni sem leið, sem heitir Sagan af Eiríki Loftssyni hinum ein- ræna, og er eftir þá Skúla Bergþórsson og Níels Jónsson, sem kallaður var skáldi. Forsíðan er helguð nýgræðingnum í myndlistinni, en hann er margbreytilegur um þessar mundir og það er vel. Myndin er af málverki Halldórs Ásgeirssonar, sem hann nefnir ELSKENDURNIR og er á sýningu hans, sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Af því tilefni hefur Þorvaldur Friðriksson átt samtal við Halldór og með því birtast fleiri myndir af hinum sérstæðu verkum hans. Lesbók/Ámi Sœberg mynda- persónur þekkja allir nú á dögum, því þær eru hluti af hinum daglega veruleika og sumar búnar að vera lengi með okkur. Teiknimyndahefti eru bókmenntagrein erlend- is, þótt við þekkjum þau ekki sem siík og um það fyrirbæri skrifar Jón Óskar Sólnes. Þorsteinn Erlingsson Skilmálamir Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá og hverri tign að velli velt, sem veröldin á, og höggna sundur hveija stoð, sem himnana ber, þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér. Og ef þú hatar herra þann, sem harðijötrar þig og kúgar til að elska ekkert annað en sig, en kaupir hrós af hræddum þrælum, hvar sem hann fer, þá skal ég líka af heilum huga hata með þér. Ef anntu þeim, sem heftur hlær og hristir sín bönd og vildi ekki krjúpa og kyssa kúgarans hönd, en hugumstór að hinzta dómi hlekkina ber, þá skal ég eins af öllu hjarta unna með þér. Og ef þig langar leyndardóma lífsins að sjá og biðjirðu um þess BarnaguII og byijir á „á“ og lest þar ekkert öfugt gegnum annarra gler, þá vil ég feginn líka læra að lesa með þér. Ef þú ert fús að halda á haf, þó hrönnin sé óð, og hefur enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð, en lætur bátinn bruna djarft um boða og sker, þá skal ég sæll um sjóinn allan sigla með þér. Og seinast þegar svarta nóttin sígur á lönd og dökkar hrannir hrynja um knörr og hvergi sér strönd, þá láttu bátinn horfi halda, hvert sem hann ber, og ég skal sæll á svarta djúpið sigla með þér. Þorsteinn Erlingsson, f. 1858 í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, d. 1914. Hann ólst upp í Hllðarendakoti, varð stúdent f Reykjavfk 1883, las lögfrœði um tíma í Kaup- mannahöfn, stundaði sfðan kennslu og varð svo ritstjóri á Seyðisfirði, BOdudal og f Reykjavfk, þar sem hann bjó frá 1902 til dauðadags. Náttúruvemd og samúð með lftilmagnanum voru honum jafnan ofarlega f huga. B B Velferðarríldð er pólitískt slagorð, sem getur verið svona á svipinn í dag og hinsegin á morgun. í eyrum sumra hljómar þetta orð eins og tónn með hljóð- deyfi; þeir álíta velferðarrík- ið kæfa framtak einstaklingsins, draga úr ábyrgðartilfinningu fólks og koma í veg fyrir skynsamlega efnahagsstefnu. Aðrir kenna vel- ferðarríkinu um taugaveiklun, hjónaskilnaði og sjálfsvíg. Nú er það svo, að andlegar og líkamlegar þarfir manna eru jafhmiqafhar og þeir eru maigir. Af sjálfu leiðir, að það er undir hug- lægu mati komið, nánast smekksatriði, hvort við álítum velferðarríkið gott eða vont í sjálfu sér. Þegar upp er staðið stendur kannski eftir spumingin gamla; Hver er þín trú? Það mundi láta nærri, að þá verði manneskj- an stærst og best, þegar hún finnur til samheyrileikakenndar með öðru fólki. Það mannfélag, sem eflir með mönnum þá tilfinn- ingu, að þeir heyri öðrum til með einhvetjum hætti, séu Muti af heild, jaftivel bræðralagi, mundi líklega óhætt að áh'ta betra en hitt, sem kyndir undir tortryggni ef ekki hatri í garð náungans. Mönnum er óhollt að lifa í stöðugum ótta hver við annan og í eilífri samkeppni inn- byrðis. Ekkert félag manna er þó ískyggilegra en það, sem kennir þegnum sínum að mergsj- úga hverir aðra í taumlausri eigingimi, nema ef vera skyldi það, sem elur þá upp til þess að líta á náunga sinn eins og hvem annan hlut, VeHérðarríkið og menningin sem heimilt er að ráðskast með og nota í þágu eigingimi og sjálfeelsku. Óneitanlega hefur orðið velferðarríki heldur geðugan hljóm. Fleiri geta tekið undir það, sem í því orði felst, heldur en hitt, sem felst í fyrir- sögnum á borð við stéttlaust þjóðfélag eða alræði öreiganna. Velferðarríki er kannski um- fram allt það mannfélag, sem er að sama skapi blessunarlega laust við graftarkýli kapítalisma en það stendur að hinu leytinu dyggilegan vörð um stjómmálalegt lýðræði. Þeir fræðimenn eru til, sem telja verstu ókosti kapítalismans þá, að innan vébanda hans verða ótti og öryggis- leysi aðalhvati og drýgsta framhrundingarafl efiiahagslegs framtaks. Við, sem leggjum stundum leið okkar austur fyrir jámtjaid, verðum þess fljótlega vör, að fólkáð í þessum löndum fær ekki að ákveða neyslu sína sjálft Prófessor dr. Eckehardt Miihe hefur þannig hvorld ráð á bifreið né síma Hætt við að hann ræki upp stór augu, ef fyrir sjónir hans bæri íslenskan forsyóra undir stýri á gtæsibifreið sinni að tala í símann undir eins! Kaff; er gjaldmiðill í þessum löndum; ef þú átt nokkur kaffipund í farteski þínu, þá em þér allir vegir færir, svo í Póllandi sem í Austur- Þýskalandi. Ég tala nú ekki um sígarettur af amerísku sortinni. Hálærðir doktorar og prófess- orar fá jólagjafagiampa í augun, þegar gesturinn að vestan kveikir sér i vindli kenndum við höfti- ina í Lundúnaborg. Undir slíkri sljóm virðist þó einn þáttur ganga að minnsta kosti sæmilega og það er flárfesting- in í menntun og jafiivel vísindalegum rannsókn- um. Annar þáttur er sennilega líka nokkum veginn í góðu lagi og það er þjóðfélagslegt ör- yggi þessa fátæka fólks, ef hægt er að tala um ÖJyggi fátæks manns. En velferðarríki er enn ekki upprisið í þessum löndum. Það verður ekki fyrr en skipting hinna búskapariegu gæða verður með öðrum hætti en nú er. En velferðarríki má ekld láta þar við sitja að tiyggja félagslegt öryggi og réttláta skipt- ingu þjóðartekna. Það þarf einnig að sjá til þess, að ekki sé þröngvað upp á þegnana ein- hæfum og forheimskandi áhrifum. Það þarf að forðast að gera fólkið að neytendum og við- skiptavinum fyrst og fremst, þannig að það einblíni á líkamlegar þarfir sínar. Það má ekki gleymast að hlúa að hinum andlegum þáttum í verund mannsins, þeim þáttum, sem mennska hans er ofin úr. Ríkisstjómin, vilji hún heita góð, á að veita fé til fræðslumála, leikhúsa, saftia, tónleikahalla, sýningarsala og kiricju- bygginga. Og það þarf að kenna bömunum ungum að gera mun á göfugum tjáningarmiðl- um og ódýrum áróðri í formi skemmtiiðnaðar og auglýsinga. Með þverrandi áhyggjum af fullnægju frum- hvata, fá menntun, menning og listir aukið rúm í lífi fólks. Stjómmálin fara þá að snúast æ meira um menningu, í stað þess að btina ein- göngu á peninga. Menntamálaráðuneytið verður þýðingarmeira en ijármátaráðuneytið. Gerir þessi menningarbjartsýni ráð fyrir mun gáfaðra fólki en því, sem nú byggir löndin? Nei. Með þjóðum býr gífurtegur andlegur kraft- ur, sem nú er að miklu teyti óbeistaður, og fer tit spiltis; maigur hættir að þroskast upp úr fermingu, af þvi að menn taka á þeim aldri að hugsa meira og meira um atvinnutífið. Skyn- samtegt uppetdi og undirstöðugóð skótaganga stuðlar óefað að stórefldum vitsmunategum þroska almennings í löndum heims. Nú er víða farið að gera ráð fyrir símenntun fótks, það meridr launað teyfi, sem notað er tíl þess að halda sér við i sínu fagi. Síðast en ekki síst þarf að vekja fjölmiðta tíl vitundar um ábyrgð sína og stöðu sem fræð- andi og uppbyggitegra aðita. Því er bráðnauð- syntegt að nidð eigi og reki slíka miðla og hatdi þeim strangtega fyrir utan frumskógatíf eftiahagsstreitunnar og skemmtiiðnaðarins. Hið sama gildir um dagblöð. GUNNAR BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. FEBRÚAR 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.