Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 13
ALDRIFSBÍLAR 1987 Rover LandRover Land Rover kemur á óvart með nýrri gerð af þessum gamalkunna jeppa. Fyr- irtækið virðist nú loksins hafa vaknað af dvala og gengið í gegnum nokkurt breytingaskeið sem hefur haft í för með sér andlitsupplyftingu og nýjan undir- vagn, að nokkru leyti ættaðan frá Range Rover. Auk þess er nú hægt að fá Landróverinn með öflugri V8 vél. Range Rover Range Roverinn telst ennþá til athygl- isverðustu sköpunarverka bresks bflaiðn- aðar. Ekki að ástæðulausu, þessi blanda prýðisgóðra aksturs- og torfærueigin- leika í einum og sama bílnum er sjaldséð. Hann fæst í þremur útfærslum, með V8 bensínvél með eldsneytisinnspýtingu og 5 gíra kassa, með fjögurra gíra sjálf- skiptingu eða með 4 strokka ítölskum túrbódíselmótor. Subaru Justy 1000 4WD Þetta er frekar ódýr fólksbfll með al- drifí og þriggja strokka 55 hestafla vél. Bíllinn fæst jafnt tvennra sem femra dyra og er vel búinn aukahlutum. libero Með Libero hefur Subaru tekist að framleiða smásendibíl með aldrifi fyrir þá sem þess þurfa með. Bíllinn er í ódýr- ari hópnum en býður þó upp á breytilegt hleðslurými og sæti fyrir allt að 6 manns. Mótorinn er þriggja strokka, 50 hestafla, og með 5 gíra kassa nær Li- bero 121 kílómetra hámarkshraða á klukkustund. Byggt á auto motor und sport. Jón Baldur Þorbjömsson þýddi. - SIÐARI HLUTI - Fínasta útgáfan af Super-Station- bílnum er með 1,8 lítra túrbínumótor, 136 hestafla, 4 strokka boxer. Hann gerir þessum súper-skutbíl kleift að ná upp undir 190 km hraða á klukkustund, en þá er hann líka orðinn nokkuð frekur til fæðunnar. Aldrifið er tengt með því einu að þrýsta á hnapp og þannig virkar einnig hæðarstilling bílsins. Auk þess er hann með sjálfvirkri stillingu fyrir hæð bílsins. Auk þess er hann með sjálfvirkri stillingu fyrir hæð bflsins frá jörðu, en hún stjórnast af ökuhraða. Þessi vinsæli Subaru er einn fárra aldrifsbíla frá Jap- an sem fáanlegir eru með sjálfskiptingu. Annars er hann með 6 gíra kassa. Suzuki SJ410 Enginn framleiðandi hefur hagnast jafn vel á þeirri aldrifstísku sem tröllrið- ið hefur löndum V-Evrópu að undanf- ömu eins og Suzuki. Þessir vinsælu smájeppar, sem henta vel til ýmiss konar frístundagamans, standa líka fyrir sínu þegar komið er út fyrir vegina. Samt sem áður eru þeir með ódýrari bílum á markaðnum. SJ-jeppinn tók við af hinni þægindasnauðu U-gerð og nú er Suzuki-jeppinn búinn þeim lágmarks- þægindum sem gera má ráð fyrir að séu í bflum í dag. Akstursþægindi eru af skomum skammti en þó merkjanleg núna. Ýmis önnur atriði hafa einnig ve- rið færð til betri vegar í SJ-gerðinni sem gerir það að verkum að bíllinn hentar orðið vel í því umhverfi þar sem hann er mest notaður, nefnilega á torfæmm götum borgarinnar. YW Passat Variant Syncro Sídrifið í Passatinum er allt annarrar ættar en í Golf. Þar sem Passatinn er náskyldur Audi 80 er notast við aldrifsút- færsluna frá honum, en það þýðir jafna deilingu snúningsvægis á fram- og aftur- ás (50:50). Variant Syncro er þægilegur bíll sem býður upp á mikið farangurs- rými og skemmtilega aksturseiginleika, a.m.k. þegar 115 ha mótorinn er með í spilinu. Golf Svncro Golfinn hefur upp á eina bestu aldrifs- færsluna að bjóða. Hún er hálfsívirk, þ.e. virkar aðeins þegar þörf ér á. Það m gerist þannig að snúningsvægi vélarinn- ar er deilt á milli fram- og afturáss í samræmi við skrikun — og þar með átaksþörf — hjóla í hvomm ás fyrir sig. Það er svokallað visco- eða seigjutengsli sem stjómar deilingu átaksins og gerir þar með þessa útfærslu mögulega. Eins og er fæst aldrifni Golfinn aðeins með 90 hestafla vélinni. Toyota Land Cruiser Mestu breytinguna frá gamla góða Land Cruisemum er að finna í mjög jap- önsku útliti hins nýja. Nýi Land Cmiser- inn gerir einnig minni kröfur til akstursleikni bílstjórans, án þess þó að eiginleikar þessa dugmikla og endingar- góða jeppa hafí skaðast til muna. Hægt er að fá hann m.a. með skemmtilegri túrbódíselvél sem skilar honum vel áfram án þess að eyðslan fari fram úr hófí. Canivdle Syncro Rúgbrauðið er með sömu aldrifsút- færslu og Golfínn, þ.e. seigjutengsli sem stjómar dreifingu vélarafls til fram og afturáss í samræmi við viðspymu hjól- anna. Til þess að auka á torfæmeigin- leika bílsins hefur hæð frá jörðu verið nokkuð aukin frá því sem áður var. Hægt er að fá allflestar útfærslur Rúg- brauðsins með aldrifi. Land Cruiser Station Wagon Með þessari lengri gerð af Land Cmis- er keppir Toyota við framleiðendur stærri og þægindameiri jeppa. Engu að wmmæ síður er þetta bíll sem bragð er að, með sérdeilis góða torfæmeiginleika og óvenjugóðan frágang á yfírbyggingu. Því er ekki að undra þótt þessi bíll sé gjaman valinn í leiðangra og lengri ferðalög. Tercel 4WD Ekki að ástæðulausu telst Tercelinn til eftirsóttustu aldrifsbíla frá Austurl- öndum fjær. Hann er rúmgóður, þægi- legur, léttur á fóðmm og á viðráðanlegu verði. Hann mætti þó að skaðlausu vera svolítíð kraftmeiri, því að í lengri brekk- um hættir 1,5 lítra, 71 hestafla vélinni til þess að dala nokkuð. Ari Gísli Bragason Kannski sakna ég hennar Óskrifað blað Þú sem gafst mér draum drauminn um veruleika augnabliksins. Komst falleg, rólega stressuð. Stúlka eins og þú — gefandi venjulega — hverfandi — breytileg í iði tímans hverfandi — líðandi — þiggjandi. Þú fórst, falleg, brottför án orða. Hann var einn eftir reiður gleðimaður bauð í partý horfði í spegilinn og spurði án hiks; Sakna ég hennar? Sakna ég hennar? Og nóttin kom eins og óskrifað blað frosin rós í baráttu við lífið stóð ein, bjó til tár, lítið tár elskaðu nóttina nóttina. Brostu til mín, gegnum tárið ekki sýnast allt er gefið manstu ekki? hefurðu gleymt? Hún kom ekki óskrifað blað varð að veruleika og við lékum okkur inn í nóttina nóttina... Höfundurinn er menntaskólanemi i Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. FEBRÚAR 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.