Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 9
Himinhvolf/hyldýpi. Málverk frá 1984, sýnt það ár í Nýlistasafninu og árið eftir á Sveaborg. Akrýl á segldúk. Myndlist Ævaforn taug og þó alveg ný alldór Ásgeirsson er einn hinna framsæknu ungu myndlistarmanna, sem láta nú að sér kveða í íslensku myndlistarlífi. Sem og all- flestir aðrir af hinni yngri kynslóð málara hefur Halldór víða leitað fanga í sinn reynslu- heim, sem hans myndlist býr að. Útþráin gerði snemma vart við sig og frá 13 ára aldri fram að tvítugu stundaði hann sjó með námi, lengst af á millilandaskipum. Það var þá sem myndlistaráhuginn vaknaði, en áður en af því varð að hann hæfi myndlistarnám í París, lagði hann í ævintýri og fór í átta mánaða ferðalag landleiðina um Tyrkland, Iran, Afganistan og Pakistan, en dvaldi lengst af á Indlandi og í Nepal. Þá dvaldi Halldór Asgeirsson ásamt einu listaverka sinna, sem nú er til sýnis í Nýlistasafn inu. Það er málaður stöpull og ofan á honum útskorinn rekaviður. hann meðan á námsárunum í París stóð sex mánuði meðal maja-indíána í Mexíkó. Hall- dór stundaði myndlistarnám við Vincenn- es-háskólann í París á árunum 1977 til 1986. Hann hefur getið sér gott orð fyrir myndlist sína erlendis. Hann var valinn annar tveggja fulltrúa íslands á sýningu norrænna nýlistarmanna í Sveaborg í Hels- inki 1984 og er fyrsti myndlistarmaðurinn, sem fenginn er til að kynna verk sín og myndskreyta forsíðu nýstofnaðs mjög vand- aðs myndlistartímarits, Siksi, sem fjallar um norræna myndlist og er gefið út af nor- rænu listamiðstöðinni í Sveaborg. Halldór hefur haldið allnokkrar myndlistarsýningar hérlendis, en hann opnar einkasýningu í Nýlistasafninu nú í bytjun febrúarmánaðar. Myndverk Halldórs Ásgeirssonar, mál- verk, reflar og skúlptúrar eru mjög persónu- leg, um þau leikur ferskur andblær en um leið er í þeim einhver ævaforn taug. Hann leysir upp myndflötinn í táknmál í hreinum tærum litum, sem minnir á í senn indíána- list og norrænar hellaristur, en er þó eitt- hvað alveg nýtt. Erfitt er að fella hana undir þær klisjur, sem notaðar eru til þess að draga myndlist yngri manna í dilka. En hvemig hefur hann þróað með sér þetta myndmál? Frumform Og Höfuðskepnur „Eg byrjaði eiginlega á frumhugtökunum, þ.e. hring og þríhyrning, síðan höfuðskepn- unum Qórum, jörð, vatni, lofti og eldi. Eg íhugaði mikið þessi frumtákn og mér fannst ég þyrfti að skilja þau til þess að geta hald- ið áfram mína eigin leið. Áður en ég fór til Mexíkó veturinn ’82 var mín myndlist farin að taka á sig þá mynd, sem ég hef verið að þróa, eitthvað sjálfstætt bergmál af sjálf- um mér, sem ég tel vera mína myndrænu rithönd. Eg hafði áður verið mikið í gjörning- um og slíku, svokallaðri tilraunamyndlist, en kynslóðin á undan, t.d. Súmmararnir, höfðu mikil áhrif og höfðu gert mjög stóra hluti. Minn persónulegi stíll er þessi ósjálf- ráða myndskrift. Eg teikna myndirnar ómeðvitað á pappír, ég sest aldrei niður og ákveð að teikna, það bara kemur. Síðan fæ ég hugmynd að verki, sem ég hugsa síðan mjög meðvitað, vinn úr teikningunum og set saman í ýmis efni.“ En hafði hin sex mánaða langa dvöl í Mexíkó áhrif á hinn unga íslenska myndlist- armann og að hvaða leyti er myndlist indíánanna frábrugðin okkar vestrænu myndlist? EFTIR ÞORVALD FRIÐRIKSSON Höfnin á ísafirði í nóvemberbyijun. Akrýl á segldúk. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. FEBRÚAR 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.