Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 5
*V «í<BBnSW»i I i r- n i 1' Týr réttir fram hægri hönd sína og leggur í kjaft úlfinum. Mynd eftir C.E. Brock. Þessimynd er dæmi um raunsæisútfærslu á goðsöguefni. Ótrúlega fáir íslenzkir myndlistarmenn hafa sótt sér efnivið í norrænar goð- sögurþegará erlitið, hvað fomgrísk goðsöguefni hafa verið vinsæl tilþess- ara nota erlendis og em það enn. Meðalþeirra fáu, sem hér hafa sótt sér myndefni íþennan arf okk- ar er Haraldur Guðbergs- son. Hér er ein af myndum hans: Loki bundinn og Sig- yn með mundlaugina. Þegar fallinn stríðsmaður kom til Valhallar, tók valkyija á móti honum ogrétti honum drykkjar- hom. Efrihluti myndsteins frá Gotlandi, sem sýnirhvað lista- menn víkingaaldar tóku efnið miklu Iistrænni tökum en t.d. ýmsir 19. aldarmenn, sem eiga myndir í bókinni. TOMR.tF WR1 rom yfHfíiia Úr handriti Ölafs Brynjólfssonar. Þarna stendur með rúnaletri: „Ásaþór með Hamarinn Mjölni og spenntur megingjörðum, erþetta“ tákn eftir eigin þörfum. Það er augljóst að einungis mjög lítill hluti af hinum frumgerm- önsku rúnaristum hefur varðveist til okkar daga; að minnsta kosti hafa til þessa aðeins fundist fáar ristur og þær gera okkur ekki margs vísari um menningarsöguna. Sumar þeirra hefur tæpast tekist að ráða enn og að hinu leytinu eru þær mjög knappar og virðast einkum tákna nöfn eða töfrafor- mála. Svo mikið er víst að þær dýpka ekki að neinu ráði þekkingu okkar á þeirri skoð- un að germanir hafí haft sameiginlegar goðfræðilegar hugmyndir. ÁLETRANIR Á GERMÖNSK- RÓMVERSKUM MlNNISVÖRÐUM Aðrar germanskar áletranir, sem upp- runnar eru á tímanum frá síðari hluta 2. aldar til um það bil ársins 250, eru nokkru þýðingarmeiri fyrir þekkingu á hinni goð- fræðilegu heildarmynd. Ýmsir suðurgerm- anir urðu mjög háðir Rómveijum undir langvarandi yfirráðum þeirra; margir gegndu herþjónustu í rómverska hemum og sumir þeirra, bæði fjöldi hermanna og einnig aðrir einstaklingar, létu eftir sig minningarmörk, að hætti Rómverja, í formi áheita-áletrana á listilega höggna steina og ölturu, hinum ýmsu guðum til dýrðar. Fiest- ir þessara germönskrómversku minnisvarða í rómverskum stíl hafa fundist í landamæra- héruðunum við Rín og aðrir á Englandi við Hadriansmúrinn, þ.e. yfírleitt á þeim stöðum þar sem var rómverskt herlið með germ- önskum liðsmönnum. Áletranimar með nöfnum þeirra, sem steinana reistu, vitna um germanskan uppruna þeirra en auk þess eru í áletrununum tilgreind nöfn þeirra guða sem steinamir era helgaðir. Því miður er erfítt að nýta þetta mikilvæga efni. Germ- önsku guðanöfnin, sem þama standa, era flest nöfn á lítt þekktum vesturgermönskum guðum, flestum kvenkyns, og sumir þeirra era e.t.v. ekki einu sinni germanskir að upprana heldur fengnir frá keltum. Á öðram stöðum koma fyrir alkunn rómversk guða- nöfn en við þau er skeytt germönskum auknefnum. Það sýnir að hér er átt við germanska guði sem germanir, þjónandi Rómveijum, hafa þóst kannast við í róm- verskum goðheimi. Þeir nefna þá rómversk- um nöfnum þannig að þegar í áletraninni stendur Merkúr, Herkúles eða Mars þá eiga þeir í raun og vera við Óðin, Þór og Tý. Þetta er svipað háttalag og hjá rómverskum rithöfundum þegar þeir stöku sinnum ræða um guði germana; þá nefna þeir þá ekki germönskum nöfnum heldur rómverskum. Þessi latneski umbúnaður bæði germana og Rómveija eykur auðvitað stórlega óviss- una um mynd hins fomgermanska guða- heims. Túlkunin verður enn vandasamari þegar hinn trúrækni germani ritar ómenguð rómversk guðanöfn í áletran sinni án germ- anskrar viðbótarskýringar. Þegar slíkur maður heitir á Mars í áletrun sinni er ógem- ingur að vita hvort hann er algerlega orðinn að Rómveija, hefur snúist til rómverskrar goðadýrkunar og á í raun og veru við róm- verska guðinn með þessu nafni eða hefur hinn germanska Tý í huga; eða hvort þess- ir tveir guðir hafa á óljósan hátt rannið saman í einn. Nöfn Vikudaganna Annað athyglisvert samræmi milli hins rómverska og hins germanska guðaheims er að fínna í nöfnum vikudaganna. Þetta er mikilvægt því að það sýnir að sumir hinna suðurgermönsku þjóðflokka a.m.k. hafa þekkt sömu megingoðin og þeir sem norð- urfrá bjuggu. Á keisaratímanum fóru Rómveijar að kenna dagana við guðina: Sol, Luna, Mars, Merkúr, Júpiter, Venus og Satúmus. Germanir undir rómverskum áhrifum tóku upp sama sið en settu sem best þeir gátu germönsk goðanöfn í stað hinna rómversku: Sól, Mána, Tý, Óðin, Þór, Frigg og þau hafa reynst svo lífseig og hagnýt að enn má glöggt þekkja þau í daga- nöfnum skandinavísku málanna. ensku og þýsku (þar sem hinn fomi Oðinsdagur, Wodanstag, varð þó að víkja fyrir Mittwoch sem notað var í suðurþýsku héraðunum.) Það var einungis hinn gamli, merkilegi Sat- úmus sem germanir fundu enga jafnkosta samsvöran fyrir og notuðust þeir víðast hvar við önnur nöfn á síðasta dag vikunnar (á Norðurlöndum: laugardag, þ.e. þvotta- dag). Hinn Suður- GERMANSKIARFUR Á ýmsum stöðum í ritum hinna fyrstu kristnu sagnaritara og trúboða er hægt að fínna einstakar vísbendingar sem varpa ljósi á fomgermanska goðatrú og sagnaþróun en allt er það mjög brotakennt og ótraust. Og að því er suðurgermani varðar er ógem- ingur að setja saman heildarmynd goða- fræðinnar úr því fátæklega efni sem varðveist hefur. Það kann að þykja einkennilegt að svo fátt er um minjar frá suðurgermönskum svæðum um hinn foma goðaheim. En hitt er þó í rauninni ennþá furðulegra að enn skuli sjást örugg merki hans. Búast hefði mátt við að margskonar aðstæður, sem ríkt hafa á ýmsum tímum, hefðu afmáð hann með öllu. Þar mætti fyrst nefna útþenslustefnu kelta sem höfðu menningarlega yfírburði í Mið- og Vesturevrópu á 5.-3. öld f. Kr. Hún hlýtur að hafa fært hinum germönsku ná- grönnum ýmsar nýjar og ffamandi menning- arhugmyndir, einnig á sviði trúarbragða, bæði þær sem voru keltneskar að upprana og aðrar sem streymt höfðu til Miðevrópu eftir hinum löngu samgönguleiðum keltanna austur á bóginn. Síðar hófust stöðugt nánari samskipti og nábýli Rómveija og suðurgermana sem höfðu djúp áhrif á trúarhugmyndir germana eins og sést m.a. af áðumefndum áheita- áletranum. Þessi samskipti hófust raunar strax þegar Kimbrar og Tevtónar komu fyrst fram á sjónarsviðið um 100 áram f.Kr. og héldu áfram eftir að veldi kelta leið und- ir lok í víðtækum landvinningum Cæsars LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. FEBRÚAR 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.