Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 6
og eftirmanna hans í Mið- og Vesturevrópu frá því um 50 f. Kr. og þar til Rómaveldi tók að liðast í sundur um 400 e.Kr. Þjóðflutningatíminn Næstu aldir á eftir mótuðust af hrikaleg- um atburðum sem hlutu óhjákvæmilega að valda upplausn í hinum germanska heimi en þar hafði ástandið verið tiltölulega stöð- ugt fram að þeim tíma. Á þjóðflutningatím- anum voru næstum allir germanskir kynflokkar í Miðevrópu á faraldsfæti. Lykt- imar urðu þær að sumir þeirra liðu undir lok en aðrir stofnuðu ný ríki í héruðum sem áður vom rómversk skattlönd og þar urðu nýju íbúamir fyrir sterkum áhrifum af grískrómverskri menningu sem drottnaði áfram þótt Rómaveldi hryndi. Og á víðáttu- miklum svæðum í norðanverðri Miðevrópu, sem germönsku þjóðflokkamir yfirgáfu í flutningum sínum, settust síðan slavneskar þjóðir að. Mikilvægustu ástæðumar fyrir því að margt í fomri germanskri menningu og goðatrú gat þraukað af ringulreið þjóð- flutningatímans eru sennilega m.a. fólgnar í því að sumir germanskir þjóðflokkar, t.d. FVísir og Saxar, tóku aðeins að hluta þátt í búferlaflutningunum og a.m.k. flölmennir hlutar þeirra héldu kyrru fyrir í gömlu átt- högunum. Kristnin á Germönsku SVÆÐUNUM Að lokum breiddist kristnin út í hinum germönsku héruðum meginlandsins skref fyrir skref og henni var beinlínis og meðvit- að beint gegn hinni fomu trú. Boðberar hinna nýju trúarbragða litu ekki einungis á hin fomu goð sem heimskulegan og innan- tóman hugarburð menningarsnauðs fólks heldur töldu þeir þau vera einkar athafna- sama djöfla og ára. Þegar á 4. öld hafði sá hluti Austgota, er sest hafði að í kristnu héruðunum við Svartahaf, skipt um trú. Trúarskipti Vestgota urðu á þeirri sömu öld; það voru kristnir Gotar sem hertóku Róm árið 410 undir stjóm Alreks. Á 5. öld gengu einnig Austgotar og Langbarðar á Italíu kristninni á hönd og sömuleiðis íbúar hinna germönsku ríkja Miðevrópu: Ala- mannar, Bæjarar, Þýringar, Frankar og fleiri. Engilsaxar fylgdu í kjölfarið á 6. öld (en hinir írsku keltar höfðu stofnað sína kristnu kirkju þegar í kringum árið 400). Síðastir fóru Frísir þessa sömu leið og einn- ig Saxar sem Karl mikli þröngvaði til kristni með ómannlegri grimmd seint á 8. öld. Kristnir Trúboðar Það var ekki verkefni kristnu trúboðanna að varðveita þekkingu á heiðnum sið í trúar- sögulegum og þjóðfræðilegum lýsingum sínum. Verkefni þeirra var þvert á móti að afmá heiðnina sem mest þeir máttu og eins rækilega og hægt var. Hinir kristnu boð- berar höfðu auðvitað engan hug á að kanna staðbundinn mismun í heiðnum trúarkerfum germönsku ættflokkanna; það var engin ástæða til að taka sérstaklega eftir slíku því að allt voru þetta samkynja verkaform djöfulsins. 1 trúboðssögunni er að vísu að finna hér og þar umfjöllun um heiðinn sið og heiðnar helgiathafnir en allt er það slitr- ótt og tilviljunarkennt og varla til að reiða sig á þegar grannt er skoðað. Það er rætt um skrautleg hof, það er rætt um hjáguða- myndir sem steypt er af stalli en alls ekki er hægt að telja öruggt að slíkar lýsingar séu byggðar á eigin sjónarvætti þess sem lýsir. Trúboðamir prédikuðu og ræða þeirra var uppfull af föstum orðasamböndum, sem nota mátti alls staðar í gjörvallri trúboðssög- unni og eru notuð enn nú á dögum; þau eru tekin beint úr fastnjörvuðum fyrirmynd- um heilagrar ritningar um heiðna goðadýrk- un: „... guðum, sem eru handarverk manna, stokkar og steinar, sem eigi sjá og eigi heyra og eigi eta og eigi fínna lykt." (V. Mósebók 4:28-29.) Jafnvel eftir þetta stutta yfírlit, þar sem stiklað er á stóm um ástandið á ýmsum tímum, ætti engan að furða á því að ekki hefur varðveist þekking á samfelldum suð- urgermönskum trúarkerfum. Að því er suðurgermani varðar verður að láta sér nægja að safna saman hinum fáu, vand- túlkuðu og oft ótraustu brotum sem hægt er að fínna hér og þar þrátt fyrir veldi kelta, veldi Rómverja, þjóðflutninga og kristni. í stærra samhengi er þetta efni afar þýðingarmikið. Það varpar hvað eftir annað ljósi á þær leifar heiðinna hugmjmda og siða sem allt fram til okkar daga hafa verið við lýði í alþýðlegum venjum og hátt- um um alla Mið- og Norðurevrópu. Og stundum eykur það á merkilegan hátt við ríkulegt safn heiðinna trúarminja sem sagnamenn Norðurlanda, seint á heiðnum tíma og snemma í kristnum sið, hafa varð- veitt í listrænum bókmenntaformum. Litla sviðið: EINÞA TTUNGAR EFTIR TVÆR SKÁLDKONUR Hvorki er lát né endir á því fjöri, sem einkennt hefur leikhúslífíð í vet- ur, og má víst einstakt telja, að engin sýning fellur. Þvert á móti er aðsóknin með mesta móti, enda óvenjulega margt áhugavert á boðstólum. Litla svið Þjóðleikhússins í fyrr- um íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar hefur átt góðu gengi að fagna og hefur leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, í smásjánni, gengið þar við góða aðsókn og undirtektir. Nú eru enn tíðindi af Litla sviðinu. Næst- komandi þriðjudag, 24. febrúar, verða frumsýndir þar tveir einþáttungar eftir tvær skáldkonur, sem heyja frumraun sína að þessu leyti. Þessir einþáttungar eru Draum- ar á hvolfi eftir Kristínu Ómarsdóttur, bókmenntafræðinema, og Gættu þín eftir Kristínu Bjamadóttur, leikkonu, sem starfar nú úti í Svíþjóð, en er lesendum Lesbókar vel kunn fyrir viðtöl og ljóð, sem hafa marg- sinnis birzt eftir hana. Leikrit þessi hlutu verðlaun í samkeppni Þjóðleikhússins um gerð einþáttunga í til- efni loka „Kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna" og leikstýrir Helga Bachmann þeim báðum. í úttekt á leikritunum tveim- ur, sem leikstjórinn gerði fyrir Þjóðleikhúsið í upphafí leikárs, segir hún m.a.: „Áð mínu mati eiga þessir tveir einþátt- ungar góða möguleika á að halda lífí hlið við hlið. Þeir eru býsna ólíkir að ytri gerð, þ.e. gerast á ólíkum vettvangi, en undir niðri slær skyld taug. Það sem þeir eiga sameiginlegt er póesía (ljóðræna), skáld- skapargildi og ákveðin fagurfræði án kvenrembu." Kristín Bjarnadóttir fæddist í Húnaþingi árið 1948 og ólst þar upp. Fyrstu kynni hennar af leiklist voru útvarpsleikritin úr viðtækinu heima í Haga, en fyrsta leiksýningin, sem heillaði hana var „Vér morðingjar" eftir Guðmund Kamban, sem Þjóðleikhúsið sýndi á leikför fyrir norð- an. Eftir gagnfræðapróf frá Reykjaskóla í Hrútafírði vann hún ýmis störf í Reykjavík og eitt ár í London. Þá var hún á lýðháskóla í Danmörku í eitt ár og ákvað þar að helga sig leiklistinni. Hún stundaði nám í Leiklist- arskóla Ævars Kvaran í tvo vetur og síðan í Leiklistarskólanum í Óðinsvéum í Dan- mörku vetuma þijá frá 1971 til 1974. Að námi loknu starfaði hún sem leikari í Dan- mörku árin 1974 til 1978, fyrst í Ieikhúsinu í Óðinsvéum og síðan með leikhópunum Möllen í Haderslev og Baadteatret í Kaup- mannahöfn. Þá lék hún í kvikmyndunum „Skytten" 1977 og „Balladenom Torvald og Linda“ 1981. Á árunum 1978—1985 lék hún í Reykjavík bæði í Þjóðleikhúsinu og í Iðnó og leikstýrði áhugaleikfélögum á lands- byggðinni. Veturinn eftir lék hún hjá Göteborgs Statsteater. En Kristín hefur ekki síður helgað sig ritlistinni. Hún hefur birt ljóð í mörgum tímaritum, flutt ljóðaþætti í útvarpinu, þýtt leikrit og skrifað viðtalsbókina „Reyndu það bara“. Að sögn Helgu Bachmann leikstjóra er aðal Kristínar í skáldverkinu „Gættu þín!“ hlýr og ljóðrænn stíll, sem helgast af því hve mjög hún hefur fengist við Ijóðagerð. Leikritið fjallar um leit manneskjunnar að sjálfri sér í þessari stríðu veröld sem lifum í og um baráttu fólks sem er viðkvæmara öðru. Þeim reynist torsóttari leiðin að „dvelja í sjálfu sér“, þar sem mikið er um áreiti. En síðast en ekki síst fjallar leikritið um mannleg samskipti. Kristín Ómarsdóttir Kristín Ómarsdóttir hefur skrifað ljóð og sögur frá bamæsku en „Draumar á hvolfi" er fyrsta leikverk hennar. Hún hefur einungis birt ritverk eft- ir sig áður í skólablöðum, enda er Kristín aðeins 24 ára og stundar nám í bókmennta- fræði við Háskóla íslands. Hún hefur verið búsett í Kaupmannahöfn og á Spáni á þriðja ár og lagt stund á spænskunám við Kaup- mannahafnarháskóla. Leikhúsbakteríuna fékk hún sem bam, þegar hún sá „Þið munið hann Jömnd“ eft- ir Jónas Ámason í Iðnó og „Dimmalimm" eftir Herdísi Egilson í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur tekið kúrs í nútímaleikritun hjá Mart- in Regal í Háskóla íslands, en að hennar sögn var sú leiðsögn henni mjög lærdóms- rík og örvandi. Að sögn höfundar íjallar leikurinn um ást og kulda, mann og konu og strák. Og það sem er sagt og það sem ekki er hægt að segja, þögnina, orðið og manneskjuna í lokuðum heimi. Kristín Ómarsdóttir (Ónefnt) Vertu hjá mér. Það eru svo fáir. Ekki einn. Ekki neinn. Og aðeins þú. Og aðeins þú. Og aðeins þú veist um mig. Vorkona Og ég fell með regndropum um nótt hægt undir húsvegg. V' Kristín Bjarnadóttir Kristín Bjarnadóttir: Tímamót þessi haustbirta svo nístandi kyrrðin hvelfist yfir og ferskleikinn í loftinu — ber falskan keim meðan laufin falla í sársaukafullu litskrúði svona skógivaxið haust þrá mín verður ísköld og sterk líkist gömlum söknuði Logndrífa svo fellur snjórinn á hár þitt ég horfi á þig — alkrýndan árstíma meðan við göngum gegnum vetrarævintýrið og komumst að því að við getum engan veginn án okkar verið Ekki lengur nú á ég erfitt með að muna hvað það var — sem var svo erfitt á bágt með að skilja hvað við áttum bágt — í hvort öðru þegar ég man ekki lengur Höfundarnir eiga það sameiginlegt að yrkja Ijóð. í tilefni frumsýningarinnar birtir Lesbók nokkur Ijóð eftir þær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.