Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 15
Örin á þessari mynd bendir á sama stað á enni fílsins og á teikningunni. lega stutta veglengd og deyja fljótlega út á svæðum, sem vaxin eru þéttum, háum skógi. Það er hins vegar vitað, að lágtíðni- hljóð geta borizt mun lengri vegalengd áður en nokkuð fer að draga úr styrkleika þeira að ráði. Tjáskiptakerfi, sem býr yfir svona mikil- vægum eiginleikum, verður að skoðast sem einkar mikilvægur þáttur fyrir dýrasam- félag, þar sem ættbálkarnir skiptast niður í hópa, sem hafa mismunandi sterk tengsl innbyrðis, oft á tíðum ólíkar ferðaáætlanir eða ástæður til að safnast saman eða dreifa sér. AUKIN ÞEKKING Á ATFERLI FÍLANNA KANN AÐ VERÐA ÞeimTilLífs Þeir sem einna mest hafa unnið að rann- sóknum á fílum, bæði af afrískum og Asíu’ stofni, hafa um áraraðir verið að velta fyrir sér ástæðunum fyrir skyndilegum, sam- hæfðum tilfæringum stórra hópa af fílum, þegar allir hóparnir taka allt í einu að rása að einu og sama markinu, en fílar hafa uppi slíkar tiltektir án þess að menn hafi við athuganir sínar getað greint, að nokkrar merkjasendingar hafi farið á milli hópanna. „Notkun kallmerkja gæti skýrt þetta fyrir- brigði," segir frú Payne, og hún bætti við: „Við erum að vona, að með því að öðlast skilning á merkingu þessara lágtíðnikall- merkja, verði fremur unnt að stuðla að því að bjarga fílunum frá útrýmingu." Hún benti jafnframt á í þessu sambandi, að fílar af Asíustofni séu nú þegar komnir á opin- bera skrá yfir dýr, sem eigi yfir höfði sér útrýmingarhættu. Þá er vitað, að afrískir fílar eru líka í verulegri hættu af völdum ófyrirleitinna veiðiþjófa. Þau skörð, sem ólöglegar veiðar á afrískum fílum, höggva í fílahjarðirnar í þjóðgörðum Afríku eru tilfínnanlega, þótt nokkuð sé reynt að koma í veg fyrir gripdeildirnar með varnaraðgerð- um og eftirliti. „Það er okkar einlægasta von,“ sagði Katharine Payne ennfremur, „að starf okkar verði til þess að auka líkurnar á að fílarnir fái Iifað af í heiminum. Því meira sem mennimir vita um önnur dýr, þeim mun betur ættu þeir að geta gert sér grein fyrir því, að lifnaðarhættir dýranna byggjast einnig á margþættu og flóknu atferli, sem meðal annars felur í sér umhyggju og var- hygð, sem er nægilega lík þeim kenndum sem við sjálf búum yfir til þess að unnt sé að horfa framhjá þeim.“ FílarEiga Sér Flókið Samfélagsmynstur Þá vakti Katharine Payne einnig athygli á því, að þær Cynthia Moss og Joyee Poole, tvær vísindakonur, sem mikið hafa starfað að rannsóknum á fílum í Amboseli-þjóðgarð- inum í Kenýa, hafi gert skipulegar at- huganir á hinu margslungna og háþróaða samfélagi, sem fílar hafi myndað með sér. Hafa þær komizt að raun um, að samskipti milli fílanna eru miklu víðtækari en svo, að þau nái einungis til meðlima sjálfrar kjarna- fjölskyldunnar í fílahjörðinni. Margþætt samskiptatengsl eru fyrir hendi, sem ná til margra tuga dýra innbyrðis. Afkvæmin halda sig hjá foreldrum sínum, afa og ömmu, systkinum sínum, með frændum sínum og frænkum í tugi ára. Dýrin sjá fyrir þörfum hvers annars og vinna saman að fæðuöflun o.fl. Vísindakonurnar tvær komust að því, að uppátæki fílabarnanna ráða oft á tíðum því, hvað allur hópurinn sem heild fer að gera. Þegar fílakálfur vill til dæmis fá sér blund stanzar öll fjölskyldan þar á staðnum og bíður þess, að kálfurinn hafi sofið nægju sína áður en aftur er haldið af stað. Það er ætlun þeirra Kathariene Paynes, dr. Langbauers og Elizabeth Thomas að gera innan næstu tveggja ára ýtarlegri rannsóknir á lágtíðnihljóðmerkjum og til- svarandi viðbrögðum í atferli bæði hjá fílum af afrískum og asískum stofniX sem lifa villtir í sínu náttúrulega umhverfLMeð því að nota við athuganir sinar sérstaklega hannaðan tækjabúnað á athuganastöðvum sínum geta þau bæði fylgzt náið með atferli fílanna úr lítilli fjarlægð, tekið kvikmyndir af þeim og samtímis hljóðritað bæði heyran- leg hljóð þeirra og líka lágtíðnihljóðmerkin. Þess er vænzt, að afraksturinn af þessum væntanlegu rannsóknum þeirra, eigi eftir að veita mönnum mun betri innsýn í þau áhrif, sem gagnkvæm tjáskipti fílanna hafa beinlínis á atferl þeirra og á einstaka þætti í samfélagsferð þeirra. (HALLDOR VILHJÁLMSSON ÞÝDDI) Pálmi Eyjólfsson Á Skóla- vörðuholti Hátt yfir bænum rís tuminn tiginn og hár, hér tifar klukkan og héðan skynjarðu hljóminn, sem berst milli húsanna bjartur um daga og ár til bræðra, systra og minnir á helgidóminn. Hjá Hnitbjörgum beið þetta blessaða Klapparholt, eftir bjartsýnum mönnum og nú er risin hér kirkja. í minningu Hallgríms, höfuðborginni stolt til heiðurs trúarskáldi, sem varð að yrkja. Og héma kveðjum við vin í síðasta sinn, með sálmi um blómið, sem djúpt í bijóstinu hljómar og hér munu brúðhjón brosandi ganga inn með blikið í augum, því framtíð í hillingu ljómar. Á bjargi reis kirkjan svo vegleg um ókomin ár hér er hún og vakir í heimi veraldargæða. Hátt yfir borg rís turninn tiginn og hár tilkomumikill — og bendir okkur til hæða. Höfundurinn býr á Hvolsvelli. Jón Steinar Ragnarsson Apologue I Er það metnaður þinn að vera verklaginn maður á sjó? Er það metnaður þinn að stimpla þig inn á slaginu? Er það metnaður þinn að borga öll þín gjöld og hafa allt á hreinu gagnvart samfélaginu? Vinnuveitandinn kinnkar kolli, og „Gott hjá þér vinur." Er það metnaður þinn? Ef svo er þá hafðu það hugfast... að einn morgun, þegar klukkan hringir, munt þú vakna dauður og enginn mun minnast þess. Höfundur er ungur ísfirðingur og býr í Hveragerði. Tvö Ijóð frá Spáni Steinar V. Árnason þýddi. Antonio Machado (1875—1939) Tólf högg sló klukkan Tólf högg sló klukkan og tólf sinnum skall rekan í svörðinn. Eg hrópaði: Stund mín er komin. Þá svaraði þögnin: Óttastu ekki því þegar síðasti dropinn í vatnsúrinu blikar og fellur verða augu þín lokuð. Lengi muntu sofa á þessari strönd en vakna á heiðum morgni í bát þínum bundnum við bakkann hinu megin. (Soledades, galerias y otros poemas 1899—1907) Madrigalinn um Mjallhvíti Mjallhvít fór á ströndina. Hún hlýtur að vera bráðnuð núnal Mjallhvíta norðanblómið fór í suðursjóinn að baða litla kroppinn. Hún hlýtur að vera bráðnuð núna! Mjallhvít, hvít og köld, hvi fórstu í sjóinn að baða litla kroppinn? Þú hlýtur að vera bráðnuð núna! (Marinero en tierra, 1924) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. FEBRÚAR 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.