Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 14
D Y R I N FILAR eiga sér leynilegt merkjamál Nýlega hafa vísindamenn við Comell-háskóla í Bandaríkjunum uppgötvað, að fílar gefa frá sér sérstök hljóð, sem hafa mjög lága tíðni og manns- eyrað nær því ekki að greina. Hljóðmerki þessi nota fílamir sem eins konar „leynilegt“ merkjamál sín á milli, þegar þeir þurfa að hafa samband við aðra meðlimi hjarðarinnar og virðist þá ekki skipta máli, hvort þeir em stutt eða langt undan. Talið er, að dýrin myndi þessi hljóð á sérstökum bletti framan á enninu, er þau geti látið titra og þannig myndað hljóðöldur með afarlágri tíðni eða á bilinu 14 og upp í 24 hertz, en sú tíðni er fyrir neðan neðri mörkin á hljóðsviði mannseyrans. ÓVÆNT UPPGÖTVUN Þetta er fyrsta vitneskjan, sem menn hafa aflað sér um að landspendýr geti líka framleitt slík lágtiðnihljóð, og þessi upp- götvun gerir það að verkum, að hin dimm- rödduðu kallhljóð fílanna bætast núna í hinn öfluga kór villtra dýra, þar sem fyrir voru hátíðniskrækir leðurblökunnar, sópranradd- ir höfrunga, alt-væl úlfa og amerískra sléttuúlfa og kveðandi rödd hnúfubaksins, sem getur hljómað allt frá björtum tenór og niður í djúpan bassa. En hvort sem mannseyrað nær að greina þessi hljóð dýr- anna eða ekki, þá er mönnum merking þeirra og hlutverk enn algjör ráðgáta og hafa löngum valdið þeim líffræðingum, sem stundað hafa vísindalegar athuganir á dýr- um, hinum mestu heilabrotum. „Þessi nýjasta uppgötvun jafnast á við það að fínna allt í einu ættbálk með hingað til alveg óþekkt tungumál," sagði dr. Thom- as Lovejoy, varaforseti vísindadeildar hinnar þekktu náttúrufræðistofnunar World Wild- life Fund í Washington. „Ég hygg, að þessi uppgötvun eigi eftir að opna algjörlega nýjar brautir fyrir skilning okkar á því, á hvem hátt fflar halda uppi sambandi sín á milli og hvemig innri uppbyggingu samfélags þeirra er varið.“ Fyrstu athuganir, sem vísindamennimir gerðu á tengslunum milli lágtíðnihljóða fíl- anna og atferlis þeirra, leiddu til þess að vísindamennimir tóku að álykta, að lágtíðni- hljóðin kynnu að vera ein af aðferðunum, Afmarkaður blettur á enni fílsins, þar sem nefgöng dýrsins opnast á höfuð kúpunni, tekur að ganga í bylgjum og titra þegar dýrið gefur frá sér hljóð. Bæði þau hljóð sem mannseyrað fær greint og eins þau lágtíðnihfjóð sem eru fyrir neðan heymarsvið mannsins. Örin bendir á þennan stað á teikningunni. Afeð þessum hljóðmerkjum geta fílar haft samband sfn á milli um langa vegu. Vélinda Barki Rödd fílsins á nefgöngunum Loftgöng sem dýrin nota til tjáskipta. „Við vonum, að þessar athuganir okkar og frekari rannsóknir í framtíðinni eigi eftir að leiða til þess, að við öðlumst mun betri innsýn í lifnaðarhætti fíla og eins hvaða hlutverki þessi kallmerki dýranna gegna í sambandi við samræmingu á hinu einstak- lega flókna atferlismynstri þeirra,“ sagði Katharine Payne, en hún er ein í hópi þeirra vísindamanna við Cornell-háskóla, sem unnið hefur að þessum rannsóknum að undanfömu, ásamt þeim William Langbauer jr. og Elizabeth M. Thomas. Þegar Katharine Payne var að fylgjast með atferli fílahóps í Washington Park- dýragarðinum í Portland, Oregon-fylki, fann hún skyndilega fyrir óvenjulegum, takt- föstum titringi eða sveiflum í loftinu í kring- um sig, og fannst henni að þessar sveiflur vöruðu í um það bil 10—15 sekúndur í hvert sinn, sem hún varð þeirra vör. „Þetta voru sveiflur ekki óáþekkar þeim titringi, sem stafar frá stórri pípu í kirkjuorgeli eða svip- aðar veikri höggbylgju, sem maður verður óljóst var við frá þrumum langt í burtu," sagði Katharine Payne, þegar hún rifjaði þetta atvik upp í viðtali við The New York Times. „Ég fékk hugboð um, að það væm fílam- ir sem á einhvem hátt væru valdir að þessum óljósa titringi loftsins, sem ég skynjaði, og þá ef til vill með því að gefa frá sér hljóð með afar lágri tíðni.“ Huoðmerkin Staðfest Frú Payne hefur um árabil einnig verið meðlimur í rannsóknarhópi, sem starfar á vegum Dýrafræðifélagsins í New York, og hefur unnið að vísindastörfum áinum með aðsetri i bænum íþöku (Ithaca) þar í fylkinu. Þegar hún var komin heim til íþöku eftir dvöl sína vestur í Oregon-fylki tók hún ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Dýra- fræðifélaginu í New York að verða sér úti um alls konar feiknarlega næm mælinga- tæki til hljóðmælinga og sneri svo aftur vestur til Portlands með þennan tækjabúnað í fórum sínum til að gera nákvæmari at- huganir á þeim óljósu hljóðbylgjum, sem hún hafði orðið vör við í námunda við fílana. Vísindamennimir komust að raun um, að þegar dýrin gefa frá sér heyranleg kallhljóð, má greina titring eða skjálfta á afmörkuðum bletti á enni þeirra, og sézt þessi titringur allan þann tíma sem dýrin rymja eða þegar þau reka upp drynjandi öskur. En athugend- umir tóku auk þess eftir því, að í hvert sinn sem hin ofumæmu hljóðmælingatæki þeirra tóku að mæla og skrá hljóð frá fílunum, sem höfðu afar lága tíðni og þeir gátu sjálfir- alls ekki greint, þá hélt titringurinn á ennis- bletti fílanna áfram að sjást. Hugboð það, sem Katharine Payne hafði fengið, reyndist því vera rétt. Nánari frásögn af þessum athugunum frú Payne og samstarfshóps hennar á þessum „leynilegu" hljóðmerkjum fílanna mun verða birt í næsta hefti banda- ríska vísindatímaritsins Behavioral Ecology and Sociobiology. Frekari rannsóknir, sem fyrirhugað er að gera á þessu fyrirbrigði, verða kostaðar af Wild Life Fund, Cornell- háskóla og Landfræðifélagi Bandaríkjanna (The National Geographic Society) í samein- ingu. Rannsóknirá DÝRAHUÓÐUM Töluverðar rannsóknir hafa þegar verið gerðar á því, hvernig varið er notkun dýra á hljóðmerkjum, og það hjá jafn ólíkum dýrum og leðurblökum og snjáldurmúsum. Hafa rannsóknimar hingað til einkum beinzt að hátíðnihljóðum þeim, sem þessi dýr gefa frá sér, en tíðni þeirra er langt fyrir ofan efri mörk heyrnarsviðs mannsins, sem þó spannar 20 og allt upp í 20.000 hertz. Hefur fram til þessa afar lítið verið vitað um notkun dýra á merkjahljóðum með lága tíðni. Um nokkrar fuglategundir, svo sem dúf- ur, perluhænur og hina ófleygu kasúa, er þó vitað, að þær skynja lágtíðnihljóð, en aftur á móti er ekki að fullu vitað, hvaða þýðingu þessi hljóð hafa fyrir líf fuglanna og atferli. Þá er einnig vitað, að langreyður á það til að gefa frá sér sterk kallmerki með lágri tíðni, sem fræðilega séð ættu að geta borizt langar vegalengdir neðansjávar. Hvaða tilgangi þessi kallhljóð hvalanna þjóna er aftur á móti ekki vitað með vissu. Gerðar hafa verið vísindalegar athuganir á afrískum fílum og fóru þær aðallega fram í hinum fræga Amboseli-þjóðgarði í Kenýa, en svipaðar athuganir fóm einnig fram á Asíufílum í dýragörðum í Oregon og Flórída í Bandaríkjunum og þykja niðurstöður þess- ara athugana hafa gefíð til kynna, að í þeim lágtíðnihljóðum, sem fílamir gefa frá sér, felist mikill fjöldi skilaboðs til dýranna, sem veita merkjasendingum viðtöku. Vís- indamennimir veittu því athygli við at- huganir sínar og með því að nota hljóðritun- artæki sín fyrir lágtíðnihljóð, að þegar ein- hver fílakálfíir rak upp vein, þá tóku nokkr- ar fullorðnar fflakýr þegar í stað að færa sig í áttina til kálfsins og gáfu samtímis frá sér lágtíðnikallmerki. Fullorðnu ílamir gáfu einnig frá sér fjölmörg lágtíðnikallhljóð þegar hópurinn var í þann veginn að færa sig frá einu svæði yfír á annað eða þegar þeir vom að stugga villuráfandi fílakálfí aftur í átt til móður sinnar. AnnaðHuóð Kemur í Strokkinn Rannsóknarhópamir hafa komizt að raun um, að raddbeiting einstakra fíla felur í sér mismunandi gerð samhljóma og mörg af lágtíðniköllunum reyndust líka fela í sér heyranlegan harmónískan tón, sem manns- eyrað getur greint sem óljóst rymjandi snörl. Það hefur annars löngum verið álitið, að hin heyranlegu hljóð, sem fílar gefa frá sér — háværir blásturstónar, rymir og eins konar baul — væm einustu hljóðmerkin, sem þeir gætu framleitt til að hafa samband hvetjir við aðra eða koma áleiðis flóknari skilaboðum sín á milli, auk þeirra tjáskipta sem felast í lyktarmerkjum og snertingu. Uppgötvun vísindamannanna við Cornell- háskóla benda hins vegar eindregið til þess, að fílar hafí yfír að ráða miklu háþróaðra tjáskiptakerfí heldur en hingað til hefur verið álitið. Þá álíta vísindamennimir einnig, að þegar karlfílamir séu kynferðislega virkastir um fengitímann leggi þeir sérstaklega eyrun við lágtíðnikallmerkjum frá þeim kvendýr- um, sem beiða, og geri merkin þeim þá kleift að taka stefnuna beint til viðkomandi kvendýrs. Þetta mundi skýra eitt allra dular- fyllsta atriðið í atferli fíla, sem dýrafræðing- ar hafa lengi verið að velta vöngum yfir; hvernig karldýrin fara að því að leita uppi kvendýrin um fengitímann, en kvendýrin halda sig oft í margra mflna fjarlægð frá karldýrunum og vitað er, að fílakýmar beiða einungis í tvo daga á mánuði á meðan þær halda fijósemi sinni. Eldri Uppgötvun Frú Katharine Payne hefur ásamt fyrrum eiginmanni sínum, Roger Payne, unnið um tveggja áratuga skeið að rannsóknum á átferli hvala og tjáskiptum þeira. Hún er þekkt meðal dýrafræðinga fyrir þá upp- götvun, að allir höfrungar innan eins hóps taka upp á því að skipta um laglínu í „söngv- um“ sínum á nákvæmlega sama hátt. Þessi uppgötvun hennar virðist staðfesta, að höfrungarnir beinlínis læri söngbreytingarn- ar af foreldrum sínum og félögum í hópnum, og telst þetta því dæmi um vissa menningar- lega þróun, sem líta verður á sem nokkurn veginn sambærilega við þann hátt, sem mannlegt menningarmynstur breytist á. Niðurstöðurnar af rannsóknarstarfi frú Katharine Paynes hafa því orðið víðtækasta skráða heimildin, sem til er, um menningar- lega eðlisþætti eða eiginleika, sem dýr hafa sýnt sig að búa yfir. Að því er nýjustu rannsóknir á lágtíðni- hljóðmerkjum fílanna varðar, þá færa vís- indamennimir einnig rök að því, að þessi hljóðmerki séu sennilega m.a. notuð til að samræma betur gerðir og viðbrögð einstakl- inga innan nátengdra hjarðar, þegar fflarnir hafa dreift sér tiltölulega mikið og orðið alllangt á milli þeirra. Þetta á til dæmis við þegar fílar em að rása um skóglendi, því að þá er þeim mun auðveldara að halda sambandi hverjir við aðra með því að nota lágtíðniköll sín á milli, fremur en að grípa til hátíðnihljóða, sem einungis berast tiltölu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.