Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 7
T E I K N I MYNDAPERS O N UR Ljúfur húmor eða fólskubrögð sem aðhlátursefiii EFTIR JÓN ÓSKAR SÓLNES Fyrir nokkru birtist í Tímariti Máls og menningar grein eftir Umberto Eco, þar sem hann fór lofsamlegum orðum um teiknimyndasyrpur. Hann bendir á og rökstyður með nokkrum dæmum að áhrifamáttur teiknisería sé mikill og að í þeim leynist fjölbreyttur og blæbrigðaríkur stíll sem byggist á sam- spili texta og mynda. Við eigum því ekki að venjast, að virtir bókmenntamenn leggi sig niður við að fjalla um teiknimyndir á þennan hátt, a.m.k. ekki hérlendis þar sem teiknimyndasyrpur hafa hingað til hlotið litla umfjöllun. Þetta stafar kannski af því, að í fljótu bragði koma þær fyrir sem merkilegur samsoðningur af karikatúrmyndum, spennusögum og b-kvikmyndum. Og teikniseríur virðast skipta íslendinga litlu og eru aðallega ætlað- ar börnum, ef dæma á eftir úrvali í bóka- verslunum og söfnum. Erlendis er þessu hins vegar öðru vísi farið, en þar hefur á undanförnum árum verið svo mikil gróska í teiknimyndagerð, að hætt er að líta á myndasyrpur sem fá- nýtt afþreyingarefni, þar telst þetta vera fullboðleg listgrein og er jafnvel fjallað um þær á svipaðan hátt og hefðbundnar bók- menntir. Flestar teiknimyndirnar sem falla undir þessa skilgreiningu eiga rætur sínar að rekja til svokallaðs „sub-kúltúrs“ og ber inntak og umgjörð nýrri teiknimynda honum glöggt vitni. Yrkisefni eru margvísleg, en nokkrir bollar af samfélagsádeilu, fáein grömm af erótík ásamt hæfilegu magni af spennu að hætti Chandlers, þykja ómissandi. Fyrir Fullorðna Þeir sem kynnst hafa bókaverslunum er- lendis undanfarin ár vita að skonsa undir „teikniseríur fyrir fullorðna" þykir r.úorðið sjálfsögð, þá einkum í búðum sem hafa aðallega fagurbókmenntir á boðstólum. Einnig þykja búðir sérhæfðar í myndalitter- atúr ómissandi í bóhemahverfum þar sem plötubúðir og „second-hand“-búðir voru ein- ráðar til skamms tíma. Hérlendis eru dagblöðin enn sem komið er aðalvettvangur teiknimynda og eru þær flestar erlendar, þýddar af mismunandi kostgæfni. Augljós galli á þessu fyrirkomu- lagi er sá, að vandasamt er að fylgjast með söguþræðinum í lengri frásagnarsögum þegar aðeins er boðið upp á fjórar svart- hvítar myundir í einu, en stuttar sjálfstæðar sögur njóta sín mun betur. Nú veit ég ekki hversu margir lesa teikni- seríur dagblaðanna, en sjálfsagt eru þeir til sem telja þær gegna jafn mikilvægu hlut- verki við morgunverðarborðið og bakhliðin á kornfiexpakkanum. Þessu fólki ætla ég að bjóða að slást í för með mér og mun ég reyna að sannfæra það um að teikniseríur eru jafn mismunandi að gæðum og aðrar bókmenntir og fráleitt ómerkilegar með öllu. Ef Morgunblaðinu er flett, kemur í ljós aftarlega í blaðinu síða sem eingöngu er helguð afþreyingarefni. Þrír fastadálkar mynda umgjörð um myndasyrpur og eru þeir af mismunandi toga; stjörnuspeki, bridge og skákþáttur með stöðumynd. En teiknimyndasyrpumar em sex og ákaflega ólíkar að efnistökum, tækni og hugarfari. Ég skoða þær nánar í réttri röð. X—9, Lummó OG húmorlaus X—9 er sagan um spæjara sem gengur undir samnefndu dulnefni. Söguþræðinum í framhaldsseríunni kann ég ekki náin skil á og efast reyndar um að margir séu svo sólgnir í teiknimyndaævintýr að þeir nenni að fylgjast með honum að einhverju ráði. Aðalpersónan x—9 er hins vegar dálítð lummó og húmorlaus. Ef maður rýnir í allt of dökkar og fínlega teiknaðar línurnar verð- ur maður var við myndarlegan kjálkabreiðan töffara. Hans ógæfa er sú að hörkutólskost- ir fá sín ekki notið á fjómm myndum svart-hvítum. í cinemascope breiðtjaldsins er hægt að kýla á kjaftinn, stökkva yfir grindverk og ota brúnum og stæltum vöðv- um framan í áhorfendur. Því miður á x—9 Grettir - Skemmtilega Gallaður Ég hef aldrei skilið fólk sem á ketti. í mínum huga em kettir afundnir einfarar, grimmir, illa þefjandi og fjarskalega leiðin- legj; kompaní. Auk þess tortryggi ég skepnur sem gæða sér á köldum fiski. Kannski gmndvallast þetta álit mitt á því að ég hef aldrei sjálfur átt svona skepnu. ekki smugu á þessum fáu svart-hvítu dálk- sentímetmm. Til þess skortir hann gáfulegri söguþráð og frumlegri. Sé söguþráðurinn ekki beisinn, eru mynd- irnar sýnu verri. Þær eru einstaklega púkalegar. Sá grunur læðist að manni að höfundur/teiknari forvinni syrpuna á þann hátt að stilla upp fyrirsætum og ljósmynda og teikna síðan eftir myndunum. Erfitt er að skýra óþarfa raunsæiseltingaleik í and- litsgerð á annan hátt. Og þá tekur steininn úr þegar höfundur reynir að ná fram dýpt í teikningarnar, en það endar ævinlega með svo mörgum pennastrikum að myndin líkist helst svartri klessu. X—9 er þó ekki nógu slæmur gæi til að ergja mann verulega. Stundum vorkennir maður honum í rúllu- kraga/blazer-gervinu, en oftast sleppir maður því hreinlega að heilsa upp á hann. Ef dæma ætti x—9 eins og bíómynd, fengi hann spánýtt núll sem hann gæti notað sem markskífu við skotæfingarnar. En ég verð að viðurkenna að ég er veik- ur fyrir kjötfjallinu loðna, Gretti. Grettir, eða Garfield eins og hann heitir á fmmmál- inu, er nýliðinn á síðunni, sennilega innan við hálft ár síðan hann fór að birtast lesend- um. Hann er skemmtilega gallaður, svo mjög að Högni hrekkvísi virkar ákaflega normal í samanburði. Grettir er vestrænn nútímaköttur. Stund- ar ofát af miklum þrótti, er fúll á morgnana og skeytir þá skapi sínu á nánasta um- hverfi. Oftast verður hunddmslan Oddi fyrir barðinu, en eins og sönnum ketti sæmir ber hann heldur enga virðingu fyrir húsbónda sínum, nema á matmálstímum. Grettir er matarfíkill ofurseldur matargerðarlist hús- bónda síns, sem er einhleypur karlmaður og því snillingur í lasagnagerð. Milli hús- bónda og kattar rikir nokkur skoðanaágrein- ingur um afleiðingar lasagnaátsins. Strákum þykir Grettir vera akfeitur fitu- keppur en Grettir veit að þetta er misskiln- ingur, auðvitað er hann kraftalegur eins og „action“-köttur verður að vera. Þó minnist ég þess að Gréttir hafi einhvem tíma haft áhyggjur af skippundum í þunglyndiskasti en fljótlega komist að þeirri gleðilegu niður- stöðu að hann væri fráleitt of þungur, en kannski heldur lágvaxinn miðað við þyngd. Þessa tilfínningu kannast flestir við sem hafa hætt sér upp á vigtir þær sem spúa spjöldum gegn vægri greiðslu, en á slíkum apparötum er gjarnan mælikvarði sem sýn- ir að maður eigi að vera á hæð við Pétur Guðmundsson. Jim Davis veit að á þessum síðustu tímum er offita orðin jafn mikið feimnismál á Vest- urlöndum og geislavirkur kjamaúrgangur. Samt beitir hann teiknipennanum vægðar- laust og með skýram og fallegum dráttum hleður hann Gretti undirhökum, en jafn- framt verður kattarófétið óborganlega sjarmerandi. Enda er álíka erfitt að ímynda sér Gretti tágrannan og raddmikla negra- söngkonu réttu megin við 100 kílóa múrinn. Það era ekki einungis aukakílóin sem era listavel teiknuð. Öll svipbrigði söguhetjanna era ákaflega skýr og afdráttarlaus eins og venja er þegar listamaður beitir fáum en hnitmiðuðum pennastrikum. Bleknotkun Davies má líkja við bensíneyðslu vel stillts japansks smábíls, en Davies hefur þann kost að hann ryðgar ekki. A.m.k. hef ég aldrei orðið fyrir vonbrigðum með einfaldan og blátt áfram húmor Grettis. TOMMI OG JENNI - FÓLSKU- BRÖGÐ AÐHLÁTURSEFNI Ósjálfrátt koma Akraborgin, leiðtoga- fundurinn og jólin upp í huga mér þegar ég hugsa uin hina hviku útgáfu af Tomma og Jenna, hirði ég ekki frekar um að skýra það. Ég hef ekki enn gerst svo frægur að heyra einhvern hallmæla þeim „félögum" og era flestir giska ánægðir með framlag þeirra til íslenskrar sjónvarpsmenningar. Til era þeir sem hlunkast í gólfið af hlátri þegar Tommi fær fyrir ferðina enda samúð- in öll hjá Jenna. Én köttur og mús kvik- mynduð er annar handleggur og óskyldur því makalausa hugarfóstri er birtist í teikni- myndalíki í Mogganum. Ef því væri að heilsa að menn sýndu einhveija samúð við lestur myndasyrpunnar, þá hlyti hún að verða í garð höfundarins, sem virðist ekki ganga heill til skógar! Músinni sem læðist hefur bæst liðsauki og þekkti ég þær tvær ekki í sundur. Tommi köttur er á sínum stað og líkist lánlausa nafna sínum úr sjón- varpinu líkamlega en andlega er hann býsna fjarskyldur honum. Kötturinn sem birtist okkur í Mogganum virðist haldinn kvala- losta sem á fátt skylt við húmor. Og viti menn, mýsnar era ekki hótinu skárri. Jenni hrekkjalómurinn hugprúði úr sjónvarpinu er fjarri góðu gamni, í hans stað birtast ómerkilegir dvergsadistar vanmegnugir um að kreista fram bros hjá glaðværasta fólki. Ekki veit ég fyrir hvaða aldurshóp höfundur skrifar þessa seríu og raunar veit ég ekki hvað vakir fyrir honum. Líkamsmeiðingar og fólskubrögð virðast eiga að vera helstu hlátursefnin, því trúi ég ekki að höfundur sé að stíla á yngri lesendur. Mig rekur í minni að myndasyrpa þessi hafi upphaflega birst í Þjóðviljanum. Þar þótti hún svo lág- kúraleg að menn urðu sammála um að hætta birtingu hennar sem var hárrétt ákvörðun. Núna era Tommi og Jenni búnir að ergja mann svo oft og lengi á síðum Morgunblaðsins að hið áður óhugsandi hef- ur gerst. Ég er farinn að sakna Drátthaga blýantsins, þetta er þá alvöramál. Þó að sá drátthagi sé þrautleiðinlegur þá er hann ekki mannskemmandi stríðsæsingasinni. Burt með Tomma og Jenna af síðum Mogg- ans (syrpan er að auki hroðvirknislega teiknuð), þeirra rétta umhverfi er sjón- varpið. Og samúðarkveðjur sendi ég til höfundarins í von um skjótan andlegan bata. Ferdinand - Þægileg Og Yfirveguð Kímni Gáta: Hveijir era nánast eins, en samt ólíkir eins og skóbursti á hvolfi og harðsoð- ið egg. Svar: Ferdinand feðgar með og án hatts. Þó Ferdinand sé orðinn gamall í hett- unni, eldist hann sáralítið, a.m.k. líkamlega. Og þar sem hann er látbragðsleikari er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort hann eldist andlega því látbragðsleikur er oft tímalaus. Þó má greina ýmislegt í umhverfi hans sem segir okkur til um ártalið, þannig minnist ég þess að Ferdinand yngi’i hafi brugðið fyrir hlustandi á vasadískó, svo dæmi sé tekið. En andinn í seríunni er ávallt samur við sig þ.e. þægiieg og yfirveg- uð kímni, sem hvorki stuggar við fólki né framkallar hlátursrokur á Richter. Ferdinand var og er huldumaður. Ég hef LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. FEBRÚAR 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.