Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 12
prestur ekki látunum við mig, að byggja fyrir sig tólfæring og fór svo að ég hét honum komu minni með Goe byijun og þangað fór ég á settum tíma. Fór ég þá fyrst að smíða jám það allt sem þurfti til byrðingsins, en prestur lét vinnumenn sína saga, og ryðja innviði og fleira; vergagna- búð var mikil þar við sjóinn með spili framan undir, hún var losuð og átti þar inni að smíða skipið. Hafði ég ráðið til þess, því þá gat maður haldið verkinu áfram þó ill- viðri væri. — í þriéju viku Goe byijaði ég að tengja neðri stefnin við kjöltréð, var eftir það hvem dag hjá mér einhver af vinnumönnum prestsins eftir því sem hver var við látinn og bráðum varð það aðalhlutfall Sveins því hann var dálítið lagvirkur, var hann mér þá hinn auðveldasti og fylgispakasti, þótti mér ekkert að því, af því hann var glaðlynd- ur, og fann jafnan upp á einhverju ræðuefni til dægrastyttingar, galt ég honum það í líkri mynd eftir mínu skapferli. Það var einn dag, að veður var mjög slæmt, fyrst var framan af deginum aftaka rigning, svo búð- in lak öll stórkostlega, svo við urðum blautir af lekanum, og stundum urðum við að vera úti við með þau efni sem bágt var að rúma í búðinni, svo við urðum nærri því gegn- drepa; en síðari part dagsins kom bæði stormur og bleytu kafald. Og eitt sinn um daginn mælti Sveinn hlæjandi til mín: Það ætla ég, Jón minn! að hamingjan muni skipta misjafnlega kjörum okkar í kvöld, eins og hún er vön og þurfum við þó báðir góðra hluta við þegar við komum heim þjak- aðir af kulda og vosi. Þá svaraði ég: Það er mér nýtt, ef hamingjan breiðir faðminn að mér. Sveinn svarar: Hvað sem um það er, þá gjörir hún það samt nú, og ekki ónota- lega kallmannlegu kyni, og þykir mér auðsætt að þú hafnir ekki slíkri gæfuvon, því að það mundi ég ekki hafa gjört, hefði ég átt von á slíku happi. Þá svaraði ég: Vera má að okkur lítist þetta báðum ekki á einn og sama veg. Sveinn hló þá og mælti: Máské þú viljir þá selja mér þessa gæfuvon þína. Ekki veit ég það gjörla, svar- aði ég, fyrr en ég veit hvert happið er. Ef það er annars nokkuð annað en leikrit sjálfs þín. Eða má ég spyija: hver er þessi nota- lega hamingja? Það hvorki má ég né vil segja þér, mælti Sveinn, því þess óvæntar, sem þetta happ hnígur í skaut þér, þess glaðari verður þú og þess áhrifameiri og langvinnari verður ánægja þín. Því af því að þú er hraustastur kallmaður, þá vona ég að áhrifín verði þér ekki að meini hversu óvænt sem þau koma þér. Þá hló ég hátt og mælti: Góði Sveinn minn, hættu nú öllu þessu skáldlega rósamáli. Sveinn mælti: Ertu þá fráleitur að selja mér þessa von. Ég svaraði: Happið verð ég að vita fyrri heldur en ég verðlegg það, eða hvað mikið vilt þú gefa fyrir það? Sveinn svarar þá: Dýrt mundi ég hafa viljað kaupa þá von, ef ég vissi mér kaupvon í henni. En það hygg ég sem víst, að hvorki þú né aðrir veiti mér þann kauparétt þegar til alvöru kemur. Þá gjörði ég mig nokkuð alvarlegan og sagði: Það gjörir líklega hvorugum okk- ar neitt hvor okkar sem hlýtur, eða hvor okkar sem missir þessa von, eða hvort þú segir mér hana ellegar leynir mig henni, því að líklega eru þetta hégómlegir smámun- ir eður alls ekkert nema sköpunarverk sjálfs þín, ellegar eitthvað það sem mér er mót- fallið, því að heldur hefur mig dreymt þesslega, hvemig sem það rætist, en vissir þú nokkuð á þá leið mér til handa, þá þætti mér þú eiga að vera svo mannkæriegur að leyna mig þvi ekki. Þá þagði Sveinn um stund og mælti síðan: flest getur greinar- manni orðið greiður vegur, og sé ég nú að þú hefír tekið þér alvarlegri svip, og er þá ráð að ég gjöri þá hið sama, og skal ég þá segja þér dálitla sögu. — Það var í morgun, eftir að þú varst geng- inn til smíða en ég var að reka sauði á haga; hafði maður sá sem hirti ær og lömb komið heim í bæinn og kallað um hjálp að ná út hesti sem dottið hafði um nóttina inn- um ærhús, en þá var enginn við nema prestur sem nýkominn var á fætur, og vinnukonur. En meðan að þessu fór fram kom ég heim og þurfti ég að finna prest- inn. Gekk ég þá upp á baðstofuloft og að húsdyrum hans. Þar var dimmt inni, tók ég þá Ijós er var fram á loftinu og gekk með það inn í húsið og vildi vita hvort að prestur svæfi. En þar var einungis kona hans, og lá hún í hvílu sinni sofandi. Ég sá ritfæri prests á borðinu og kerti sem nýlega hafði verið slökkt á, byrjun var þar á sendibréfi sem prestur hafði hlaupið frá, þegar honum kom sagan um hestinn og húsbrotið, en forvitnin rak mig til að líta yfír þær línur sem komnar voru á bréfíð, og las ég þetta: Góðan morgun, heiðraði og stórgjöfuli vinur! Nú í dag sendi ég einn vinnumanna minna NíelsJónsson skáldi, annar höfundur sögunnar. Teikning eftir Sigurð Guð- mundsson máiara. til þín eftir umtali okkar til að sækja stúlk- una, Signýju dóttur þína, upp á þann grundvöll, sem að við höfum áður samið um, ef ské mætti að ég kæmi því til vegar, að heldur drægist aftur saman hugir þeirra Jóns og hennar. Ég ætla mér að láta hana sofa næstu nótt í rúminu sem er á móti Jóns rúmi, þau eru í húsinu sem er undir baðstofuloftinu. Það verður vogun að vinna og vogun að tapa, ég mun vaka yfir ef svo kynni verða þau hittust í sömu sæng, en Sveinn vinnumaður minn sefur í rúmi fyrir framan húsdymar og gæti hann ef mér lægi mikið á orðið mér að ...“ Meira en þetta var ekki ritað af þessu bréfi, og þóttist ég sjá af síðustu stöfum þess, að ég mundi verða tekinn til vitnis ef nokkuð yrði nýlunda; en úr því að ég hafði heyrt að þú værir hvorfínn frá þeim ráðahag, þá þótti mér síður eiga við að leyna þig þessum vélræðum, og því heldur sem ég vissi fleiri hverfa til slíkrar varmennsku, og nær mér að halda það, að Ámi hafí tölu- vert mútað presti til þessa, og því mun hann hafa ritað í upphafi bréfsins „stórgjöf- uli vinur“. Þessi saga og samtök þóttu mér hreint yfírganganleg, og steinþagði nokkra stund, og hugsaði mig um hvemig að ég gæti hegðað mér þannig að ég festi mig ekkert í slíku vélaneti, mig sárlangaði til að krókur kæmi hér á móti bragði, því mér fannst nú, sem fyrri að ofsóknir þessar allar dyndu yfír mig saklítinn þegar málefni mitt væri skoðað frá réttu sjónarmiði. Loksins kom í huga minn eitt bragð sem að mér þótti þá mátulegt í svipinn, meðan hefndargimisras- ið var á mér, en síðan iðraðist ég eftir því. Þegar ég skoðaði betúr huga minn og hjarta, ég fann þar þá enn meðaumkunar- og velunnunartaug sem ekki gat slitnað og slitnar aldrei, — til Signýjar, maður er skyld- ugur að kenna í bijósti um hvem sem leiðist afvega og þótt óvinur væri. Signý gat aldr- ei orðið óvinur minn, þó léttúð hennar og staðfestuleysi, gjörði það að verkum, að ég gat ekki trúað henni framvegis. Loksins braut ég þögnina og sagði: Rétt var það, Sveinn minn, sem þú sagðir, að ekki mun ég selja þessa von, heldur væri mér að gefa hana svo framt ég hefði nokk- urt vald yfír henni; en ég hvorki hefí það, né vil hafa það; en yrði nú þessi valdsvon nokkuð annað en getgáta, þá skal ég eftir- láta þér hana. Hvemig getur þú það? mælti Sveinn. Ráð sé ég til þess, en verðugur hrekkur liggur í því, sem gæti orðið öllum þessum þremur bandamönnum að nokkurri geðraun, ef að það gengi fram, og ráðið er það að ljá þér í nótt rúmið mitt í húsinu, en ég tek hest minn úr húsinu, og ríð honum í H; því þangað á ég nauðsynlegt erindi. Ef að þú notar þetta ráð þá hefir þú hlýrra rúm og hlýrra herbergi, og er þér þá í sjálfs- valdi um aðrar framferöir þínar, ef svo verður þar allt sem þú getur til. Og þetta gæti svo farið, ef hamingjan er með þér, að þú nytir Signýjar. Og hugði ég eitt sinn að þú hefðir þegið að ná ráðahag við hana. Og eftir nokkrar fleiri umræður okkar um þetta, varð Sveinn samþykkur þessu. - Nú leið þessi dagur til enda, og bjuggum við okkur til heimferðar í síðasta lagi og ætluðum svo til að fólk yrði háttað; á leið- inni heim ræddum við um áform þetta, og réði (ég) honum til að brúka minn málróm en ekki sinn, ef hann yrði var við nokkum í hinu húsrúminu, og sagði ég honum að ég vissi vel að hann gæti hermt svo nett eftir mér að engan mundi gruna það, að ég væri það ekki sjálfur. Þessu var Sveinn öllu samþykkur, og var hinn kátasti. Þegar heim kom fórum við fyrst hvor að sínu rúmi og borðuðum, og á meðan ég var að borða komst ég að raun um að einhver persóna var þar, sem hafði mjög kyrrt um sig. Síðan gekk ég aftur fram til Sveins, bauð honum góða nótt, óskaði honum til hamingju, tók reiðtýgi mín í bæjardyrum, og síðan lokaði Sveinn, en ég tók hest minn og reið þangað sem ákveðið var, og þangað var nokkuð langt. Sveinn gekk inn í húsið til rúms míns og læsti hurðinni, hafði hann þá andardrátt minn hvað þá annað, þá heyrði hann sem vaknað væri í hinu rúminu, og spurt í hljóði hver þar væri. Það er Jón, var svarað, og spurði hver við sig mælti. Var þá kastað á hann kveðju, og sagt: það er maður af öðr- um bæ, og um það bil var Sveinn kominn í rúmið, og mælti (sjálfsagt í mínum róm) köld eru nú rúmklæði fyrir kalda menn og blauta. Honum var svarað á þá leið að slæmt hefði verið smíðaveður þann dag. Já heldur var það, sagði Sveinn, og held ég að ég sálist nú af kulda, og vil ég nú lagsmaður minn, hver sem þú ert, að þú komir til mín og við sofum saman, því heitara verður tveimur en einum, og þú líklega nú miklu heitari en ég. Svo er víst sem þú hyggur, var svarað, og er svo langt síðan ég af- klæddist að bæði ég og rúmið er nú fullheitt og er þér velkomið að koma til mín. Það vil ég feginn, kvað Sveinn og spratt við og fór í rúmið til gestsins. Þá fann hann að gesturinn lá í nærklæðunum, og mælti: Mér fínnst eftir nærklæðum þínum, að ég komi hér til konu en ekki karlmanns, kæri rúm- félagi minn! Eða er ekki svo? Gesturinn mælti: Það getur héðan af verið á þínu valdi að ganga úr skugga um hvort heldur er. Sveinn þreifaði þá um höfuð og bijóst gestinum og sagði: Mær ert þú en ekki maður og se g mér nú nafn þitt og heimili. Honum var svarað: Það gjöri ég ekki fyrr en við skiljum aftur rúmið, og ef þú gjörir þig óánægðan með það, þá getur þú farið aftur í þitt kalda rúm, og búi svo hvort að sínu. Sveinn svarar þá: Þó ég ekki viti hvert nafn þitt er, þá gjörir það mér lítið til, því sama varma og atlota get ég notið af þér, hver sem þú ert. Og eftir það lagðist hann út af. En ekki var langt liðið á nótt fram, þeg- ar hún sagði honum nafn sitt eftir því sem Sveinn sagði mér, því að eftir það þau voru búin að hafa veruleg afskipti saman þá duldi hún það ekki lengur. En Sveinn lét vel yfír öllu, og var hinn blíðasti og þau hvort við annað; þegar nokkuð var liðið fram á nóttina heyrði Sveinn að gengið var hljóð- lega um loftstigann og lit.lu síðar var húsinu lokið hægt upp og lagði ljósbjarma inn í húsið, þá breiddi Sveinn uþp yfír höfuð þeirra beggja og sagði um leið: Við skulum nú láta sem við sofum. Prestur gekk inn á gólfíð, og sá að tveir líkamir hvfldu í sama rúmi en enginn í hinu, og segir síðan í lág- um róm: Vakir þú, Jón? Hinn svarar dræmt og svefnlega: Ég er að sofna. Þá sneri prest- ur að hurðinni, tók úr skránni þann lykilinn sem að innan var, gekk síðan út og læsti húsinu hljóðlega. Og þegar prestur var far- inn, þá spurði Sveinn rekkjunaut sinn hvort hann ætti að fara frá henni aftur í sitt rúm, en hún hélt að það mundi jafn kalt nú eins og það hefði verið. Eða segir þú þig nú strax uppgefinn við hvílubrögðin? Það er ég ekki, mælti Sveinn. Þá er best að vera kyrr hjá mér, og nota það af mér sem þú þarfnast og gimist. Svo skal vera, kvað Sveinn, og á ég þar ekki meira í hættu heldur en þú sjálf. Og þegar stundir liðu þaðan frá sofn- uðu þau bæði hvort í annars armlagi. — Snemma næsta morgun kom ég heim aftur á prestsgarðinn, var þá enginn kominn á fætur nema stúlka sú er ætíð fór fyrst á fætur, spurði hún mig hvort ég hefði ekki verið heima í nótt, og kvað ég nei við. Þá spurði ég hana hvort prestur mundi vaknað- ur, og hélt hún svo mundi vera. Voru hér engir næturgestir? spurði ég. Jú, jú, svaraði hún, og brosti við. Hveijir eða hver var það? Hún mælti: Það var fomkunningja- stúlkan þín, hún Signý Ámadóttir. Hvað mun vera erindum fyrir henni? Hún brosti og sagði: Það er nú ekki ljóst orðið fyrir okkur smærri mönnunum. Eftir þetta sam- tal okkar, gekk ég upp á loftið og að húsdyram prests og spurði hvort hann vekti, hann kvað svo vera, og sagði mér að koma inn, og svo gjörði ég, og kvaðst þurfa saum sem hann geymdi, og ég þurfti að brúka þann dag. Hann brá skjótt við og klæddist og tók Ijós hjá stúlku sem þá var nýklædd, gengum við síðan ofan fyrir loft- ið. Spurði ég þá prest hvort Sveinn skyldi vera með mér þann dag, og játaði hann því. Þá er mál að vekja hann, sagði ég. Hann e_r kominn á fætur, kvað prestur. Eða hvað? Ég sé að rúmið er uppbúið, og hefur hann ekki verið í því í nótt? Ég gegndi þá til og segi: Hans var ekki hér að vænta því að ég léði honum í gærkveldi mitt rúm því að það var betra en hans, og hlýrra fyrir innan en framan þilið, en þér vissuð sjálfur hversu gott var veður í gærdag, og við komum holdvotir heim. Og þér vitið að ég fékk hér ekki þjónustu og hlaut ég því að taka hest minn og ríða til H., þar hefí ég keypt þjónustu. Var ég þar í nótt því að fullkalt var mér orðið að ríða svo langt, svo votur sem ég var. Og í þeim svifum lauk ég upp húsinu. Kom prestur þar inn með mér, sá ég þá að ■ Sveinn svaf ekki í mínu rúmi, sneri ég mér þá að hinu rúminu og sáum við prestur jafn snemma hvar Sveinn hvfldi og svaf í armlög- um við Signýju. Ég vakti Svein, og sagði honum vera mál að klæðast, og hefur þér orðið vært í dögunardúmum hjá rekkjunaut þínum. Geta máttu nærri hvemig Signýju mun hafa fallið að sjá mig standa þama uppi yfír sér, enda grúfði hún sig strax nið- ur í sængurklæðin, stokkroðnaði hún svo í andliti að ég sárkenndi í bijósti um hana, því allt að þeirri stundu sem ég vakti Svein, hefír hún verið fulltrúa um að ég en ekki Sveinn væri rekkjunautur sinn. Þegar ég var genginn út, stóð prestur þegjandi fáein augnablik og sagði síðan: Hver gaf þér slíka dirfð, monsjúr Sveinn, að hafna því rúminu sem þér var leyft, en brúka hitt sem þér var ekki leyft? Þá leit Sveinn alvarlega til prests og mælti: Það er ósatt, það var ekki leyfíslaust, því að í gærkveldi þegar ég var háttaður í því leyfða rúmi, sagði ég við þann sem var í hinu rúminu, og kvaðst vera gestur af öðram bæ: Köld era nú klæði og kaldir era menn, og heitara mundi vera fyrir okkur að sofa saman, hitt kvað satt vera, og er mér bæði heitt og rúmið gott og heitt, er þér innan handar að koma til mín ef þú vilt. Þetta lét ég ekki segja mér tvisvar að hafa rúmaskipti, og þegar ég var þangað kominn þá komst ég að raun um að það var kona en ekki kallmaður. En hvað gekk yður til, prestur minn, að láta hana eina í einhýsi á meðal kallmanna, en hafa þó nóg rúm fyrir hana meðal kven- manna? Því get ég svarað sjálfur, því það liggur í augum uppi, yður hefír staðið á sama hvemig liði um hagi hennar og hátta^ lag, og hveiju fram væri farið við hana. Við þessi orð Sveins sneri prestur til dyr- anna, og sagði: Finnast munum við síðar, Sveinn sæll. Sveinn hló þá kulda hlátur og sagði: Lítið hræðist ég það, og haldið þér þessu máli fram ef þér þorið. Þegar ég hafði vakið Svein, fór ég út á bæjarhlaðið, og var að líta þar eftir efnivið sem brúka þurfti þann dag, og þegar ég gekk aftur inn í dymar, þá mætti ég presti þar, hann sagði stutt og þurrlega til mín: Þama er saumurinn, Jón, og gekk síðan sótrauður í andliti af reiði til stofu. Ég hélt ferð minni áfram inn til baðstofu og vildi vita hvort Sveinn væri klæddur, heyrði ég þá að Signý átti tal við Svein, stansaði ég þá lítið eitt og heyrði hún sagði: Það er ekki fyrsta bölvunin sem ég hef haft af þér, og mun ekki verða hin síðasta. Sveinn svarar: Verðugt var þér, að ég léki þér þessa glettnishegningu fyrir okkur Jón báða, fyrir léttúð þína og ótryggð, heyrði ég vel að Signý var bæði hrygg og reið sem von var, og í því kom Sveinn, svo við héldum þá tafarlaust á verkstæði okkar og biðum ekki morgunverðar. Bæði á leiðinni og síðar tjáði Sveinn mér öll orð þeirra Signýjar og þótt- ist ég fyrir Sveins hjálp hafa sloppið vel úr þessum vélræðum, var mér því betur til hans eftir en áður. Meðfram vegna Signýjar beið ég ekki eftir morgunverði, því að ég vissi vel að henni gat fátt komið ver en að sjá mig fyrir augum sér heima, enda kvað svo að skapraun hennar að hún fór þann sama dag aftur heim til föður síns. En leynd- ur var hann útfallinu af ferðum hennar, svo sem hægt var. Eftir þetta þótti mér prestur heldur þurr og fáorður, kom það þó minna fram við mig heldur en Svein, allt fyrir það tók mér að leiðast að vera þar, svo nálega vakti ég nætur og daga og kepptist við verk mitt svo sem framast var auðið, þar að auki tók ég mér aðstoðarmann, og galt ég honum af mínu fé, því að ég vildi fyrir hvern mun losast sem fyrst úr þvflíku völundarhúsi. En þó sá ég um að skipið skyldi vera hið fegursta og vandaðasta, svo að ég væri viss um, að verkið lofaði meistarann, og var skipið albúið í miðjan einmánuð. Nú mun ég hljóta hér næst að segja þér hvem ávöxt Signý skar upp af prettabrögð- um Sveins og mínum, þegar fram liðu stundir tók hún að þykkna undir belti, og jafnframt fór heilsu hennar og geðsmunum að hnigna svo hún mælti sjaldan orð frá munni, og hafði miklar vökur um nætur, oft var hún þrúngin af harmi og þó aftur annað veifið stygglynd, og flóttaleg á köfl- um svo hún forðaðist að koma fyrir nokkurra manna sjónir, og ekki einu sinni foreldra sinna, stundum hélt hún við rúm sólarhring- um saman og oft lengur; þessi geðbreyting og veikleiki gekk svo að henni, að hún ól bam andvana á sjöunda mánuði, og var þess vegna ekki gengið í grafgötur um fað- erni þess . . . 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.