Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Qupperneq 4
Þ J w 0 M 1 N J A R Ljósmynd/H.G. Þessi ílát eru kölluð engjafötur eða engjaspennur og voru notuð til að færa verkafólki mat á engjar á fyrri hluta ald- ar, eða á vinnustaði í þéttbýli. Með var gjarnan kaffiflaska í sokk. Eins og sést á myndunum er um að ræða þijár skál- ar sem eru spenntar niður á tvo arma þannig að botn efri skálar er spenntur ofaní þá næstu fyrir neðan og myndar þétt lok. í einni skálinni voru kannske kjöt og kartöflur, súpa í annarri og brauð í þeirri þriðju. Og efsta lokið er svo diskur sem gat á ýmsan hátt nýst við máltíðina. Einnig var algengt að nesdsíiáí áf þQSSar' væru tvíhólfa. Sykurtangir á vegg í Reykjasafni, Hrútafirði. Ljósm./H.G. EFTIR HALLGERÐI GÍSLADÓTTUR iiiiif'i ■ Sykurskeri frá Síðu í Refasveit á Reykjasafni. Liósm./H.G. Gömul kaffikvörn norðan úr Húnavatnssýslum, hol- lensk að uppruna. Þessar kvarnir munu enn vera í framleiðslu þar úti. megi með fullum rétti segja að ýmsar nýj- ungar í eldhússtörfum hafí haft meiri áhrif á líf kvenna en aðrar sem hærra hefur ver- ið gert undir höfði í mannkynssögunni. I vor er fýrirhugað að opna sýningu á Þjóðminjasafni um eldhús og mat í gamla daga. Þjóðminjasafn er tilfinnanlega fátækt af hlutum sem tengjast þessari atvinnu- grein, sérstaklega þó minjum um þá hröðu þróun sem átt hefiir sér stað í eldhúsum tuttugustu aldarinnar. Enn eru konur á lífí sem hafa matbúið í hlóðaeldhúsum. Og þær sömu nota kannske núna mínútugrill og örbylgjuofn í eldhúsinu sínu. Undirrituð sem hefur tekið að sér að draga föng til þessar- ar sýningar lýsir hér með eftir eldhúsáhöld- um eða öðrum áhöldum sem tengjast matartilbúningi, og upplýsingum um slíka LJósm./H.G. Lítill kútur (rúml. 12 smá hæð), svokall- aður „legillHann er girtur fjórum trégjörðum og í öðrum botninum á honum er gat til að tappa af honum. Tvibytnur af þessu tagi voru oft notað- ar undir sýru á engjar og drykkurinn svo blandaður á staðnum líkt og þegar menn nú hafa með sér óblandaðan djús í ferðir og blanda í lækjum þar sem áð er. Sýrublandan var helsti svala- drykkur íslendinga um aldir. Notuð var staðin skyrmysa sem var oftast blönduð í hlutföllunum einn á móti ellefu; tólft- arblanda var slíkur drykkur kallaður. Langflestar konur hafa starfað meira og minna að matseld á öllum tíma- bilum íslandssögunnar. Það vinnuframlag hefur lítt verið skráð og mun seint fullmælt. Enn þann dag í dag tel ég fátítt að stúlkur fari úr foreldrahúsum án þess að hafa fengist eitthvað við matreiðslu. Þó má vera að sú skólun hafí víða orðið nokkuð einhæf á allra síðustu árum sökum vinnu- álags á bamafólki og mikils úrvals hraðsoð- inna skyndirétta sem markaðurinn hefur galdrað fram handa fjölskyldum þar sem báðir foreldrar vinna langan vinnudag utan heimilis. Hvað sem öðru líður held ég að Eldhúsáhöld og matarílát frá liðnum dögum Brauðhnífur úr safni Andr- ésar Johnson í Ásbúð. Ljósm./H.G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.