Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Page 5
Á alþjóðlegum
skáldabekk
Fljúgðu til Chicago. Farðu þaðan í vestur, þvert
yfir Illinois-fylkið, yfir stórfljótið Mississippi
þar sem Stikilsberja-Finnur átti sitt afdrep og
inn í kornræktarfylkið Iowa. Staðnæmstu síðan
við háskólaborg með nafninu Iowa City. Til
„Margir rithöfundanna
ráða ekki við ensku og
svo eru rithöfundar ekki
mjög mikið fyrir það að
tala saman. Þeir eru t.d.
alltaf hræddir um að ein-
hver steli frá þeim
hugmyndum.“
GREIN OG MYNDIR:
RÚNAR HELGI
VIGNISSON
OG INGÓLFUR
BERGSTEINSSON
þeirrar borgar þama inni í „villta“ vestrinu
streymir árlega fjölbreytilegri hópur rithöf-
unda en til flestra annarra borga veraldar,
hversu undarlega sem það kann að hljóma.
Þegar nánar er að gætt er þetta þó ekki
eins undarlegt og í fyrstu kann að virðast.
í fyrsta lagi hefur lengi verið starfrækt í
Iowa City ein þekktasta rithöfundasmiðja
Bandaríkjanna og hefur hún dregið að sér
þekkta rithöfunda til kennslu auk þess að
þjálfa upp höfunda. Meðal rithöfunda sem
tengjast smiðjunni má nefna Kurt Vonneg-
ut, Philip Roth og John Irving. Á vegum
rithöfundasmiðjunnar kemur árlega mikill
fjöldi þekktra höfunda til að lesa upp úr
verkum sínum.
Hina ástæðuna fyrir fjölbreytni í rithöf-
undalífi Iowa-borgar má rekja til hinnar
svokölluðu Alþjóðlegu rithöfundastofnunar,
sem rekin er í tengslum við háskóla staðar-
ins. Á hennar vegum er um 30 höfundum
hvaðanæva úr heiminum boðið til þriggja
mánaða dvalar í Iowa City á hveiju hausti.
Mun þetta vera eina stofnun sinnar tegund-
ar í heiminum að sögn aðstandenda. Þrír
íslendingar hafa á undanfömum ámm þeg-
ið boð stofnunarinnar, þau Guðmundur
Steinsson, Steinunn Sigurðardóttir og nú
síðast Guðbergur Bergsson.
Alþjóðlega rithöfundastofnunin var sett á
laggirnar árið 1967 af Paul Engle, fyirum
forstöðumanni rithöfundasmiðjunnar. Kona
hans, kínverska skáldkonan Hualing Nieh-
Engle, veitir stofnuninni nú forstöðu.
Tilgangur stofnunarinnar er að gefa rit-
höfundum kost á að kynnast bæði Banda-
ríkjunum (þeir fá tækifæri til að ferðast
nokkuð) og rithöfundum frá öðmm löndum.
Jafnframt er þeim búin vinnuaðstaða.
Þau 20 ár sem stofnunin hefur starfað
hefur um 500 rithöfundum verið boðið til
Iowa City, að sögn með þeim afleiðingum
að varla hefur nokkur smáborg hlotið jafn
alþjóðlega umfjöllun rithöfunda.
Á síðastliönu hausti vom í Iowa City
höfundar frá Júgóslavíu, Brasilíu, Suður-
Afríku, Rúmeníu, Kóreu, Filippseyjum,
Mexíkó, Uganda, ísrael, Kína, Indlandi,
Sovétríkjunum og íslandi, svo nokkur lönd
séu nefnd. Tíðindamenn Morgunblaðsins
fóm á stúfana og ræddu við nokkra höfund-
anna.
Leonard Koza
vinnur fyrir
verkalýðsfélag
svartra í Suður-
Afríku og skrif-
ar meðfram. Hann hefur gefið út þijú
ljóðasöfn, þ. á m. eitt sem ber titilinn „Ur
hugarfylgsnum aðskilnaðarstefnunnar“. Þá
hefur Koza skrifað tvö leikrit sem sett hafa
verið á svið í heimalandi hans. Hann var
fyrst spurður hvemig væri að vera rithöf-
undur í Suður-Afríku nú um stundir.
„Ja, Suður-Afríka er að ganga í gegnum
mjög erfitt tímabil núna, eins og allir vita.
Þetta hefur áhrif á mig sem rithöfund því
ég skrifa einungis um hluti sem ég hef sjálf-
ur reynt, svo sem þjóðfélagslegt óréttlæti
eða persónulegar þjáningar."
— Þú skrifar leikrit, hvers vegna?
„Vegna þess að í gegnum leikrit er hægt
að tala við fólk, ekki aðeins til að sýna órétt-
læti stjórnarinnar heldur einnig til að sjá
sjálfan sig. Maður getur séð sjálfan sig í
leikritunum og þannig lært eitthvað um
stöðu sína í heiminum."
— Er tjáningarfrelsi í S-Afríku?
„Að vissu marki, þ.e.a.s. svo framarlega
sem skrif þín em ekki á móti stjóminni."
— Hefur þú lent í einhveijum vandræðum
vegna þessa?
„Já, einu sinni tjáði leynilögreglan mér
að það sem ég skrifaði ýtti undir byltingar-
öfl í S-Afríku, einkum ljóðin. En ég skrifa
ekki fyrir stjórnmálamenn, heldur fyrir þá
sem vilja lesa það sem ég skrifa og skiptir
þá ekki máli hvar í flokki þeir standa."
— En ertu eingöngu að skrifa fyrir S-
Afríkubúa?
„Nei, það sem ég skrifa er ætlað öllum.
Þess vegna skrifa ég á ensku. Mér finnst
vandi okkar í S-Afríku vera alþjóðlegur. Það
er alls staðar fólk sem á í stríði við stjórn-
völdin."
— Finnst þér þú sem rithöfundur eiga
mikið sameiginlegt með hinum rithöfundun-
um hér?
„Já, við eigum það flestir sameiginlegt
að kvarta undan aðstæðunum í heimalönd-
um okkar, undan stjómvöldum, undan því
að vera hlunnfamir, undan afskiptaleysi
þjóðarinnar. Þar að auki em viðfangsefni
okkar meira og minna þau sömu. Til dæm-
is að taka er erfitt að finna rithöfund sem
ekki vill frið um allan heim. Þess vegna
lenda rithöfundar í vandræðum, þeir gagn-
rýna.“
— En hvað um viðhorfið að skrifa listar-
innar vegna?
„Ég er ekki inni á þeirri línu, því þá er
maður eiginlega að skrifa án tilgangs. Ég
vil ekki segja að menn séu þá eingöngu að
skrifa fyrir peninga, en þegar maður snið-
Sleifahilla á Reykja-
safni í Hrútafirði.
Gaffallinn sem hangir
í miðjunni er íslensk
smíði og hefur líklega
verið notaður til að
færa upp með.
Ljósm./H.G.
Ljósm./H.G.
Sykurtoppur. Sykurtoppar af þessu
tagi voru notaðir hér á fyrri hluta ald-
ar og ýmist skornir í stykki með
sykurskera, klipnir í bita með sykur-
töngum, eða skafnir niður í mylsnu.
Ljósmynd úr Domestic Bygones eftir
Jacqueline Fearn bls. 16.
hluti. Ekki er endilega verið að falast eftir
hlutunum Þjóðminjasafni til eignar (þó að
slíkt væri auðvitað vel þegið) heldur kæmi
til greina að fá þá lánaða á sýninguna, eða
bara ljósmynda þá og skrá upplýsingar.
Þeir sem á þennan hátt kynnu að vilja að-
stoða við heimildasöfnun um eldhúsverkin
em beðnir að hafa samband við undirritaða
í síma 18050, Þjóðháttadeild, eða 24328,
heimasími. Og við emm ekki eingöngu að
leita að hlutum frá því fyrir aldamót eins
og margir kynnu að halda. Okkur sárvantar
t.d. áhöld frá byijun rafvæðingar.
Meðfylgjandi myndir em af áhöldum sem
margir núlifandi menn hafa notað þó hætt
sé við að þau myndu stinga í stúf í eld-
húsum víðast hvar núna.
Ljósm./H.G.
Mjölskófla úr tré. Ofaní henni er þyrill sem Ingibjörg Tryggvadóttir frá Halldórs-
stöðum í Bárðardal gerði á sjöunda áratugnum úr gömlu hrosshári, í líkingu við
þyrla sem í bernsku hennar (f. 1904) voru notaðir til að þvo innan klápa, en svo
kölluðust tréílát fyrir mjólk og mjólkurmat. Þyrilshausar, ofnir með sama lagi
en oftast þó úr togbandi, voru settir á skaft og notaðir sem þeytarar í enn eldri
tíð. Þeir voru kallaðir flautaþyrlar vegna þess að með þeim voru þeyttar flautir,
en flautagerð var eins konar matardrýging. Undanrenna, áfir, eða jafnvel ný-
mjólk var hleypt og síðan þeyttþar til hún óx um þriðjung eða helming. Flautirnar
voru síðan notaðar til útláts á grauta eða annað.
Ljósm./H.G.
Gamlar tréausur á Þjóðminjasafni. Eins
og sjá má af samanburði við teskeiðina
eru þær töluvert stærri en ausur sem
nú tíðkast. Enda eru þær frá hlóðatíma-
bilinu þegar brúksílát flest í eldhúsum
voru öllu stórkallalegri, ekki síst pott-
arnir.
Ljósm./H.G.
Gamalt hlóðavöfflujám, með þolinmóð
líkt og töng. Þegar búið var að hella í
það deiginu var það klemmt saman með
höldunum og stungið í hlóðaglóðina.
Höfundurinn starfar á Þjóðminjasafninu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. FEBRÚAR 1987 5