Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Síða 10
EkkiFránoregi
Það er næsta víst að í Úlfljótslögum hafa
verið ákvæði um goðana, veldi þeirra, goð-
orðin, hlutverk þeirra og stöðu. Þessar
lagagreinar geta þó ekki hafa verið komnar
frá Noregi því engin embætti þar í landi
samsvöruðu embætti goðans og þeim störf-
um sem hann átti að sinna. Það er því rétt
að skyggnast um og athuga hvort goðamir
og goðorðin séu íslensk uppfínning, eins og
ákvæði refsilöggjafarinnar um fjörbaugs-
garð, eða hvort þeir eigi sér samsvaranir
eða fyrirmyndir í öðrum nágrannalöndum
okkar.2Lítum þá fyrst á goðann og hlutverk
hans.
Uppruni orðsins goði er augljós, það er
skylt orðinu goð, guð og gyðfja. Á nokkrum
stöðum í fomritunum er minnst á hofgoða
og hofgyðjur en hvert hlutverk þeirra var
ekki ljóst nema náttúrulega að þau hafa á
einhvem hátt verið tengd trúarathöfnum
ásatrúarmanna. íslenska goðanafnbótin er
því stytting á hofgoði og það er því ekki
að ástæðulausu að mönnum hefur verið
tíðrætt um hið trúarlega hlutverk goðans.
Það er þó skemmst frá því að segja að um
þennan þátt í starfí goðans fínnast engar
áreiðanlegar heimildir. Rétt er þó að gera
ráð fyrir því að þeir hafi gegnt trúarlegu
hlutverki en því hefur verið lokið þegar
kristni var lögtekin árið 1000 og því er
skiljanlegt að lagaákvæði þessu tengd hafí
fljótlega gleymst. Sú tilgáta hefur líka ver-
ið sett fram að goðanafnbótin hafí einmitt
verið valin til að tengja völd yfírstéttarinnar
við trúarbrögðin og festa þau tryggilegar í
sessi.8 Einnig má láta sér detta í hug að
valinn hafí verið gamall og kannski úreltur
norskur embættistitill til að skilja eins ræki-
lega og hægt var milii goðaveldisins íslenska
og norska konungsvaldsins.
Stjórnmálalegt Og
FÉLÁGSLEGT HLUTVERK
Hlutverk goðans hefur þó alla tíð verið
fyrst og fremst stjómmálalegt og félagslegt
og sést það best á því að þrátt fyrir trúskipt-
in halda þeir stöðu sinni í þjóðfélaginu og
ekki fínnast neinar heimildir um það að til
greina hafí komið að skipta um titil á þeim.
Dómsvald og löggjafarvald var í höndum
goðanna allt frá 930 og til 1262 og þau
lagaákvæði sem um starf þeirra flalla bein-
ast aðallega að opinberum störfum þeirra á
þingum, en það var þó aðeins lítill hluti af
því sem þeir höfðu á sinni könnu eins og
síðar mun verða drepið á.
Áhrif goðanna fóru eftir því hversu marga
og öfluga þingmenn þeir höfðu. Öllum
bændum var skylt að segja sig í þing með
einhveijum goða. Þingstyrkur goðans fór
eftir því hversu duglegur goðinn var við að
gæta hagsmuna þingmanna sinna. Hann
var og sáttasemjari í deilum þingmanna
sinna og hann rak mál fyrir þá gagnvart
þingmönnum annarra goða og varði sína
menn fyrir rétti og kom þeim undan ef
þeir urðu sekir. Einu föstu tekjur goðanna
voru þingfararkaupið sem bændur greiddu,
en oft á tíðum heftir það gert lítið betur en
að standa undir útlögðum kostnaði við þing-
för þannig að þær einar sér hafa ekki gert
goðunum kleift að safna auði. Meðan heiðni
var við lýði hafa þó sumir goðanna, að
minnsta kosti, haft tekjur af hoftollum en
UM GOÐA OG GOÐORÐ, UPPRUNA ÞEIRRA OG TILGANG
EFTIR GUÐMUND J.
GUÐMUNDSSON
að er almennt viðurkennt að þorri þeirra
manna og kvenna sem hér námu land á ára-
tugnum kringum aldamótin 900 hafi komið
frá Noregi. Að landnáminu loknu þegar þurfti
að setja hinni nýju þjóð löggjöf var það eðli
legt að þeir sem forustu höfðu í því starfí
litu tii gamla landsins um fyrirmyndir enda
þekktu menn best til á þeim slóðum. Það
er kunnara en frá þurfí að segja að til þess
vandaverks, að búa til frumvarp til hinnar
nýju löggjafar, valdist náungi að nafni
Úlfljótur og sótti hann fyrirmynd laga sinna
til hinna norsku Gulaþingslága.1
Af skiljanlegum ástæðum fínnst nú hvorki
tangur né tötur af þessum tveim lagabálk-
um, þeim Gulaþingslögum sem þá voru í
gildi og Úlfljótslögum, því hvorug voru rit-
uð. Því vitum við harla lítið um það hvemig
þessi lög voru né heldur hversu mikill skyld-
leiki þeirra var. Það er þó óhætt að ganga
út frá því að Úlfljótslög hafí um margt
verið frábrugðin hinum norsku lögum, sér-
staklega hvað varðaði stjómskipan fslenska
þjóðveldisins.
Eitt mikilvægasta hlutverk hinna nýju
laga var að tryggja völd og áhrif jrfírstétt-
ana í hinum nýju heimkynnum. Einu föstu
embættismenn hinnar nýju þjóðar, goðamir
og lögsögumaðurinn, komu úr hópi hinna
elstu og öflugustu ætta landnámsmanna,
en þær hafa mjmdað kjama jrfírstéttarinnar.
Lðgðu konur
grundvöll að Menzka
goðaveldinu?