Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Side 6
/kirkjugarðinum er aðeins legsteinn
Árna Gíslasonar sýslumanns, semjarð-
settur var 1898.
þverhnípt bjargið (Kiýsuvíkurberg) og er
það talið þrítugt eða fertugt að faðmatali.
Ekki er ólíklegt, að þessi áætlun um hæð
bjargsins sé nokkuð rífleg, því að á korti
Herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðar-
mælingar á bjargbrúninni og er önnur 33
metrar en hin 36. E.t.v. gæti það átt við
hér, það sem Páll Ólafsson kvað forðum:
„Þeir ljúga báðir — held ég megi segja."
Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við
Krýsuvíkurhraunið, allt austur á Seljabót,
og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun, en
þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal
því staðar numið í þá átt.
Þar sem hraun þessi, Ögmundarhraun
og Krýsuvíkurhraun, ganga fram á sævar-
ströndina og verða víðast hvar hamrar
nokkrir, en þó ekki nægilega háir til þess,
að bjargfugl geti haldist þar við um varptím-
ann.
Þrátt fyrir þessa miklu strandlengju eru
þó fúrðulega fáir staðir á henni, þar sem
reka getur fest og munu rekasvæðin öll til
samans vart nema meiru en einum km að
lengd. Af þessum stuttu fjörustúfum eru
helztin Selatangar, Húshólmi og Skriða,
sem áður er nefnd, en þar er bjargsig all-
mikið og verður að hala upp í festum hvem
þann hlut, sem þar rekur á flöru og að
nokkrum notum skal koma. Sama máli
gegnir og um Bergsendana báða, þá sjaldan
nokkuð slæðist þar á fjörumar. A Keflavík
eða Kirkjufjöru í Kiýsuvíkurhrauni og eins
á Miðrekunum, milli Selatanga og Hús-
hólma, er og lítilsháttar reki, en um illan
veg er að sækja, ef afla skal fanga af öðrum
hvorum þessara tveggja staða. Austarlega
í Ögmundarhrauni verða tveir básar upp í
hraunbrúnina, fram við sjóinn, Rauðbás og
Bolabás, en ekki er ijaran í hvorum þeirra
nema fáeinir metrar.
Eitt er það um Krýsuvík, sem fástaðar
mun vera til á Islandi, en það er, að heiman
frá höfuðbólinu og reyndar frá flestum öðr-
um bæjum í hverfmu, sést engin skák af
landi, né íjall, svo að ekki sé það innan land-
areignarinnar, nema ef telja skyldi, að
„þegar hann er óvenju austanhreinn", þá
sjást Vestmannaeyjar hilia uppi. Er svo ta-
lið, að jafnan viti „Eyjahillingar" á mjög
mikla úrkomu. Dr. Bjami Sæmundsson get-
ur þess einnig í ritum sínum, að í Grindavík
sé það trúa manna, að „Eyjahillingar" boði
hálfsmánaðar rigningu. Frá Kiýsuvík eru
rösklega tíu tigir km sjóhending til Vest-
mannaaeyja, en nálega stórthundrað km úr
Grindavík. Eyjamar eru að sjá frá Krýsuvík,
sem sex misstórar þúfur, yzt við hafsbrún. *Ét
Höfundurinn er Suðurnesjamaður að uppruna,
en er nú kaupsýslumaður í Reykjavik.
Gunnreif
bardagakona
Af brautryðjandanum Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
í tilefni áttatíu ára afmælis Kvenréttindafélags íslands
EFTIR BJÖRGU
EINARSDÓTTUR
Hinn 5. júní á komandi sumri eru eitt hundrað
og tvö ár liðin frá því að grein birtist í einu
Reykjavíkurblaðanna með yfirskriftinni
„Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“
en undirfyrirsögn „Eftir unga stúlku í
Reykjavík". Og þann 28. desember á þessu
ári er öld frá því að ung stúlka stóð ein á
sviði í troðfullu samkomuhúsi í höfuðstaðn-
um og flutti af fullri einurð fyrirlestur sinn
„Um hagi og réttindi kvenna". Með þessum
hætti steig Bríet Bjamhéðinsdóttir fram og
kvaddi sér hljóðs.
Með brandi orðsins og pennann að vopni
sló hún þann tón sem enn ómar konum til
sóknar á öllum sviðum þjóðlífsins. Fyrir
henni gilti ekkert minna en full þjóðfélags-
leg þátttaka með þeim réttindum og skyld-
um sem það útheimti. Vert er að spyija um
hvað málflutningur hennar hafi snúist. Og
því er fljótsvarað: Um þann eldinn sem heit-
ast brann á henni sjálfri — þá mismunun
sem viðgekkst á milli kynja, þann órétt sem
konur bjuggu við eða öllu heldur réttleysið
sem þær voru undirorpnar.
Forsendur Misréttis
Bríet var elst fjögurra bama hjónanna
Kolfínnu Snæbjamardóttur og Bjamhéðins
Sæmundssonar búenda að Böðvarshólum í
Vesturhópi, fædd 27. september 1856. Þeg-
ar hún á uppvaxtarárunum hafði daglangt
ásamt bróður sínum staðið við útiverkin
varð hún þegar inn kom að sinna þjónustu-
brögðum og öðrum inniverkum en hann réð
tíma sínum sjálfur og gat sest við lestur.
Það var af því að hún var telpa en hann
drengur. „Ég beinlínis kvaldist," segir hún
sjálf síðar „því að ég var strax svo mikið
fyrir bækumar . . .“
Bríet Bjarnhéðinsdóttir um það leyti
sem hún hóf fyrir alvöru afskipti af
félagsmálum og gerðist hvatamaður að
stofnun Kvenréttindafélags Islands,
27. janúar, 1907.
Móðir Bríetar veiktist og var lengi rúm-
föst og kom í hlut hennar sem eldri dóttur
að taka við búsforráðum innan stokks, þá
um fermingaraldur. Árið 1877 lést faðir
hennar og ári síðar brá móðirin búi. Réðst
Bríet þá að Bægisá til séra Amljóts Ólafs-
sonar sem var náfrændi hennar. Bókasafn
hans var mikið að vöxtum og gæðum, talið
eitt hið mesta í einkaeign hér á landi á
þeim tíma. Þau tvö ár sem Bríet var vistráð-
in á Bægisá hafði hún frjálsan aðgang að
bókasafni frænda síns og hagnýtti hún sér
það af fremsta megni í stopulum frístundum.
Veturinn 1880—1881 nam Bríet við
Kvennaskólann að Laugalandi í Eyjafirði
og lauk þaðan burtfararprófí um vorið með
hæstu einkunn. Hún þráði af hjartans innsta
grunni frekara nám en af því að hún var
stúlka en ekki piltur voru skólar landsins
henni lokaðir: Latínuskólinn í Reykjavík,
prestaskólinn, læknaskólinn og nýstofnaður
gagnfræðaskóli á Möðmvöllum. Hvemig sú
staðreynd kom við hana lýsa eftirfarandi
orð hennar: „Þetta atriði kvenréttindamáls-
ins — að enginn möguleiki var fyrir íslenskar
konur til nokkurs framhaldsnáms hér á
landi, bóklegs né verklegs, kom mér til að
fara að hugsa alvarlega um mismuninn á
aðstöðu kvenna og karla í lífsbaráttunni."
Bríet dvaldist næstu árin einkum í Þing-
eyjarsýslu og var þar meðal annars heim-
iliskennari hjá kaupmanni á Húsavík. Hún
bar kjör sín saman við kjör karlmanns í
samskonar stöðu og hafði hún meiri vinnu-
skyldu en hann en fékk að launum 50
krónur þegar hann hlaut 100 fyrir jafnlangt
kennslutímabil. Það var vegna þess að hún
var kona.
Samhljómur
Henni var líkt farið og fuglinum sem
þráir að þreyta flugið en flýgur sífellt á
vegg. Það var því ekki að furða þótt hjarta