Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Side 7
• ' * * I tilefni áttatíu ára afmælis Kvenréttindafélags Islands hlýðir að minnast Bríetar Bjamhéðinsdótturforgöngu- manns um stofnun félagsins ogformanns þess nálega tvo fyrstu áratugina. Bríet hefur veríð nefhd stórveldi ísögu íslenskra kvenna, skarpgáfaður eldhugi ereigi laut öðru en fullrétti þarsem hún helgaðisér völl og eggjaði ávallt lögeggjan til fylgis viðþann málstað sem hún varði. Nafn hennar ber hátt íkvenréttindamálum hérálandi, sjálfnefndi hún iðulega nöfn annarra kvenna sem einnig áttu hlut að máli en þegar litið er yfír sviðið verður persóna hennar sem foldgnátt fjallið og til hennar verða stóru sporín auðrakin. Blaðamaður Og Ritstjóm Valdimar Ásmundsson, eiginmaður Bríet- ar, var af þingeysku bergi brotinn. Hann var sjálfmenntaður gáfaður hugsjónamaður, hneigður til ritstarfa og skáldmæltur. Auk blaðamennsku og ritstarfa var hann mikil- virkur útgefandi. Böm þeirra Bríetar voru tvö, Laufey fædd 1890 og Héðinn 1892. En Valdimars naut ekki lengi við því hann lést vorið 1902. í minningum sínum dregur Bríet enga dul á það að í gegnum störf eiginmanns síns hafi hún kynnst blaðamennsku og út- gáfumálum, en einnig hún var lengst starfsævi sinnar blaðamaður. Árið 1895 hóf hún að gefa út Kvennablaðið, mánaðarrit sem hún ritstýrði í aldarfjórðung og reit næstum hvem staf í sjálf. Þremur ámm síðar tók hún að gefa út Barnablaðið sem hún hélt úti í sex ár og nær allt árið 1902 Málverk af Bríeti Bjamhéðinsdóttur eftir Gunnlaug Blöndal, sem málaði mynd- ina að ósk Guðrúnar Pálsdóttur tengadóttur Bríetar árið 1935. hennar tæki kipp þegar hún, í vetrardvöl sinni i Reykjavík 1884—1885, sá grein um „Kvenfrelsi" í blaðinu Fjallkonunni að líkum eftir ritstjórann Valdimar Ásmunds- son. Þar fann hún samsvörun við sitt brennandi áhugamál: Menntun og réttindi kvenna og í blaðinu fékk hún vettvang fyr- ir áður umgetna grein um þau mál. Þess má geta að frumdrög þeirra skrifa reit hún sextán ára gömul heima í Böðvarshólum en nú fullgerði hún efnið og ritstjórinn ungi tók það til birtingar. Þama mnunu hafa tekist kynni Bríetar og Valdimars, þau drógust hvort að öðru vegna sameiginlegra áhugamála. Þau bund- ust heitorði skömmu síðar eftir að Bríet fluttist alfarin til Reykjavíkur haustið 1887 og giftust ári síðar. Hefur verið kallað að hjónaband þeirra væri fyrsta „intellektuel"- hjónaband sem sögur fari af hér á landi. Kveikja Gríms Tthomsen Á jólaföstu 1887 fór Bríet ásamt nokkmm vinum sínum í heimsókn til Gríms Thomsen að Bessastöðum. Hann ræddi allmikið við Bríeti og þótti honum of veigalítið viðfangs- eftii fyrir hana að fást við baraakennslu. „Því haldið þér ekki fyrirlestur um áhuga- mál yðar, réttindi konunnar?" spurði skáld- bóndinn og heimsborgarinn á Bessastöðum. Þetta settist að í huga Bríetar og þó það væri fífldirfska hin mesta af konu að ætla sér að tala opinberlega þá skrifaði hún samt ræðu. Hannes Hafstein las handritið yfír og gerði engar athugasemdir. Fyrirlesturinn „Um hagi og réttindi kvenna" er efnislega í 22 þáttum og allrar athygli verður. í lokakafía hans kemst Bríet svo að orði: „Vér þurfum að mennta oss og leitast við að verða sem færastar í hvaða stöðu sem fyrir kann að verða, að reyna að verða sem sjálfstæðastar, ef vér viljum ekki verða neinum til byrði. Vér þurfum að verða samtaka og félagslegar. Vér verðum að stefna áfram. Vér þurfum ekki að kvíða þvf, að oss takist ekki að komast á fram- faraveginn, ef vér viljum." Þessi skilaboð Bríetar til íslenskra kvenna fyrir einni öld em í fullu gildi enn í dag. Þess má geta að sama kvöldið og Bríet talaði var boð inni hjá landshöfðingja sem ýmsar frammá- konur í bænum sátu og hlýddu af þeim sökum ekki á fyrirlesturinn. Síðar fréttist að í þeirri veislu hefði skál Bríetar verið dmkkin með ósk um að allt gengi henni vel. Þegar Bríet lítur til baka telur hún að þessi frumraun íslenskrar konu til opin- berlega að vekja áhuga á málefnum kvenna og réttleysi þeirra hafí orðið ýmsum að umhugsunarefni. Konur höfðu ekki kosn- ingarétt né kjörgengi og engan rétt til að taka að sér ábyrgðarstörf. Þetta og launa- misréttið fyllir Bríeti heilagri reiði og hún fær einfaldlega ekki orða bundist. Um þetta leyti hafði hún engin kynni af kvenréttinda- hreyfíngum erlendis, engin sambönd vom við útlönd í þá vem og fátt um blöð og bækur til uppfræðslu um þau málefni. Frímerki með mynd Bríetar Bjarn- héðinsdóttiir í flokknum „Merkir íslendingar" kom út8. mars 1978. Var það í fyrsta sinn, sem mynd nafn- greindrar konu var á íslensku frímerki. ritstýrði hún Fjallkonunni. Ennfremur reit Bríet fjölda greina í önnur blöð og tímarit. Efni Kvennablaðsins er fjölbreytt og efnistökin markviss. I fyrstu helgaði það sig einkum alþýðu- og húsmæðrafræðslu, menntamálum kvenna og réttindum þeirra til sömu starfa og launa og karla svo og félagsmálum ýmsum. Síðar tók blaðið um baráttuna fyrir kosningarétti og kjörgengi konum til handa. Bríeti var ljóst að þó margar konur á þeim tíma væm mótfallnar því að krefjast fullra pólitískra réttinda — þá var einmitt þar gmndvöllurinn að sókn þeirra til framfara og fullrar þátttöku í þjóð- félaginu. Frá árinu 1906 má segja að í Kvennablaðinu sé stöðugt fjallað um hin pólitísku réttindi samhliða öðm eftii. Svo óvinsæl gat þessi barátta verið að dæmi vom til að konur sögðu blaðinu upp því þeim líkaði ekki sú dæmafáa framhleypni kvenna að vilja fá kosningarétt, að vasast í landsmálum væri verkefni karlmanna. Samtímis á Tvennum VÍGSTÖÐVUM Segja má að upp frá þessu fari í hönd tími þegar vinna þurfti á tvennum vígstöðv- um samtímis. Annars vegar snúa máli sínu til stjómvalda, Alþingis og sveitarstjóma, til áhrifa á löggjöf sem tryggði konum að- gang að skólum landsins, námsstyrkjum, embættum, íjárforræði, erfðarétt, jafnan rétt í hjúskap, tryggja rétt óskilgetinna bama og mæðra þeirra o.s.frv. Og svo hins vegar að vekja konur til vitundar um sjálfar sig sem fijálsboma og fullgilda borgara í íslensku samfélagi. Oft má skynja að Bríeti fínnst hún hrópandinn í eyðimörkinni. En heni var gefínn óbilandi kjarkur og trú á málstaðinn. í Kvennablaðinu er ýmist fagnað eða gagnrýnt eftir ástæðum og umræðan á síðum blaðsins er lifandi og í takt við tímann, líkust æðaslögum hinnar daglegu baráttu að markmiðunum. Það var því ekki með öllu sársaukalaust sem Bríet hætti útgáfu blaðs síns i árslok 1919. Bæði var að hún sá sér ekki fært að halda áfram vegna aukins útgáfukostnaðar og hún taldi að röðin væri komin að öðmm og yngri konum að taka við og heija uppbyggingu á þeim gmndvelli sem þegar var lagður. Árin 1904 og 1906 var Bríet í nánum tengslum við kosningaréttar-samtök kvenna erlendis og fékk þaðan eindregna áskomn um að stofna samtök kvenna á íslandi sem einvörðungu hefðu réttindamál þeirra á stefnuskrá sinni. Það varð til þess að Bríet gekkst fyrir stofnun Kvenréttindafélags ís- lands 27. janúar 1907. Fyrsta stóra verkefni félagsins var að skipuleggja framboð og kosningavinnu kvenna í bæjarstjómarkosn- ingunum í Reykjavík 24. janúar 1908 undir formerkjum breyttra sveitarstjómarlaga sem heimiluðu konum kjörgengi og kosn- ingarétt til sveitarstjóma. Listi skipaður fjómm konum komst allur að. f þeim hópi var Bríet og sat hún í bæjarstjóminni 1908-1912 og aftur 1914-1920. Bríet Lendir í Minnihluta Með stjómarskrárbreytingu 19. júní 1915 öðluðust íslenskar konur kosningarétt til Alþingis með skilyrtu aldursmarki sem síðan var fellt burt fimm ámm síðar. Þessarar réttarbótar vildu íslenskar konur minnast og þegar skeyti barst út hingað að konung- ur hefði 19. júní staðfest stjómarskrána settust reykvískar konur á rökstóla um með hvaða hætti það yrði gert. í þeim umræðum varð Bríet ásamt annarri konu í minnihluta. Meirihlutinn vildi láta safna fé og reisa landsspítala. Sjónarmið Bríetar var að konur ættu að styðja hver aðra í að nýta hin ný- fengnu réttindi til að komast í þá aðstöðu að hafa áhrif á ákvarðanir í þágu heildarinn- ar og vera með í ráðum hvemig fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna væri notað. Á þeim vettvangi taldi hún að þær ættu að beita sér fyrir því að spítali yrði reistur. Henni urðu það vonbrigði hversu lítið áhrifa kvenna gætti þrátt fyrir fullrétti þeirra. Þegar Bríet sat aldurhnigin á friðstóli og leit yfír farinn veg þótti henni sem lagaleg réttindi kvenna væra langt komin til jafns við karla en að áskorti um alla fram- kvæmd. Hana tók sárt til skilningsleysis og hálfvelgju þeirra sem hún hafði varið langri starfsævi til að beijast fyrir. Hún stefndi að því að konur væra ekki aðeins eftir laga- bókstafnum heldur í reynd jafningjar karla. NýttLandnám Hugsjón hennar var að íslenskar konur hæfu landnám á ný og að þessu sinni í andlegu og stjómmálalegu lífí þjóðar sinnar. Margir töldu fullvíst að hún yrði hin fyrsta landnámskona í röðum alþingismanna þegar hún var í framboði við Alþingiskosningamar 1916. Hún skipaði Qórða sæti á lista Heima- stjómarmanna og eina konan sem tekin var á lista en þeir vora alls sex. Aðeins munaði fímmtán atkvæðum að Bríet yrði fyrsti vara- þingmaður flokksins. Hefði hún þá tveimur áram síðar tekið sæti á Alþingi þegar fyrsti maður listans lét af þingmennsku vegna veikinda. Enda þótt sumar konur sem kusu strikuðu karla út til að lyfta henni þá vora karlamir fleiri sem strikuðu út einu konuna sem þar var til að lyfta körlum. Bríet var enn á framboðsiista við þing- kosningamar 1926 en þá kusu fáar konur og hún komst ekki að. Bríeti vora það von- brigði hversu tómlátar konur vora um réttindi sín og blindar á gildi þess að nýta þau. En hún erfði þetta ekki við neinn. Þó mun hún hafa tekið úrslit kosninganna sem vantraust á sig og þau orðið beint tilefni þess að hún lét af formennsku í Kvenrétt- indafélaginu það ár. Sagan má Ekki Gleymast Um þessar mundir lítum við yfír áttatíu ára vegferð kvenréttindafélagsins, stiklum á stóra í ævi mikilhæfrar baráttukonu og skynjum að hún má ekki falla í gleymsku, til þess er hún of stórbrotin. Þegar Bríet sjálf stóð á áttræðu 1936 fórast henni svo orð í blaðaviðtali: „Við höfum fengið fjölda margar réttarbætur, en margar þeirra era aðeins á pappímum og ekki í framkvæmd." Hægt er að taka undir þessi ummæli enn í dag og þarf þá ekki annað að líta á fæð kvenna í sveitarstjómum og á Alþingi og jafnframt hugleiða stöðu kvenna á vinnu- markaðinum og hversu þær era afskiptar í launum. Bríet lést í Reykjavík 16. mars 1940. Sjö áram síðar á fjöratíu ára afmæli Kvenrétt- indafélagsins, óskabams Bríetar Bjamhéð- insdóttur, var hennar minnst í afmælisriti sem þá kom út og að verðleikum. Lokaorð hér era tekin úr grein konu sem var sam- starfsmaður Bríetar um árabil og reit þama um lífsstarf hennar. „Frú Bríet var gunn- reif bardagakona, enda sóttu fæstir gull í greipar henni í vopnaviðskiptum. Hnittin og hárbeitt tilsvör hennar, er hún var að veija áhugamál sín, lifa enn í minnum margra. En hún var sáttfús með afbrigðum, persónulegum mótgjörðum fannst henni auðvelt að gleyma vegna málefna." Björg Einarsdóttir hefur skrifað 3 bækur um ævi og störf íslenskra kvenna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. MARZ 1987 7 ^ * ‘ ' ’’ „ * LCÖDUN MUnUUIVDL/AUOIWO f. IVIMrLL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.