Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Page 13
H V A Ð V A R S T U A Ð I L E S A 9 ■ FYRSTA BÓK GUÐMUNDAR INGA Um og eftir miðjan fjórða áratuginn á okkar öld urðu, þótt í litlu megi virðast, þáttaskil í ljóða- gerð hér á landi. Þá var enn á góðum aldri fólk- ið, sem hafði alist upp við hina miklu aðdáun, sem viðurkennd þjóðskáld aldamótaáranna óneitanlega nutu. Það ætti ekki að þurfa að minna á það, að þjóðhátíðarárið 1930 var Einar Benediktsson eina skáldið, sem við sögu kom, en var þá á fallanda fæti, fæddur 1864. Hann hlaut ásamt Davíð frá Fagraskólgi, aðallýðhyllisskáldi samtíðar, fyrstu verðlaun fyrir þjóðhátíðarljóð. Al- menningi fannst ekki mikið til Einars hluts koma. Hann hafði þegar ort öll sín helstu ljóð fyrir langalöngu. Hann var dáður ef eldri gáfumönnum landsins, gaf út síðustu ljóðabók sína sama ár, virtur en enn um- deildur. Hann settist að í Herdísarvík tveimur árum síðar til þess að deyja. Ekki metinn af þjóð sinni að verðleikum fyrr en hann var allur. Bijóstmylkingar aldamótanna og síðasta áratugar hinnar fyrri aldar ólust upp við ljóð Sigurðar Breiðfjörð, Þorsteins Erlings- sonar, Steingríms, Matthíasar og Benedikts Gröndal. Páll Ólafsson og Bólu-Hjálmar voru enn taldir til hagyrðinga. Bjami Thor- arensen og Jónas Hallgrímsson voru um síðustu aldamót og næstu ár íjarlægari en síðar varð. Það er varla fyrr en áhrifa Sig- urðar Nordals og Pálma Hannessonar fer verulega að gæta, að þeir eru settir ofar þeim, sem nú hafa verið nefndir. Og við hlið þeirra kemur Sveinbjöm Egilsson og Grímur Thomsen. Davíð, Stefán Og HinirUngu Aðalskáld áranna fyrir 1930 og þar á EFTIRJÓNÚRVÖR eftir em Davíð, Stefán frá Hvítadal. Og Einar Ben. fær að teljast með, hálfvegis fyrir náð, kallaður skáld gáfumanna og hinna lærðu. Nokkmm ámm síðar em þeir Tómas og Jóhannes úr Kötlum settir við hlið Davíðs og Stefáns, en virðingar nutu þá þegar Guðmundur á Sandi og Jakob Thorarensen, ennfremur Hulda, en varla nema fyrir nokkur kvæði. Hér er ég aðeins að tala um þjóðskáldin. En hveiju þjónar nú þessi langi formáli? Ég er að vekja athygli á því, að árið 1938 kom út ljóðabók, sem stakk nokkuð í stúf við þær bækur sem áður höfðu komið. Á þessum ámm var hljómur þeirra Davíðs, Stefáns og Tómasar í hverri nýrri bók ungra skálda. Og hjákátlegast var þegar þeir allir og einnig Einar Benediktsson, svo ólíkur sem hann var nú hinum, var aðeins undir- leikari. Og það sem furðulegast var af öllu: Á FJÓRÐA áratugnum Síðastnefndi hrærigrauturinn þótti mörgum gáfuðum ljóðavinum, ritdómumm og styrkj- aráðsmönnum gómsætastur. En á fyrsta áratugnum eftir 1930 komu fram ný skáld, sem settu sinn svip á eigin tíma. Nefni ég nokkur fyrstu: Vilhjálmur frá Skáholti, 1907-63, „Næturljóð" 1931, Steinn Steinarr, 1908—58, „Rauður loginn brann" 1934, undirritaður, f. 1917, „Ég ber að dyrum" 1937 og loks Guðmundur Ingi Kristjánsson, f. 1917, „Sólstafír" 1938. Þar nem ég staðar, en hefði átt að geta bætt við Jóni Helgasyni og Guðmundi Böðvars- syni, sem báðir gáfu út ljóð sín seint á þessum áratug. En ég ætla aðeins að nefna að þessu sinni fyrstu bók Guðmundar Inga. Kannski er mest farið að fenna yfir þann bókmenntavið- burð, sem útgáfa þeirrar bókar var, þótt ekki markaði djúp spor. FJÁRHÚSILMURÍ BÓKMENNTIRNAR Ég birti hér strax sýnishom úr bókinni, kvæðið heitir Fjárhúsilmur. Dagsett 10. apríl 1936. Staddur uppi á hólnum hám held ég fótum kyrum. Heitan leggur ilm af ám út úr fjárhúsdyrum. Fjárhús held ég hæfði mér. Hér eru bestu sporin. Undarlega um mig fer angan þeirra á vorin. Áður gekk ég annan veg eins og vetur þenna. Aðalstörfín átti ég yfir bók og penna. Heldur skyldi hönd mín vön heimastörfum sinna, stijúka kinn og gæla grön gemlinganna minna. Fylltur em ég fjárhússþrám, fótum held ei kyrum. Heitan leggur iím af ám opnum fram úr dyrum. Kvæðið er einkennandi fyrir efni og stefnu bókarinnar, en víða er þar betur ort. Hann var og hefur alla tíð verið sveitamað- ur og ungmennafélagsskáld. Bækur hans eru sex að tölu, síðast „Sólfar" 1981. Frá fyrstu sporum hefur honum að sjálfsögðu farið fram að listfengi, en manndómur hans er æ hinn sami og mannleg hlýja. ÁSGEIR BEINTEINSSON Kennarinn Ég hrópa, öskra og æpi mig hásan. Moð, eru þær moð, tyftanirnar mínar sem ég færi þeim á bronsfati hvem einasta dag. Ég kenni þeim að reikna, skrifa og lesa. Moð, er hún moð spekin mín sem ég færi þeim á silfurfati hvern einasta dag. Ég hugsa um þau nótt sem nýtan dag. Moð, er hann moð hugur minn sem ég færi þeim á gullfati hvern einasta dag. Ég leyfi mér að þykj'a vænt um þau. Moð, er hún moð ástin mín sem ég færi þeim á demantsfati hvern einsta dag. ? Höfundurinn er yfirkennari í Grunn- skólanum í Sandgerði. B Æ K U I I i 73 PETER MANSO: MAILER, His Life and Times. N. ROBINS & S.M.L. ARONSON: SAVAGE GRACE The Story of Doomed Family. Penguin Books 1986. a Norman Mailer er einn kunnasti núlifandi rithöfundur Bandaríkjanna. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur á þeim rúmu sextíu árum sem hann hefur lifað. Fyrsta bók hans, The Naked and the Dead, hlaut bæði lof og góðar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Sú bók er skáldsaga og er aðal- svið hennar herbúðir Bandaríkjamanna í síðari heimsstyijöld. Næstu skáldsögur Mailers þóttu ekki jafn vel heppnaðar og sú fyrsta og blöskraði mörgum klámið og kjaftfort mál þeirra. Mailer var rakkaður niður af gagniýnendum en sjálfur barðist hann og það í orðsins fyllstu merkingu og tók síðan til við að skrifa greinar i blöð og tímarit um nánast allt milli himins og jarð- ar en bandarískur veruleiki var honum hugfangnastur og þegar námsmenn fóru að viðra óánægju sína með allt og alla tók Mailer upp fána þeirra og var málpípa þeirra og varð á augabragði hálfguð hippanna. Áður en þetta var lifði hann sukksömu lífi og var ekjci við eina fjölina felldur í kvenna- málum né heldur öðrum. Hann hefur ætíð hagað málum þannig að hann er tíðum í sviðsljósi pressunnar og kann þá kúnst ágætlega. Mailer varð fyrir miklum ofsókn- um þegar bók hans um Marilyn Monroe kom út, var sakaður um ósannsögli og ritstuld. Hann fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir blaða- mennsku, en hann skrifaði í félagi við annan The Executioner’s Song, bók um Gary Gil- more, morðingja sem átti ekki aðra ósk heitari en verða sviptur lífi. Mailer er fjölskrúðugur persónuleiki og á sér ógrynni óvildarmanna, vina og gagnrýn- enda. Þessi bók, Mailer, His Life and Times, er sett saman úr viðtölum við samferða- menn hans og er tryggilega svo um búið að sjáist hvað hver hefur um manninn að segja. Þetta form ævisagna eða umfjöllunar gerir það að verkum að lesandinn fær seint leið á lestrinum því forvitnin bliknar aldrei. Þeir sem láta ljós sitt skína eru ótal margir og má nefna Lillian Hellman, stúdentaleið- togann Jerry Rubin, rithöfundana James Baldwin, William S. Burroughs og Michael McClure, móður Mailers og systur. Savage Grace er ekki sambærileg bók við þá sem að ofan er greint frá nema að því leytinu að hún er eins að uppbyggingu. I stuttum köflum segir fólk af kynnum sínum við Baekeland-fjölskylduna. Innan hennar átti sér heilmikill drami stað; sonur myrti móður sína og gerði síðan tilraun til að fremja sama verknað á ömmu sinni. Þetta fólk var hluti af jet-set-inu svokall- aða, langafí morðingjans var faðir plastald- arinnar. í bókinni er látið í það skína að morðinginn Tony hafi verið ólatur við að setja í sig allskonar eitur sem leysti geð- klofa úr læðingi með hörmulegum afleiðing- um. Bókin er full af nöfnum en skortir margar upplýsingar til að geta talist góð. Blc&dy* 1 MViiliER JULIAN SYMONS JULIAN SYMONS: BLODDY MURDER From the Detective Story to the Crime Novel. A History. Penguin Books 1986. í ein hundrað og fimmtíu ár hafa karlar og konur fengist við að skrifa svokallaðar leynilögreglusögur. Edgar Allan Poe, sem talinn er upphafsmaður þessarar bók- menntagreinar, fékk „The Murders in the Rue Morgue“ útgefna árið 1841 og frá því hafa ógrynni bóka um dularfull morð og það hvemig þau hafa verið leyst verið skrif- uð og ekki lát á. í fyrstu var það smásagna- formið sem heillaði eða nægði þessum fyrstu leynilögreglusagnahöfundum (hvílíkt orð!), og hafa frægastir orðið Conan Doyle sem skóp hinn ódauðlega Sherlock Holmes, G.K. Chesterton, sem skrifaði sögumar um þann þykka páfans mann Brown, og Dashiell Hammett, einhver stflskarpasti reyfarahöf- undurinn fram að þessu. Fleiri skrifuðu sögur, reyndar óteljandi og smásagan hvarf þegar menn tóku til við að rita lengri verk um menn sem leystu umsnúnar gátur af rökfræðilistum miklum. Leynilögreglusagan lifði og lifír og glæpasögur tóku við, njósna- reyfarar, löggusögur og hvað fleira. Skógurinn er mikill og þéttur og Bloody Murder er skínandi stúdía á reyfarabók- menntum sem er vinsælasta grein bókmenn- tanna á þessari öld. THE ö BELARUS JOHN LOFTUS: THE BELARUS SECRET. Edited by Nathan Miller. Penguin Books 1983. Hér er skýrsla manns sem starfaði við það að koma upp um stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyijöld. Er greint frá óþokka- verkum samstarfsmanna nasista í Hvíta- Rússlandi, hvemig þeir komust hjá réttar- höldum og á hvem hátt þeir náðu því að gerast bandarískir ríkisborgarar. Hvíta Rússland, sem nú er eitt Sovét- anna, var til skamms tíma þar sem vom landamæri Póllands og Sovétrílqanna. Þjóð- emissinnar þar vissu lengi vel ekki í hvom fótinn þeir ættu að stíga en þegar Hitler stefndi hemum austur um allt gerðust marg- ir Hvít-Rússar handbendar þeirra. Tóku þeir þátt í útrýmingu gyðinga og annarra af engum minni þrótti en sjálfar SS-sveitim- ar. Þeir sluppu, sem fyrr segir, við réttarhöld og eftir nokkuð þref og mikið fals og undir- ferli komust þeir til Ameríku. Þar sátu þeir um hríð og komust til Bandaríkjanna þar sem þeir störfuðu og sumir, þeir sem enn lifa, starfa þar enn. Er þar útlagastjóm Hvíta-Rússlands. Leið þeirra vestur um haf var í hæsta máta einkennileg og leiðir höf- undur í ljós, að Klaus Barbie, sem mikið hefur verið í fréttum að undanfömu, hafi farið þann sama veg og Hvít-Rússamir. Hafí þessum þokkapiltum verið laumað vest- ur með hjálp Bandaríkjamanna. The Belarus Secret er rúmar tvö hundmð síður og gefur greinargóðar upplýsingar um það sem viðkemur myrkum þætti sögunnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. MARZ 1987 13,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.