Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Side 15
Andlit í glugga. Allar myndirnar hefur Randall Hyman tekið. I Með auga fyrir íslandi EFTIR JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON „Ég átti leið um ísland á meðan leiðtogafundurinn stóð yfir. Það var einstaklega fagurt um að litast, októbersólin á lofti og landið snævi þakið. Ég var á Ieið frá Evrópu til Bandaríkjanna og grátbað flugvallar- starfsmenn að leyfa mér að breyta miðanum, svo að ég gæti verið nokkra daga á Islandi, en hertar öryggisreglur ollu því að mér var neitað. Mér leið hræðilega að þurfa að hverfa á braut,“ sagði íslandsvin- urinn Randy Hyman nýlega í viðtali við Morgunblaðið. „Æ, á ég nokkuð að vera að sega þér það. Eg fékk upprunalega áhuga á Islandi vegna þess að ég var skotinn í íslenskri stelpu,“ segir Randy Hyman, þegar ég spyr hann þessarar sígildu spurningar, hvers- vegna hann hafi mætur á Islandi. Randy er þrjátíu og eins árs, fæddur og uppalinn miðsvæðis í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í St. Louis í Missouri-fylki. Hann er einn af þessum fágætu Bandaríkjamönnum sem tala góða íslensku, fyrir utan ýmsa aðra kosti sem minnst verður á hér á eftir. Hann stundaði nám í jarðfræði og líffræði við háskólann í Bloomington í Indiana- fylki. „Eg fékk leyfi til að sameina þessi tvö fög og blaðaljósmyndun í nýtt fag, þann- ig að lokaprófið mitt 1975 var í náttúrulífs- ljósmyndun. Þetta var nú á hippaárunum og ég held að þessi faggrein sé ekki lengur heimiluð þarna við skólann,“ segir Randy. Lokaverkefnið var ljósmyndun á samskipta- háttum stórhymds villifjár í Klettaíjöllum. „Þessi dýr líkjast íslenskum kindum, fyrir utan að þau bera sérlega stór og falleg hom.“ Fyrsta verkefnið sem ljósmyndari vann Randy á íslandi á vegum hins þekkta tíma- rits National Geographic. Randy hitti einn af ritstjómm tímaritsins að máli, sýndi hon- um skólaverk sín og bað um vinnu. Ritstjór- H O R F T H E I M I N N Klósettpappír í kerfinu EFTIR GABRIEL LAUB Það eru til smámunir sem geta orðið hreint dæmi- gerðir, ef ekki beinlínis táknrænir. Fyrir nokkru var þess getið í fréttum að „vegna bráðnauðsyn- legra spamaðarráðstaf- ana“ væri nú hætt að setja klósettpappír inná snyrtiherbergi pró- fessoranna við Hannoverháskóla. „Ja- héma“, varð mér bara hugsað. „Er nú þar komið að spara þurfi við sig klósettpappír- inn?“ Þá bárust eiginlega fagnaðartíðindi í málinu: Samband þýskra háskólakennara hafði sent starfsbræðmnum í Hannover 20.000 skeiniblöð að gjöf. Nú em tuttugu- þúsund blöð svosem engin feikn, um það bil fjörutíu eða fimmtíu rúllur. Mér er ókunn- ugt um fjölda prófessoranna þama í Hannover og get enga hugmynd gert mér um heildargetu þeirra til heilans né þar- manna — sem vitaskuld er sitt hvað, og ber að undirstrika það. Þó mætti hugsa sér að vísindi prófessoranna væm það tormelt að þeir notuðu sáralítinn klósettpappír. Nú þarf vitanlega ekki að verða neinn héraðsbrestur af þessu vandamáli. Prófess- oramir gætu eins leyst þetta sjálfir og létt svosem einsog krónu af pyngju sinni tilað geta létt á sjálfum sér með góðri samvisku um það að hafa létt íjárhagsáhyggjum af háskólanum sínum. Jæja, en hvenær sem minnst er á klósett- pappír fer ég að sperra eyrun, enda var ég ámm saman búsettur í svokölluðum só- síalískum löndum. Þar er nánast ekki nema tvennt sem hefur táknræna merkingu, Coca-Cola sem táknar kapítalismann og klósettpappírsleysi sem táknar sósíalis- mann. Einhvemtíma bar svo við að flokksritar- inn í Prag var að gera úttekt á gildandi fímmáraáætlun. Þetta var opinber samkoma og hann tilkynnti: „... við lok tímabilsins munum við ná því marki að framleiða 0,7 traktora á hvert mannsbam í landinu ...“ Þá er kallað utanúr salnum: „En hvað með klósettpappírinn?" Ræðumaður lét ekki slá sig útaf laginu og hélt áfram: „Þá verður stálframleiðslan á hvert mannsbam orð- in ...“ Þá grípur sama röddin enn framí: „Og hveijar eru horfumar með klósett- pappírinn? Enn lætur fulltrúi flokksins sem ekkert sé og þylun „Tíu hálfsekkir af tilbún- um áburði verða þá á hvert mannsbam . . . Framíkallarinn lætur sig ekki og hrópar: „En klósettpappírinn?" Þá- missir fyrirlesar- inn loks þolinmæðina og grenjar ógnandi: „Það væri synd að segja, félagi, að þú vær- ir neitt að sleikja á mér...“ Þá blöskrar fyrirspyijandanum alveg og hann segir: „Er það þá eina lausnin sem þið sjáið?“ Tilað sósíalismi standi undir nafni þarf að skorta fleiri vörutegundir en klósett- pappír — en stöðugur og viðvarandi skortur á þeirri vörutegund er þó og verður sjálft vörumerki og höfuðleyndardómur þessa þjóðfélagskerfis. Vitaskuld gæti ástæðan verið sú hversu torvelt reynist að skipu- leggja framleiðslu þvílíkrar vöm á hvert mánnsbarn. Nema aliur pappír fari einfald- lega í þessa bæklinga þarsem munnræpa leiðtogánna birtist. Eins mætti hugsa sér að bróðurparturinn af öllum sósíalískum klósettpappír færi í það að halda pólitískum samskiptum austurs og vesturs hreinum . .. A hinn bóginn mildast þessi skortur af því að dagblöð í hinum sósíalísku löndum þjóna einkum þeim tilgangi að koma í stað: inn fyrir margnefndan klósettpappír. í Moskvu er gjama sögð sagan af konunni sem bað strákinn sinn að hlaupa nú út og kaupa öll fáanleg dagblöð, ekki bara „Pröv- du“ og „Ísvestíu" heldur búnaðarblaðið „Selskhosjajsvenæja sjísní" líka. Þá ber þar að húsbóndann sem þykir megnasti óþarfí að kaupa öll þessi blöð. „Sama þvælan í þeim öllum," segir hann. „Auk þess sem þetta er líka staglað í sjónvarpinu." „Best þú spuijir pabba þinn,“ segir þá konan við strákinn, „hvemig hann ætli að fara að því að skeina sig á sjónvarpinu." Fréttimar þama úr háskólanum í Hanno- ver hafa einhvemveginn ýtt þannig við mér að ég dirfíst að viðra umræðuefni sem beinlínis angar nú ekki af neinu, nema ef vera skyldi hinum raunhæfu valkostum só- síalismans. Mér er það vissulega huggun að dæmið frá Hannover skuli ekki bara leiða í ljós skeinipappírsleysi heldur peningaleysi líka. Peningaleysi er svosem ekkert grín, en það er minnstakosti ekki bundið við neitt sérstakt þjóðfélagskerfí. Og við héma vestantjalds höfum nú okk- ar skeinipappírsvandamál líka. Tegundimar em svo margar að maður veit aldrei hvort verið er að greiða uppsprengt verð fyrir aukin gæði ellegar þá bara klókindi fram- leiðandans. Líklega tóm sóun að vera með svona margar tegundir. Einhvemveginn sætti ég mig þó betur við það hlutskipti að hafa bæði völina og kvölina og þarmeð líka hættuna á því að vera hlunnfarinn heldur en eiga von á því að heyra búðarmanninn segja mæðulega: , „Klósettpappír höfúm við ekki.og engin von á honum í bráð. Fáðu þér“rúllu af sand-, papptr. Við eigum nóg af honum!" « ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. MARZ 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.