Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Blaðsíða 16
Meðauga fyrir íslandi inn rétti honum 20 litfílmur og sagði „við skulum sjá hvað þú getur." „Þessi fyrsta ferð ti! Islands var gjörsam- lega misheppnuð. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera,“ segir Randy léttur í bragði, „en samt hlýtur að hafa verið einhver neisti í þessu, því að næsta sumar var ég aftur gerður út til íslands og tók í það skiptið myndir sem birtust í náttúrulífsbók sem National Geographic félagið gaf út. Félagið á og rekur meðal annars áðurnefnt tímarit." Randy Hyman hefur síðan farið nokkra leiðangra til íslands og tekið myndir og hann bjó líka á íslandi í eitt ár. Þangað kom hann í september 1978, stundaði íslenskun- ám við háskólann í þtjá mánuði og vann jafnframt hjá ljósmyndastofu Þóris. Síðan fékk hann vinnu á skóladagheimili í Lang- holtinu. „íslenskuna lærði ég af krökkunum þar, krakkar eru bestu kennaramir." Síðari ferðir Randy til íslands hafa verið á vegum ýmissa aðila, svo sem tímaritsins Intemational Wildlife, tímarits Smithsonian stofnunarinnar og Science ’81. Árið 1980 kostaði vísinda- og náttúrufræðisafnið í St. Louis Randy tii að útbúa sýningu á 67 ljós- myndum frá íslandi. Hann sýndi þær síðan á Kjarvalsstöðum í janúar 1982, en Smithsonian stofnunin annaðist uppsetningu sýningarinnar vítt og breitt um Norður-Ameríku næstu þijú árin þar á eftir. I fyrra gaf Randy Hyman íslensku þjóðinni þessar myndir, fulltrúi Smithsonian afhenti þær í sendiráði íslands í Washington. Randy hefur oftsinnis ferðast til ýmissa landa Suður- Ameríku til að taka myndir og ennfremur til ýmissa annarra landa heims. Stundum skrifar hann greinamar með myndunum: „Ég undirbý mig vel fyrir svona ferðalög og iðulega skrifa ég textann sjálfur. Sem dæmi má nefna grein um krókódíladráp á fenjasvæðum Brasilíu. Ég dvaldi tvo mánuði í fenjunum og ræddi við lögreglu og veiðiþjófa. Þetta er blóðugur leikur, lögreglan ræðst gegn veiðiþjófunum með vélbyssum og þeir skjóta á móti. Enn- fremur tengist þetta eiturefnasmygli, krókódílaskinnum er smyglað úr landi í litl- um flugvélum til Bólivíu, og þær eru hlaðnar kókaíni á bakaleiðinni." Randy hefur auk þess ofan af fyrir sér sem iðnaðarljósmyndari í Bandaríkjunum. „En mér finnst skemmtilegast að taka nátt- úrulífsmyndir fyrir tímarit, eins og ég hef gert á Islandi og í Suður-Ameríku. Mig lang- ar til að halda því áfram svo lengi sem kostur er.“ Höfundurinn er fréttaritari Morgunblaðsins i Bandarikjunum. A bæ nálægt Heklu. Allar myndir tók Randall Hyman. Höfnin á Húsavík. A Arnarstapa á Snæfellsnesi. Vetur á ísafirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.