Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Side 3
E M I.KSHtK @ @ Sl @ [«] 0 H1E S ® ® Hl [H (•] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reyicjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoó- arrítstjórí: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gísli SigurÖ8son. Augtýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aóalstrœti 6. Sími 691100. Forsfdan Utmánuðir eru jafnan sá árstími þegar hvað mest fjör er í myndlistarsýningum og fer það fremur vaxandi en hitt og verður æ erfíðara að gera því öllu skil. Á forsíðunni eru 4 myndir, allar af sýningum sem standa yfír eða verða opnaðar í dag og eru þær auðkenndar með nöfnum höfundanna. Þar er málverk eftir Guð- rúnu Tryggvadóttur (sjá viðtal á bls. 7), kringlótt vefmynd eftir Sigrúnu Steinþórsdóttur (sjá bls 16), málverk eftir Daða Guðbjömsson (sjá viðtal á bls 9), en málaður skúlptúr er eftir Sverri Olafsson. Sú mynd heitir Undanhald og er um Napóleon í Rússlandi. Sýn- ing Sverris er í Gallerí Gijóti við Skólavörðustíg. Pólverjar þykja hjartahlýtt og listrænt fólk og hafa sínar að- ferðir til að lifa við ofríkið, sem þeim er búið heima fyrir og frá Kreml. Ágústa Ágústsdóttir söngkona og séra Gunnar Bjömsson fríkirkjuprestur vom þar á konsertferðalagi nýlega og Ágústa segir frá því, sem fýrir augu bar. Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, kvað Jónas forðum, en önn- ur skáld hafa séð í snjó og vetri eitthvað, sem stælir karlmanns lund, svo sem Hannes Hafstein, sem vildi óska það yrði nú regn/ eða þá bylur á Kaldadal. Saman- tekt um veturinn í bókmenntum hefur Sigurlaug Bjömsdóttir gert. Ástin verður að víkja hjá mörgum framakonum, segir Guðr- ún Tryggvadóttir myndlistarkona í samtali, þó ekki treysti hún sér sjálf til að vera án hennar. Guðrún sýnir um þessar mundir á Kjarvalsstöðum, en flytur að því búnu utan til Þýzkalands, þar sem hún mun búa fyrst um sinn. ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON Til Helgu Ég ann þér að æfíkveldi, elsku Helga minl og hugsa oft um það hnugginn, hver muni biðja þín. Þú ert svo góð og gáfuð og gasprar svo Snt við þá, sem eru sífeilt á veiðum og sofa vilja hjá. Oft ligg ég og læzt þá sofa, er lágnættissólin skín, en er þá reyndar að rugga mér hægt og raula vers til þín. Ég sef þama einn á sóffa og sef einsog annað fólk, en ástin skvampast innaní mér einsog spenvolg mjólk. Þá pottar og pönnur klingja, og pjátrið er barið við stó, heyri ég tvdd þína, Helga! hljóma í hverri kró. Þá skóarar sóla og sauma, og sútarar garfa skinn, heyrist mér allur heimurinn, hugsa um skóinn þinn. Þá trollarar kalla kolin, og kariamir bjóða Ssk, heyrist mér sál þín, Helga! hamast í stöppudisk. Uppundir Akrafjalli ertu með bókadót Þú situr á svolitlri þúfu og suðrinu bmsir mót Eg kalla af Kríusteini: Komdu nú, Helga mín! En þá seztu norður á Þyríl; svo þjóra ég einsog svín. Allsstaðar ertu, Helga' Ætlarðu’ að kyssa mig? Ætlarðu’ að gera mig óðan? Eða’ ætlanðu’ að dmpa mig? Þórberg þart varla að kynna, þótt ekki sé hann lengur á sjónarsviðinu. Hann fæddist á Hala í Suðursveit 1889og dóíReykjavík 1974. Hans er fyrst og fremst minnst vegna frumleika ogframúrskarandistílgáfu. Fyrstu Ijóð hans komu út 1915 undirdulnefninu Styr Stofuglam og önnur Ijóðabók kom út undir sama dulnefni 1917. Hvítir hrafnar komu út 1922, Edda Þórbergs 1941 og Marsinn til Kreml 1962. Þegar læknunum fatast að er gömul saga og ný að sjúklingar fara misjafnlega út úr læknis- meðferð, flestir vel, fáeinir miður. Málefni þeirra fáu óheppnu hafa verið að færast í sviðsljós- ið smám saman síðustu misserin. Sinn er siður í landi hveiju. Sums staðar eru óspart höfðuð skaðabótamál á hendur læknum og heilbrigðisstofnunum þegar út af ber um árangur læknishjálpar og hafa Bandaríkin verið þar efst á blaði, raunar langt umfram það sem með nokkrum rökum getur talist heppilegt. Annars staðar hafa þvílík málaferli síður tíðkast, og munu lækn- ar óvíða hafa verið óhultari fyrir slíku en á Islandi. Þetta kynni þó að vera að breytast, ef marka má blaðafréttir. Og má kannski breytast eitthvað dálítið. En ekki mikið; bótakröfur og stefnuhótanir einstakra sjúkl- inga eru einfaldlega ekki heppilegasta tegund af aðhaldi í heilsugæslunni. Heppilega aðhaldið er svokallað innra eftirlit; að árangur starfsins á heilbrigðis- stofnunum og sjúkradeildum sé metinn jafnharðan og leitað með skipulegum hætti að gölluðum starfsháttum og einstökum mistökum. Ég kann ekki að lýsa hvemig þetta er gert, en svo mikið er vist að það hefur um alllangt skeið verið eitt af tískuvið- fangsefnum læknisfræðinnar að skipuleggja slíkt eftirlit. Af hveiju skyldi nú innra eftirlit vera heppilegri tegund af aðhaldi en bótakröfur sjúklinga? í fyrsta lagi vegna þess, að það er eðli- legt að lækningar takist misjafnlega. Bótaskyld mistök verða aldrei nema lítill hluti af því sem þar fer aflaga. Hugsum okkur ákveðna læknismeðferð, t.d. skurðað- gerð, sem er vandasöm og ekki áhættulaus, en þó svo gagnleg að rétt sé talið að beita henni. Nú, nú, einn og einn sjúklingur fer illa út úr henni, örkumlast jafnvel eða deyr. Þá er svosem hægt að beina athyglinni að hveiju óhappatilvikinu fyrir sig, grafast fyr- ir um það hvort einhveijum starfsmanni sjúkrahússins hafi orðið á vítaverð mistök sem baki honum eða stofnuninni ábyrgð. En í rauninni skiptir hitt miklu meira máli, hvort þeir eru viðunanlega fáir eða kannski alltof margir sem bíða skaða af meðferð- inni. Ef þeir eru margir, þá er eitthvað að sem þarf að finna og laga. Alveg sérstak- lega ef það eru ekki einstök vítaverð mistök, heldur einhver almennur galli á starfsem- inni, en slíkir gallar koma síður fram ef aðhaldið felst í málafylgju um einstök óhöpp. Maður sér það í hendi sér hvað læknar taka margar ákvarðanir á hveijum starfs- degi og gera mörg vandasöm handarvik; það er engin von að þar séu allir jafnsnjall- ir né að hver einstakur geri ævinlega jafn vel. Mistök, eða a.m.k. frávik frá því allra besta, eru að sjálfsögðu daglegt brauð, en koma yfirleitt ekki alvarlega að sök; þau koma í ljós og úr þeim er bætt. Annar meginkosturinn við innra eftirlit, umfram aðhald vegna bótaábyrgðar, er einmitt sá að þar er unnt að leita eftir mistökum áður en þau valda hörmungum; athuga hvort einhver ákveðin frávik frá bestu meðferð séu óeðlilega alg;eng, jafnvel þótt tekist hafi að veija sjúklinga fyrir alvarlegum af- leiðingum. Þetta er líkt og í fluginu, þar sem sjálf- sagt þykir að rannsaka nákvæmlega öll atvik sem leiða til hættuástands, jafnvel þótt enginn skaði hljótist af. Eftirlit dóm- stóla með heilsugæslunni hefur þann meginókost að ná aldrei til slíkra hluta, al- veg eins og það getur aldrei náð til þjónustu sem er einfaldlega slök, án þess að sérstök- um vítaverðum mistökum sé um að kenna. Líkjum lækninum við píanóleikara. Eftir- lit dómstólanna er sambærilegt við tónlistar- gagnrýni, sem einungis fjallaði um feilnótur. En píanóleikur er ekki merkilegur fyrir það eitt að ratað sé á réttu nótumar. Við viljum njóta læknisþjónustu sem er á miklu hærra stigi en það, og ef við höfum áhyggjur af gæðum þjónustunnar, þá eigum við að biðja um eftirlit sambærilegt við alvöm tónlistar- gagnrýni, þar sem einkum er spurt hvort vel sé leikið. Ég skal ekki gera lítið úr böli einstakra sjúklinga sem lenda í misheppnaðri með- ferð. En kröfugerð og málarekstur um einstök tilfelli má ekki verða of ríkur þáttur í aðhaldinu að heilbrigðisþjónustunni; slíkt aðhald er einhliða, og það em til betri að- ferðir. HELGI Skúli kjartansson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.MARZ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.