Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 4
Enn er plægt
með uxum...
Við lögðum af stað frá Keflavík til Lundúna á
þessum fræga brottfarartíma, sem gerir
mörgum íslendingum ögn gramt í geði. Þeir
verða að bregða sætum blundi á fimmta
tímanum, rífa sig upp úr rúminu og vera
Það er eins og sérstök angurværð h víliyfir öllu þarna, þar sem fólk sest niður
og fær sér hressingu í miðliluta Varsjár, þarsem allt var lagt í rúst í stríðinu —
og allt byggt upp nákvæmlega eins ogþað var.
komnir suður á flugvöll kl. sjö árdegis. En
þar tekur blessaður bjórinn við og þá fer
landið að rísa.
Eftir skamma stund í þröngum sætum
Flugleiðavélarinnar koma blíðlegar og bros-
andi flugfreyjur að bjóða okkur ágætan
mat. Þetta er fiskréttur, umkringdur alls
konar góðgæti. Að hugsa sér blessaðar
stúlkurnar, sem yfirgefa börn og bú í bítið,
til þess að stjana við okkur farþegana við
erfiðar aðstæður.
í London bregður fyrir vit okkar megnri
stækju af óhreinindum í loftinu. Umferðar-
gnýrinn er ærandi. Heldur þykir okkur
matur í þynnra lagi. En verðlag virðist lægra
en á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Ind-
veiji í náttúrulækningabúð hélt við værum
Þjóðverjar og sagði, að þeir kæmu í stríðum
straumum að versla í London. Við gistum
á Ypsilon-hótelinu, þar sem herbergið er
eins og munkaklefi; ekki unnt að setja
snyrtiáhöld í samband við rafmagn og lyft-
umar hálfgerð gestaþraut. En hótelið er
nýtt.
EFTIR ÁGÚSTU
ÁGÚSTSDÓTTUR
Pólverjar þykja skera sig
nokkuð úr meðal Aust-
ur-Evrópuþjóða, frjáls-
legir en um leið hógværir
og þykja fara leikandi
létt í kringum ýmsa afar-
kosti, sem Rússar setja
þeim til dæmis eru Pól-
verjar enn að greiða
Rússum stríðsskaðabæt-
ur. Ágústa og eiginmaður
hennar, séra Gunnar
Björnsson, voru á kon-
sertferðalagi í Póilandi
og hér bregður Ágústa
ljósi á ýmislegt, sem fyrir
augu bar austur þar.
Að Greiða Stríðsskuldir
Við rismál næsta morgun fórum við fljúg-
andi frá Lundúnum til Varsjár. Aðflugið
opnaði okkur undurfagra útsýn yfir Varsjá
og nágrenni. Pólveijar rækta hvem skika
lands. Pólland er fijósamasta land austan
járntjalds, svo að við liggur, að matjurtir
spretti á milli járbrautarteinanna. Lunginn
af allri þessari framleiðslu fer þó til Rúss-
lands. Sama gildir um kjötið. Þetta fyrir-
komulag heitir að greiða stríðsskuldir og
trúi hver sem vill.
Dr. Krzysztof Sperski, vinur okkar og
umboðsmaður, hafði heitið að taka á móti
okkur. Undir niðri þótti okkur dálítið ótrú-
legt, að hann kæmi því við, bíllaus maðurinn,
því að frá Gdansk til Varsjár er sex til sjö
klukkustunda akstur. Líka óttuðumst við,
að hann myndi eiga bágt með að komast
frá kennslustörfum sínum við Tónlistaraka-
demíið í Gdansk. En Krzysztof blessaður
stóð við það, sem hann hafði sagt. Hann
var hér kominn, ásamt píanóleikaranum
okkar, prófessor Onnu Prabucku-Firlej. Þau
höfðu fengið orlof hjá Akademíinu til þess
að aðstoða okkur á alla lund þann tíma, sem
við dvöldum í Póllandi. En nú varð dálítið
óhapp. Á stórum flugvellinum fórum við á
mis við vin okkar, en flýttum okkur að
þiggja leigubíl, sem stóð til boða og báðum
bílstjórann að aka okkur á eitthvert gott
hótel.
Leigubílstjórinn sagði okkur, að það væri
miklum erfiðleikum bundið að fá inni á
hóteli í Varsjá. Við gripum því til þess ráðs,
að biðja hann að aka okkur alla leið til
Gdansk. Þá runnu upp úr bílstjóranum öll
ensku orðin, sem hann kunni: „Problem —
circus - money — minimum — fifty pounds!“
Gunnar svaraði honum á sömu orðfáu ens-
kunni. „Please — concert — scandal —
tomorrow." Hinn svaraði. „Pevex (pólskt
verslun, sem tekur ekki við greiðslu, nema
í erlendum gjaldeyri og selur flest það, sem
þessa menn vantar: sígarettur, nælonsokka,
viskí, tyggigúmmí, og umfram allt kaffi) —
money — problem o.s.frv.“ Samningar náð-
ust og við settumst í aftursætið á pólskum
Fíat og ókum af stað. Súld var í lofti og
nú dimmdi óðum. Leiðin var nákvæmlega
merkt vegvísum og alltaf héldum við, að
nú værum við brátt komin á leiðarenda.
Áð var á pólskri krá, þar sem var á boðstól-
um matur og pívó (pólski bjórinn). Við
smelltum mynd af bflstjóranum og það þótti
honum afskaplega gaman. Loks náðum við
á áfangastað og komum til Sopot kl. 11.00
um kvöldið. Sopot liggur á milli Gdansk og
Gdynia. Hún er borg baðstrandar og
spilavítis, en getur einnig státað af einu
fegursta útileikhúsi í heimi.
Ekki vissum við, hvar okkur var ætlað
að gista. Við vorum orðin framlág eftir langa
ferð og báðum bflstjórann að finna fyrir
okkur Grand Hotel, lúxushótel, þar sem við
vorum vön að borða morgunmatinn, þegar
við vorum á ferð í fyrra. Þegar þangað kom
sagði starfsfólkið, að viðhafnarsvítan ein
væri laus. Gott og vel, sögðum við, úrvinda
af þreytu. Þegar upp kom blöstu við augum
einhver virðulegustu herbergi, sem við höf-
um augum litið. Stofan var búin gömlum
rókókó-húsgögnum, málverkum og postul-
ínsvösum, svefnherbergið þungum ma-
hogny-rúmum. Baðherbergið var á stærð
við stofuna okkar heima í Garðastræti og
baðkerið af þeirri stærð að þegar ég skreið
ofan í það hélt Gunnar að ég væri týnd og
byijaði að hrópa og kalla. Sváfum svo af
nóttina.
Morguninn 8. október vöknuðum við við
símhringingu. Niðri í anddyri biðu Krzysztof
og Anna, eyðilögð yfir því, að við skyldum
farast á mis í Varsjá.
Pólveijamir fjargviðruðust ekki út af
orðnum hlut, enda stilltir vel, yfirvegaðir
og með afbrigðum ráðagóðir. Nú var sest
að hinum ljúffenga morgunverði: steikt
svínaflesk með hrærðum eggjum, nýbakaðir
brauðsnúðar með þessu heimsþekkta, pólska
beijamauki og ágætis osti. Pólveijar salla
á sig volgri Berlínarbollu í morgunsárið og
heitir hér Sopot-bolla. Reyndar eru kökur
hér betri en í flestum stöðum.
Tónleikar Undirbúnir
Við höfum æft efnisskrá væntanlegra
tónleika hvert í sínu lagi. Og nú tókum við
til að æfa verkin með Önnu, meðleikara
okkar á píanó. Út um stóran gluggann á
músíkherbergi Önnu blasti við sólroðinn
himinninn yfir Gdansk-flóanum. Frá þeirri
sýn var sælt að sofna um kvöldið.
Morguninn eftir var kominn 9. október
og að kveldi þess dags skyldu fyrstu tónleik-
arnir verða. Ég fann hárgreiðslustofu á
fyrstu hæð í blokkinni hennar Önnu. Okkur
sýndist ýmis þjónusta vera til reiðu á neðstu
hæðum íbúarhúsanna; mjög þægilegt fyrir
heimilisfólkið! Þama fékk ég þá bestu
greiðslu, sem hægt var að hugsa sér og það
á mettíma!
Kl. 17.00 héldum við svo tónleika á veg-
um Tónlistarfélagsins í Sopot. Salurinn er
gamalt og virðulegt húsnæði félagsins.
Húsfyllir var og undirtektir ákaflega góðar.
Þama höfðum við líka komið fram í fyrra,
svo að margir tónleikagesta þekktu orðið
til okkar. Margir færðu okkur blómvendi.
Pólveijar þykja skera sig nokkuð úr hópi
Austur-Evrópuþjóða. Lega landsins er sér-
stæð. Nágrannaþjóðir búa umhverfis á þijá
vegu, en Eystrasaltið myndar skjólvegg að
norðan. Sigling er stutt til Skandinavíu.
Kannski líkjast Pólveijar nokkuð Norður-
landaþjóðunum. Þjóðin hefur mikið blandast
Svium og Dönum um aldir. í rúma öld ríkti
sænskur konungur í Póllandi. Katarína,
dóttir síðasta konungs af ættinni Jagiell-
oniczyk, Sigismundar, giftist Jóhanni prins,
syni Gústafs Vasa, sem konungur varð, eft-
ir að hafa steypt hálfbróður sínum, Eiríki
Vasa, af stóli, og drottningu hans, Katrínu
Mánadóttur, sem drottning var aðeins í einn
dag! Sonur Jóhanns og Katarínu var Sigis-
mundur, sem ríkti í Svíþjóð eftir föður sinn,
en var einnig konungur Póllands. Hann
flutti konungshöllina frá Krakow til Var-
sjár, þar sem hún hefur staðið síðan.
Mér finnst Pólveijar fijálslegri, en um
leið hógværari, en margar aðrar þjóðir.
Þeir þykja líka bágrækir. Oft fara þeir leik-
andi létt í kringum þá afarkosti, sem Rússar
setja þeim. Kæmi upp eitthvert smávanda-
mál var Krzysztof vanur að segja: „Mo-
ment“, hverfa svolitla stund og þegar hann
birtist aftur var venjulega allt klappað og
klárt.
Gullið Pólskt Haust
Veðrið er yndislegt, dag eftir dag. Logn,
sólskin og 15 til 20 gráðu hiti. Trén skarta
mikilli litadýrð. Krzysztof bendir okkur á,
að pólskir skógar státi af gríðarlegum fjölda
tijátegunda. Moldin hér er svört (sbr. mál-
verkið fræga). Nú leggjum við upp í ökuferð
í rútu. Fyrr um daginn höfðum við skoðað
Tónlistarakademíið í Gdansk og snætt „Hjá
mömmu", litlu veitingahúsi beint á móti
Lenín-skipasmíðastöðinni.
Ferðinni var heitið til Bytow, sem er bær
á stærð við Akureyri. Krzysztof segir, að
þar gæti mjög þýskra og skandinavískra
áhrifa, auk heldur talar fólk þarna sérstaka
mállýsku. Þama er ævafom og virðulegur
kastali, sem hefur verið breytt í hótel, sem
er á fyrstu hæð, þá er konsertsalur á mið-
hæð og gistiherbergi á tveimur efstu
hæðunum.
Ferðin til Bytow var mikið ævintýri. Þetta
hérað, fyrir vestan Gdansk, er ótrúlega fal-
legt. Þar skiptast á vötn af öllum stærðum,
litríkir skógar og bóndabýli. Krzysztof seg-
ir, að þetta landslag minni á Finnland. Þó
eru skógar Finnlands fábreytilegri og ekki
eins fijósöm jörð kringum vötnin, heldur
grýtt.
d