Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Side 7
Margar framakonur yUja útiloka ástína Rætt við Guðrúnu Tryggvadóttur sem sýnir verk sín um þessar mundir á Kjarvalsstöðum Stundum er haldið áfram að skrifa gagnrýni um menn, sem nálgast að vera miðaldra eins og þeir væru eilíflega ungl- ingar. Jón Gunnar myndhöggvari hefur ve- rið talinn til hinna ungu, þótt hann sé kominn yfir fimmtugt og Gunnar Öm og Sigurður Örlygs- son em báðir unglingar á fimmtugsaldri.- EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Mér finnst manneskjan heimsk og þrjózk; hún neitar að horfast í augu við staðreyndir. Hún vill ríkja yfir náttúrunni, vill nota hana til að skreyta sig. Riddarinn þeysir um eyju á hvítum hesti, en þegar betur er að gáð er þetta blekking, því hesturinn liggur bara í grasinu, við sjáum það á birtunni, sem fellur á hlið hans ofanfrá. En riddarinn hugumprúði vill ekki viðurkenna, að hestur- inn liggi á hliðinni. Þetta er hetja og hún þrjózkast áfram." Svofelld orð hefur Guðrún Tryggvadóttir um mynd þá af hvítum hesti, sem prentuð er hér í tilefni sýningar Guðrúnar á Kjarvals- stöðum, sem nú stendur yfir. Þessi skýring, eða hugmyndafræði eins og nú tíðkast að kalla þvíumlíkt, getur talizt nokkuð dæmi- gerð fyrir viðhorf ungra myndlistarmanna; einkum og sér í lagi þeirra, sem kynntust eitthvað konsepti eða hugmyndalist, sem var í tízku um tíma og lagði undir sig lista- skóla. Sem sagt: Það er unnið með hugmynd, sem oft liggur alls ekki í augum uppi. Að því leyti svipar myndlist af þessu tagi til nútíma Ijóða: Hálfkveðnar vísur og mikið, sem áhorfandanum er látið eftir til að lesa milli línanna. Það sem fljótt á litið sýnist bara vera mynd af reiðmanni á hvítum hesti, er í raun og veru allt annað eins og sést af ræðu Guðrúnar hér að framan. Þótt notuð séu atriði úr náttúrunni svo sem hest- ur, gras og skeljar, þá er öllum raunveru- leikatengslum kippt í burtu og eftir stendur huglæg mynd eða fantasía. Með öðrum orð- um: Viðhorfíð til myndefnisins er alveg gerólíkt því hefðbundna viðhorfí, sem leitast við að „fínna mótíf“ í náttúrunni og líkja eftir þvi með misjafnlega miklum stílfæring- um. „Allar mínar myndir verða til út frá ákveð- inni þörf", segir Guðrún, „ég er að horfast í augu við vissa hluti með því að mála svona. í tvö ár vann ég í konsepti, eða hug- myndaiist og það hafði mikil áhrif á mig. Ég var að reyna að skilgreina sjálfa mig um um leið þjóðfélagið." Guðrún Tryggvadóttir er 28 ára, fædd og uppalin i Reykjavík, en í föðurætt úr Hrepp- unum og er ein af mörgum myndlistaraf- komendum nöfnu sinnar í Tungufelli. Guðrún er dóttir Erlu Gunnarsdóttur og Tryggva Ámasonar, sem m.a. fæst við myndlist og hefur sýnt. Eins og að líkum lætur, bar snemma á tilhneigingu Guðrúnar til myndsköpunar og strax eftir landspróf fór hún í Myndlista-og handíðaskóla ís- lands. Þar var hún frá 1974-78 og útskrifað- ist úr málaradeild, sem hafði þá verið endurvakin eftir tímaskeið þegar mikil van- trú ríkti á framtíð málverksins. Að þessu loknu lá leið Guðrúnar til framhaldsnáms í París við Ecole Superieure des Beaux Arts. Henni þótti sá skóli „gamaldags ogömurleg- ur, verri en steinrunnið akademí" og eftir einn vetur þar yfírgaf hún París og hélt til Miinchen. Það var engin skyndiákvörðun; hana hafði alltaf langað til Munchen. Þar innritaðist hún í Akademie der Bildenden Kiinste og útskrifaðist með miklum glæsi- brag, þar sem hún hiaut æðstu verðlaun skólans, Debutanten Förderpreis, og var það í fyrsta skiptið, að erlendur nemandi varð fyrir valinu. Framlag Guðrúnar til þessarar keppni var skyggnumyndaröð af verkum eftir hana sjálfa. Svo mikil aðsókn er að þessum myndlistarskóla, að 95 af hveijum 100, sem reyna við inntöku, eru gerðir aftur- reka. Það mætti því álykta, að þetta nauma úrtak hljóti að vera harla gott, ekkert nema ijómi. En Guðrún lætur lítið jrfír þeim ijóma. Aðeins 3-4 nemendur standa uppúr, segir hún, -„ hinir eru bara að dandalast þama án nokkurs metnaðar og þá aðallega vegna þess að það er gaman og mátulega fijáls- legt að stunda nám við myndlistarakademí". í Munchen kynntist Guðrún eiginmanni sínum, Robert Becker, söngvara. Þau hafa nú verið á íslandi í rúm tvö ár og Bob eins og hún kallar hann söng í Tosca í Þjóðleik- húsinu og Grímudansleiknum í fyrra og einnig hefur hann oftar en einu sinni sung- ið einsöngshlutverk í konsertuppfærslu með Sinfóníunni. Þar fyrir utan hefur hann eng- in verkefni haft í söng, enda vita allir að tækifærin fyrir söngvara eru ekki út um allt hér á íslandi. Við opnunina hjá Guðrúnu fyrir viku, hélt Robert konsert, en eftir sýn- inguna em þau bæði á fömm til Berlínar, þar sem þau munu búa um tíma, enda stefnir Robert að því að verða Wagnersöngv- ari og er talinn hafa gott upplag til þess. En hvemig er sú tilhugsun að flytja utan aftur; ég spurði Guðrúnu um það og hvort hún telji sig sem málara háða íslandi. „Já, ég er mjög háð landinu og mér fínnst æðislega gott að vera héma. Ég finn beinlín- is, að hér em rætumar í jörðu og hér fínnst mér bezt að vinna. Það er samt ekkert meðvitað í mínu myndefni, sem ég sæki beint til lands eða þjóðar. Ég þarf ekki að bíða eftir eða leita að inspírasjón eða hugljó- mun; hún kemur sjálfkrafa til mín. Ég er næstum alltaf að vinna með fólk eða fígúr- ur og það er alltaf saga á bak við hveija einustu mynd; það er mér nauðsynlegt. Oftast liggur sú saga ekki í augum uppi og mér fínnst leiðinlegt að þurfa að gefa myndunum nöfn í skránni." Nýbylgjan blómstraði með öllu sínu hams- leysi þegar hún var í Múnchen, en hún afneitar því að hafa farið að dansa með. „Mér fínnst ég ekki hafa tileinkað mér þessa nýbylgju", segir hún, „það er þó nokkuð annað, sem ég hef verið að gera. Fyrstu tvö árin í Munchen málaði ég ekki neitt, en þegar ég tók upp þráðinn að nýju, var það með mikilli gleði og jafnvel offorsi. En ég er búin að afgreiða það mál núna. Það sem maður gerir, byggist að ég held á einhveij- um bylgjum, sem liggja í loftinu, fremur en að fyrirmyndir séu leitaðar uppi á sýning- um eða í tímaritum. Þegar ég hóf að mála þetta villta málverk í skólanum, þá var ég ein um það og hafði enga fyrirmynd. Það var bara eitthvað sem geijaðist innra með mér og varð að fá útrás. Það eru að vísu mörg gallerí í Munchen, en borgin er frem- ur kunn fyrir íhaldssemi á flestum sviðum og galleríin taka ógjaman neitt uppá sína arma nema það hafí viðurkenningarstimpil. Ég var svo heppin að eignast styrktar- mann, sem ver einhveiju af auði sínum til styrktar listum; ég fékk hjá honum peninga til að kaupa efni og það kom sér vel. Þessi maður hefur gert talsvert af því að kaupa frammúrstefnulist, til dæmis eftir Beuys, og hefur gefíð borgum." Þeir sem gaumgæfa myndir Guðrúnar, til dæmis þær sem hér eru prentaðar, munu sjá, að þær eru engan veginn á einni línu. Fijálsraeði í þá veru að vinna í jafnvel nokkr- LESBÓK MORGUNBtAÐSjNS 21. MAtjZ 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.